Veiran nú meira smitandi - Aðgerðir verði hertar

Alma Möller land­lækn­ir og Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir ásamt Víði Reyn­is­syni yf­ir­lög­reglu­þjóni fóru yf­ir stöðu mála vegna Covid-19.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir greindi frá því á nýyfirstöðnum upplýsingafundi Almannavarna að samfélagssmit covid-19 væri enn að færast í vöxt, þrátt fyrir að vonir hefðu staðið til að þeim fækkaði. Stórar hópsýkingar tengdar Landakotsspítala og Ölduselsskóla hafa þar áhrif, en einnig er fjöldi smærri hópsýkinga tengdur veislum, vinahópum, fjölskyldum, íþróttaiðkun og vinnustöðum. „Það er ákveðið áhyggjuefni,“ sagði Þórólfur. Um fimmtíu klasar sýkinga hafa greinst í samfélaginu undanfarið.

Hann mun leggja til að aðgerðir verði hertar, í tvær til þrjár vikur. Fyrirliggjandi er áætlun um tilslakanir ef vel gengur. Hluti af lausninni er, að sögn Þórólfs, að „allir gæti vel að því að þeir mæti ekki veikir í vinnuna“ og „allir gæti vel að sínum einstaklingsbundnu sýkingavörnum og forðist hvers konar óþarfa hópamyndun.“

Fólki er ráðlagt að vera duglegt að þrífa handrið, handföng og hurðarhúna í stigagöngum. Sem og að sleppa því að hafa hendurnar í andlitinu, svo veiran berist ekki um munn, nef eða augu.

Meira smitandi

Alma Möller landlæknir sagði að svo virtist sem það afbrigði kórónaveirunnar, sem nú fer um samfélagið, sé meira smitandi en fyrri afbrigði. „Það virðist sem að þetta afbrigði veirunnar, sem við erum að fást við núna, kunni að vera meira smitandi en þau sem við höfum áður fengist við. Ég verð eiginlega að segja, hvernig mætti eiginlega annað vera miðað við hvernig við sjáum þróun faraldursins. Og smitstuðullinn hefur verið hærri. Eins benda raðgreiningarupplýsingar erlendis frá í þessa átt.“

Þá segir hún hins vegar að færri fari á gjörgæslu og færri hafi látist en í fyrstu bylgju faraldursins í vor. 

„Staðan á Landspítala er gríðarlega snúin og þar er mikið álag,“ sagði Alma.

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, gat ekki mætt á upplýsingafundinn. Alma hefur eftir Páli að starfið á covid-göngudeildum og -legudeildum gangi þó vel. „Staðan á Landakoti er áfram þung en gengur betur. En þar er ótrúlega krefjandi staða. Það eru skilaboð og hvatning til hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða um að liðsinna Landakoti. Það væri mjög vel þegið. Hvort heldur er í gegnum bakvarðasveit eða hafa samband beint við Landspítala í netfangið monnunarteymi@landspitali.is,“ sagði Alma.

Samfélagssmit á uppleið

42 einstaklingar greindust innanlands í gær með Covid-19, þar af helmingur ekki í sóttkví. Áhrif hefur að færri sýni voru tekin en undanfarna daga, eða um tvö þúsund.

„Kúrva samfélagssmita er uppávið, sem er heldur óæskileg þróun,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði hærra nýgengi sjúkdómsins gæti skýrst af því að samfélagið hefði ekki hægt á sér með sama hætti og í fyrri bylgju faraldursins. „En við sjáum líka hvað við höfum verið að gera. Við vorum með misvísandi skilaboð og þau draga auðvitað úr trúverðugleika og rugla fólk.“ Hann sagði að breytingar tilmæla síðustu 12 vikur hafi verið um 14 til 17 talsins, sem sé ruglandi og hafi áhrif á þátttöku fólks.

Víðir sagði að markmiðin væru þríþætt, byggð á því sem dugði til að kveða niður fyrstu bylgjuna: „Það er í fyrsta lagi að verja heilbrigðiskerfið, það er í öðru lagi að takmarka innflæði veirunnar við landamæri, og í þriðja lagi að hefta samfélagsleg smit, þannig að hægt sé að hafa sem opnasta samfélagið með minnstu takmörkunum.“

Hann sagði markmiðin skýr og þau sömu og höfð hefðu verið allan tímann, en umræðuna fara um víðan völl. „Umræður um veirufrítt samfélag eða að láta veiruna flæða hér um eru ekki frá okkur komin,“ sagði hann.

62 eru nú á spítala smitaðir af covid-19, þar af tveir á gjörgæslu og einn í öndunarvél. Einn einstaklingur á níræðisaldri lést í gær á Landspítalnum í Fossvogi.

Nokkur stór hópsmit hafa orðið, sem hækka hlutfallslega fjölda fólks í viðkvæmum hópum með covid-smit.

Hópsýkingar víða

Undanfarna daga hefur mátt rekja 140 tilfelli til Landakotssmitsins svokallaða. Þar af eru um 90 tilfelli á öldrunarlækningadeildinni á Landakoti, sjö á Reykjalundi og 24 á Sólvöllum. Auk þess eru 21 með óbein tengsl. „Það er kannski það sem við höfum haft töluverðar áhyggjur af, að þau smit fari að dreifast og komast út í samfélagið,“ sagði Þórólfur.

44 tilfelli hafa greinst tengt Ölduselsskóla, þar af flestir nemendur, auk tengsla út fyrir skólann.

Auk þessara smita hafa litlar hópsýkingar greinst víða, sem tengjast fjölskyldum, veislum, vinahópum, vinnustöðum og jafnvel íþróttum. „Við erum áfram með litlar hópsýkingar víða og það vekur áhyggjur af því að við séum ekki að ná tökum á þessu samfélagslega smiti,“ sagði Þórólfur.

Hann sagði mikilvægt að standa saman þar til „gott og öruggt bóluefni kemur á markaðinn“.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Drottningarbragð
Mynd dagsins

Drottn­ing­ar­bragð

Þriðja bylgja skák­æð­is hef­ur skoll­ið á Ís­landi, eft­ir að hálf þjóð­in hef­ur sest nið­ur og horft á Net­flix serí­una The Qu­een's Gambit, eða Drottn­ing­ar­bragð. Fyrsta bylgj­an varð ár­ið 1958, þeg­ar Frið­rik Ólafs­son náði fimmta til sjötta sæti á HM í skák í Portorož, gömlu Júgó­slav­íu, og varð með þeim ár­angri fyrst­ur Ís­lend­inga að verða stór­meist­ari í skák. Áhugi lands­manna á skák­í­þrótt­inni náði svo nýj­um hæð­um í ann­ari bylgju, ár­ið 1972, þeg­ar heims­meist­arein­víg­ið í skák fór fram í Laug­ar­dals­höll­inni milli Bor­is Spassky og Bobby Fischer. Bobby vann að lok­um, eft­ir 21 skák. Seinna fékk hann ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt og var jarð­sett­ur í Laug­ar­dals­kirkju­garði aust­ur í Flóa. Fyr­ir þá sem ekki vita, er drottn­ing­ar­bragð; 1. d4 d5 2. c4 og svart­ur á leik!
Verða sér úti um falskt læknisvottorð til að komast hjá grímuskyldu
FréttirCovid-19

Verða sér úti um falskt lækn­is­vott­orð til að kom­ast hjá grímu­skyldu

Með­lim­ir Face­book-síð­unn­ar Covið­spyrn­an ráð­leggja hvort öðru um það hvernig sé best að bera sig að við að verða sér út um falskt lækn­is­vott­orð til að þurfa ekki að nota grím­ur í versl­un­um.
Síðasti dagurinn til að vera laus úr sóttkví yfir hátíðirnar er 18. desember
StreymiUpplýsingafundir um Covid-19

Síð­asti dag­ur­inn til að vera laus úr sótt­kví yf­ir há­tíð­irn­ar er 18. des­em­ber

Hafi fólk sem ætl­ar að koma heim til Ís­lands frá út­lönd­um í des­em­ber ekki í huga að eyða há­tíð­un­um í sótt­kví þarf það að kom­ið til lands­ins í síð­asta lagi 18. des­em­ber. Þetta kom fram á upp­lýs­inga­fundi al­manna­varna nú á tólfta tím­an­um.
Gjaldþrot Capacent hefur áhrif á starfsemi Tryggingastofnunar
Fréttir

Gjald­þrot Capacent hef­ur áhrif á starf­semi Trygg­inga­stofn­un­ar

Upp­lýs­ing­ar um rétt­indi líf­eyr­is­þega, fjölda­þró­un og út­gjöld til mála­flokks­ins hafa ekki ver­ið birt með reglu­leg­um hætti á vef Trygg­inga­stofn­un­ar á hálft ár. Ástæð­an er sú að fyr­ir­tæk­ið Capacent, sem sá um rekst­ur mæla­borðs stofn­un­ar­inn­ar, varð gjald­þrota í júní.
Alvarlegt að ekki sé vitað hvar íslenskt plast endar
Viðtal

Al­var­legt að ekki sé vit­að hvar ís­lenskt plast end­ar

Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son um­hverf­is­ráð­herra svar­ar fyr­ir mis­bresti í end­ur­vinnslu plasts og glers á Ís­landi. Hann kall­ar eft­ir ít­ar­legri skoð­un á end­ur­nýt­ingu og end­ur­vinnslu plasts í kjöl­far um­fjöll­un­ar Stund­ar­inn­ar sem sýn­ir ágalla á töl­fræði um end­ur­vinnslu og vill­andi upp­lýs­ing­ar um af­drif plasts. „Ég tel að það þurfi um­bylt­ingu í úr­gangs­mál­um á Ís­landi,“ seg­ir hann.
211. spurningaþraut: Vinsælt tónverk, vinsæl hljómsveit, vinsæl fjöll, vinsælt stöðuvatn
Þrautir10 af öllu tagi

211. spurn­inga­þraut: Vin­sælt tón­verk, vin­sæl hljóm­sveit, vin­sæl fjöll, vin­sælt stöðu­vatn

Hers­höfð­ingja­þraut­in frá því í gær er hér! * Fyrri auka­spurn­ing: Hver mál­aði mál­verk­ið hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hver samdi pí­anó­verk­ið Für Elise? 2.   Í hvaða inn­hafi eru Álands­eyj­ar? 3.   Fjall­garð­ur einn um­lyk­ur stór­an hluta Tékk­lands eða Bæheims, eins og svæð­ið kall­að­ist einu sinni. Hvað heita fjöll­in? 4.   Í hvaða þýsku borg fóru fram fræg­ustu stríðs­glæparétt­ar­höld­in eft­ir síð­ari heims­styrj­öld­ina?...
Veiran æðir áfram
Þorvaldur Gylfason
PistillCovid-19

Þorvaldur Gylfason

Veir­an æð­ir áfram

Ekk­ert lát er á veirufar­aldr­in­um held­ur sæk­ir hann þvert á móti í sig veðr­ið víða um heim­inn.
Góð viðbrögð við nýrri plötu Ólafs Arnalds
Menning

Góð við­brögð við nýrri plötu Ól­afs Arn­alds

Ný plata Ól­afs Arn­alds komst í 17. sæti vin­sældal­ista Bret­lands.
Ég, veiran Kóróna
Blogg

Stefán Snævarr

Ég, veir­an Kór­óna

Sælt veri fólk­ið! Þið kann­ist víst við mig, ég er hin ógur­lega veira Kór­óna sem drep­ið hef­ur all­nokk­urn slatta manna og jafn­vel átt þátt í að fella stjórn­málagoð af stalli. Veir­an sem sett hef­ur heim­inn á hvolf. Þið vit­ið sjálfsagt hvernig ég lít út, ég er hnött­ótt, al­sett öng­um, með þeim angra ég menn. Ég nota ang­ana til að ná...
Um samfélagslega ábyrgð Halldórs og Davíðs
Karl Th. Birgisson
Pistill

Karl Th. Birgisson

Um sam­fé­lags­lega ábyrgð Hall­dórs og Dav­íðs

Vilja fyr­ir­tæk­in í land­inu græða á veirukrepp­unni? Von­andi sem fæst, en sum þeirra hafa sann­ar­lega reynt. Og ekki síð­ur sam­tök þeirra. Á kostn­að rík­is­ins og starfs­fólks.
Um ábyrgð og eftirlit með söfnum
Ólöf Gerður Sigfúsdóttir
Aðsent

Ólöf Gerður Sigfúsdóttir

Um ábyrgð og eft­ir­lit með söfn­um

Ólöf Gerð­ur Sig­fús­dótt­ir, doktorsnemi í safna­fræði, fjall­ar um hvað ger­ist þeg­ar safn­stjór­ar njóta ekki sann­mæl­is með­al sinna yf­ir­stjórna og sú fag­lega hags­muna­varsla, sem safn­stjór­ar við­hafa í sínu starfi, nær ekki eyr­um eig­enda safna.
Vill tækifæri til að komast aftur inn í samfélagið
Viðtal

Vill tæki­færi til að kom­ast aft­ur inn í sam­fé­lag­ið

Unn­ur Regína Gunn­ars­dótt­ir fékk reglu­lega að heyra að hún væri kvíð­in ung kona á með­an hún barð­ist í fimm ár eft­ir því að fá rétta grein­ingu. Nú er hún greind með sjald­gæf­an sjúk­dóm og sér sjálf um að halda ut­an um með­ferð­ina, þeg­ar hún á eig­in­lega al­veg nóg með að tak­ast á við af­leið­ing­ar veik­ind­anna. Hún þrá­ir að ná bata og kom­ast aft­ur út í sam­fé­lag­ið, fara að vinna og verða að gagni, eins og hún orð­ar það, 27 ára göm­ul kona sem bú­ið er að skil­greina sem ör­yrkja.