Fyrstu covid-mótmælin á Íslandi: „Segjum nei við bóluefni“
Mótmælin í dag Hópurinn Coviðspyrnan heldur mótmæli gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. Hópurinn söng afmælissönginn fyrir Þórólf Guðnason sóttvarnalækni. Mynd: Heiða Helgadóttir
Þessi grein er rúmlega 6 mánaða gömul.

Fyrstu covid-mótmælin á Íslandi: „Segjum nei við bóluefni“

Hóp­ur­inn Covið­spyrn­an kom sam­an á Aust­ur­velli í dag til að mót­mæla sótt­varn­ar­að­gerð­um gegn Covid-19-far­aldr­in­um.

Hópur fólks undir formerkjunum Coviðspyrnan kom saman á Austurvelli í miðborg Reykjavíkur í dag til þess að mótmæla sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. Krafan var að yfirvöld létu af takmörkunum sínum á samkomum og starfsemi, sem ætlað er að draga úr covid-19-faraldrinum.

Aðrar kröfur sem heyrðust meðal hópsins voru þær að bólusetning skyldi verða valkvæð, að hætt yrði að prófa fyrir kórónaveirunni og jafnvel að sagt yrði „nei við bóluefni“.

Einn lést síðasta sólarhringinn og 61 er á spítala vegna faraldursins.

„Ekkert rosalega gáfulegt“

„Við viljum fá meiri umræður í gang, við viljum fá meiri sjónarmið, og við viljum bara að rödd okkar heyrist,“ sagði Helga Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur, skipuleggjendi mótmælanna, á vettvangi. „Ég persónulega, sem hjúkrunarfræðingur, og bara manneskja, ég er bara svo langt frá því að vera sammála því að allar þessar hörðu reglugerðir, sem loka gamalt fólk inni, jafnvel mánuðum saman, setja krakka síendurtekið í sóttkví, mælast til að fólk gangi með maska fyrir andlitinu, sem eru yfirleitt margnota og orðnar sýklastíur, þreifandi á möskunum, gömlum möskum, troðandi þeim á andlitið á sér og káfa svo á öllu í versluninni, þar sem þú ert líka að versla. Mér finnst þetta ekkert endilega rosalega gáfulegt.“

Meðal mótmælenda voru Jóhannes Loftsson, formaður Frjálshyggjufélags Íslands, sem bar mótmælaskilti með áletruninni: „Að deyja ekki er ekki það sama og að lifa.“ Jóhannes hóf að undirbúa mótmæli strax í byrjun ágúst vegna þess að hann taldi hættuna af covid-19 minni en almannavarnir meta hana.

Meðal þess sem hann hefur lagt til er að D-vítamín verði beitt gegn veirunni. Ekki hefur þó verið sýnt fram á virkni D-vítamíns gegn covid-19, umfram almenn góð heilsufarsleg áhrif af því að forðast D-vítamínskort. Enn eru yfirstandandi rannsóknir á áhrifum vítamínsins á covid-19.

Samkomubann líklega hert

Samkomubann er í gildi sem felur í sér að ekki mega fleiri en 20 koma saman. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að til greina kæmi að lækka hámarksfjöldann til að ná tökum á faraldrinum. Heilbrigðisráðherra mun fá tillögur frá Þórólfi um uppfærða reglugerð á næstu tveimur sólarhringum.

Yfirstandandi takmarkanir felast meðal annars í lokun veitingastaða klukkan 21 á kvöldin, algerri lokun kráa og skemmtistaða, lokun sundstaða og líkamsræktarstöðva og svo banni við hópíþróttum sem fela í sér snertingu.

Auk þess er bann við starfsemi þar sem nálægð er mikil. Það á til dæmis við um hársnyrtistofur, snyrtistofur, nuddstofur, húðflúrstofur, hundasnyrtistofur, sólbaðsstofur og aðra sambærilega starfsemi.

Þá eru ferðamenn sem koma til landsins skikkaðir í tvöfalda skimun og fimm daga sóttkví, eða 14 daga sóttkví.

Áhyggjur af aðgerðumFormaður Frjálshyggjufélagsins, Jóhannes Loftsson, til hægri.
Misjafnar kröfurMótmælandi fór fram á að sagt yrði nei við skimun, einangrun og bóluefni.
SkipuleggjandinnHelga Birgisdóttir heldur á skilti sínu þar sem hún segir: Óttinn lamar ónæmiskerfið.
„Ekki einangra alla“Sumir mótmælenda vilja verja þá viðkvæmustu, en á sama tíma segir skipuleggjandinn að nóg sé komið að því að loka inni gamalt fólk.
Hópurinn við löggjafarsamkomunaMótmælendur héldu á köflum tveggja metra fjarlægð á milli sín.
Sendu Þórólfi skilaboðMótmælendur vildu koma á framfæri skilaboðum til sóttvarnarlæknis.Heiða Helgadóttir

Yfir 40 þúsund lokið sóttkví

Á sama tíma og mótmælin eru haldin eru fleiri Íslendingar á spítala vegna covid-19 heldur en nokkru sinni áður frá því faraldurinn hófst, eða 61. Þar af er þó aðeins einn á gjörgæslu. 1.062 eru í einangrun, smitaðir af sjúkdómnum, og þess utan 1.667 í sóttkví og 1.548 í skimunarsóttkví. 

4.671 hafa greinst með covid-19 á Íslandi, en ljóst er að fleiri hafi fengið sjúkdóminn án þess að greinast. Þá hafa 39 verið lagðir inn á gjörgæsludeild og samtals 240 á sjúkrahús. 41.156 Íslendingar hafa lokið sóttkví. Tveir á níræðisaldri hafa látist í þriðju bylgju faraldursins, en í fyrstu bylgjunni létust níu manns.

Hópurinn Coviðspyrnan stóð fyrir undirskriftarsöfnun gegn sóttkví og viðbótarskimun ferðamanna fyrr í haust. 415 manns skráðu sig á listann. 

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir sagði í dag að lítið þyrfti til svo að faraldurinn færi úr böndunum, en erfitt hefur reynst að fækka greindum smitum í þriðju bylgjunni. Haft var eftir honum á fréttavef Morgunblaðsins að þótt heildardánartíðni væri undir meðaltali á Íslandi á þessu ári, segði það ekki alla söguna.

„Það þarf ekki mikið til þess að far­ald­ur­inn fari úr bönd­un­um. Land­spít­al­inn er nú þegar kom­inn á neyðarstig. Ef það verður verra kem­ur það niður á öðrum sjúk­linga­hóp­um. Það þarf ekki að koma fram í dán­ar­töl­um. Það get­ur komið fram í öðrum al­var­leg­um af­leiðing­um. Það get­ur líka komið fram í langvar­andi al­var­leg­um af­leiðing­um fyrr covid-sjúk­linga. Þetta snýst ekki bara um dauðsföll,“ sagði hann.

Í athugasemd sem barst frá skipuleggjanda viðburðarins vegna fréttarinnar kemur fram að ekki sé um mótmæli að ræða, heldur „meðmæli með mannréttindum“. Því er hér komið á framfæri.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Napóleon, tvö hundruð ára ártíð-Um tvíeðli hans
Blogg

Stefán Snævarr

Napó­leon, tvö hundruð ára ár­tíð-Um tví­eðli hans

Hall­dór Lax­ness kall­aði hann „Naflajón“, hersnill­ing­inn og keis­ar­ann Napó­leon Bonapar­te. Um þess­ar mund­ir eru tvö hundruð ár síð­an hann dó í út­legð á eynni Sankti Helenu. Hann missti völd­in end­an­lega eft­ir fræg­an ósig­ur við Water­loo, þá orr­ustu gerði Abba fræga í sam­nefnd­um brag. „Napó­leon keis­ari með mörg þús­und menn“. Um fáa stjórn­mála­menn hef­ur ver­ið eins hart  deilt og Napó­leon. Sum­ir...
Ábyrgðasjóður launa kláraði að greiða fyrir „mistök“
Fréttir

Ábyrgða­sjóð­ur launa klár­aði að greiða fyr­ir „mis­tök“

Kröf­ur 46 fyrr­ver­andi starfs­fólks Manna í vinnu hafa ver­ið greidd­ar af Ábyrgða­sjóði launa. Sviðs­stjóri rétt­inda­sviðs seg­ir að af­greiðsla launakrafn­anna hafi ver­ið mann­leg mis­tök er ólög­leg­ur frá­drátt­ur bland­að­ist inn í launakröf­ur.
Þrír mánuðir verða að fimm árum
Menning

Þrír mán­uð­ir verða að fimm ár­um

Hill­billy heim­sótti Skarp­héð­in Berg­þóru­son og Árna Má Erl­ings­son í Gallery Port á Lauga­vegi 23 sem fagn­ar fimm ára af­mæli um þess­ar mund­ir. Gallery Port kom óvænt upp í hend­urn­ar á drengj­un­um og stóðu þeir í trú um að rým­ið yrði rif­ið eft­ir þrjá til fjóra mán­uði. Það var eins gott því ann­ars hefðu þeir ekki far­ið út í þetta, að eig­in sögn. Hér eru þeir enn, fimm ár­um síð­ar, og hafa nostr­að við rým­ið sitt og fyllt það af lífi dag eft­ir dag í hátt í 2.000 daga, hald­ið yf­ir 100 sýn­ing­ar og við­burði.
Sýnin breyttist eftir slysið
ViðtalHamingjan

Sýn­in breytt­ist eft­ir slys­ið

Þuríð­ur Harpa Sig­urð­ar­dótt­ir, formað­ur Ör­yrkja­banda­lags Ís­lands, seg­ir mik­il­vægt að líða vel í eig­in skinni, líða vel inni í sér og vera sátt við það hver hún og hvernig hún er.
378. spurningaþraut: Meiri kjaftgelgjurnar! En hvað eru kjaftgelgjur?
Þrautir10 af öllu tagi

378. spurn­inga­þraut: Meiri kjaftg­elgj­urn­ar! En hvað eru kjaftg­elgj­ur?

Hvað er þetta? Jú, hlekk­ur á þraut gær­dags­ins! * Fyrri auka­spurn­ing: Hver er mað­ur­inn sem sést hér lengst til vinstri? Vissu­lega sést að­eins hluti af höfði hans. * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Í hvaða ríki var Daríus kon­ung­ur? — stund­um nefnd­ur keis­ari. 2.   Í hvaða sög­um kem­ur Draco Mal­foy við sögu? 3.   Hver var feg­urst í heimi hér, að sögn speg­ils­ins? 4. ...
Maísólin okkar
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Maí­sól­in okk­ar

Dans­inn dun­aði hjá þess­um hressu sjó­sund­kon­um í há­deg­inu, enda frá­bær og bjart­ur maí­dag­ur í Naut­hóls­vík­inni. Vík­in er kennd við kot­ið Naut­hól sem stóð þarna í vík­inni, og Reykja­vík­ur­borg keypti eft­ir seinna stríð. Loft­hit­inn og hiti sjáv­ar var í há­deg­inu sá sami eða um 8°C.
„Þessar nýju byggingar gætu verið svo frábærar“
Menning

„Þess­ar nýju bygg­ing­ar gætu ver­ið svo frá­bær­ar“

Reyn­ir Ragn­ars­son, stjórn­mála­fræð­inemi við HÍ, stofn­aði ný­ver­ið In­sta­gram-síð­una Arki­tekt­úr á Ís­landi og fékk góð­ar við­tök­ur. Hann seg­ir markmið verk­efn­is­ins vera að auka lýð­ræð­is­hefð í bygg­ing­ar­list enda hafi hún áhrif á alla lands­menn.
Kynntist föður sínum eftir að hann dó
Viðtal

Kynnt­ist föð­ur sín­um eft­ir að hann dó

Ninja Sif Jón­ínu­dótt­ir hafði aldrei séð föð­ur sinn, en allt í einu stóð hún frammi fyr­ir jarð­nesk­um leif­um hans í kirkj­unni.
377. spurningaþraut: Ríkasta kona heimsins? Sjaldséð farartæki?
Þrautir10 af öllu tagi

377. spurn­inga­þraut: Rík­asta kona heims­ins? Sjald­séð far­ar­tæki?

Þraut frá í gær. * Fyrri auka­spurn­ing: Hver er kon­an á mál­verk­inu hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hvað heit­ir höf­uð­borg­in í Sómal­íu? 2.   Sputnik V. Hvað er það? 3.   Nýtt barna­leik­rit í Þjóð­leik­hús­inu heit­ir eft­ir far­ar­tæki einu, sem er að vísu af­ar sjald­séð á Ís­landi. En það er reynd­ar býsna sjald­séð yf­ir­leitt — af ákveðn­um ástæð­um. Hvað heit­ir þetta...
Óvíst hvar endurgreiddar milljónir Samherjafélags enda
Fréttir

Óvíst hvar end­ur­greidd­ar millj­ón­ir Sam­herja­fé­lags enda

Óvíst er hvaða ríki á að fá millj­ón­irn­ar 350 sem dótt­ur­fé­lag Sam­herja end­ur­greiddi í skattyf­ir­völd­um í Fær­eyj­um. Þetta kom fram í fær­eyska sjón­varp­inu í kvöld. Áð­ur hef­ur ver­ið greint frá því að skatt­skil fyr­ir­tæk­is­ins eru kom­in til lög­reglu þar í landi.
Aftur um öld
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Aft­ur um öld

Þeg­ar Eyr­ar­bakka­kirkja var vígð ár­ið 1890 bjuggu 702 sál­ir á Eyr­ar­bakka, nú rúm­lega 130 ár­um seinna búa 589 í pláss­inu. Kirkj­an er veg­leg, tek­ur hvorki meira né minna en 240 manns í sæti. Fremst á mynd­inni má glitta í tvo glugga á svo­köll­uðu Kirkju­húsi, en elsti hluti þess er hátt í 200 ára gam­all. Nú­ver­andi út­lit er öllu yngra, eða frá 1897, en það ár var hús­ið bæði lengt og hækk­að um hæð.
Bónusgreiðsla bankastjórans gagnrýnd sem ,,taktlaus” í ljósi Samherjamálsins í DNB
FréttirSamherjaskjölin

Bón­us­greiðsla banka­stjór­ans gagn­rýnd sem ,,takt­laus” í ljósi Sam­herja­máls­ins í DNB

Kjerst­in Bra­at­hen, banka­stjóri DNB-bank­ans, fékk bón­us­greiðslu í fyrra þrátt fyr­ir að Sam­herja­mál­ið hefði kom­ið upp í bank­an­um. Bank­inn er nú gagn­rýnd­ir fyr­ir þetta og er sagð­ur senda þau skila­boð að pen­inga­þvætti sé ekki al­var­legt.