Aðeins börn fædd 2015 og síðar undanþegin fjöldatakmörkunum

Sam­komutak­mark­an­ir fara úr 20 manns nið­ur í 10. Íþrótt­astarf verð­ur lagt nið­ur og grímu­skylda auk­in. „Við verð­um núna að bíta á jaxl­inn og snúa vörn í sókn,“ seg­ir heil­brigð­is­ráð­herra. Sjá má upp­töku af kynn­ing­ar­fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar um hert­ar að­gerð­ir vegna Covid-19 í frétt­inni.

Aðeins börn fædd 2015 og síðar verða undanskilin grímuskyldu, fjöldatakmörkunum og fjarlægðarmörkum. Fjöldatakmarkanir verða færðar úr 20 manns og niður í 10, grímuskylda verður aukin, áfram verða tveggja metra fjarlægðartakmaranir í gildi og íþróttastarf mun leggjast af. Þá verða sviðslistir óheimilar. Þetta kom fram á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar um hertar aðgerðir vegna kórónaveirufaraldursins nú fyrir skemmstu. Hertar aðgerðir taka gildi á morgun, laugardaginn 31. október.

Í matvöruverslunum og apótekum munu gilda rýmri fjöldatakmarkanir, 50 manns, umræddur 10 manna fjöldi gildir hins vegar í öðrum verslunum. Krár og skemmtistaðir verða áfram lokuð, veitingahúsum skal loka klukkan 21:00 á kvöldin.  Aðgerðirnar munu gilda um allt land. 

„Þetta er besti kosturinn í erfiðri og flókinni stöðu. Það er ekki tími til að bíða og sjá til og vona það besta,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Það væri von hennar að með aðgerðunum yrði hægt að ná tökum á faraldrinum á tveimur vikum. Undir það tóku aðrir fundarmenn og Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir einnig í viðtali eftir fundinn. 

Í tilkynningu um aðgerðirnar kemur fram að fjöldatakmarkanir gildi ekki um störf ríkisstjórnarinnar, ríkisráðs, Alþingis og dómstóla. Þá gilda fjöldatakmarkanir ekki um almenningassamgöngur, hópferðabifreiðar, innanlandsflug eða störf viðbragðsaðila. 

Í einu tilfelli var brugðið út frá tillögu Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra. Sóttvarnarlæknir lagði til að fjöldatakmarkanir í útförum miðuðust við 20 manns en heilbrigðisráðherra ákvað að miða skyldi við 30 manns. Þó verður miðað við 10 manna hámarksfjölda í erfidrykkjum. 

Þá greindi Katrín frá því að á fundi ríkisstjórnarinnar hefði verið unnið að því að útfæra frekari efnahagslegan stuðning vegna afleiðinga faraldursins og yrðu þær tillögur kynntar síðar í dag. 

Spurð hvort ríkisstjórnin sé að hvetja fólk til að halda sig heima svaraði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra því til að reglurnar væru skýrar en fólk væri hvatt til að njóta útiveru og náttúrunnar. Katrín hvatti börn til að halda sig heima við og fara ekki í nammileiðangra nú á hrekkjavökunni. Þá minnti hún á að aðventan væri fram undan og jólin. Vissulega væri það dimmasti tími ársins en síðan færi daginn að lengja og hún væri þess fullviss um að þær aðgerðir sem grípa ætti til núna yrðu til þess að hægt yrði að njóta aðventunnar og jólanna. Svandís tók undir þetta með forsætisráðherra. „Ef við tökum á þessu af samstöðu og afli getum leyft okkur að hlakka til jóla, vissulega óhefðbundinna jóla.“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði að annað hefði ekki verið í stöðunni. „Við stóðum frammi fyrir því að hafa reglurnar óbreyttar, sem ekki var að virka, og hefði staðið í lengri tíma, eða fara í hertar aðgerðir til skemmri tíma.“ Hún þakkaði jafnframt landsmönnum fyrir þolgæði og hvernig það hefði tekið því hversu hert hefði verið að daglegu lífi, það væri ekki sjálfsagt. Sömuleiðis minnti hún á að hlúð væri að börnum en daglegt líf þeirra myndi verða fyrir verulega raski með aðgerðunum.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Drottningarbragð
Mynd dagsins

Drottn­ing­ar­bragð

Þriðja bylgja skák­æð­is hef­ur skoll­ið á Ís­landi, eft­ir að hálf þjóð­in hef­ur sest nið­ur og horft á Net­flix serí­una The Qu­een's Gambit, eða Drottn­ing­ar­bragð. Fyrsta bylgj­an varð ár­ið 1958, þeg­ar Frið­rik Ólafs­son náði fimmta til sjötta sæti á HM í skák í Portorož, gömlu Júgó­slav­íu, og varð með þeim ár­angri fyrst­ur Ís­lend­inga að verða stór­meist­ari í skák. Áhugi lands­manna á skák­í­þrótt­inni náði svo nýj­um hæð­um í ann­ari bylgju, ár­ið 1972, þeg­ar heims­meist­arein­víg­ið í skák fór fram í Laug­ar­dals­höll­inni milli Bor­is Spassky og Bobby Fischer. Bobby vann að lok­um, eft­ir 21 skák. Seinna fékk hann ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt og var jarð­sett­ur í Laug­ar­dals­kirkju­garði aust­ur í Flóa. Fyr­ir þá sem ekki vita, er drottn­ing­ar­bragð; 1. d4 d5 2. c4 og svart­ur á leik!
Verða sér úti um falskt læknisvottorð til að komast hjá grímuskyldu
FréttirCovid-19

Verða sér úti um falskt lækn­is­vott­orð til að kom­ast hjá grímu­skyldu

Með­lim­ir Face­book-síð­unn­ar Covið­spyrn­an ráð­leggja hvort öðru um það hvernig sé best að bera sig að við að verða sér út um falskt lækn­is­vott­orð til að þurfa ekki að nota grím­ur í versl­un­um.
Síðasti dagurinn til að vera laus úr sóttkví yfir hátíðirnar er 18. desember
StreymiUpplýsingafundir um Covid-19

Síð­asti dag­ur­inn til að vera laus úr sótt­kví yf­ir há­tíð­irn­ar er 18. des­em­ber

Hafi fólk sem ætl­ar að koma heim til Ís­lands frá út­lönd­um í des­em­ber ekki í huga að eyða há­tíð­un­um í sótt­kví þarf það að kom­ið til lands­ins í síð­asta lagi 18. des­em­ber. Þetta kom fram á upp­lýs­inga­fundi al­manna­varna nú á tólfta tím­an­um.
Gjaldþrot Capacent hefur áhrif á starfsemi Tryggingastofnunar
Fréttir

Gjald­þrot Capacent hef­ur áhrif á starf­semi Trygg­inga­stofn­un­ar

Upp­lýs­ing­ar um rétt­indi líf­eyr­is­þega, fjölda­þró­un og út­gjöld til mála­flokks­ins hafa ekki ver­ið birt með reglu­leg­um hætti á vef Trygg­inga­stofn­un­ar á hálft ár. Ástæð­an er sú að fyr­ir­tæk­ið Capacent, sem sá um rekst­ur mæla­borðs stofn­un­ar­inn­ar, varð gjald­þrota í júní.
Alvarlegt að ekki sé vitað hvar íslenskt plast endar
Viðtal

Al­var­legt að ekki sé vit­að hvar ís­lenskt plast end­ar

Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son um­hverf­is­ráð­herra svar­ar fyr­ir mis­bresti í end­ur­vinnslu plasts og glers á Ís­landi. Hann kall­ar eft­ir ít­ar­legri skoð­un á end­ur­nýt­ingu og end­ur­vinnslu plasts í kjöl­far um­fjöll­un­ar Stund­ar­inn­ar sem sýn­ir ágalla á töl­fræði um end­ur­vinnslu og vill­andi upp­lýs­ing­ar um af­drif plasts. „Ég tel að það þurfi um­bylt­ingu í úr­gangs­mál­um á Ís­landi,“ seg­ir hann.
211. spurningaþraut: Vinsælt tónverk, vinsæl hljómsveit, vinsæl fjöll, vinsælt stöðuvatn
Þrautir10 af öllu tagi

211. spurn­inga­þraut: Vin­sælt tón­verk, vin­sæl hljóm­sveit, vin­sæl fjöll, vin­sælt stöðu­vatn

Hers­höfð­ingja­þraut­in frá því í gær er hér! * Fyrri auka­spurn­ing: Hver mál­aði mál­verk­ið hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hver samdi pí­anó­verk­ið Für Elise? 2.   Í hvaða inn­hafi eru Álands­eyj­ar? 3.   Fjall­garð­ur einn um­lyk­ur stór­an hluta Tékk­lands eða Bæheims, eins og svæð­ið kall­að­ist einu sinni. Hvað heita fjöll­in? 4.   Í hvaða þýsku borg fóru fram fræg­ustu stríðs­glæparétt­ar­höld­in eft­ir síð­ari heims­styrj­öld­ina?...
Veiran æðir áfram
Þorvaldur Gylfason
PistillCovid-19

Þorvaldur Gylfason

Veir­an æð­ir áfram

Ekk­ert lát er á veirufar­aldr­in­um held­ur sæk­ir hann þvert á móti í sig veðr­ið víða um heim­inn.
Góð viðbrögð við nýrri plötu Ólafs Arnalds
Menning

Góð við­brögð við nýrri plötu Ól­afs Arn­alds

Ný plata Ól­afs Arn­alds komst í 17. sæti vin­sældal­ista Bret­lands.
Ég, veiran Kóróna
Blogg

Stefán Snævarr

Ég, veir­an Kór­óna

Sælt veri fólk­ið! Þið kann­ist víst við mig, ég er hin ógur­lega veira Kór­óna sem drep­ið hef­ur all­nokk­urn slatta manna og jafn­vel átt þátt í að fella stjórn­málagoð af stalli. Veir­an sem sett hef­ur heim­inn á hvolf. Þið vit­ið sjálfsagt hvernig ég lít út, ég er hnött­ótt, al­sett öng­um, með þeim angra ég menn. Ég nota ang­ana til að ná...
Um samfélagslega ábyrgð Halldórs og Davíðs
Karl Th. Birgisson
Pistill

Karl Th. Birgisson

Um sam­fé­lags­lega ábyrgð Hall­dórs og Dav­íðs

Vilja fyr­ir­tæk­in í land­inu græða á veirukrepp­unni? Von­andi sem fæst, en sum þeirra hafa sann­ar­lega reynt. Og ekki síð­ur sam­tök þeirra. Á kostn­að rík­is­ins og starfs­fólks.
Um ábyrgð og eftirlit með söfnum
Ólöf Gerður Sigfúsdóttir
Aðsent

Ólöf Gerður Sigfúsdóttir

Um ábyrgð og eft­ir­lit með söfn­um

Ólöf Gerð­ur Sig­fús­dótt­ir, doktorsnemi í safna­fræði, fjall­ar um hvað ger­ist þeg­ar safn­stjór­ar njóta ekki sann­mæl­is með­al sinna yf­ir­stjórna og sú fag­lega hags­muna­varsla, sem safn­stjór­ar við­hafa í sínu starfi, nær ekki eyr­um eig­enda safna.
Vill tækifæri til að komast aftur inn í samfélagið
Viðtal

Vill tæki­færi til að kom­ast aft­ur inn í sam­fé­lag­ið

Unn­ur Regína Gunn­ars­dótt­ir fékk reglu­lega að heyra að hún væri kvíð­in ung kona á með­an hún barð­ist í fimm ár eft­ir því að fá rétta grein­ingu. Nú er hún greind með sjald­gæf­an sjúk­dóm og sér sjálf um að halda ut­an um með­ferð­ina, þeg­ar hún á eig­in­lega al­veg nóg með að tak­ast á við af­leið­ing­ar veik­ind­anna. Hún þrá­ir að ná bata og kom­ast aft­ur út í sam­fé­lag­ið, fara að vinna og verða að gagni, eins og hún orð­ar það, 27 ára göm­ul kona sem bú­ið er að skil­greina sem ör­yrkja.