Þessi grein er rúmlega 7 mánaða gömul.

Sjávarútvegsráðherra Namibíu: Samherjamálið ástæðan fyrir að uppboð á kvóta frestaðist

Skip­stjóri Sam­herja, Páll Stein­gríms­son, seg­ir að Rík­is­út­varp­ið beri ábyrgð á því að vel­ferð­ar­þjón­usta í Namib­íu er fjár­svelt. Ástæð­an er um­fjöll­un um mútu­greiðsl­ur Sam­herja í land­inu sem leitt hafi til nýs fyr­ir­komu­lags í út­hlut­un afla­heim­ilda sem ekki hafi geng­ið vel. Al­bert Kaw­ana sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra seg­ir að hann vilji forð­ast spill­ingu eins og þá í Sam­herja­mál­inu í lengstu lög.

Sjávarútvegsráðherra Namibíu: Samherjamálið ástæðan fyrir að uppboð á kvóta frestaðist
Tjón Namibíu að missa Samherja úr landi Skipstjóri Samherja, Páll Steingrímsson, rekur það í aðsendri grein á Vísi.is hversu mikið tjón það var fyrir Namibíu að missa Samherja úr landi. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sést hér í Héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun september. Mynd: Heiða Helgadóttir

Sjávarútvegsráðherra Namibíu, Albert Kawana, segir að uppboð á aflaheimildum þar í landi hafi gengið illa og tafist úr hófi fram vegna þess að hann hafi viljað vanda til verka og tryggja gagnsæi í úthlutunum á þessum verðmætum.

Fréttir um þettta misheppnaða uppboð hafa verið sagðar í namibískum og íslenskum fjölmiðlum

Einungis 1,3 prósent kvótans sem var til leigu á uppboði seldust og fékk namibíska ríkið því bara tæpar 87 milljónir króna í ríkiskassann en ekki um sex milljarða króna eins og gengið var út frá ef allur kvótinn hefði verið leigður á uppboðinu. 

Ástæðan sem Kawana nefnir fyrir töfum á kvótauppútboðinu er Samherjamálið, eða Fishrot eins og það kallast í samfélagsumræðunni í Namibíu. Það er hvernig staðið hefur verið að kvótaúthlutunum í landinu síðastliðin ár og fréttaflutningur um Samherjamálið í Kveik, Stundinni og Al Jazeera í fyrra sýndi fram á en inntak hans var að Samherji hefði mútað namibískum ráðamönnum með peningagreiðslum upp á vel á annan milljarð í skiptum fyrir hestamakrílskvóta. Samherji fékk meðal annars kvótann í gegnum ríkisfyrirtækið Fishcor sem sér um útdeilingu kvóta í Namibíu. 

Kawana: Sumir leggja Fishcor að jöfnu við Fishrot

Albert KawanaSjávarútvegsráðherra Namibíu segir að vanda þurfi til verka til að forðast spillingu í kvótaútlhlutunum í Namibíu líkt og í Samherjamálinu.

Samkvæmt namibíska blaðinu The Namibian segir Kawana um þetta: „Um þessar mundir segja margir að Fishcor sé það sama og Fishrot [Samherjamálið]. Ekkert gagnsæi, hvernig fá þessi fyrirtæki kvóta í gegnum Fischor? Var notast við einhverja hlutlæga, gagnsæja aðferð? Þegar ég kom (í ráðuneytið) með samstarfsmönnum mínum sagði ég: Þetta þarf að stoppa… “

Í stað þess að útdeila kvótanum til tiltekinna kvótahafa eins og verið hefur var ákveðið að reyna uppboðsleið í staðinn. Kawana segir bæði hafa orðið að fylgja lögunum og eins anda laganna í kvótaúthlutuninni, í ljósi þess hversu illa hafi farið í Fishrot-málinu, Samherjamálinu, í Namibíu. „Ég þurfi að fylgja lögunum, lagabókstafnum og eins anda laganna. Þetta var eina ástæðan.“ 

Kawana segir að enn verði hægt að selja hestamakrílskvótann sem ekki var leigður á uppboðinu þar sem veiðitímabili makrílsins ljúki ekki fyrr en 31. desember. Hann segir að fiskurinn sem verður ekki veiddur á þessu fiskveiðiári muni vitanlega ekki rotna í hafinu í kringum Namibíu og muni á endanum skila meira til fiskveiðiðnaðarins í Namibíu.  

Um uppboðið segir í frétt The Namibian: „Ráðherrann sagði að uppboðsferlinu hefði verið frestað og að fjármála- og sjávarútvegsráðuneytin muni samt selja kvótann með gagnsæjum hætti og muni í kjölfarið greina þjóðinni frá því hversu mikið fékkst fyrir kvótann.“

Stjórnvöld í Namibíu eru því að hugsa um hvernig verðmæti kvótans fyrir land og þjóð verði hámarkað til lengri tíma litið. 

Tjónið við breytt fyrirkomulagMorgunblaðið gerði þvi skóna að breytt og gagnsærra fyrirkomulag við kvótaúthlutun í Namibíu hafi leitt til tugmilljarða tjóns fyrir þjóðarbúið þar í landi. Í fréttinni kom ekki fram að nýja fyrirkomulagið var tekið upp út af Samherjamálinu í Namibíu.

Morgunblaðið: Nefndi ekki mútumál Samherja

Í fréttum af uppboðinu á Íslandi hafa sumir fréttamiðlar, meðal annars Morgunblaðið sem var í eigu Samherja að hluta þar til árið 2017 þegar Eyþór Arnalds eignaðist hlutabréf útgerðarinnar án þess að greiða neitt fyrir þau, hafa hins vegar stillt uppboðinu upp þannig að nýja fyrirkomulagið við kvótaúthlutunina sé verra en hið gamla. 

Í frétt Moggans um málið var talað um „tugmilljarða tjón þjóðarbúsins“ og var niðurstaða uppboðsins borin saman við fyrra fyrirkomulag. „Fyrra fyrirkomulag, þar sem kvóta var úthlutað gegn gjaldi, hefði skilað um 315 milljónum namibíudala í ríkiskassann þar syðra, jafnvirði um þriggja milljarða íslenskra króna.“ 

Tekið var sérstaklega fram að Samherji hefði ekki tekið þátt í uppboðinu en ekki var tekið fram að Samherji hætti veiðum í Namibíu vegna þess félagið hefur verið staðið að mútugreiðslum þar í landi sem nú eru til rannsóknar bæði í Namibíu og á Íslandi. 

Ekki var heldur tekið fram í Mogganum af hverju uppboðsleiðin á kvóta var tekin upp, það er segja vegna þess að kvótaúthlunin til fyrirtækja eins og Samherja reyndist vera gjörspillt og skilaði kaupverð kvótans sér ekki í ríkiskassann og til fólksins í landinu heldur til „ráðgjafa“ Samherja sem voru stjórnmálamenn og tengdir aðilar. 

Að lokum kom heldur ekki fram í frétt Moggans að það sem er til rannsóknar í Namibíu og á Íslandi er hvort Samherji hafi greitt mútur til umræddra áhrifamanna. Morgunblaðið tengir Samherja hins vegar ekki við þetta mál með beinum hætti í fréttaflutningi sínum af uppboðinu: „Félög tengd Samherja tóku ekki þátt í uppboðinu, en á föstudag lauk einmitt rannsókn á úthlutun fiskveiðiheimilda í Namibíu, þar sem grunur er uppi um spillingu á umliðnum árum. Málinu hefur nú verið komið til saksóknara,“ segir í niðurlagi fréttar Moggans. 

Skipstjóri Samherja kennir RÚV um að uppboðið klúðraðist

Páll SteingrímssonSkipstjóri Samherja telur að Ríkisútvarpið hafi grafið undan velferðarkerfinu í Namibíu með því að segja frá spillingu Samherja þar í landi.

Fréttaflutningurinn af kvótauppboðinu í Namibíu hefur vakið frekari viðbrögð á Íslandi þar sem bæði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Páll Steingrímsson, skipstjóri Samherja sem hefur skrifað mýmargar blaðagreinar um Samherja á liðnum árum samhliða starfi sínu sem skipstjóri, hafa tjáð sig um það á liðnum dögum.

Brynjar telur meðal annars að uppboðið í Namibíu sýni það og sanni að uppboðsleiðin muni ekki ganga sem aðferð við að deila út kvótanum hér á landi eins og sumir stjórnmálaflokkar vilja. Á Facebook deildi þingmaðurinn grein Páls og sagði: „Einnig gott fyrir þá í Viðreisn, Samfylkingunni og Pírötum að lesa, sem telja að uppboðsleið á aflaheimildum sé skynsöm leið.“

„Allt í boði Ríkisútvarpsins.“

Páll Steingrímsson gengur svo langt í sinni grein að kenna Ríkisútvarpinu um það að kvótauppboðið í Namibíu gekk ekki vel. Hann segir: „Uppboðið sem klúðraðist í Namibíu var ákveðin tilraun sem misheppnaðist en þetta var í fyrsta sinn sem aflaheimildir voru boðnar upp í landinu. […] Tekjurnar af uppboðinu átti að nýta til að greiða fyrir velferðarþjónustu á tímum Covid-19 heimsfaraldursins. Voru áætlaðar tekjur ríkissjóðs Namibíu af veiðileyfum jafnvirði um 6 milljarða króna og talið var að áhrifin yrðu um 25 milljarðar króna fyrir namibískt hagkerfi. Tekjurnar af uppboðinu voru hins vegar aðeins 65 milljónir króna að jafnvirði því aðeins voru seldar heimildir fyrir 100 tonn af lýsingi og 1.517 tonn af hestamakríl en ekkert af skötusel. Uppboðið fór algjörlega í vaskinn. Namibískur sjávarútvegur er því í nokkru uppnámi og óljóst um framhaldið. Allt í boði Ríkisútvarpsins.“

Eins og Páll raunar segir sjálfur, og sjávarútvegsráðherra Namibíu líka, þá var umrætt uppboðsfyrirkomulag tekið upp vegna þess að úthlutunin á kvóta í Namibíu hafði verið svo spillt á liðnum árum þar sem Samherji greiddi mútur til áhrifamanna í Namibíu til að komast yfir kvótann.

Páll velur hins vegar ekki þá leið að kenna Samherja um það að uppboðsleiðin var tekin upp, sökum þess að upp komst um mútugreiðslur fyrirtækisins sem nú eru til rannsóknar í tveimur löndum, heldur kennir hann Ríkisútvarpinu um vegna þess að þáttur á vegum stofnunarinnar afhjúpaði þessa spillingu sem leiddi til breytinga á úthlutun kvótans. 

„Það má spyrja hvort fréttamenn Ríkisútvarpsins séu stoltir af sínu framlagi“

Páll: Betra fyrir Namibíu að hafa Samherja

Af þessu dregur Páll þá ályktun að það hefði verið betra fyrir Namibíu að hafa Samherja áfram sem þátttakanda í sjávarútveginum í Namibíu. Þetta segir Páll þrátt fyrir að stór hluti peninganna sem Samherji greiddi fyrir kvótann hafi runnið til „ráðgjafa“ félagsins sem mútugreiðslur og ekki til namibíska ríkisins. 

Í grein hans segir meðal annars: „Þetta mál vekur ýmsar spurningar. Hver var staðan í Namibíu þegar félög tengd Samherja stunduðu þar veiðar? Félög tengd Samherja greiddu jafnvirði 21,4 milljarða króna til namibískra aðila [Páll lætur þess ekki getið hversu mikið af greiðslunum voru mútugreiðslur] á meðan þau voru í rekstri á árunum 2012-2019 eins og greint var frá fyrr á þessu ári. Það var því holur hljómur í fullyrðingum um arðrán. Það er staðreynd að félög tengd Samherja sköpuðu gríðarleg verðmæti fyrir Namibíumenn á meðan þau störfuðu í landinu, þvert á fullyrðingar Ríkisútvarpsins. Það má spyrja hvort fréttamenn Ríkisútvarpsins séu stoltir af sínu framlagi enda voru þeir beinir gerendur í atburðarás sem leiddi til þess að fyrirkomulagi úthlutunar aflaheimildar í Namibíu var kollvarpað með tilheyrandi tjóni fyrir namibískt samfélag.“

Páll vill því meina að helsti sökudólgurinn í Namibíu sé Ríkisútvarpið, þvert á orð sjávarútvegsráðherra landsins sem meðal annars hefur útskýrt að það voru spilltar kvótaúhlutanir í Samherjamálinu sem leiddu til þess að tekið var upp nýtt fyrirkomulag við úthlutun á kvóta í landinu.

Út frá orðum Páls má því draga þá ályktun að það hafi verið slæmt fyrir Namibíu að fjölmiðlar sögðu frá mútugreiðslum Samherja í landinu vegna þess að þetta hafi leitt til þess að Namibíumenn hafi orðið af tekjum þar sem Samherji greiddi há verð, meðal annars í mútur, til að fá kvóta. 

Páll virðist ekki átta sig á þeim möguleika að vegna þess að sagt var frá mútugreiðslunum og vegna þess að Samherji stundar ekki lengur fiskveiðar í landinu þá geti Namibía mögulega komið sér upp fiskveiðikerfi sem byggir ekki á spillingu og mútugreiðslum. 

Þetta getur svo jafnvel leitt til þess að hagnaðurinn af fiskveiðunum verði eftir hjá þarlendum sjávarútvegsfyrirtækjum en lendi ekki í skattaskjólum eins og Máritíus, sem Samherji notaði meðal annars, eða að gjaldið fyrir kvótann fari sömuleiðis sannarlega í „velferðarþjónustu“ í Namibíu, sem honum virðist vera svo umhugað um, og ekki í aflandsfélög spillta stjórnmálamanna í Dubaí. 

Að mati Páls var betra fyrir Namibíu að hafa Samherja í landinu.

Röksemdafærslu Páls svipar til málatilbúnaðar Samherja um veru sína í Namibíu þar sem rauði þráðurinn er að útgerðarfélagið hafi lagt mikið af mörkum til samfélagsins útgerð sinni í landinu, þrátt fyrir mútugreiðslur og notkun á skattaskjólum í rekstrinum, og að félagið hafi stundað þar eðlileg viðskipti á markaðsforsendum. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Óvíst hvar endurgreiddar milljónir Samherjafélags enda
1
Fréttir

Óvíst hvar end­ur­greidd­ar millj­ón­ir Sam­herja­fé­lags enda

Óvíst er hvaða ríki á að fá millj­ón­irn­ar 350 sem dótt­ur­fé­lag Sam­herja end­ur­greiddi í skattyf­ir­völd­um í Fær­eyj­um. Þetta kom fram í fær­eyska sjón­varp­inu í kvöld. Áð­ur hef­ur ver­ið greint frá því að skatt­skil fyr­ir­tæk­is­ins eru kom­in til lög­reglu þar í landi.
171 kona lýsir stuðningi við þolendur
2
Aðsent

Aktivistar gegn nauðgunarmenningu

171 kona lýs­ir stuðn­ingi við þo­lend­ur

Kon­ur hafa tek­ið sig sam­an til þess að for­dæma árás­ir á þo­lend­ur og fólk sem styð­ur þo­lend­ur.
Frásagnir þolenda af kynferðisofbeldi: „Samfélag sem er gegnsýrt af gerendameðvirkni“
3
Fréttir

Frá­sagn­ir þo­lenda af kyn­ferð­isof­beldi: „Sam­fé­lag sem er gegn­sýrt af gerenda­með­virkni“

Síð­ast­lið­inn sól­ar­hring hef­ur fjöld­inn all­ur af þo­lend­um kyn­ferð­isof­beld­is stig­ið fram með reynslu sína og þar með far­ið af stað með nýja bylgju Met­oo.
Þakklát fyrir frábært skipulag á sóttkvíarhóteli
4
Fréttir

Þakk­lát fyr­ir frá­bært skipu­lag á sótt­kví­ar­hót­eli

Sophie Mara flaug frá Hollandi til Ís­lands og dvaldi í fimm daga á sótt­kví­ar hót­eli í mið­borg Reykja­vík­ur. Hún skil­ur ekki hvernig nokk­ur gæti kvart­að yf­ir að­bún­aði þar og vill koma á fram­færi þökk­um fyr­ir góð­ar mót­tök­ur og skipu­lag hjá yf­ir­völd­um.
Kynntist föður sínum eftir að hann dó
5
Viðtal

Kynnt­ist föð­ur sín­um eft­ir að hann dó

Ninja Sif Jón­ínu­dótt­ir hafði aldrei séð föð­ur sinn, en allt í einu stóð hún frammi fyr­ir jarð­nesk­um leif­um hans í kirkj­unni.
„Þessar nýju byggingar gætu verið svo frábærar“
6
Menning

„Þess­ar nýju bygg­ing­ar gætu ver­ið svo frá­bær­ar“

Reyn­ir Ragn­ars­son, stjórn­mála­fræð­inemi við HÍ, stofn­aði ný­ver­ið In­sta­gram-síð­una Arki­tekt­úr á Ís­landi og fékk góð­ar við­tök­ur. Hann seg­ir markmið verk­efn­is­ins vera að auka lýð­ræð­is­hefð í bygg­ing­ar­list enda hafi hún áhrif á alla lands­menn.
Bónusgreiðsla bankastjórans gagnrýnd sem ,,taktlaus” í ljósi Samherjamálsins í DNB
7
FréttirSamherjaskjölin

Bón­us­greiðsla banka­stjór­ans gagn­rýnd sem ,,takt­laus” í ljósi Sam­herja­máls­ins í DNB

Kjerst­in Bra­at­hen, banka­stjóri DNB-bank­ans, fékk bón­us­greiðslu í fyrra þrátt fyr­ir að Sam­herja­mál­ið hefði kom­ið upp í bank­an­um. Bank­inn er nú gagn­rýnd­ir fyr­ir þetta og er sagð­ur senda þau skila­boð að pen­inga­þvætti sé ekki al­var­legt.

Mest deilt

171 kona lýsir stuðningi við þolendur
1
Aðsent

Aktivistar gegn nauðgunarmenningu

171 kona lýs­ir stuðn­ingi við þo­lend­ur

Kon­ur hafa tek­ið sig sam­an til þess að for­dæma árás­ir á þo­lend­ur og fólk sem styð­ur þo­lend­ur.
„Þessar nýju byggingar gætu verið svo frábærar“
2
Menning

„Þess­ar nýju bygg­ing­ar gætu ver­ið svo frá­bær­ar“

Reyn­ir Ragn­ars­son, stjórn­mála­fræð­inemi við HÍ, stofn­aði ný­ver­ið In­sta­gram-síð­una Arki­tekt­úr á Ís­landi og fékk góð­ar við­tök­ur. Hann seg­ir markmið verk­efn­is­ins vera að auka lýð­ræð­is­hefð í bygg­ing­ar­list enda hafi hún áhrif á alla lands­menn.
Frásagnir þolenda af kynferðisofbeldi: „Samfélag sem er gegnsýrt af gerendameðvirkni“
3
Fréttir

Frá­sagn­ir þo­lenda af kyn­ferð­isof­beldi: „Sam­fé­lag sem er gegn­sýrt af gerenda­með­virkni“

Síð­ast­lið­inn sól­ar­hring hef­ur fjöld­inn all­ur af þo­lend­um kyn­ferð­isof­beld­is stig­ið fram með reynslu sína og þar með far­ið af stað með nýja bylgju Met­oo.
Óvíst hvar endurgreiddar milljónir Samherjafélags enda
4
Fréttir

Óvíst hvar end­ur­greidd­ar millj­ón­ir Sam­herja­fé­lags enda

Óvíst er hvaða ríki á að fá millj­ón­irn­ar 350 sem dótt­ur­fé­lag Sam­herja end­ur­greiddi í skattyf­ir­völd­um í Fær­eyj­um. Þetta kom fram í fær­eyska sjón­varp­inu í kvöld. Áð­ur hef­ur ver­ið greint frá því að skatt­skil fyr­ir­tæk­is­ins eru kom­in til lög­reglu þar í landi.
Þakklát fyrir frábært skipulag á sóttkvíarhóteli
5
Fréttir

Þakk­lát fyr­ir frá­bært skipu­lag á sótt­kví­ar­hót­eli

Sophie Mara flaug frá Hollandi til Ís­lands og dvaldi í fimm daga á sótt­kví­ar hót­eli í mið­borg Reykja­vík­ur. Hún skil­ur ekki hvernig nokk­ur gæti kvart­að yf­ir að­bún­aði þar og vill koma á fram­færi þökk­um fyr­ir góð­ar mót­tök­ur og skipu­lag hjá yf­ir­völd­um.
377. spurningaþraut: Ríkasta kona heimsins? Sjaldséð farartæki?
6
Þrautir10 af öllu tagi

377. spurn­inga­þraut: Rík­asta kona heims­ins? Sjald­séð far­ar­tæki?

Þraut frá í gær. * Fyrri auka­spurn­ing: Hver er kon­an á mál­verk­inu hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hvað heit­ir höf­uð­borg­in í Sómal­íu? 2.   Sputnik V. Hvað er það? 3.   Nýtt barna­leik­rit í Þjóð­leik­hús­inu heit­ir eft­ir far­ar­tæki einu, sem er að vísu af­ar sjald­séð á Ís­landi. En það er reynd­ar býsna sjald­séð yf­ir­leitt — af ákveðn­um ástæð­um. Hvað heit­ir þetta...
376. spurningaþraut: Gamlar skjaldbökur og enn eldri fjöll
7
Þrautir10 af öllu tagi

376. spurn­inga­þraut: Gaml­ar skjald­bök­ur og enn eldri fjöll

Hjer er þraut­in frá í gjær. * Fyrri auka­spurn­ing: Hver er kon­an hér til vinstri á mynd­inni að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Raheem Sterl­ing heit­ir fót­bol­ta­karl einn. Með hvaða fót­boltaliði skyldi hann spila? 2.   Vindaloo og korma eru rétt­ir úr eld­hús­um hvaða lands? 3.   Hversu mörg líf er kött­ur­inn sagð­ur hafa? 4.   Hvað­an komu helstu frum­byggj­ar Madaga­sk­ar? 5.   Harriet var...

Mest lesið í vikunni

Eva Joly um rannsóknina á Samherja: „Það er skortur á vilja til að rannsaka þá sem skapa velsæld í landinu“
1
FréttirSamherjaskjölin

Eva Joly um rann­sókn­ina á Sam­herja: „Það er skort­ur á vilja til að rann­saka þá sem skapa vel­sæld í land­inu“

Fransk norski lög­fræð­ing­ur­inn Eva Joly seg­ir að Sam­herji sé það valda­mik­ill á Ís­landi að lít­ill áhugi sé á því að rann­saka Namib­íu­mál­ið. Tek­ið er við­tal við Evu í þýska blað­inu Süddeutsche Zeit­ung í dag þar sem fjall­að er um Namib­íu­mál­ið og upp­ljóstr­ar­ann Jó­hann­es Stef­áns­son.
Sölvi Tryggvason ber af sér sögur um ofbeldi
2
Fréttir

Sölvi Tryggva­son ber af sér sög­ur um of­beldi

Sölvi Tryggva­son fjöl­miðla­mað­ur seg­ir ekk­ert til í sög­um um að hann hafi keypt kyn­lífs­þjón­ustu og síð­an geng­ið í skrokk á vænd­is­konu. Hann birt­ir mála­skrá lög­reglu síð­asta mán­uð­inn máli sínu til stuðn­ings.
Óviðunandi að þjóðin sé rænd réttmætri eign sinni
3
Fréttir

Óvið­un­andi að þjóð­in sé rænd rétt­mætri eign sinni

Indriði H. Þor­láks­son, fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóri, seg­ir stjórn­ar­skrárá­kvæði um þjóð­ar­eign nátt­úru­auð­linda nauð­syn til að koma í veg fyr­ir arð­rán, brask og auð­söfn­un fárra að­ila.
Norska fjármálaeftirlitið: DNB hélt að  Samherji ætti skattaskjólsfélagið Cape Cod
4
FréttirSamherjaskjölin

Norska fjár­mála­eft­ir­lit­ið: DNB hélt að Sam­herji ætti skatta­skjóls­fé­lag­ið Cape Cod

Norska fjár­mála­eft­ir­lit­ið tek­ur und­ir álykt­an­ir um að DNB bank­inn hafi hald­ið að Sam­herji hefði átt skatta­skjóls­fé­lag­ið Cape Cod á Mars­hall-eyj­um. Sam­herji fjár­magn­aði fé­lag­ið með 9 millj­arða greiðsl­um, að­al­lega frá Kýp­ur. Sam­herji hef­ur svar­ið fé­lag­ið af sér.
Færeyska ríkissjónvarpið: Samherjamálið  til lögreglunnar og 350 milljóna króna skattar endurgreiddir
5
FréttirSamherjaskjölin

Fær­eyska rík­is­sjón­varp­ið: Sam­herja­mál­ið til lög­regl­unn­ar og 350 millj­óna króna skatt­ar end­ur­greidd­ir

Dótt­ur­fé­lag Sam­herja í Fær­eyj­um hef­ur end­ur­greitt skatta þar í landi sam­kvæmt fær­eyska rík­is­sjón­varp­inu. Skatt­skil dótt­ur­fé­lags Sam­herja þar í landi eru kom­in til lög­regl­unn­ar seg­ir sjón­varps­stöð­in. Um er að ræða einn anga Namib­íu­máls­ins.
Stjórnarformaður stærsta hluthafa Arnarlax spáir endalokum sjókvíaeldis á næsta áratug
6
FréttirLaxeldi

Stjórn­ar­formað­ur stærsta hlut­hafa Arn­ar­lax spá­ir enda­lok­um sjókvía­eld­is á næsta ára­tug

Atle Ei­de, stjórn­ar­formað­ur stærsta hags­mun­að­il­ans í ís­lensku lax­eldi Salm­ar sem á Arn­ar­lax, seg­ir að sjókvía­eldi í opn­um sjókví­um muni leggj­ast af í heim­in­um á næstu 10 ár­um. Sam­tím­is boð­ar Kjart­an Ólafs­son, stjórn­ar­formað­ur Arn­ar­lax, tutt­ugu­föld­un á sjókvía­eldi á Ís­landi og vill 500 þús­und tonna fram­leiðslu.
Hrelli- og barnaklámi dreift á síðu sem lögreglan nær ekki til
7
ÚttektKynlífsvinna á Íslandi

Hrelli- og barnaklámi dreift á síðu sem lög­regl­an nær ekki til

Nafn­laus­ir Ís­lend­ing­ar koma sam­an á grófu spjall­borði þar sem nekt­ar­mynd­um af fólki er dreift án leyf­is og fólki í kyn­lífs­vinnu gefn­ar um­sagn­ir. Reglu­lega er deilt eða ósk­að eft­ir mynd­um af nafn­greind­um stúlk­um und­ir lögaldri. Lög­regl­an fylg­ist með síð­unni og síð­um þar sem vændi er aug­lýst.

Mest lesið í mánuðinum

Rannsókn lögreglu beinist að tvíburabræðrum
1
FréttirPeningaþvætti á Íslandi

Rann­sókn lög­reglu bein­ist að tví­bura­bræðr­um

Tví­bura­bræð­ur voru hand­tekn­ir í tengsl­um við um­fangs­mikla rann­sókn lög­reglu, vegna gruns um að­ild að um­fangs­miklu fíkni­efna­máli og pen­inga­þvætti. Hér er fé­laga­rekst­ur þeirra bræðra kort­lagð­ur.
Svona er peningaþvætti stundað á Íslandi
2
ÚttektPeningaþvætti á Íslandi

Svona er pen­inga­þvætti stund­að á Ís­landi

„Það er eins og skatt­ur­inn sé ekk­ert að pæla í þessu,“ seg­ir við­mæl­andi Stund­ar­inn­ar, sem hef­ur stund­að pen­inga­þvætti. Áhætta vegna pen­inga­þvætt­is er helst tengd lög­mönn­um, end­ur­skoð­end­um, fast­eigna­söl­um og bíla­söl­um. Sára­fá­ar ábend­ing­ar ber­ast um grun um pen­inga­þvætti frá þess­um stétt­um, þrátt fyr­ir til­kynn­inga­skyldu.
„Loksins lesbía!“
3
Viðtal

„Loks­ins lesbía!“

Eva Jó­hanns­dótt­ir var ekki orð­in sjálf­ráða þeg­ar mað­ur beitti hana grimmi­legu of­beldi. Ann­ar mað­ur kom þar að en í stað þess að koma henni til bjarg­ar braut hann líka á henni. Hún vildi vera viss um að vera ekki mót­uð af þess­ari reynslu þeg­ar hún kom út úr skápn­um. „Loks­ins lesbía,“ hróp­aði afi henn­ar en homm­arn­ir í fjöl­skyld­unni eru svo marg­ir að á ætt­ar­mót­um er skellt í hóp­mynd af sam­kyn­hneigð­um. Af­inn bauðst líka til að splæsa í danskt sæði fyr­ir hana en hún valdi aðra leið, að eign­ast barn með homm­um.
Tilkynnt til barnaverndar eftir að hún byrjaði á OnlyFans
4
ViðtalKynlífsvinna á Íslandi

Til­kynnt til barna­vernd­ar eft­ir að hún byrj­aði á On­lyF­ans

Birta Blanco, tveggja barna móð­ir, seg­ist ekki mæla með vændi eft­ir að hafa stund­að það sjálf, en seg­ir að sér líði vel á On­lyF­ans. Hún seg­ir sig og fleiri mæð­ur á síð­unni hafa ver­ið til­kynnt­ar til barn­an­vernd­ar­nefnd­ar.
Lýsir reynslu sinni af vændi: „Þegar búið er að borga kemur þessi sadisti upp í þeim“
5
ÚttektKynlífsvinna á Íslandi

Lýs­ir reynslu sinni af vændi: „Þeg­ar bú­ið er að borga kem­ur þessi sa­disti upp í þeim“

Eva Dís Þórð­ar­dótt­ir tel­ur að síð­ur eins og On­lyF­ans þrýsti á mörk kvenna um hvað þær eru til­bún­ar að gera í kyn­lífi. Hún starf­aði sjálf við vændi í Dan­mörku, en veit­ir nú kon­um sem stunda vændi á Ís­landi ráð­gjöf.
„Ég á kærasta, en ég vinn samt með öðrum“
6
ÚttektKynlífsvinna á Íslandi

„Ég á kær­asta, en ég vinn samt með öðr­um“

„Þau hafa sýnt mér mik­inn stuðn­ing og mamma og pabbi eru bæði mikl­ir femín­ist­ar og finnst þetta flott sem ég er að gera,“ seg­ir Edda Lovísa Björg­vins­dótt­ir sem fram­leið­ir efni á On­lyF­ans. Marg­ir nálg­ist klám án end­ur­gjalds á öðr­um síð­um á net­inu og á þeim verstu sé mynd­um af ís­lensk­um stúlk­um á barns­aldri dreift.
Hækka verð eftir að hafa greitt sér tæplega 770 milljóna arð úr fyrirtæki í einokunarstöðu
7
Úttekt

Hækka verð eft­ir að hafa greitt sér tæp­lega 770 millj­óna arð úr fyr­ir­tæki í ein­ok­un­ar­stöðu

Ís­lenska léna­fyr­ir­tæk­ið ISNIC hækk­ar verð á .is-lén­um um 5 pró­sent. Fyr­ir­tæk­ið er í ein­ok­un­ar­stöðu með sölu á heima­síð­um sem bera lén­ið og hef­ur Póst- og fjar­skipta­stofn­un bent á að það sé óeðli­legt að einka­fyr­ir­tæki sé í þess­ari stöðu.

Nýtt á Stundinni

Napóleon, tvö hundruð ára ártíð-Um tvíeðli hans
Blogg

Stefán Snævarr

Napó­leon, tvö hundruð ára ár­tíð-Um tví­eðli hans

Hall­dór Lax­ness kall­aði hann „Naflajón“, hersnill­ing­inn og keis­ar­ann Napó­leon Bonapar­te. Um þess­ar mund­ir eru tvö hundruð ár síð­an hann dó í út­legð á eynni Sankti Helenu. Hann missti völd­in end­an­lega eft­ir fræg­an ósig­ur við Water­loo, þá orr­ustu gerði Abba fræga í sam­nefnd­um brag. „Napó­leon keis­ari með mörg þús­und menn“. Um fáa stjórn­mála­menn hef­ur ver­ið eins hart  deilt og Napó­leon. Sum­ir...
Ábyrgðasjóður launa kláraði að greiða fyrir „mistök“
Fréttir

Ábyrgða­sjóð­ur launa klár­aði að greiða fyr­ir „mis­tök“

Kröf­ur 46 fyrr­ver­andi starfs­fólks Manna í vinnu hafa ver­ið greidd­ar af Ábyrgða­sjóði launa. Sviðs­stjóri rétt­inda­sviðs seg­ir að af­greiðsla launakrafn­anna hafi ver­ið mann­leg mis­tök er ólög­leg­ur frá­drátt­ur bland­að­ist inn í launakröf­ur.
Sýnin breyttist eftir slysið
ViðtalHamingjan

Sýn­in breytt­ist eft­ir slys­ið

Þuríð­ur Harpa Sig­urð­ar­dótt­ir, formað­ur Ör­yrkja­banda­lags Ís­lands, seg­ir mik­il­vægt að líða vel í eig­in skinni, líða vel inni í sér og vera sátt við það hver hún og hvernig hún er.
Þrír mánuðir verða að fimm árum
Menning

Þrír mán­uð­ir verða að fimm ár­um

Hill­billy heim­sótti Skarp­héð­in Berg­þóru­son og Árna Má Erl­ings­son í Gallery Port á Lauga­vegi 23 sem fagn­ar fimm ára af­mæli um þess­ar mund­ir. Gallery Port kom óvænt upp í hend­urn­ar á drengj­un­um og stóðu þeir í trú um að rým­ið yrði rif­ið eft­ir þrjá til fjóra mán­uði. Það var eins gott því ann­ars hefðu þeir ekki far­ið út í þetta, að eig­in sögn. Hér eru þeir enn, fimm ár­um síð­ar, og hafa nostr­að við rým­ið sitt og fyllt það af lífi dag eft­ir dag í hátt í 2.000 daga, hald­ið yf­ir 100 sýn­ing­ar og við­burði.
378. spurningaþraut: Meiri kjaftgelgjurnar! En hvað eru kjaftgelgjur?
Þrautir10 af öllu tagi

378. spurn­inga­þraut: Meiri kjaftg­elgj­urn­ar! En hvað eru kjaftg­elgj­ur?

Hvað er þetta? Jú, hlekk­ur á þraut gær­dags­ins! * Fyrri auka­spurn­ing: Hver er mað­ur­inn sem sést hér lengst til vinstri? Vissu­lega sést að­eins hluti af höfði hans. * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Í hvaða ríki var Daríus kon­ung­ur? — stund­um nefnd­ur keis­ari. 2.   Í hvaða sög­um kem­ur Draco Mal­foy við sögu? 3.   Hver var feg­urst í heimi hér, að sögn speg­ils­ins? 4. ...
Maísólin okkar
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Maí­sól­in okk­ar

Dans­inn dun­aði hjá þess­um hressu sjó­sund­kon­um í há­deg­inu, enda frá­bær og bjart­ur maí­dag­ur í Naut­hóls­vík­inni. Vík­in er kennd við kot­ið Naut­hól sem stóð þarna í vík­inni, og Reykja­vík­ur­borg keypti eft­ir seinna stríð. Loft­hit­inn og hiti sjáv­ar var í há­deg­inu sá sami eða um 8°C.
„Þessar nýju byggingar gætu verið svo frábærar“
Menning

„Þess­ar nýju bygg­ing­ar gætu ver­ið svo frá­bær­ar“

Reyn­ir Ragn­ars­son, stjórn­mála­fræð­inemi við HÍ, stofn­aði ný­ver­ið In­sta­gram-síð­una Arki­tekt­úr á Ís­landi og fékk góð­ar við­tök­ur. Hann seg­ir markmið verk­efn­is­ins vera að auka lýð­ræð­is­hefð í bygg­ing­ar­list enda hafi hún áhrif á alla lands­menn.
Kynntist föður sínum eftir að hann dó
Viðtal

Kynnt­ist föð­ur sín­um eft­ir að hann dó

Ninja Sif Jón­ínu­dótt­ir hafði aldrei séð föð­ur sinn, en allt í einu stóð hún frammi fyr­ir jarð­nesk­um leif­um hans í kirkj­unni.
377. spurningaþraut: Ríkasta kona heimsins? Sjaldséð farartæki?
Þrautir10 af öllu tagi

377. spurn­inga­þraut: Rík­asta kona heims­ins? Sjald­séð far­ar­tæki?

Þraut frá í gær. * Fyrri auka­spurn­ing: Hver er kon­an á mál­verk­inu hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hvað heit­ir höf­uð­borg­in í Sómal­íu? 2.   Sputnik V. Hvað er það? 3.   Nýtt barna­leik­rit í Þjóð­leik­hús­inu heit­ir eft­ir far­ar­tæki einu, sem er að vísu af­ar sjald­séð á Ís­landi. En það er reynd­ar býsna sjald­séð yf­ir­leitt — af ákveðn­um ástæð­um. Hvað heit­ir þetta...
Óvíst hvar endurgreiddar milljónir Samherjafélags enda
Fréttir

Óvíst hvar end­ur­greidd­ar millj­ón­ir Sam­herja­fé­lags enda

Óvíst er hvaða ríki á að fá millj­ón­irn­ar 350 sem dótt­ur­fé­lag Sam­herja end­ur­greiddi í skattyf­ir­völd­um í Fær­eyj­um. Þetta kom fram í fær­eyska sjón­varp­inu í kvöld. Áð­ur hef­ur ver­ið greint frá því að skatt­skil fyr­ir­tæk­is­ins eru kom­in til lög­reglu þar í landi.
Aftur um öld
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Aft­ur um öld

Þeg­ar Eyr­ar­bakka­kirkja var vígð ár­ið 1890 bjuggu 702 sál­ir á Eyr­ar­bakka, nú rúm­lega 130 ár­um seinna búa 589 í pláss­inu. Kirkj­an er veg­leg, tek­ur hvorki meira né minna en 240 manns í sæti. Fremst á mynd­inni má glitta í tvo glugga á svo­köll­uðu Kirkju­húsi, en elsti hluti þess er hátt í 200 ára gam­all. Nú­ver­andi út­lit er öllu yngra, eða frá 1897, en það ár var hús­ið bæði lengt og hækk­að um hæð.
Bónusgreiðsla bankastjórans gagnrýnd sem ,,taktlaus” í ljósi Samherjamálsins í DNB
FréttirSamherjaskjölin

Bón­us­greiðsla banka­stjór­ans gagn­rýnd sem ,,takt­laus” í ljósi Sam­herja­máls­ins í DNB

Kjerst­in Bra­at­hen, banka­stjóri DNB-bank­ans, fékk bón­us­greiðslu í fyrra þrátt fyr­ir að Sam­herja­mál­ið hefði kom­ið upp í bank­an­um. Bank­inn er nú gagn­rýnd­ir fyr­ir þetta og er sagð­ur senda þau skila­boð að pen­inga­þvætti sé ekki al­var­legt.