„Þú berð enga virðingu fyrir sjálfri þér, af hverju ætti ég að gera það?“ hreytti hann í mig þegar ég spurði hvernig hann gæti komið svona fram við mig. Orð hans voru ekki sönn, en með því að gera þau mistök að stíga ekki út úr aðstæðunum þegar rauðu flöggin fóru að birtast, þá þokaðist ég nær því að missa virðinguna fyrir sjálfri mér á þessu eina og hálfa ári sem samskipti okkar stóðu.
Forsagan: Glíman við veikleikana
Ég var líflegt og orkumikið barn, það verður að segjast eins og er. Foreldrar mínir íhuguðu að setja mig í beisli þar sem ég flakkaði um bæinn, hlaupandi ofan á bílskúrsþökum, klifrandi upp á allt sem fyrir mér varð, rífandi kjaft. Mér gekk samt sem áður vel í skóla og á meðan ég stundaði tvær íþróttagreinar samhliða grunnskóla hélt ég mér í nokkuð góðu jafnvægi. Þegar stærðfræðin fór að þyngjast dró ský ...
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
1.990 krónum á mánuði.
Athugasemdir