Sjávarútvegsráðherra Namibíu: Samherjamálið ástæðan fyrir að uppboð á kvóta frestaðist
Skipstjóri Samherja, Páll Steingrímsson, segir að Ríkisútvarpið beri ábyrgð á því að velferðarþjónusta í Namibíu er fjársvelt. Ástæðan er umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í landinu sem leitt hafi til nýs fyrirkomulags í úthlutun aflaheimilda sem ekki hafi gengið vel. Albert Kawana sjávarútvegsráðherra segir að hann vilji forðast spillingu eins og þá í Samherjamálinu í lengstu lög.
Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
Anton Kristinn Þórarinsson hefur yfir fjölda ára komið að stofnun, stjórn og prókúru ýmissa félaga sem hafa mestan sinn hagnað af sölu og kaupum fasteigna. Hann seldi „Garðabæjarhöll“ og byggir nú hús á Arnarnesinu.
2
ViðtalHamingjan
35487
Iðkar þakklæti: „Ekkert getur gert okkur hamingjusöm nema við sjálf“
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir segir að hamingjan sé ákvörðun, hún sé einnig ferðalag en ekki ákvörðunarstaður. Hún segist iðka þakklæti daglega með því að taka eftir því góða í kringum sig.
3
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
57367
„Það eina sem ég vildi var að deyja“
Ásta Önnudóttir, sem var vistuð um tveggja ára skeið á meðferðarheimilinu Laugalandi, lýsir því að hún hafi orðið fyrir slíku andlegu ofbeldi þar að það hafi dregið úr henni lífsviljann. Hún hafi verið glaðvært barn en framkoman í hennar garð á heimilinu hafi barið alla gleði úr henni. Það sé fyrst nú, im tveimur áratugum síðar, sem hún sé að jafna sig.
4
Fréttir
88161
Losun hvers Íslendings tvöfalt meiri en losun hvers Svía
Losun gróðurhúslofttegunda á Íslandi væri fimmfalt meiri ef ekki væri fyrir endurnýjanlega orkugjafa hérlendis. Engu að síður er losun á hvern Íslending mikil í alþjóðlegum samanburði.
5
Þrautir10 af öllu tagi
3453
308. spurningaþraut: North, Saint, Chicago og Psalm?
Þraut frá í gær, hlekkur. * Fyrri aukaspurning. Á myndinni hér að ofan er stjórnmálakona ein. Hvað heitir hún? * Aðalspurningar: 1. Hlaupsárdaginn 29. febrúar 1996 lauk lengsta hernaðarumsátri um nokkra borg á seinni tímum. Það hafði staðið í þrjú ár, tíu mánuði, þrjár vikur og þrjá daga. Hvaða borg var þetta? 2. Árið 1066 var háð fræg orrusta þar...
6
FréttirMorð í Rauðagerði
15
Anton ennþá með stöðu sakbornings
Lögmaður Antons Kristins Þórarinssonar segir Anton lausan úr gæsluvarðhaldi en hann hafi enn stöðu sakbornings í rannsókn á morðinu í Rauðagerði 28.
7
Pistill
27
Illugi Jökulsson
Það er bannað í Búrma
„Fasisminn er í alvöru á uppleið,“ skrifar Illugi Jökulsson um beitingu hryðjuverka- og sóttvarnalaga til að kæfa niður lýðræði.
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 12. mars.
Tjón Namibíu að missa Samherja úr landiSkipstjóri Samherja, Páll Steingrímsson, rekur það í aðsendri grein á Vísi.is hversu mikið tjón það var fyrir Namibíu að missa Samherja úr landi. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sést hér í Héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun september.Mynd: Heiða Helgadóttir
Sjávarútvegsráðherra Namibíu, Albert Kawana, segir að uppboð á aflaheimildum þar í landi hafi gengið illa og tafist úr hófi fram vegna þess að hann hafi viljað vanda til verka og tryggja gagnsæi í úthlutunum á þessum verðmætum.
Fréttir um þettta misheppnaða uppboð hafa verið sagðar í namibískum og íslenskum fjölmiðlum.
Einungis 1,3 prósent kvótans sem var til leigu á uppboði seldust og fékk namibíska ríkið því bara tæpar 87 milljónir króna í ríkiskassann en ekki um sex milljarða króna eins og gengið var út frá ef allur kvótinn hefði verið leigður á uppboðinu.
Ástæðan sem Kawana nefnir fyrir töfum á kvótauppútboðinu er Samherjamálið, eða Fishrot eins og það kallast í samfélagsumræðunni í Namibíu. Það er hvernig staðið hefur verið að kvótaúthlutunum í landinu síðastliðin ár og fréttaflutningur um Samherjamálið í Kveik, Stundinni og Al Jazeera í fyrra sýndi fram á en inntak hans var að Samherji hefði mútað namibískum ráðamönnum með peningagreiðslum upp á vel á annan milljarð í skiptum fyrir hestamakrílskvóta. Samherji fékk meðal annars kvótann í gegnum ríkisfyrirtækið Fishcor sem sér um útdeilingu kvóta í Namibíu.
Kawana: Sumir leggja Fishcor að jöfnu við Fishrot
Albert KawanaSjávarútvegsráðherra Namibíu segir að vanda þurfi til verka til að forðast spillingu í kvótaútlhlutunum í Namibíu líkt og í Samherjamálinu.
Samkvæmt namibíska blaðinu The Namibian segir Kawana um þetta: „Um þessar mundir segja margir að Fishcor sé það sama og Fishrot [Samherjamálið]. Ekkert gagnsæi, hvernig fá þessi fyrirtæki kvóta í gegnum Fischor? Var notast við einhverja hlutlæga, gagnsæja aðferð? Þegar ég kom (í ráðuneytið) með samstarfsmönnum mínum sagði ég: Þetta þarf að stoppa… “
Í stað þess að útdeila kvótanum til tiltekinna kvótahafa eins og verið hefur var ákveðið að reyna uppboðsleið í staðinn. Kawana segir bæði hafa orðið að fylgja lögunum og eins anda laganna í kvótaúthlutuninni, í ljósi þess hversu illa hafi farið í Fishrot-málinu, Samherjamálinu, í Namibíu. „Ég þurfi að fylgja lögunum, lagabókstafnum og eins anda laganna. Þetta var eina ástæðan.“
Kawana segir að enn verði hægt að selja hestamakrílskvótann sem ekki var leigður á uppboðinu þar sem veiðitímabili makrílsins ljúki ekki fyrr en 31. desember. Hann segir að fiskurinn sem verður ekki veiddur á þessu fiskveiðiári muni vitanlega ekki rotna í hafinu í kringum Namibíu og muni á endanum skila meira til fiskveiðiðnaðarins í Namibíu.
Um uppboðið segir í frétt The Namibian: „Ráðherrann sagði að uppboðsferlinu hefði verið frestað og að fjármála- og sjávarútvegsráðuneytin muni samt selja kvótann með gagnsæjum hætti og muni í kjölfarið greina þjóðinni frá því hversu mikið fékkst fyrir kvótann.“
Stjórnvöld í Namibíu eru því að hugsa um hvernig verðmæti kvótans fyrir land og þjóð verði hámarkað til lengri tíma litið.
Tjónið við breytt fyrirkomulagMorgunblaðið gerði þvi skóna að breytt og gagnsærra fyrirkomulag við kvótaúthlutun í Namibíu hafi leitt til tugmilljarða tjóns fyrir þjóðarbúið þar í landi. Í fréttinni kom ekki fram að nýja fyrirkomulagið var tekið upp út af Samherjamálinu í Namibíu.
Morgunblaðið: Nefndi ekki mútumál Samherja
Í fréttum af uppboðinu á Íslandi hafa sumir fréttamiðlar, meðal annars Morgunblaðið sem var í eigu Samherja að hluta þar til árið 2017 þegar Eyþór Arnalds eignaðist hlutabréf útgerðarinnar án þess að greiða neitt fyrir þau, hafa hins vegar stillt uppboðinu upp þannig að nýja fyrirkomulagið við kvótaúthlutunina sé verra en hið gamla.
Í frétt Moggans um málið var talað um „tugmilljarða tjón þjóðarbúsins“ og var niðurstaða uppboðsins borin saman við fyrra fyrirkomulag. „Fyrra fyrirkomulag, þar sem kvóta var úthlutað gegn gjaldi, hefði skilað um 315 milljónum namibíudala í ríkiskassann þar syðra, jafnvirði um þriggja milljarða íslenskra króna.“
Tekið var sérstaklega fram að Samherji hefði ekki tekið þátt í uppboðinu en ekki var tekið fram að Samherji hætti veiðum í Namibíu vegna þess félagið hefur verið staðið að mútugreiðslum þar í landi sem nú eru til rannsóknar bæði í Namibíu og á Íslandi.
Ekki var heldur tekið fram í Mogganum af hverju uppboðsleiðin á kvóta var tekin upp, það er segja vegna þess að kvótaúthlunin til fyrirtækja eins og Samherja reyndist vera gjörspillt og skilaði kaupverð kvótans sér ekki í ríkiskassann og til fólksins í landinu heldur til „ráðgjafa“ Samherja sem voru stjórnmálamenn og tengdir aðilar.
Að lokum kom heldur ekki fram í frétt Moggans að það sem er til rannsóknar í Namibíu og á Íslandi er hvort Samherji hafi greitt mútur til umræddra áhrifamanna. Morgunblaðið tengir Samherja hins vegar ekki við þetta mál með beinum hætti í fréttaflutningi sínum af uppboðinu: „Félög tengd Samherja tóku ekki þátt í uppboðinu, en á föstudag lauk einmitt rannsókn á úthlutun fiskveiðiheimilda í Namibíu, þar sem grunur er uppi um spillingu á umliðnum árum. Málinu hefur nú verið komið til saksóknara,“ segir í niðurlagi fréttar Moggans.
Skipstjóri Samherja kennir RÚV um að uppboðið klúðraðist
Páll SteingrímssonSkipstjóri Samherja telur að Ríkisútvarpið hafi grafið undan velferðarkerfinu í Namibíu með því að segja frá spillingu Samherja þar í landi.
Fréttaflutningurinn af kvótauppboðinu í Namibíu hefur vakið frekari viðbrögð á Íslandi þar sem bæði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Páll Steingrímsson, skipstjóri Samherja sem hefur skrifað mýmargar blaðagreinar um Samherja á liðnum árum samhliða starfi sínu sem skipstjóri, hafa tjáð sig um það á liðnum dögum.
Brynjar telur meðal annars að uppboðið í Namibíu sýni það og sanni að uppboðsleiðin muni ekki ganga sem aðferð við að deila út kvótanum hér á landi eins og sumir stjórnmálaflokkar vilja. Á Facebook deildi þingmaðurinn grein Páls og sagði: „Einnig gott fyrir þá í Viðreisn, Samfylkingunni og Pírötum að lesa, sem telja að uppboðsleið á aflaheimildum sé skynsöm leið.“
„Allt í boði Ríkisútvarpsins.“
Páll Steingrímsson gengur svo langt í sinni grein að kenna Ríkisútvarpinu um það að kvótauppboðið í Namibíu gekk ekki vel. Hann segir: „Uppboðið sem klúðraðist í Namibíu var ákveðin tilraun sem misheppnaðist en þetta var í fyrsta sinn sem aflaheimildir voru boðnar upp í landinu. […] Tekjurnar af uppboðinu átti að nýta til að greiða fyrir velferðarþjónustu á tímum Covid-19 heimsfaraldursins. Voru áætlaðar tekjur ríkissjóðs Namibíu af veiðileyfum jafnvirði um 6 milljarða króna og talið var að áhrifin yrðu um 25 milljarðar króna fyrir namibískt hagkerfi. Tekjurnar af uppboðinu voru hins vegar aðeins 65 milljónir króna að jafnvirði því aðeins voru seldar heimildir fyrir 100 tonn af lýsingi og 1.517 tonn af hestamakríl en ekkert af skötusel. Uppboðið fór algjörlega í vaskinn. Namibískur sjávarútvegur er því í nokkru uppnámi og óljóst um framhaldið. Allt í boði Ríkisútvarpsins.“
Eins og Páll raunar segir sjálfur, og sjávarútvegsráðherra Namibíu líka, þá var umrætt uppboðsfyrirkomulag tekið upp vegna þess að úthlutunin á kvóta í Namibíu hafði verið svo spillt á liðnum árum þar sem Samherji greiddi mútur til áhrifamanna í Namibíu til að komast yfir kvótann.
Páll velur hins vegar ekki þá leið að kenna Samherja um það að uppboðsleiðin var tekin upp, sökum þess að upp komst um mútugreiðslur fyrirtækisins sem nú eru til rannsóknar í tveimur löndum, heldur kennir hann Ríkisútvarpinu um vegna þess að þáttur á vegum stofnunarinnar afhjúpaði þessa spillingu sem leiddi til breytinga á úthlutun kvótans.
„Það má spyrja hvort fréttamenn Ríkisútvarpsins séu stoltir af sínu framlagi“
Páll: Betra fyrir Namibíu að hafa Samherja
Af þessu dregur Páll þá ályktun að það hefði verið betra fyrir Namibíu að hafa Samherja áfram sem þátttakanda í sjávarútveginum í Namibíu. Þetta segir Páll þrátt fyrir að stór hluti peninganna sem Samherji greiddi fyrir kvótann hafi runnið til „ráðgjafa“ félagsins sem mútugreiðslur og ekki til namibíska ríkisins.
Í grein hans segir meðal annars: „Þetta mál vekur ýmsar spurningar. Hver var staðan í Namibíu þegar félög tengd Samherja stunduðu þar veiðar? Félög tengd Samherja greiddu jafnvirði 21,4 milljarða króna til namibískra aðila [Páll lætur þess ekki getið hversu mikið af greiðslunum voru mútugreiðslur] á meðan þau voru í rekstri á árunum 2012-2019 eins og greint var frá fyrr á þessu ári. Það var því holur hljómur í fullyrðingum um arðrán. Það er staðreynd að félög tengd Samherja sköpuðu gríðarleg verðmæti fyrir Namibíumenn á meðan þau störfuðu í landinu, þvert á fullyrðingar Ríkisútvarpsins. Það má spyrja hvort fréttamenn Ríkisútvarpsins séu stoltir af sínu framlagi enda voru þeir beinir gerendur í atburðarás sem leiddi til þess að fyrirkomulagi úthlutunar aflaheimildar í Namibíu var kollvarpað með tilheyrandi tjóni fyrir namibískt samfélag.“
Páll vill því meina að helsti sökudólgurinn í Namibíu sé Ríkisútvarpið, þvert á orð sjávarútvegsráðherra landsins sem meðal annars hefur útskýrt að það voru spilltar kvótaúhlutanir í Samherjamálinu sem leiddu til þess að tekið var upp nýtt fyrirkomulag við úthlutun á kvóta í landinu.
Út frá orðum Páls má því draga þá ályktun að það hafi verið slæmt fyrir Namibíu að fjölmiðlar sögðu frá mútugreiðslum Samherja í landinu vegna þess að þetta hafi leitt til þess að Namibíumenn hafi orðið af tekjum þar sem Samherji greiddi há verð, meðal annars í mútur, til að fá kvóta.
Páll virðist ekki átta sig á þeim möguleika að vegna þess að sagt var frá mútugreiðslunum og vegna þess að Samherji stundar ekki lengur fiskveiðar í landinu þá geti Namibía mögulega komið sér upp fiskveiðikerfi sem byggir ekki á spillingu og mútugreiðslum.
Þetta getur svo jafnvel leitt til þess að hagnaðurinn af fiskveiðunum verði eftir hjá þarlendum sjávarútvegsfyrirtækjum en lendi ekki í skattaskjólum eins og Máritíus, sem Samherji notaði meðal annars, eða að gjaldið fyrir kvótann fari sömuleiðis sannarlega í „velferðarþjónustu“ í Namibíu, sem honum virðist vera svo umhugað um, og ekki í aflandsfélög spillta stjórnmálamanna í Dubaí.
Að mati Páls var betra fyrir Namibíu að hafa Samherja í landinu.
Röksemdafærslu Páls svipar til málatilbúnaðar Samherja um veru sína í Namibíu þar sem rauði þráðurinn er að útgerðarfélagið hafi lagt mikið af mörkum til samfélagsins útgerð sinni í landinu, þrátt fyrir mútugreiðslur og notkun á skattaskjólum í rekstrinum, og að félagið hafi stundað þar eðlileg viðskipti á markaðsforsendum.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Mest lesið
1
RannsóknMorð í Rauðagerði
23103
Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
Anton Kristinn Þórarinsson hefur yfir fjölda ára komið að stofnun, stjórn og prókúru ýmissa félaga sem hafa mestan sinn hagnað af sölu og kaupum fasteigna. Hann seldi „Garðabæjarhöll“ og byggir nú hús á Arnarnesinu.
2
ViðtalHamingjan
35487
Iðkar þakklæti: „Ekkert getur gert okkur hamingjusöm nema við sjálf“
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir segir að hamingjan sé ákvörðun, hún sé einnig ferðalag en ekki ákvörðunarstaður. Hún segist iðka þakklæti daglega með því að taka eftir því góða í kringum sig.
3
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
57367
„Það eina sem ég vildi var að deyja“
Ásta Önnudóttir, sem var vistuð um tveggja ára skeið á meðferðarheimilinu Laugalandi, lýsir því að hún hafi orðið fyrir slíku andlegu ofbeldi þar að það hafi dregið úr henni lífsviljann. Hún hafi verið glaðvært barn en framkoman í hennar garð á heimilinu hafi barið alla gleði úr henni. Það sé fyrst nú, im tveimur áratugum síðar, sem hún sé að jafna sig.
4
Fréttir
88161
Losun hvers Íslendings tvöfalt meiri en losun hvers Svía
Losun gróðurhúslofttegunda á Íslandi væri fimmfalt meiri ef ekki væri fyrir endurnýjanlega orkugjafa hérlendis. Engu að síður er losun á hvern Íslending mikil í alþjóðlegum samanburði.
5
Þrautir10 af öllu tagi
3453
308. spurningaþraut: North, Saint, Chicago og Psalm?
Þraut frá í gær, hlekkur. * Fyrri aukaspurning. Á myndinni hér að ofan er stjórnmálakona ein. Hvað heitir hún? * Aðalspurningar: 1. Hlaupsárdaginn 29. febrúar 1996 lauk lengsta hernaðarumsátri um nokkra borg á seinni tímum. Það hafði staðið í þrjú ár, tíu mánuði, þrjár vikur og þrjá daga. Hvaða borg var þetta? 2. Árið 1066 var háð fræg orrusta þar...
6
FréttirMorð í Rauðagerði
15
Anton ennþá með stöðu sakbornings
Lögmaður Antons Kristins Þórarinssonar segir Anton lausan úr gæsluvarðhaldi en hann hafi enn stöðu sakbornings í rannsókn á morðinu í Rauðagerði 28.
7
Pistill
27
Illugi Jökulsson
Það er bannað í Búrma
„Fasisminn er í alvöru á uppleið,“ skrifar Illugi Jökulsson um beitingu hryðjuverka- og sóttvarnalaga til að kæfa niður lýðræði.
Mest deilt
1
ViðtalHamingjan
35487
Iðkar þakklæti: „Ekkert getur gert okkur hamingjusöm nema við sjálf“
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir segir að hamingjan sé ákvörðun, hún sé einnig ferðalag en ekki ákvörðunarstaður. Hún segist iðka þakklæti daglega með því að taka eftir því góða í kringum sig.
2
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
57367
„Það eina sem ég vildi var að deyja“
Ásta Önnudóttir, sem var vistuð um tveggja ára skeið á meðferðarheimilinu Laugalandi, lýsir því að hún hafi orðið fyrir slíku andlegu ofbeldi þar að það hafi dregið úr henni lífsviljann. Hún hafi verið glaðvært barn en framkoman í hennar garð á heimilinu hafi barið alla gleði úr henni. Það sé fyrst nú, im tveimur áratugum síðar, sem hún sé að jafna sig.
3
Fréttir
88161
Losun hvers Íslendings tvöfalt meiri en losun hvers Svía
Losun gróðurhúslofttegunda á Íslandi væri fimmfalt meiri ef ekki væri fyrir endurnýjanlega orkugjafa hérlendis. Engu að síður er losun á hvern Íslending mikil í alþjóðlegum samanburði.
4
RannsóknMorð í Rauðagerði
23103
Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
Anton Kristinn Þórarinsson hefur yfir fjölda ára komið að stofnun, stjórn og prókúru ýmissa félaga sem hafa mestan sinn hagnað af sölu og kaupum fasteigna. Hann seldi „Garðabæjarhöll“ og byggir nú hús á Arnarnesinu.
5
MenningMetoo
885
Nýtt leikrit veitir kvenskörungi uppreist æru
„Ég finn mig skylduga til að segja þessa sögu,“ segir Tinna Sverrisdóttir sem grét nánast á hverri æfingu fyrstu vikurnar í undirbúningi fyrir leikrit sem varpar nýju ljósi á ævi Sunnefu Jónsdóttur. Sunnefa var tvídæmd til dauða á 18. öld fyrir blóðskömm.
6
Þrautir10 af öllu tagi
3061
310. spurningaþraut: Hér er spurt um erlendar borgir, hverja af annarri
Hér er þraut gærdagsins! * Allar spurningar dagsins snúast um erlendar borgir. Fyrri aukaspurning: Í hvaða borg má finna styttuna sem sést á myndinni hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Osló er fjölmennasta borg Noregs. Hver er sú næstfjölmennasta? 2. Oscar Niemeyer var arkitekt sem fékk það draumaverkefni að hanna fjölda stórhýsa og opinberra bygginga í alveg splunkunýrri borg sem...
7
Þrautir10 af öllu tagi
2957
309. spurningaþraut: Katrínar, sjómílur, jökull og Halla Signý
Þið finnið þrautina frá í gær hér. * Fyrri aukaspurning: Hvar voru — eftir því sem best er vitað — aðal bækistöðvar þeirrar menningar sem skóp myndina hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Hinrik 8. Englandskóngur átti fleiri eiginkonur en algengt er um evrópska kónga. Hve margar? 2. Hve margar þeirra hétu Katrín? 3. Og fyrst við erum á þessum...
Mest lesið í vikunni
1
RannsóknMorð í Rauðagerði
23103
Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
Anton Kristinn Þórarinsson hefur yfir fjölda ára komið að stofnun, stjórn og prókúru ýmissa félaga sem hafa mestan sinn hagnað af sölu og kaupum fasteigna. Hann seldi „Garðabæjarhöll“ og byggir nú hús á Arnarnesinu.
Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur uppfært spálíkan fyrir eldgos á Reykjanesi vegna breyttrar skjálftavirkni í dag.
3
ViðtalHeimavígi Samherja
20171
Samherji og líkindin við Kaupfélagið: Fólk óttast að tjá sig
Kvikmyndagerðarmaðurinn Grímur Hákonarson kynntist starfsháttum Kaupfélags Skagfirðinga í gegnum bæjarbúa þegar hann dvaldi þar í mánuð við rannsóknir fyrir kvikmyndina Héraðið.
4
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi
142
Óttast stóran Brennisteinsfjallaskjálfta í kjölfar skjálftahrinunnar
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvöktunar á Veðurstofu Íslands, varar við því að enn stærri skjálfti, yfir 6, gæti komið í kjölfarið á skjálftahrinunni á Reykjanesi.
5
FréttirHeimavígi Samherja
1568
Þorsteinn Már og Helga skulduðu fyrirtækjum Samherja í Belís og Kýpur milljónir án gjalddaga
Ársreikningar félaga Samherja á Kýpur sýna innbyrðis viðskipti við Þorstein Má Baldvinsson og Helgu Steinunni Guðmundsdóttur. Þau voru sektuð vegna brota á gjaldeyrishaftalögunum eftir hrunið vegna millifærslna inn á reikninga þeirra en þær sektir voru svo afturkallaðar vegna mistaka við setningu laganna.
6
Fréttir
8
Sendiráð Íslands í Washington dregst inn í umræðu um bresti sonar Bandaríkjaforseta
Sendiráð Íslands í Washington er í húsi þar sem Hunter Biden. sonur Bandaríkjaforseta, var með skrifstofu. Hunter braut öryggisreglur hússins ítrekað og fékk ákúrur vegna þeirra sendiráða sem eru í húsinu. Geir H. Haarde var sendiherra Íslands í Washington á þessum tíma.
7
FréttirSamherjaskjölin
66377
Þorsteinn Már: „Hafi greiðslur átt sér stað sem eru ólögmætar þá voru þær á ábyrgð Jóhannesar Stefánssonar“
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, heldur áfram að kenna Jóhannesi Stefánssyni einum um ætlaðar „óeðlilegar“ greiðslur í Namibíu. Samherji hefur aldrei útskýrt hvernig það gat gerst að mútugreiðslur frá Samherjafélögum til „hákarlanna“ svökölluðu héldu áfram í þrjú ár eftir að Jóhannes hætti hjá Samherja.
Mest lesið í mánuðinum
1
RannsóknMorð í Rauðagerði
23103
Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
Anton Kristinn Þórarinsson hefur yfir fjölda ára komið að stofnun, stjórn og prókúru ýmissa félaga sem hafa mestan sinn hagnað af sölu og kaupum fasteigna. Hann seldi „Garðabæjarhöll“ og byggir nú hús á Arnarnesinu.
2
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili
127994
„Ég lærði að gráta í þögn“
Á því rúma ári sem Sigurósk Tinna Pálsdóttir var vistuð á meðferðarheimilinu Laugalandi var hún brotin þannig niður að allt hennar líf hefur litast af því. Hún lýsir óttanum og vanlíðaninni sem var viðvarandi á heimilinu. Þegar Tinna greindi frá kynferðisbrotum sem hún hafði orðið fyrir var henni ekki trúað og hún neydd til að biðjast afsökunar á að hafa sagt frá ofbeldinu. „Ég gerði ekki neitt, það voru þau.“
3
Aðsent
991.265
Dagný Halla Ágústsdóttir, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Karitas M. Bjarkadóttir
Dökka hlið TikTok algóriþmans
Opið bréf til foreldra um notkun barna á TikTok - frá þremur unglingum sem nota TikTok.
4
Viðtal
16460
„Ég var svo bugaður að mig langaði helst að hefja nýtt líf“
Síðasta árið hefur Vilhelm Neto tekið á kvíðanum og loksins komist á rétt ról á leiklistarferlinum.
5
ViðtalHeimavígi Samherja
94548
Maðurinn sem plokkaði Samherjamerkið af vinnufötunum sínum: „Það átti bara að vera til ein skoðun“
Guðmundur Már Beck, fyrrum starfsmaður Samherja, segir sér hafa liðið mjög illa eftir að hafa fylgst með fréttaflutningi af framferði Samherja í Namibíu, svo illa að hann lýsir því sem áfalli.
6
Pistill
358871
Bragi Páll Sigurðarson
Hvítur, gagnkynhneigður karlmaður talar frá Reykjavík
Í þessu samfélagi hönnuðu fyrir hvíta, gagnkynhneigða, ófatlaða sæmilega stæða karla, ætti að vera rými fyrir alla hina að hafa jafnháværar raddir.
Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur uppfært spálíkan fyrir eldgos á Reykjanesi vegna breyttrar skjálftavirkni í dag.
Nýtt á Stundinni
Mynd dagsins
120
Þá var kátt í höllinni
Í morgun var byrjað að bólusetja með 4.600 skömmtum frá Pfizer, aldurshópinn 80 ára og eldri í Laugardalshöllinni. Hér er Arnþrúður Arnórsdóttir fædd 1932 að fá sinn fyrsta skammt. Alls hafa nú 12.644 einstaklingar verið full bólusettir gegn Covid-19, frá 29. desember, þegar þeir fyrstu fengu sprautuna. Ísland er í fjórða neðsta sæti í Evrópu með 1.694 smit á hverja 100 þúsund íbúa, Finnar eru lægstir með einungis 981 smit á hverja 100 þúsund íbúa. Andorra er með flest smit á heimsvísu, eða 14.116 smit á hverja 100 þúsund íbúa.
FréttirMorð í Rauðagerði
15
Anton ennþá með stöðu sakbornings
Lögmaður Antons Kristins Þórarinssonar segir Anton lausan úr gæsluvarðhaldi en hann hafi enn stöðu sakbornings í rannsókn á morðinu í Rauðagerði 28.
RannsóknMorð í Rauðagerði
23103
Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
Anton Kristinn Þórarinsson hefur yfir fjölda ára komið að stofnun, stjórn og prókúru ýmissa félaga sem hafa mestan sinn hagnað af sölu og kaupum fasteigna. Hann seldi „Garðabæjarhöll“ og byggir nú hús á Arnarnesinu.
Þrautir10 af öllu tagi
3061
310. spurningaþraut: Hér er spurt um erlendar borgir, hverja af annarri
Hér er þraut gærdagsins! * Allar spurningar dagsins snúast um erlendar borgir. Fyrri aukaspurning: Í hvaða borg má finna styttuna sem sést á myndinni hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Osló er fjölmennasta borg Noregs. Hver er sú næstfjölmennasta? 2. Oscar Niemeyer var arkitekt sem fékk það draumaverkefni að hanna fjölda stórhýsa og opinberra bygginga í alveg splunkunýrri borg sem...
Mynd dagsins
114
Skjálfandi jörð
Síðan skjálftahrinan byrjaði síðastliðinn miðvikudag hafa rúmlega 11.500 skjálftar mælst á Reykjanesinu. Og heldur er að bæta í því á fyrstu tólf tímum dagsins í dag (1. mars) hafa mælst yfir 1500 skjálftar, þar af 18 af stærðinni 3.0 eða stærri. Virknin í dag er staðbundin en flestir skjálftana eiga upptök sín við Keili og Trölladyngju, sem er skammt frá Sandfellsklofa þar sem er mynd dagsins er tekin.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
57367
„Það eina sem ég vildi var að deyja“
Ásta Önnudóttir, sem var vistuð um tveggja ára skeið á meðferðarheimilinu Laugalandi, lýsir því að hún hafi orðið fyrir slíku andlegu ofbeldi þar að það hafi dregið úr henni lífsviljann. Hún hafi verið glaðvært barn en framkoman í hennar garð á heimilinu hafi barið alla gleði úr henni. Það sé fyrst nú, im tveimur áratugum síðar, sem hún sé að jafna sig.
Blogg
16
Halldór Auðar Svansson
Heimilisbókhald Sjálfstæðismanna
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra og þingkona Reykjavíkurkjördæmis norður, ritaði í síðasta mánuði grein um Reykjavíkurborg þar sem kunnugleg Valhallarstef um rekstur borgarinnar koma fyrir. Söngurinn er gamall og þreyttur, hann gengur út á að reynt er að sýna fram á að í samanburði við þær einingar sem Sjálfstæðismenn eru að reka – ríkissjóð og önnur sveitarfélög – sé allt...
MenningMetoo
885
Nýtt leikrit veitir kvenskörungi uppreist æru
„Ég finn mig skylduga til að segja þessa sögu,“ segir Tinna Sverrisdóttir sem grét nánast á hverri æfingu fyrstu vikurnar í undirbúningi fyrir leikrit sem varpar nýju ljósi á ævi Sunnefu Jónsdóttur. Sunnefa var tvídæmd til dauða á 18. öld fyrir blóðskömm.
Fréttir
315
Gjaldþrotum og nauðungarsölum fækkaði á síðasta ári
Færri einstaklingar voru lýstir gjaldþrota á síðasta ári en árin tvö á undan. Hið sama má segja um nauðungarsölur á eignum. Þá fækkaði fjárnámum einnig.
Þrautir10 af öllu tagi
2957
309. spurningaþraut: Katrínar, sjómílur, jökull og Halla Signý
Þið finnið þrautina frá í gær hér. * Fyrri aukaspurning: Hvar voru — eftir því sem best er vitað — aðal bækistöðvar þeirrar menningar sem skóp myndina hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Hinrik 8. Englandskóngur átti fleiri eiginkonur en algengt er um evrópska kónga. Hve margar? 2. Hve margar þeirra hétu Katrín? 3. Og fyrst við erum á þessum...
Pistill
27
Illugi Jökulsson
Það er bannað í Búrma
„Fasisminn er í alvöru á uppleið,“ skrifar Illugi Jökulsson um beitingu hryðjuverka- og sóttvarnalaga til að kæfa niður lýðræði.
ViðtalHamingjan
35487
Iðkar þakklæti: „Ekkert getur gert okkur hamingjusöm nema við sjálf“
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir segir að hamingjan sé ákvörðun, hún sé einnig ferðalag en ekki ákvörðunarstaður. Hún segist iðka þakklæti daglega með því að taka eftir því góða í kringum sig.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir