Fyrstu covid-mótmælin á Íslandi: „Segjum nei við bóluefni“
Mótmælin í dag Hópurinn Coviðspyrnan heldur mótmæli gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. Hópurinn söng afmælissönginn fyrir Þórólf Guðnason sóttvarnalækni. Mynd: Heiða Helgadóttir
Þessi grein er meira en mánaðargömul.

Fyrstu covid-mótmælin á Íslandi: „Segjum nei við bóluefni“

Hóp­ur­inn Covið­spyrn­an kom sam­an á Aust­ur­velli í dag til að mót­mæla sótt­varn­ar­að­gerð­um gegn Covid-19-far­aldr­in­um.

Hópur fólks undir formerkjunum Coviðspyrnan kom saman á Austurvelli í miðborg Reykjavíkur í dag til þess að mótmæla sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. Krafan var að yfirvöld létu af takmörkunum sínum á samkomum og starfsemi, sem ætlað er að draga úr covid-19-faraldrinum.

Aðrar kröfur sem heyrðust meðal hópsins voru þær að bólusetning skyldi verða valkvæð, að hætt yrði að prófa fyrir kórónaveirunni og jafnvel að sagt yrði „nei við bóluefni“.

Einn lést síðasta sólarhringinn og 61 er á spítala vegna faraldursins.

„Ekkert rosalega gáfulegt“

„Við viljum fá meiri umræður í gang, við viljum fá meiri sjónarmið, og við viljum bara að rödd okkar heyrist,“ sagði Helga Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur, skipuleggjendi mótmælanna, á vettvangi. „Ég persónulega, sem hjúkrunarfræðingur, og bara manneskja, ég er bara svo langt frá því að vera sammála því að allar þessar hörðu reglugerðir, sem loka gamalt fólk inni, jafnvel mánuðum saman, setja krakka síendurtekið í sóttkví, mælast til að fólk gangi með maska fyrir andlitinu, sem eru yfirleitt margnota og orðnar sýklastíur, þreifandi á möskunum, gömlum möskum, troðandi þeim á andlitið á sér og káfa svo á öllu í versluninni, þar sem þú ert líka að versla. Mér finnst þetta ekkert endilega rosalega gáfulegt.“

Meðal mótmælenda voru Jóhannes Loftsson, formaður Frjálshyggjufélags Íslands, sem bar mótmælaskilti með áletruninni: „Að deyja ekki er ekki það sama og að lifa.“ Jóhannes hóf að undirbúa mótmæli strax í byrjun ágúst vegna þess að hann taldi hættuna af covid-19 minni en almannavarnir meta hana.

Meðal þess sem hann hefur lagt til er að D-vítamín verði beitt gegn veirunni. Ekki hefur þó verið sýnt fram á virkni D-vítamíns gegn covid-19, umfram almenn góð heilsufarsleg áhrif af því að forðast D-vítamínskort. Enn eru yfirstandandi rannsóknir á áhrifum vítamínsins á covid-19.

Samkomubann líklega hert

Samkomubann er í gildi sem felur í sér að ekki mega fleiri en 20 koma saman. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að til greina kæmi að lækka hámarksfjöldann til að ná tökum á faraldrinum. Heilbrigðisráðherra mun fá tillögur frá Þórólfi um uppfærða reglugerð á næstu tveimur sólarhringum.

Yfirstandandi takmarkanir felast meðal annars í lokun veitingastaða klukkan 21 á kvöldin, algerri lokun kráa og skemmtistaða, lokun sundstaða og líkamsræktarstöðva og svo banni við hópíþróttum sem fela í sér snertingu.

Auk þess er bann við starfsemi þar sem nálægð er mikil. Það á til dæmis við um hársnyrtistofur, snyrtistofur, nuddstofur, húðflúrstofur, hundasnyrtistofur, sólbaðsstofur og aðra sambærilega starfsemi.

Þá eru ferðamenn sem koma til landsins skikkaðir í tvöfalda skimun og fimm daga sóttkví, eða 14 daga sóttkví.

Áhyggjur af aðgerðumFormaður Frjálshyggjufélagsins, Jóhannes Loftsson, til hægri.
Misjafnar kröfurMótmælandi fór fram á að sagt yrði nei við skimun, einangrun og bóluefni.
SkipuleggjandinnHelga Birgisdóttir heldur á skilti sínu þar sem hún segir: Óttinn lamar ónæmiskerfið.
„Ekki einangra alla“Sumir mótmælenda vilja verja þá viðkvæmustu, en á sama tíma segir skipuleggjandinn að nóg sé komið að því að loka inni gamalt fólk.
Hópurinn við löggjafarsamkomunaMótmælendur héldu á köflum tveggja metra fjarlægð á milli sín.
Sendu Þórólfi skilaboðMótmælendur vildu koma á framfæri skilaboðum til sóttvarnarlæknis.Heiða Helgadóttir

Yfir 40 þúsund lokið sóttkví

Á sama tíma og mótmælin eru haldin eru fleiri Íslendingar á spítala vegna covid-19 heldur en nokkru sinni áður frá því faraldurinn hófst, eða 61. Þar af er þó aðeins einn á gjörgæslu. 1.062 eru í einangrun, smitaðir af sjúkdómnum, og þess utan 1.667 í sóttkví og 1.548 í skimunarsóttkví. 

4.671 hafa greinst með covid-19 á Íslandi, en ljóst er að fleiri hafi fengið sjúkdóminn án þess að greinast. Þá hafa 39 verið lagðir inn á gjörgæsludeild og samtals 240 á sjúkrahús. 41.156 Íslendingar hafa lokið sóttkví. Tveir á níræðisaldri hafa látist í þriðju bylgju faraldursins, en í fyrstu bylgjunni létust níu manns.

Hópurinn Coviðspyrnan stóð fyrir undirskriftarsöfnun gegn sóttkví og viðbótarskimun ferðamanna fyrr í haust. 415 manns skráðu sig á listann. 

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir sagði í dag að lítið þyrfti til svo að faraldurinn færi úr böndunum, en erfitt hefur reynst að fækka greindum smitum í þriðju bylgjunni. Haft var eftir honum á fréttavef Morgunblaðsins að þótt heildardánartíðni væri undir meðaltali á Íslandi á þessu ári, segði það ekki alla söguna.

„Það þarf ekki mikið til þess að far­ald­ur­inn fari úr bönd­un­um. Land­spít­al­inn er nú þegar kom­inn á neyðarstig. Ef það verður verra kem­ur það niður á öðrum sjúk­linga­hóp­um. Það þarf ekki að koma fram í dán­ar­töl­um. Það get­ur komið fram í öðrum al­var­leg­um af­leiðing­um. Það get­ur líka komið fram í langvar­andi al­var­leg­um af­leiðing­um fyrr covid-sjúk­linga. Þetta snýst ekki bara um dauðsföll,“ sagði hann.

Í athugasemd sem barst frá skipuleggjanda viðburðarins vegna fréttarinnar kemur fram að ekki sé um mótmæli að ræða, heldur „meðmæli með mannréttindum“. Því er hér komið á framfæri.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

DIEGO MARADONA (1960-2020)
Blogg

Stefán Snævarr

DIEGO MARA­DONA (1960-2020)

Rétt í þessu bár­ust þær frétt­ir að Diego Mara­dona hefði lát­ist úr hjarta­áfalli. Flest­ir þekkja sög­una um þenn­an litla arg­entíska strák sem fædd­ist  í fá­tækra­hverfi og sýndi ótrú­lega knatt­spyrnu­hæfi­leika þeg­ar á barns­aldri. Hann þótti of ung­ur til að fá að vera með í sig­urliði Arg­entínu í HM 1978 en tók þátt í 1982 við lít­inn orðstír. Nokkru síð­ar flutti hann...
Hvít blá fjöll
Mynd dagsins

Hvít blá fjöll

Það var fal­legt í Bláfjöll­um í morg­un (him­in­inn er ekki photosjopp­að­ur - var svona). Ekki er vit­að hvenær skíða­svæð­ið get­ur opn­að, ekki vegna snjó­leys­is held­ur vegna veirunn­ar sem herj­ar á heims­byggð­ina. Í fyrra var op­ið í Bláfjöll­um í 57 daga og mættu sam­tals rúm­lega 80.000 á svæð­ið. Þeg­ar mest gekk á mættu 6.000 manns á ein­um degi, þá auð­vit­að bæði í lyft­urn­ar og á göngu­skíða­svæð­ið sem hef­ur aldrei ver­ið vin­sælla en síð­ast­lið­inn vet­ur. Enda til fyr­ir­mynd­ar á all­an hátt.
Víðir Reynisson greindist með Covid
FréttirCovid-19

Víð­ir Reyn­is­son greind­ist með Covid

Yf­ir­lög­reglu­þjónn al­manna­varna­sviðs rík­is­lög­reglu­stjóra, Víð­ir Reyn­is­son, hef­ur nú ver­ið greind­ur með Covid-19.
Andvígur grímuskyldu og vill „hjálpa“ öðrum
FréttirCovid-19

And­víg­ur grímu­skyldu og vill „hjálpa“ öðr­um

Jök­ull Gunn­ars­son, með­lim­ur í Covið­spyrn­unni, dreifði þar ráð­legg­ing­um um hvernig væri best að ræða við lækni til að fá vott­orð til að kom­ast hjá grímu­skyldu. Hann er and­víg­ur grímu­skyldu og seg­ist vilja „hjálpa“ öðr­um.
Svandís segir stjórnendur Landspítala bera ábyrgðina á Landakoti
FréttirHópsýking á Landakoti

Svandís seg­ir stjórn­end­ur Land­spít­ala bera ábyrgð­ina á Landa­koti

Það er ekki á ábyrgð heil­brigð­is­ráð­herra að stýra mönn­un inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins né held­ur ber ráð­herra ábyrgð á starfs­um­hverfi starfs­fólks spít­al­ans, seg­ir í svari Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigð­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Stund­ar­inn­ar. Ábyrgð­in sé stjórn­enda Land­spít­al­ans.
Jón Kalman og Fjarvera þín er myrkur
StreymiMenning á miðvikudögum

Jón Kalm­an og Fjar­vera þín er myrk­ur

Jón Kalm­an Stef­áns­son les úr nýrri skáld­sögu sinni, Fjar­vera þín er myrk­ur, og spjall­ar um hana við Maríönnu Clöru Lúth­ers­dótt­ur, bók­mennta­fræð­ing og leik­konu. Streym­ið er á veg­um Menn­ing­ar­hús­anna í Kópa­vogi og hefst klukk­an 12:15.
Upplýsingafundur Almannavarna: Velferð og atvinnumál
StreymiUpplýsingafundir um Covid-19

Upp­lýs­inga­fund­ur Al­manna­varna: Vel­ferð og at­vinnu­mál

Rögn­vald­ur Ólafs­son að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjónn stýr­ir fund­in­um, en gest­ir verða Regína Ást­valds­dótt­ir, svið­stjóri vel­ferð­ar­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar, og Unn­ur Sverr­is­dótt­ir, for­stjóri Vinnu­mála­stofn­un­ar. Streym­ið hefst klukk­an 11.
Risastór járnklumpur en ekki íshnöttur yfir Tunguska 1908? Var siðmenningin í stórhættu?
Illugi Jökulsson
Flækjusagan

Illugi Jökulsson

Risa­stór járnklump­ur en ekki ís­hnött­ur yf­ir Tunguska 1908? Var sið­menn­ing­in í stór­hættu?

Nýj­ar rann­sókn­ir rúss­neskra vís­inda­manna gefa til kynna að járnklump­ur 200 metr­ar í þver­mál hafi strok­ist við and­rúms­loft Jarð­ar yf­ir Síberíu 1908. Mik­il spreng­ing varð þar sem heit­ir Tunguska, en hing­að til hef­ur ver­ið tal­ið að þarna hafi ísklump­ur sprung­ið. Ef járn­steinn­inn hefði náð til Jarð­ar hefði það vald­ið ótrú­leg­um hörm­ung­um.
Gögn frá Samherja sýna hver stýrði Kýpurfélaginu sem greiddi fé til Dubai
FréttirSamherjaskjölin

Gögn frá Sam­herja sýna hver stýrði Kýp­ur­fé­lag­inu sem greiddi fé til Dubai

Gögn inn­an úr Sam­herja sýna að Jó­hann­es Stef­áns­son kom hvergi að rekstri Esju Sea­food á Kýp­ur. Þetta fé­lag greiddi hálf­an millj­arð í mút­ur til Dubai. Ingvar Júlí­us­son stýrði fé­lag­inu með sér­stöku um­boði og Bald­vin Þor­steins­son, son­ur Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, kom og kem­ur einnig að rekstri Esju.
213. spurningaþraut: Bollywood, Ada Lovelace, Mars, Big Brother
Þrautir10 af öllu tagi

213. spurn­inga­þraut: Bollywood, Ada Lovelace, Mars, Big Brot­her

Þraut­in frá í gær. * Auka­spurn­ing­ar eru tvær að þessu sinni. Sú fyrri á við mynd­ina hér að of­an. Kon­an á mynd­inni varð móð­ir á síð­asta ári og hef­ur ýmsu að sinna af þeim sök­um, en á und­an­förn­um vik­um hef­ur líka kom­ið í ljós að póli­tísk áhrif henn­ar í heimalandi sínu eru meiri en menn höfðu áð­ur gert sér grein...
Leitið og þér munuð finna
Mynd dagsins

Leit­ið og þér mun­uð finna

Lög­reglu­mað­ur­inn Guð­mund­ur Fylk­is­son hef­ur und­an­far­in sex ár gegnt því erf­iða starfi að finna börn og ung­menni sem týn­ast. Það eru um 250 mál á ári sem koma inn á borð til hans og flest leys­ast þau far­sæl­lega. Á föstu­dag­inn fékk hann úr hendi For­seta Ís­lands við­ur­kenn­ingu Barna­heilla - Sa­ve the Children, fyr­ir störf sín í þágu barna og ung­menna í vanda. „Þetta er dag­vinna, frá átta á morgn­anna til sjö fimm­tíu­ogn­íu dag­inn eft­ir. Mað­ur þarf oft að hafa skjót­ar hend­ur, og sím­ann minn þekkja þau flest - hann er alltaf op­inn. Fyr­ir þau sem ekki vita er núm­er­ið: 843 1528," sagði Guð­mund­ur og rauk af stað.
Víðir segir siðleysi að beita blekkingum til að losna við grímuna
FréttirCovid-19

Víð­ir seg­ir sið­leysi að beita blekk­ing­um til að losna við grím­una

Það er dap­ur­legt að fólk reyni að blekkja lækna til að fá vott­orð svo það sleppi und­an grímu­skyldu seg­ir Víð­ir Reyn­is­son, yf­ir­lög­reglu­þjónn hjá al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra.