Þessi grein er rúmlega 5 mánaða gömul.

Sjávarútvegsráðherra Namibíu: Samherjamálið ástæðan fyrir að uppboð á kvóta frestaðist

Skip­stjóri Sam­herja, Páll Stein­gríms­son, seg­ir að Rík­is­út­varp­ið beri ábyrgð á því að vel­ferð­ar­þjón­usta í Namib­íu er fjár­svelt. Ástæð­an er um­fjöll­un um mútu­greiðsl­ur Sam­herja í land­inu sem leitt hafi til nýs fyr­ir­komu­lags í út­hlut­un afla­heim­ilda sem ekki hafi geng­ið vel. Al­bert Kaw­ana sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra seg­ir að hann vilji forð­ast spill­ingu eins og þá í Sam­herja­mál­inu í lengstu lög.

Sjávarútvegsráðherra Namibíu: Samherjamálið ástæðan fyrir að uppboð á kvóta frestaðist
Tjón Namibíu að missa Samherja úr landi Skipstjóri Samherja, Páll Steingrímsson, rekur það í aðsendri grein á Vísi.is hversu mikið tjón það var fyrir Namibíu að missa Samherja úr landi. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sést hér í Héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun september. Mynd: Heiða Helgadóttir

Sjávarútvegsráðherra Namibíu, Albert Kawana, segir að uppboð á aflaheimildum þar í landi hafi gengið illa og tafist úr hófi fram vegna þess að hann hafi viljað vanda til verka og tryggja gagnsæi í úthlutunum á þessum verðmætum.

Fréttir um þettta misheppnaða uppboð hafa verið sagðar í namibískum og íslenskum fjölmiðlum

Einungis 1,3 prósent kvótans sem var til leigu á uppboði seldust og fékk namibíska ríkið því bara tæpar 87 milljónir króna í ríkiskassann en ekki um sex milljarða króna eins og gengið var út frá ef allur kvótinn hefði verið leigður á uppboðinu. 

Ástæðan sem Kawana nefnir fyrir töfum á kvótauppútboðinu er Samherjamálið, eða Fishrot eins og það kallast í samfélagsumræðunni í Namibíu. Það er hvernig staðið hefur verið að kvótaúthlutunum í landinu síðastliðin ár og fréttaflutningur um Samherjamálið í Kveik, Stundinni og Al Jazeera í fyrra sýndi fram á en inntak hans var að Samherji hefði mútað namibískum ráðamönnum með peningagreiðslum upp á vel á annan milljarð í skiptum fyrir hestamakrílskvóta. Samherji fékk meðal annars kvótann í gegnum ríkisfyrirtækið Fishcor sem sér um útdeilingu kvóta í Namibíu. 

Kawana: Sumir leggja Fishcor að jöfnu við Fishrot

Albert KawanaSjávarútvegsráðherra Namibíu segir að vanda þurfi til verka til að forðast spillingu í kvótaútlhlutunum í Namibíu líkt og í Samherjamálinu.

Samkvæmt namibíska blaðinu The Namibian segir Kawana um þetta: „Um þessar mundir segja margir að Fishcor sé það sama og Fishrot [Samherjamálið]. Ekkert gagnsæi, hvernig fá þessi fyrirtæki kvóta í gegnum Fischor? Var notast við einhverja hlutlæga, gagnsæja aðferð? Þegar ég kom (í ráðuneytið) með samstarfsmönnum mínum sagði ég: Þetta þarf að stoppa… “

Í stað þess að útdeila kvótanum til tiltekinna kvótahafa eins og verið hefur var ákveðið að reyna uppboðsleið í staðinn. Kawana segir bæði hafa orðið að fylgja lögunum og eins anda laganna í kvótaúthlutuninni, í ljósi þess hversu illa hafi farið í Fishrot-málinu, Samherjamálinu, í Namibíu. „Ég þurfi að fylgja lögunum, lagabókstafnum og eins anda laganna. Þetta var eina ástæðan.“ 

Kawana segir að enn verði hægt að selja hestamakrílskvótann sem ekki var leigður á uppboðinu þar sem veiðitímabili makrílsins ljúki ekki fyrr en 31. desember. Hann segir að fiskurinn sem verður ekki veiddur á þessu fiskveiðiári muni vitanlega ekki rotna í hafinu í kringum Namibíu og muni á endanum skila meira til fiskveiðiðnaðarins í Namibíu.  

Um uppboðið segir í frétt The Namibian: „Ráðherrann sagði að uppboðsferlinu hefði verið frestað og að fjármála- og sjávarútvegsráðuneytin muni samt selja kvótann með gagnsæjum hætti og muni í kjölfarið greina þjóðinni frá því hversu mikið fékkst fyrir kvótann.“

Stjórnvöld í Namibíu eru því að hugsa um hvernig verðmæti kvótans fyrir land og þjóð verði hámarkað til lengri tíma litið. 

Tjónið við breytt fyrirkomulagMorgunblaðið gerði þvi skóna að breytt og gagnsærra fyrirkomulag við kvótaúthlutun í Namibíu hafi leitt til tugmilljarða tjóns fyrir þjóðarbúið þar í landi. Í fréttinni kom ekki fram að nýja fyrirkomulagið var tekið upp út af Samherjamálinu í Namibíu.

Morgunblaðið: Nefndi ekki mútumál Samherja

Í fréttum af uppboðinu á Íslandi hafa sumir fréttamiðlar, meðal annars Morgunblaðið sem var í eigu Samherja að hluta þar til árið 2017 þegar Eyþór Arnalds eignaðist hlutabréf útgerðarinnar án þess að greiða neitt fyrir þau, hafa hins vegar stillt uppboðinu upp þannig að nýja fyrirkomulagið við kvótaúthlutunina sé verra en hið gamla. 

Í frétt Moggans um málið var talað um „tugmilljarða tjón þjóðarbúsins“ og var niðurstaða uppboðsins borin saman við fyrra fyrirkomulag. „Fyrra fyrirkomulag, þar sem kvóta var úthlutað gegn gjaldi, hefði skilað um 315 milljónum namibíudala í ríkiskassann þar syðra, jafnvirði um þriggja milljarða íslenskra króna.“ 

Tekið var sérstaklega fram að Samherji hefði ekki tekið þátt í uppboðinu en ekki var tekið fram að Samherji hætti veiðum í Namibíu vegna þess félagið hefur verið staðið að mútugreiðslum þar í landi sem nú eru til rannsóknar bæði í Namibíu og á Íslandi. 

Ekki var heldur tekið fram í Mogganum af hverju uppboðsleiðin á kvóta var tekin upp, það er segja vegna þess að kvótaúthlunin til fyrirtækja eins og Samherja reyndist vera gjörspillt og skilaði kaupverð kvótans sér ekki í ríkiskassann og til fólksins í landinu heldur til „ráðgjafa“ Samherja sem voru stjórnmálamenn og tengdir aðilar. 

Að lokum kom heldur ekki fram í frétt Moggans að það sem er til rannsóknar í Namibíu og á Íslandi er hvort Samherji hafi greitt mútur til umræddra áhrifamanna. Morgunblaðið tengir Samherja hins vegar ekki við þetta mál með beinum hætti í fréttaflutningi sínum af uppboðinu: „Félög tengd Samherja tóku ekki þátt í uppboðinu, en á föstudag lauk einmitt rannsókn á úthlutun fiskveiðiheimilda í Namibíu, þar sem grunur er uppi um spillingu á umliðnum árum. Málinu hefur nú verið komið til saksóknara,“ segir í niðurlagi fréttar Moggans. 

Skipstjóri Samherja kennir RÚV um að uppboðið klúðraðist

Páll SteingrímssonSkipstjóri Samherja telur að Ríkisútvarpið hafi grafið undan velferðarkerfinu í Namibíu með því að segja frá spillingu Samherja þar í landi.

Fréttaflutningurinn af kvótauppboðinu í Namibíu hefur vakið frekari viðbrögð á Íslandi þar sem bæði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Páll Steingrímsson, skipstjóri Samherja sem hefur skrifað mýmargar blaðagreinar um Samherja á liðnum árum samhliða starfi sínu sem skipstjóri, hafa tjáð sig um það á liðnum dögum.

Brynjar telur meðal annars að uppboðið í Namibíu sýni það og sanni að uppboðsleiðin muni ekki ganga sem aðferð við að deila út kvótanum hér á landi eins og sumir stjórnmálaflokkar vilja. Á Facebook deildi þingmaðurinn grein Páls og sagði: „Einnig gott fyrir þá í Viðreisn, Samfylkingunni og Pírötum að lesa, sem telja að uppboðsleið á aflaheimildum sé skynsöm leið.“

„Allt í boði Ríkisútvarpsins.“

Páll Steingrímsson gengur svo langt í sinni grein að kenna Ríkisútvarpinu um það að kvótauppboðið í Namibíu gekk ekki vel. Hann segir: „Uppboðið sem klúðraðist í Namibíu var ákveðin tilraun sem misheppnaðist en þetta var í fyrsta sinn sem aflaheimildir voru boðnar upp í landinu. […] Tekjurnar af uppboðinu átti að nýta til að greiða fyrir velferðarþjónustu á tímum Covid-19 heimsfaraldursins. Voru áætlaðar tekjur ríkissjóðs Namibíu af veiðileyfum jafnvirði um 6 milljarða króna og talið var að áhrifin yrðu um 25 milljarðar króna fyrir namibískt hagkerfi. Tekjurnar af uppboðinu voru hins vegar aðeins 65 milljónir króna að jafnvirði því aðeins voru seldar heimildir fyrir 100 tonn af lýsingi og 1.517 tonn af hestamakríl en ekkert af skötusel. Uppboðið fór algjörlega í vaskinn. Namibískur sjávarútvegur er því í nokkru uppnámi og óljóst um framhaldið. Allt í boði Ríkisútvarpsins.“

Eins og Páll raunar segir sjálfur, og sjávarútvegsráðherra Namibíu líka, þá var umrætt uppboðsfyrirkomulag tekið upp vegna þess að úthlutunin á kvóta í Namibíu hafði verið svo spillt á liðnum árum þar sem Samherji greiddi mútur til áhrifamanna í Namibíu til að komast yfir kvótann.

Páll velur hins vegar ekki þá leið að kenna Samherja um það að uppboðsleiðin var tekin upp, sökum þess að upp komst um mútugreiðslur fyrirtækisins sem nú eru til rannsóknar í tveimur löndum, heldur kennir hann Ríkisútvarpinu um vegna þess að þáttur á vegum stofnunarinnar afhjúpaði þessa spillingu sem leiddi til breytinga á úthlutun kvótans. 

„Það má spyrja hvort fréttamenn Ríkisútvarpsins séu stoltir af sínu framlagi“

Páll: Betra fyrir Namibíu að hafa Samherja

Af þessu dregur Páll þá ályktun að það hefði verið betra fyrir Namibíu að hafa Samherja áfram sem þátttakanda í sjávarútveginum í Namibíu. Þetta segir Páll þrátt fyrir að stór hluti peninganna sem Samherji greiddi fyrir kvótann hafi runnið til „ráðgjafa“ félagsins sem mútugreiðslur og ekki til namibíska ríkisins. 

Í grein hans segir meðal annars: „Þetta mál vekur ýmsar spurningar. Hver var staðan í Namibíu þegar félög tengd Samherja stunduðu þar veiðar? Félög tengd Samherja greiddu jafnvirði 21,4 milljarða króna til namibískra aðila [Páll lætur þess ekki getið hversu mikið af greiðslunum voru mútugreiðslur] á meðan þau voru í rekstri á árunum 2012-2019 eins og greint var frá fyrr á þessu ári. Það var því holur hljómur í fullyrðingum um arðrán. Það er staðreynd að félög tengd Samherja sköpuðu gríðarleg verðmæti fyrir Namibíumenn á meðan þau störfuðu í landinu, þvert á fullyrðingar Ríkisútvarpsins. Það má spyrja hvort fréttamenn Ríkisútvarpsins séu stoltir af sínu framlagi enda voru þeir beinir gerendur í atburðarás sem leiddi til þess að fyrirkomulagi úthlutunar aflaheimildar í Namibíu var kollvarpað með tilheyrandi tjóni fyrir namibískt samfélag.“

Páll vill því meina að helsti sökudólgurinn í Namibíu sé Ríkisútvarpið, þvert á orð sjávarútvegsráðherra landsins sem meðal annars hefur útskýrt að það voru spilltar kvótaúhlutanir í Samherjamálinu sem leiddu til þess að tekið var upp nýtt fyrirkomulag við úthlutun á kvóta í landinu.

Út frá orðum Páls má því draga þá ályktun að það hafi verið slæmt fyrir Namibíu að fjölmiðlar sögðu frá mútugreiðslum Samherja í landinu vegna þess að þetta hafi leitt til þess að Namibíumenn hafi orðið af tekjum þar sem Samherji greiddi há verð, meðal annars í mútur, til að fá kvóta. 

Páll virðist ekki átta sig á þeim möguleika að vegna þess að sagt var frá mútugreiðslunum og vegna þess að Samherji stundar ekki lengur fiskveiðar í landinu þá geti Namibía mögulega komið sér upp fiskveiðikerfi sem byggir ekki á spillingu og mútugreiðslum. 

Þetta getur svo jafnvel leitt til þess að hagnaðurinn af fiskveiðunum verði eftir hjá þarlendum sjávarútvegsfyrirtækjum en lendi ekki í skattaskjólum eins og Máritíus, sem Samherji notaði meðal annars, eða að gjaldið fyrir kvótann fari sömuleiðis sannarlega í „velferðarþjónustu“ í Namibíu, sem honum virðist vera svo umhugað um, og ekki í aflandsfélög spillta stjórnmálamanna í Dubaí. 

Að mati Páls var betra fyrir Namibíu að hafa Samherja í landinu.

Röksemdafærslu Páls svipar til málatilbúnaðar Samherja um veru sína í Namibíu þar sem rauði þráðurinn er að útgerðarfélagið hafi lagt mikið af mörkum til samfélagsins útgerð sinni í landinu, þrátt fyrir mútugreiðslur og notkun á skattaskjólum í rekstrinum, og að félagið hafi stundað þar eðlileg viðskipti á markaðsforsendum. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
1
RannsóknMorð í Rauðagerði

At­hafna­mað­ur­inn Ant­on kort­lagð­ur: Hvað­an koma pen­ing­arn­ir?

Ant­on Krist­inn Þór­ar­ins­son hef­ur yf­ir fjölda ára kom­ið að stofn­un, stjórn og prókúru ým­issa fé­laga sem hafa mest­an sinn hagn­að af sölu og kaup­um fast­eigna. Hann seldi „Garða­bæj­ar­höll“ og bygg­ir nú hús á Arn­ar­nes­inu.
Iðkar þakklæti: „Ekkert getur gert okkur hamingjusöm nema við sjálf“
2
ViðtalHamingjan

Iðk­ar þakk­læti: „Ekk­ert get­ur gert okk­ur ham­ingju­söm nema við sjálf“

Hrafn­hild­ur Haf­steins­dótt­ir seg­ir að ham­ingj­an sé ákvörð­un, hún sé einnig ferða­lag en ekki ákvörð­un­ar­stað­ur. Hún seg­ist iðka þakk­læti dag­lega með því að taka eft­ir því góða í kring­um sig.
„Það eina sem ég vildi var að deyja“
3
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

„Það eina sem ég vildi var að deyja“

Ásta Önnu­dótt­ir, sem var vist­uð um tveggja ára skeið á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi, lýs­ir því að hún hafi orð­ið fyr­ir slíku and­legu of­beldi þar að það hafi dreg­ið úr henni lífs­vilj­ann. Hún hafi ver­ið glað­vært barn en fram­kom­an í henn­ar garð á heim­il­inu hafi bar­ið alla gleði úr henni. Það sé fyrst nú, im tveim­ur ára­tug­um síð­ar, sem hún sé að jafna sig.
Losun hvers Íslendings tvöfalt meiri en losun hvers Svía
4
Fréttir

Los­un hvers Ís­lend­ings tvö­falt meiri en los­un hvers Svía

Los­un gróð­ur­hús­loft­teg­unda á Ís­landi væri fimm­falt meiri ef ekki væri fyr­ir end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa hér­lend­is. Engu að síð­ur er los­un á hvern Ís­lend­ing mik­il í al­þjóð­leg­um sam­an­burði.
308. spurningaþraut: North, Saint, Chicago og Psalm?
5
Þrautir10 af öllu tagi

308. spurn­inga­þraut: North, Saint, Chicago og Psalm?

Þraut frá í gær, hlekk­ur. * Fyrri auka­spurn­ing. Á mynd­inni hér að of­an er stjórn­mála­kona ein. Hvað heit­ir hún? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hlaups­ár­dag­inn 29. fe­brú­ar 1996 lauk lengsta hern­að­ar­umsátri um nokkra borg á seinni tím­um. Það hafði stað­ið í þrjú ár, tíu mán­uði, þrjár vik­ur og þrjá daga. Hvaða borg var þetta? 2.   Ár­ið 1066 var háð fræg orr­usta þar...
Anton ennþá með stöðu sakbornings
6
FréttirMorð í Rauðagerði

Ant­on enn­þá með stöðu sak­born­ings

Lög­mað­ur Ant­ons Krist­ins Þór­ar­ins­son­ar seg­ir Ant­on laus­an úr gæslu­varð­haldi en hann hafi enn stöðu sak­born­ings í rann­sókn á morð­inu í Rauða­gerði 28.
Illugi Jökulsson
7
Pistill

Illugi Jökulsson

Það er bann­að í Búrma

„Fasism­inn er í al­vöru á upp­leið,“ skrif­ar Ill­ugi Jök­uls­son um beit­ingu hryðju­verka- og sótt­varna­laga til að kæfa nið­ur lýð­ræði.

Mest deilt

Iðkar þakklæti: „Ekkert getur gert okkur hamingjusöm nema við sjálf“
1
ViðtalHamingjan

Iðk­ar þakk­læti: „Ekk­ert get­ur gert okk­ur ham­ingju­söm nema við sjálf“

Hrafn­hild­ur Haf­steins­dótt­ir seg­ir að ham­ingj­an sé ákvörð­un, hún sé einnig ferða­lag en ekki ákvörð­un­ar­stað­ur. Hún seg­ist iðka þakk­læti dag­lega með því að taka eft­ir því góða í kring­um sig.
„Það eina sem ég vildi var að deyja“
2
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

„Það eina sem ég vildi var að deyja“

Ásta Önnu­dótt­ir, sem var vist­uð um tveggja ára skeið á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi, lýs­ir því að hún hafi orð­ið fyr­ir slíku and­legu of­beldi þar að það hafi dreg­ið úr henni lífs­vilj­ann. Hún hafi ver­ið glað­vært barn en fram­kom­an í henn­ar garð á heim­il­inu hafi bar­ið alla gleði úr henni. Það sé fyrst nú, im tveim­ur ára­tug­um síð­ar, sem hún sé að jafna sig.
Losun hvers Íslendings tvöfalt meiri en losun hvers Svía
3
Fréttir

Los­un hvers Ís­lend­ings tvö­falt meiri en los­un hvers Svía

Los­un gróð­ur­hús­loft­teg­unda á Ís­landi væri fimm­falt meiri ef ekki væri fyr­ir end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa hér­lend­is. Engu að síð­ur er los­un á hvern Ís­lend­ing mik­il í al­þjóð­leg­um sam­an­burði.
Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
4
RannsóknMorð í Rauðagerði

At­hafna­mað­ur­inn Ant­on kort­lagð­ur: Hvað­an koma pen­ing­arn­ir?

Ant­on Krist­inn Þór­ar­ins­son hef­ur yf­ir fjölda ára kom­ið að stofn­un, stjórn og prókúru ým­issa fé­laga sem hafa mest­an sinn hagn­að af sölu og kaup­um fast­eigna. Hann seldi „Garða­bæj­ar­höll“ og bygg­ir nú hús á Arn­ar­nes­inu.
Nýtt leikrit veitir kvenskörungi uppreist æru
5
MenningMetoo

Nýtt leik­rit veit­ir kven­skör­ungi upp­reist æru

„Ég finn mig skylduga til að segja þessa sögu,“ seg­ir Tinna Sverr­is­dótt­ir sem grét nán­ast á hverri æf­ingu fyrstu vik­urn­ar í und­ir­bún­ingi fyr­ir leik­rit sem varp­ar nýju ljósi á ævi Sun­nefu Jóns­dótt­ur. Sun­nefa var tví­dæmd til dauða á 18. öld fyr­ir blóðskömm.
310. spurningaþraut: Hér er spurt um erlendar borgir, hverja af annarri
6
Þrautir10 af öllu tagi

310. spurn­inga­þraut: Hér er spurt um er­lend­ar borg­ir, hverja af ann­arri

Hér er þraut gær­dags­ins! * All­ar spurn­ing­ar dags­ins snú­ast um er­lend­ar borg­ir. Fyrri auka­spurn­ing: Í hvaða borg má finna stytt­una sem sést á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Osló er fjöl­menn­asta borg Nor­egs. Hver er sú næst­fjöl­menn­asta? 2.   Oscar Niemeyer var arki­tekt sem fékk það drauma­verk­efni að hanna fjölda stór­hýsa og op­in­berra bygg­inga í al­veg splunku­nýrri borg sem...
309. spurningaþraut: Katrínar, sjómílur, jökull og Halla Signý
7
Þrautir10 af öllu tagi

309. spurn­inga­þraut: Katrín­ar, sjó­míl­ur, jök­ull og Halla Signý

Þið finn­ið þraut­ina frá í gær hér. * Fyrri auka­spurn­ing: Hvar voru — eft­ir því sem best er vit­að — að­al bæki­stöðv­ar þeirr­ar menn­ing­ar sem skóp mynd­ina hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hinrik 8. Eng­land­skóng­ur átti fleiri eig­in­kon­ur en al­gengt er um evr­ópska kónga. Hve marg­ar? 2.   Hve marg­ar þeirra hétu Katrín? 3.   Og fyrst við er­um á þess­um...

Mest lesið í vikunni

Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
1
RannsóknMorð í Rauðagerði

At­hafna­mað­ur­inn Ant­on kort­lagð­ur: Hvað­an koma pen­ing­arn­ir?

Ant­on Krist­inn Þór­ar­ins­son hef­ur yf­ir fjölda ára kom­ið að stofn­un, stjórn og prókúru ým­issa fé­laga sem hafa mest­an sinn hagn­að af sölu og kaup­um fast­eigna. Hann seldi „Garða­bæj­ar­höll“ og bygg­ir nú hús á Arn­ar­nes­inu.
Nýjasta sviðsmyndin fyrir eldgos gerir ráð fyrir mögulegu hraunflæði yfir Reykjanesbraut
2
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi

Nýj­asta sviðs­mynd­in fyr­ir eld­gos ger­ir ráð fyr­ir mögu­legu hraun­flæði yf­ir Reykja­nes­braut

Eld­fjalla­fræði- og nátt­úru­vár­hóp­ur Há­skóla Ís­lands hef­ur upp­fært spálík­an fyr­ir eld­gos á Reykja­nesi vegna breyttr­ar skjálfta­virkni í dag.
Samherji og líkindin við Kaupfélagið: Fólk óttast að tjá sig
3
ViðtalHeimavígi Samherja

Sam­herji og lík­ind­in við Kaup­fé­lag­ið: Fólk ótt­ast að tjá sig

Kvik­mynda­gerð­ar­mað­ur­inn Grím­ur Há­kon­ar­son kynnt­ist starfs­hátt­um Kaup­fé­lags Skag­firð­inga í gegn­um bæj­ar­búa þeg­ar hann dvaldi þar í mán­uð við rann­sókn­ir fyr­ir kvik­mynd­ina Hér­að­ið.
Óttast stóran Brennisteinsfjallaskjálfta í kjölfar skjálftahrinunnar
4
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi

Ótt­ast stór­an Brenni­steins­fjalla­skjálfta í kjöl­far skjálfta­hrin­unn­ar

Krist­ín Jóns­dótt­ir, hóp­stjóri nátt­úru­vökt­un­ar á Veð­ur­stofu Ís­lands, var­ar við því að enn stærri skjálfti, yf­ir 6, gæti kom­ið í kjöl­far­ið á skjálfta­hrin­unni á Reykja­nesi.
Þorsteinn Már og Helga skulduðu fyrirtækjum Samherja í Belís og Kýpur milljónir án gjalddaga
5
FréttirHeimavígi Samherja

Þor­steinn Már og Helga skuld­uðu fyr­ir­tækj­um Sam­herja í Belís og Kýp­ur millj­ón­ir án gjald­daga

Árs­reikn­ing­ar fé­laga Sam­herja á Kýp­ur sýna inn­byrð­is við­skipti við Þor­stein Má Bald­vins­son og Helgu Stein­unni Guð­munds­dótt­ur. Þau voru sekt­uð vegna brota á gjald­eyr­is­hafta­lög­un­um eft­ir hrun­ið vegna milli­færslna inn á reikn­inga þeirra en þær sekt­ir voru svo aft­ur­kall­að­ar vegna mistaka við setn­ingu lag­anna.
Sendiráð Íslands í Washington dregst inn í  umræðu um bresti sonar Bandaríkjaforseta
6
Fréttir

Sendi­ráð Ís­lands í Washingt­on dregst inn í um­ræðu um bresti son­ar Banda­ríkja­for­seta

Sendi­ráð Ís­lands í Washingt­on er í húsi þar sem Hun­ter Biden. son­ur Banda­ríkja­for­seta, var með skrif­stofu. Hun­ter braut ör­ygg­is­regl­ur húss­ins ít­rek­að og fékk ákúr­ur vegna þeirra sendi­ráða sem eru í hús­inu. Geir H. Haar­de var sendi­herra Ís­lands í Washingt­on á þess­um tíma.
Þorsteinn Már: „Hafi greiðslur átt sér stað sem eru ólögmætar þá voru þær á ábyrgð Jóhannesar Stefánssonar“
7
FréttirSamherjaskjölin

Þor­steinn Már: „Hafi greiðsl­ur átt sér stað sem eru ólög­mæt­ar þá voru þær á ábyrgð Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar“

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, held­ur áfram að kenna Jó­hann­esi Stef­áns­syni ein­um um ætl­að­ar „óeðli­leg­ar“ greiðsl­ur í Namib­íu. Sam­herji hef­ur aldrei út­skýrt hvernig það gat gerst að mútu­greiðsl­ur frá Sam­herja­fé­lög­um til „há­karl­anna“ svököll­uðu héldu áfram í þrjú ár eft­ir að Jó­hann­es hætti hjá Sam­herja.

Mest lesið í mánuðinum

Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
1
RannsóknMorð í Rauðagerði

At­hafna­mað­ur­inn Ant­on kort­lagð­ur: Hvað­an koma pen­ing­arn­ir?

Ant­on Krist­inn Þór­ar­ins­son hef­ur yf­ir fjölda ára kom­ið að stofn­un, stjórn og prókúru ým­issa fé­laga sem hafa mest­an sinn hagn­að af sölu og kaup­um fast­eigna. Hann seldi „Garða­bæj­ar­höll“ og bygg­ir nú hús á Arn­ar­nes­inu.
„Ég lærði að gráta í þögn“
2
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili

„Ég lærði að gráta í þögn“

Á því rúma ári sem Sigurósk Tinna Páls­dótt­ir var vist­uð á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi var hún brot­in þannig nið­ur að allt henn­ar líf hef­ur lit­ast af því. Hún lýs­ir ótt­an­um og van­líð­an­inni sem var við­var­andi á heim­il­inu. Þeg­ar Tinna greindi frá kyn­ferð­is­brot­um sem hún hafði orð­ið fyr­ir var henni ekki trú­að og hún neydd til að biðj­ast af­sök­un­ar á að hafa sagt frá of­beld­inu. „Ég gerði ekki neitt, það voru þau.“
Dagný Halla Ágústsdóttir
3
Aðsent

Dagný Halla Ágústsdóttir, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Karitas M. Bjarkadóttir

Dökka hlið TikT­ok al­gór­i­þm­ans

Op­ið bréf til for­eldra um notk­un barna á TikT­ok - frá þrem­ur ung­ling­um sem nota TikT­ok.
„Ég var svo bugaður að mig langaði helst að hefja nýtt líf“
4
Viðtal

„Ég var svo bug­að­ur að mig lang­aði helst að hefja nýtt líf“

Síð­asta ár­ið hef­ur Vil­helm Neto tek­ið á kvíð­an­um og loks­ins kom­ist á rétt ról á leik­list­ar­ferl­in­um.
Maðurinn sem plokkaði Samherjamerkið af vinnufötunum sínum: „Það átti bara að vera til ein skoðun“
5
ViðtalHeimavígi Samherja

Mað­ur­inn sem plokk­aði Sam­herja­merk­ið af vinnu­föt­un­um sín­um: „Það átti bara að vera til ein skoð­un“

Guð­mund­ur Már Beck, fyrr­um starfs­mað­ur Sam­herja, seg­ir sér hafa lið­ið mjög illa eft­ir að hafa fylgst með frétta­flutn­ingi af fram­ferði Sam­herja í Namib­íu, svo illa að hann lýs­ir því sem áfalli.
Bragi Páll Sigurðarson
6
Pistill

Bragi Páll Sigurðarson

Hvít­ur, gagn­kyn­hneigð­ur karl­mað­ur tal­ar frá Reykja­vík

Í þessu sam­fé­lagi hönn­uðu fyr­ir hvíta, gagn­kyn­hneigða, ófatl­aða sæmi­lega stæða karla, ætti að vera rými fyr­ir alla hina að hafa jafn­há­vær­ar radd­ir.
Nýjasta sviðsmyndin fyrir eldgos gerir ráð fyrir mögulegu hraunflæði yfir Reykjanesbraut
7
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi

Nýj­asta sviðs­mynd­in fyr­ir eld­gos ger­ir ráð fyr­ir mögu­legu hraun­flæði yf­ir Reykja­nes­braut

Eld­fjalla­fræði- og nátt­úru­vár­hóp­ur Há­skóla Ís­lands hef­ur upp­fært spálík­an fyr­ir eld­gos á Reykja­nesi vegna breyttr­ar skjálfta­virkni í dag.

Nýtt á Stundinni

Þá var kátt í höllinni
Mynd dagsins

Þá var kátt í höll­inni

Í morg­un var byrj­að að bólu­setja með 4.600 skömmt­um frá Pfizer, ald­urs­hóp­inn 80 ára og eldri í Laug­ar­dals­höll­inni. Hér er Arn­þrúð­ur Arn­órs­dótt­ir fædd 1932 að fá sinn fyrsta skammt. Alls hafa nú 12.644 ein­stak­ling­ar ver­ið full bólu­sett­ir gegn Covid-19, frá 29. des­em­ber, þeg­ar þeir fyrstu fengu spraut­una. Ís­land er í fjórða neðsta sæti í Evr­ópu með 1.694 smit á hverja 100 þús­und íbúa, Finn­ar eru lægst­ir með ein­ung­is 981 smit á hverja 100 þús­und íbúa. Andorra er með flest smit á heimsvísu, eða 14.116 smit á hverja 100 þús­und íbúa.
Anton ennþá með stöðu sakbornings
FréttirMorð í Rauðagerði

Ant­on enn­þá með stöðu sak­born­ings

Lög­mað­ur Ant­ons Krist­ins Þór­ar­ins­son­ar seg­ir Ant­on laus­an úr gæslu­varð­haldi en hann hafi enn stöðu sak­born­ings í rann­sókn á morð­inu í Rauða­gerði 28.
Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
RannsóknMorð í Rauðagerði

At­hafna­mað­ur­inn Ant­on kort­lagð­ur: Hvað­an koma pen­ing­arn­ir?

Ant­on Krist­inn Þór­ar­ins­son hef­ur yf­ir fjölda ára kom­ið að stofn­un, stjórn og prókúru ým­issa fé­laga sem hafa mest­an sinn hagn­að af sölu og kaup­um fast­eigna. Hann seldi „Garða­bæj­ar­höll“ og bygg­ir nú hús á Arn­ar­nes­inu.
310. spurningaþraut: Hér er spurt um erlendar borgir, hverja af annarri
Þrautir10 af öllu tagi

310. spurn­inga­þraut: Hér er spurt um er­lend­ar borg­ir, hverja af ann­arri

Hér er þraut gær­dags­ins! * All­ar spurn­ing­ar dags­ins snú­ast um er­lend­ar borg­ir. Fyrri auka­spurn­ing: Í hvaða borg má finna stytt­una sem sést á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Osló er fjöl­menn­asta borg Nor­egs. Hver er sú næst­fjöl­menn­asta? 2.   Oscar Niemeyer var arki­tekt sem fékk það drauma­verk­efni að hanna fjölda stór­hýsa og op­in­berra bygg­inga í al­veg splunku­nýrri borg sem...
Skjálfandi jörð
Mynd dagsins

Skjálf­andi jörð

Síð­an skjálfta­hrin­an byrj­aði síð­ast­lið­inn mið­viku­dag hafa rúm­lega 11.500 skjálft­ar mælst á Reykja­nes­inu. Og held­ur er að bæta í því á fyrstu tólf tím­um dags­ins í dag (1. mars) hafa mælst yf­ir 1500 skjálft­ar, þar af 18 af stærð­inni 3.0 eða stærri. Virkn­in í dag er stað­bund­in en flest­ir skjálft­ana eiga upp­tök sín við Keili og Trölla­dyngju, sem er skammt frá Sand­fellsklofa þar sem er mynd dags­ins er tek­in.
„Það eina sem ég vildi var að deyja“
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

„Það eina sem ég vildi var að deyja“

Ásta Önnu­dótt­ir, sem var vist­uð um tveggja ára skeið á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi, lýs­ir því að hún hafi orð­ið fyr­ir slíku and­legu of­beldi þar að það hafi dreg­ið úr henni lífs­vilj­ann. Hún hafi ver­ið glað­vært barn en fram­kom­an í henn­ar garð á heim­il­inu hafi bar­ið alla gleði úr henni. Það sé fyrst nú, im tveim­ur ára­tug­um síð­ar, sem hún sé að jafna sig.
Heimilisbókhald Sjálfstæðismanna
Halldór Auðar Svansson
Blogg

Halldór Auðar Svansson

Heim­il­is­bók­hald Sjálf­stæð­is­manna

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, dóms­mála­ráð­herra og þing­kona Reykja­vík­ur­kjör­dæm­is norð­ur, rit­aði í síð­asta mán­uði grein um Reykja­vík­ur­borg þar sem kunn­ug­leg Val­hall­ar­stef um rekst­ur borg­ar­inn­ar koma fyr­ir. Söng­ur­inn er gam­all og þreytt­ur, hann geng­ur út á að reynt er að sýna fram á að í sam­an­burði við þær ein­ing­ar sem Sjálf­stæð­is­menn eru að reka – rík­is­sjóð og önn­ur sveit­ar­fé­lög – sé allt...
Nýtt leikrit veitir kvenskörungi uppreist æru
MenningMetoo

Nýtt leik­rit veit­ir kven­skör­ungi upp­reist æru

„Ég finn mig skylduga til að segja þessa sögu,“ seg­ir Tinna Sverr­is­dótt­ir sem grét nán­ast á hverri æf­ingu fyrstu vik­urn­ar í und­ir­bún­ingi fyr­ir leik­rit sem varp­ar nýju ljósi á ævi Sun­nefu Jóns­dótt­ur. Sun­nefa var tví­dæmd til dauða á 18. öld fyr­ir blóðskömm.
Gjaldþrotum og nauðungarsölum fækkaði á síðasta ári
Fréttir

Gjald­þrot­um og nauð­ung­ar­söl­um fækk­aði á síð­asta ári

Færri ein­stak­ling­ar voru lýst­ir gjald­þrota á síð­asta ári en ár­in tvö á und­an. Hið sama má segja um nauð­ung­ar­söl­ur á eign­um. Þá fækk­aði fjár­nám­um einnig.
309. spurningaþraut: Katrínar, sjómílur, jökull og Halla Signý
Þrautir10 af öllu tagi

309. spurn­inga­þraut: Katrín­ar, sjó­míl­ur, jök­ull og Halla Signý

Þið finn­ið þraut­ina frá í gær hér. * Fyrri auka­spurn­ing: Hvar voru — eft­ir því sem best er vit­að — að­al bæki­stöðv­ar þeirr­ar menn­ing­ar sem skóp mynd­ina hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hinrik 8. Eng­land­skóng­ur átti fleiri eig­in­kon­ur en al­gengt er um evr­ópska kónga. Hve marg­ar? 2.   Hve marg­ar þeirra hétu Katrín? 3.   Og fyrst við er­um á þess­um...
Það er bannað í Búrma
Illugi Jökulsson
Pistill

Illugi Jökulsson

Það er bann­að í Búrma

„Fasism­inn er í al­vöru á upp­leið,“ skrif­ar Ill­ugi Jök­uls­son um beit­ingu hryðju­verka- og sótt­varna­laga til að kæfa nið­ur lýð­ræði.
Iðkar þakklæti: „Ekkert getur gert okkur hamingjusöm nema við sjálf“
ViðtalHamingjan

Iðk­ar þakk­læti: „Ekk­ert get­ur gert okk­ur ham­ingju­söm nema við sjálf“

Hrafn­hild­ur Haf­steins­dótt­ir seg­ir að ham­ingj­an sé ákvörð­un, hún sé einnig ferða­lag en ekki ákvörð­un­ar­stað­ur. Hún seg­ist iðka þakk­læti dag­lega með því að taka eft­ir því góða í kring­um sig.