Fyrstu covid-mótmælin á Íslandi: „Segjum nei við bóluefni“
Mótmælin í dag Hópurinn Coviðspyrnan heldur mótmæli gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. Hópurinn söng afmælissönginn fyrir Þórólf Guðnason sóttvarnalækni. Mynd: Heiða Helgadóttir
Þessi grein er rúmlega 12 mánaða gömul.

Fyrstu covid-mótmælin á Íslandi: „Segjum nei við bóluefni“

Hóp­ur­inn Covið­spyrn­an kom sam­an á Aust­ur­velli í dag til að mót­mæla sótt­varn­ar­að­gerð­um gegn Covid-19-far­aldr­in­um.

Hópur fólks undir formerkjunum Coviðspyrnan kom saman á Austurvelli í miðborg Reykjavíkur í dag til þess að mótmæla sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. Krafan var að yfirvöld létu af takmörkunum sínum á samkomum og starfsemi, sem ætlað er að draga úr covid-19-faraldrinum.

Aðrar kröfur sem heyrðust meðal hópsins voru þær að bólusetning skyldi verða valkvæð, að hætt yrði að prófa fyrir kórónaveirunni og jafnvel að sagt yrði „nei við bóluefni“.

Einn lést síðasta sólarhringinn og 61 er á spítala vegna faraldursins.

„Ekkert rosalega gáfulegt“

„Við viljum fá meiri umræður í gang, við viljum fá meiri sjónarmið, og við viljum bara að rödd okkar heyrist,“ sagði Helga Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur, skipuleggjendi mótmælanna, á vettvangi. „Ég persónulega, sem hjúkrunarfræðingur, og bara manneskja, ég er bara svo langt frá því að vera sammála því að allar þessar hörðu reglugerðir, sem loka gamalt fólk inni, jafnvel mánuðum saman, setja krakka síendurtekið í sóttkví, mælast til að fólk gangi með maska fyrir andlitinu, sem eru yfirleitt margnota og orðnar sýklastíur, þreifandi á möskunum, gömlum möskum, troðandi þeim á andlitið á sér og káfa svo á öllu í versluninni, þar sem þú ert líka að versla. Mér finnst þetta ekkert endilega rosalega gáfulegt.“

Meðal mótmælenda voru Jóhannes Loftsson, formaður Frjálshyggjufélags Íslands, sem bar mótmælaskilti með áletruninni: „Að deyja ekki er ekki það sama og að lifa.“ Jóhannes hóf að undirbúa mótmæli strax í byrjun ágúst vegna þess að hann taldi hættuna af covid-19 minni en almannavarnir meta hana.

Meðal þess sem hann hefur lagt til er að D-vítamín verði beitt gegn veirunni. Ekki hefur þó verið sýnt fram á virkni D-vítamíns gegn covid-19, umfram almenn góð heilsufarsleg áhrif af því að forðast D-vítamínskort. Enn eru yfirstandandi rannsóknir á áhrifum vítamínsins á covid-19.

Samkomubann líklega hert

Samkomubann er í gildi sem felur í sér að ekki mega fleiri en 20 koma saman. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að til greina kæmi að lækka hámarksfjöldann til að ná tökum á faraldrinum. Heilbrigðisráðherra mun fá tillögur frá Þórólfi um uppfærða reglugerð á næstu tveimur sólarhringum.

Yfirstandandi takmarkanir felast meðal annars í lokun veitingastaða klukkan 21 á kvöldin, algerri lokun kráa og skemmtistaða, lokun sundstaða og líkamsræktarstöðva og svo banni við hópíþróttum sem fela í sér snertingu.

Auk þess er bann við starfsemi þar sem nálægð er mikil. Það á til dæmis við um hársnyrtistofur, snyrtistofur, nuddstofur, húðflúrstofur, hundasnyrtistofur, sólbaðsstofur og aðra sambærilega starfsemi.

Þá eru ferðamenn sem koma til landsins skikkaðir í tvöfalda skimun og fimm daga sóttkví, eða 14 daga sóttkví.

Áhyggjur af aðgerðumFormaður Frjálshyggjufélagsins, Jóhannes Loftsson, til hægri.
Misjafnar kröfurMótmælandi fór fram á að sagt yrði nei við skimun, einangrun og bóluefni.
SkipuleggjandinnHelga Birgisdóttir heldur á skilti sínu þar sem hún segir: Óttinn lamar ónæmiskerfið.
„Ekki einangra alla“Sumir mótmælenda vilja verja þá viðkvæmustu, en á sama tíma segir skipuleggjandinn að nóg sé komið að því að loka inni gamalt fólk.
Hópurinn við löggjafarsamkomunaMótmælendur héldu á köflum tveggja metra fjarlægð á milli sín.
Sendu Þórólfi skilaboðMótmælendur vildu koma á framfæri skilaboðum til sóttvarnarlæknis.Heiða Helgadóttir

Yfir 40 þúsund lokið sóttkví

Á sama tíma og mótmælin eru haldin eru fleiri Íslendingar á spítala vegna covid-19 heldur en nokkru sinni áður frá því faraldurinn hófst, eða 61. Þar af er þó aðeins einn á gjörgæslu. 1.062 eru í einangrun, smitaðir af sjúkdómnum, og þess utan 1.667 í sóttkví og 1.548 í skimunarsóttkví. 

4.671 hafa greinst með covid-19 á Íslandi, en ljóst er að fleiri hafi fengið sjúkdóminn án þess að greinast. Þá hafa 39 verið lagðir inn á gjörgæsludeild og samtals 240 á sjúkrahús. 41.156 Íslendingar hafa lokið sóttkví. Tveir á níræðisaldri hafa látist í þriðju bylgju faraldursins, en í fyrstu bylgjunni létust níu manns.

Hópurinn Coviðspyrnan stóð fyrir undirskriftarsöfnun gegn sóttkví og viðbótarskimun ferðamanna fyrr í haust. 415 manns skráðu sig á listann. 

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir sagði í dag að lítið þyrfti til svo að faraldurinn færi úr böndunum, en erfitt hefur reynst að fækka greindum smitum í þriðju bylgjunni. Haft var eftir honum á fréttavef Morgunblaðsins að þótt heildardánartíðni væri undir meðaltali á Íslandi á þessu ári, segði það ekki alla söguna.

„Það þarf ekki mikið til þess að far­ald­ur­inn fari úr bönd­un­um. Land­spít­al­inn er nú þegar kom­inn á neyðarstig. Ef það verður verra kem­ur það niður á öðrum sjúk­linga­hóp­um. Það þarf ekki að koma fram í dán­ar­töl­um. Það get­ur komið fram í öðrum al­var­leg­um af­leiðing­um. Það get­ur líka komið fram í langvar­andi al­var­leg­um af­leiðing­um fyrr covid-sjúk­linga. Þetta snýst ekki bara um dauðsföll,“ sagði hann.

Í athugasemd sem barst frá skipuleggjanda viðburðarins vegna fréttarinnar kemur fram að ekki sé um mótmæli að ræða, heldur „meðmæli með mannréttindum“. Því er hér komið á framfæri.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

542. spurningaþraut: Gadus morhua, Abdulrazak Gurnah, T-34?
Þrautir10 af öllu tagi

542. spurn­inga­þraut: Gadus mor­hua, Abdulrazak Gurnah, T-34?

Fyrri auka­spurn­ing: Hver er kon­an á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvaða nú­ver­andi ríki var mið­punkt­ur veld­is Ottom­ana-ætt­ar­inn­ar? 2.  Hver stofn­aði — ásamt son­um sín­um — út­gerð­ar­fyr­ir­tæk­ið Kveld­úlf? 3.  Í hvaða firði er Borð­eyri? 4.  Hvað er eða var T-34?  5.  Abdulrazak Gurnah fékk Nó­bels­verð­laun í bók­mennt­um fyr­ir skemmstu. Í hvaða nú­ver­andi ríki telst hann upp­runn­inn? 6.  Hann fædd­ist...
541. spurningaþraut: Ótrúlegt nokk er hér spurt um formenn Framsóknarflokksins
Þrautir10 af öllu tagi

541. spurn­inga­þraut: Ótrú­legt nokk er hér spurt um for­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins

Fyrri auka­spurn­ing: Hvað nefn­ist fugl­inn hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Jós­ef Stalín var ein­ræð­is­herra Sov­ét­ríkj­anna í ald­ar­fjórð­ung. En hvaða embætt­istitil bar hann lengst af? 2.  Hvað hét mað­ur­inn sem varð arftaki Stalíns sem valda­mesti mað­ur Sov­ét­rík­anna næstu ár­in eft­ir að ein­ræð­is­herr­ann dó? 3.  Hvað er Stra­di­varius? 4.  Í hvaða ríki er borg­in Bil­bao? 5.  Hvaða ár sagði Geir Haar­de...
Þegar fólk er svipt voninni
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þeg­ar fólk er svipt von­inni

„Hversu lengi þurf­um við að treysta kerfi sem hef­ur ít­rek­að brot­ið á okk­ur og brugð­ist okk­ur?“
Fórnarlambalaus brot
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Aðsent

Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Fórn­ar­lamba­laus brot

Lög­gjaf­inn á að ein­beita sér að þeim löst­um mann­anna, sem skaða aðra, ekki elt­ast við smá­synd­ir, seg­ir Hann­es Hólm­steinn Giss­ur­ar­son í svar­grein vegna um­ræðu um fyr­ir­lest­ur hans þar sem hann skil­greindi skattasnið­göngu sem dyggð.
540. spurningaþraut: Úr hvaða kvikmyndum eru þessi skjáskot?
Þrautir10 af öllu tagi

540. spurn­inga­þraut: Úr hvaða kvik­mynd­um eru þessi skjá­skot?

Hér er kom­in þema­þraut. Úr hvaða bíó­mynd­um eru skjá­skot­in hér að neð­an? Auka­spurn­ing­arn­ar snú­ast báð­ar um ís­lensk­ar mynd­ir, en að­al­spurn­ing­arn­ar um er­lend­ar mynd­ir. Fyrri auka­spurn­ing: Úr hvaða mynd er skjá­skot­ið hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Í hvaða kvik­mynd birt­ast þess­ir þre­menn­ing­ar? 2.  Í hvaða kvik­mynd eru þess­ir á ferð? ** 3.  Þessi kona er að flýta sér enda...
Valdinu er skítsama um þig
Bragi Páll Sigurðarson
Pistill

Bragi Páll Sigurðarson

Vald­inu er skít­sama um þig

Pen­inga­lykt­in renn­ur meira og minna óskipt upp í ör­fá­ar nas­ir. Hlut­verk Morg­un­blaðs­ins er að vera ilm­kert­ið sem dreg­ur at­hygli okk­ar frá því sem og skíta­lykt­inni sem er af Sjálf­stæð­is­flokkn­um, skrif­ar Bragi Páll Sig­urð­ar­son skáld.
Flóttinn er gagnslaus
MenningHamingjan

Flótt­inn er gagns­laus

Við van­líð­an hætt­ir fólki oft til að drekkja áhyggj­um sín­um með ein­hverj­um hætti, en flótt­inn er gagns­laus og ham­ingj­an lífs­nauð­syn­leg, seg­ir Jó­hann­es Kjart­ans­son ljós­mynd­ari, sem skildi við barn­s­móð­ur sína fyr­ir ári.
Saga fjölskyldunnar skrifuð á veggina
Viðtal

Saga fjöl­skyld­unn­ar skrif­uð á vegg­ina

Mar­grét Sig­ur­jóns­dótt­ir, Gréta, býr í verka­manna­bú­stöð­un­um á Hring­braut. Þar hef­ur hún bú­ið með hlé­um frá fæð­ingu, með hinum ýmsu með­lim­um fjöl­skyld­unn­ar. Þarna hef­ur hún upp­lif­að fæð­ingu, dauða og yf­ir ein jól­in stóð kista með ömmu henn­ar lát­inni inn­an­stokks í íbúð­inni. Besti tím­inn í hús­inu var þeg­ar son­ur henn­ar bjó þar líka en hann lést fyrr á ár­inu. Sjálf ætl­ar hún ekki að flytja fyrr en hún fær­ir lög­heim­il­ið yf­ir til himna. Ævi­saga henn­ar er sam­tvinn­uð sögu íbúð­ar­inn­ar.
Mesti leyndardómur Rómverjasögu leystur: Hvaðan komu hinir dularfullu Etrúrar?
Illugi Jökulsson
Flækjusagan

Illugi Jökulsson

Mesti leynd­ar­dóm­ur Róm­verja­sögu leyst­ur: Hvað­an komu hinir dul­ar­fullu Etrúr­ar?

Einn helsti leynd­ar­dóm­ur­inn í sögu Róm­verja hef­ur æv­in­lega ver­ið sá hverj­ir voru og hvað­an komu ná­grann­ar þeirr­ar og fyr­ir­renn­ar­ar norð­ur af Róm, hinir svo­nefndu Etrúr­ar. Þeir bjuggu nokk­urn veg­inn á því svæði sem nú kall­ast Tosk­ana og höfðu heil­mik­ið menn­ing­ar­ríki í mörg hundruð ár, með­an Róma­borg stóð varla út úr hnefa. Menn hef­ur reynd­ar lengi grun­að að Etrúr­ar hafi bein­lín­is...
Þátturinn um ekkert og fólkið sem veit allt
Björn Þór Björnsson
Pistill

Björn Þór Björnsson

Þátt­ur­inn um ekk­ert og fólk­ið sem veit allt

Hvers vegna kem­ur hann aft­ur?
Daglega dey ég hundrað sinnum
Viðtal

Dag­lega dey ég hundrað sinn­um

Út­lend­inga­stofn­un svipti hann og fjölda annarra mat, lækn­is­þjón­ustu og síma og vís­aði ólög­lega á göt­una í maí síð­ast­liðn­um. Emad hef­ur ver­ið í um fimm ár á flótta, fyrst und­an Ham­as sem sök­uðu hann að ósekju um að starfa með Ísra­el á laun. Hann þeytt­ist svo á milli landa í leit að betra lífi en mætti að­eins of­beldi, harð­ræði og for­dóm­um. Allt þar til hann end­aði á Ís­landi.
539. spurningaþraut: Hvaða karl var bersýnilega kunnur fyrir Schadenfreude?
Þrautir10 af öllu tagi

539. spurn­inga­þraut: Hvaða karl var ber­sýni­lega kunn­ur fyr­ir Schaden­fr­eu­de?

Fyrri auka­spurn­ing: Hver tók ljós­mynd­ina hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hver skrif­aði skáld­sög­urn­ar Óp bjöll­unn­ar, Turn­leik­hús­ið og Morg­un­þula í strá­um?  2.  Jamón og prosciutto eru spænsk og ít­ölsk út­gáfa af ... hverju? 3.  Á ís­lensku bera tvær eyj­ar sama nafn, önn­ur við Bret­land og hin til­heyr­ir Dan­mörku. Hvernig er þetta ís­lenska nafn þeirra beggja? 4.  Þýska orð­ið Schaden­fr­eu­de er...