Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Föður meinað að leysa út sýklalyf fyrir barnið sitt

Garð­ar Atli Jó­hanns­son fór með fjög­urra ára gamla dótt­ur sína til lækn­is og fékk upp­áskrif­uð sýkla­lyf. Í apó­tek­inu var hon­um af­hent blað sem hann átti að fara með til barn­s­móð­ur sinn­ar til þess að sækja sam­þykki fyr­ir því að hann gæti leyst út lyf fyr­ir dótt­ur þeirra, þótt þau fari með jafna for­sjá. „Þetta var sárt,“ seg­ir hann.

Föður meinað að leysa út sýklalyf fyrir barnið sitt

Garðar Atli Jóhannsson, eða Gatli, er fráskilinn þriggja barna faðir sem deilir forræði með barnsmóður sinni. Börnin eru viku og viku til skiptis hjá foreldrum sínum en lögheimili þeirra er hjá móður þeirra. Það þýðir að þegar Gatli fór með fjögurra ára dóttur sína til læknis, fékk uppáskrifuð lyf og ætlaði að leysa þau út var honum meinað um það, þar sem hann var ekki skráð foreldri í kerfinu. Þess í stað var honum afhent eyðublað sem hann gat beðið barnsmóður sína um að fylla út og skila inn með samþykki um að honum væri heimilt að sækja lyf fyrir barnið.

Gatli segir að þetta hafi verið niðurlægjandi og sár reynsla, sem hafði neikvæð áhrif á bæði hann og dóttur sína. Heilsa hennar og bati hafi ekki verið höfð í fyrirrúmi heldur regluverk sem erfitt er að skilja að sé enn við lýði árið 2020. 

Með börnunum Gatli á þrjú börn með fyrrverandi konunni sinni. Þau deila jafnri forsjá og börnin eru hjá þeim viku og viku í senn.

Ríkari réttur lögheimilisforeldra

Samkvæmt lögum getur barn aðeins átt eitt lögheimili, jafnvel þótt foreldrar fari með jafna forsjá. Réttarstaða lögheimilisforeldris er önnur en réttarstaða umgengnisforeldris. Þótt ætlast sé til þess að foreldrar sem fara með sameiginlega forsjá leitist við að hafa samráð um ákvarðanir sem varða daglegt líf barnsins, hefur lögheimilisforeldrið ríkari rétt til ákvarðanatöku. Lögheimilisforeldri hefur heimild til að flytja með barn innanlands og ákveða í hvaða skóla barnið skuli ganga. Barnabætur falla til þess, auk þess sem lögheimilið getur haft áhrif á húsaleigubætur, námslán og fleira.

Þessi lög hafa lengi verið gagnrýnd og margoft hefur verið bent á misréttið sem þeim fylgir. Árið 2012 lagði Guðmundur Steingrímsson, þáverandi þingmaður Framsóknarflokksins, fram þingsályktunartillögu um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum. Málið var aftur lagt fram árið 2013 og var þá samþykkt að skipa starfshóp til að kanna leiðir til að jafna stöðu foreldra sem fara með jafna forsjá barna.

„Það er ótrúlega leiðinlegt að standa í apótekinu, haldandi á grátandi barni og fá að heyra að ég fái ekki lyfin“

Fyrr á þessu ári var frumvarp dómsmálaráðherra, Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, um skipta búsetu barns afgreitt úr ríkisstjórn. Verði frumvarpið að lögum getur barn verið skráð í þjóðskrá með búsetu hjá báðum foreldrum.  

Sár reynsla 

Í tilfelli Gatla og barnsmóður hans hefur ríkt samráð varðandi allt sem viðkemur börnunum og foreldrarnir hafa skipt með sér verkum. Þau veltu því ekkert fyrir sér hvort þeirra færi með dóttur þeirra til læknis þegar hún var veik þar til hann lenti á vegg í apótekinu.

„Það er ótrúlega leiðinlegt að standa í apótekinu, haldandi á grátandi barni og fá að heyra að ég fái ekki lyfin vegna þess að ég er ekki skráður í kerfinu. Það er eins og ég sé ekki pabbi hennar. Ég var í tvígang spurður af afgreiðslumanninum hvort ég væri vissulega faðir barnsins, þegar dóttir mín var búin að vera að garga yfir apótekið, pabbi, pabbi, ég vil fara heim, mér er illt. Þetta var bara sárt.“ 

Hann segir að uppákoman hafi ekki aðeins verið sár, hún hafi líka verið niðurlægjandi. Fullt af fólki hafi verið í apótekinu og heyrt þetta. „Þetta var mjög vandræðalegt.“

Fylgja fyrirmælum ráðherra

Samkvæmt upplýsingum frá apóteki eru það fyrirmæli frá Lyfjastofnun að lyf verði ekki afhent umgengnisforeldri án umboðs lögheimilisforeldris. Kveðið er á um það í lyfjalögum að afhending lyfja fylgi reglugerð ráðherra, og þar segir að lyf verði aðeins afhent sjúklingi eða umboðsmanni hans gegn framvísun persónuskilríkja.

Gatli segir þessi lög undirstrika enn frekar hversu mikilvægt það sé að börn geti átt tvö lögheimili. „Í barnalögum eru réttindi barna tryggð. Þar segir meðal annars að börn eigi rétt á „að lifa, þroskast og njóta verndar, umönnunar og annarra réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska án mismununar af nokkru tagi. Óheimilt er að beita barn hvers kyns ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess.“ Þarna var ekki verið að fylgja því sem er barni fyrir bestu. Það hlýtur að stangast á við barnalög að ég geti ekki sinnt heilsu barnsins nema með því að undirrita einhvern pappírssnepil.“

UmboðGatla var afhentur þessi pappír sem barnsmóðir hans gat undirritað og þar með samþykkt að honum væri heimilt að leysa út lyf fyrir barnið.

Reyndi að vanda viðbrögðin

Dóttir hans var með þvagfærasýkingu og því fylgdu mikil óþægindi fyrir barnið. Hann fór því með hana á læknavaktina þar sem þau fengu úrlausn sinna mála. „Ég fór síðan með hana í apótekið og það lá vel á okkur því við höfðum verið að fá lausn við þessu vandamáli. Hún fékk safa og ég keypti handa henni bæði tannbursta og glas sem hana langaði í. Svo gerðist þetta.“

Hann segist hafa farið úr jafnvægi en reynt að bíta í tunguna á sér, því dóttir hans var með honum og hann vildi vanda samskiptin. „En ég sagði; mikið voðalega er þetta heimskulegt kerfi, lokaði augunum og hristi hausinn. Dóttir mín tók eftir því að ég fór úr kerfi og vildi bara fara heim. Ég sýndi afgreiðslumanninum skrifleg samskipti við barnsmóður mína þar sem við vorum að ræða veikindi barnsins en hann rétti mér samt þennan pappírssnepil og sagði að ég þyrfti að koma með hann undirritaðan til að fá lyfin.“

Þegar þau voru komin heim, dóttir hans hafði fengið lyfin og Gatli hafði gefið henni að borða fór að sjóða á honum. „Mig langaði til þess að taka þennan pappír og skrifa fokkings fokking fokk. En ég er að reyna að vera vandaður. Það er bara erfitt þegar þú ert með lítið barn sem er lasið og þú ert sleginn í framan þegar þú ert að fá úrlausn á vandamálinu. Þótt ég væri með skrifleg samskipti við barnsmóður mína og barnið kallaði mig pabba oftar en einu sinni, dugði það ekki til. Mér fannst þetta mjög niðurlægjandi.“ 

Úrelt kerfi sem þarf að breyta

Vill geta gert allt fyrir börninÞað hefur tekið Gatla langan tíma að sætta sig við það að hann sé ekki skráður sem faðir barnanna þegar hann ætlar að sækja um til dæmis íþróttir fyrir þau.

Nú eru tvö ár liðin frá því að það slitnaði upp úr sambandi Gatla og fyrrverandi. Þau eiga þrjú börn saman, á aldrinu fjögurra til tíu ára. Barnanna vegna ákváðu þau að búa nálægt hvort öðru. Úr varð að Gatli flutti í um 200 metra fjarlægð frá henni til þess að börnin gætu auðveldlega farið á milli heimila. Bæði heimilin standa börnunum alltaf opin og þau geta gengið um þau að vild. Það er því margt sem hefur gengið vel, en það sem er sárast í þessu öllu saman er að hann virðist hvergi vera skráður faðir þeirra í rafrænum gögnum. „Ég get ekkert gert nema tala við barnsmóður mína. Ég er blessunarlega heppinn að hún er mjög liðleg. En ég lendi ítrekað á bremsum í kerfinu. Þegar ég vil skrá krakkana mína í íþróttir er eins og ég eigi ekki börn. Þegar ég er að skila inn skattskýrslu koma börnin mín ekki upp. Ég hef ekkert um neitt að segja þótt forsjáin sé sameiginleg.“

„Ég get ekkert gert nema tala við barnsmóður mína“

Hann hefur velt því upp hvort hann gæti fengið lögheimili yfir allavega einu barni, en það myndi hafa áhrif á styrki, afslætti og þess háttar. Einfaldast væri ef börnin gætu verið með lögheimili á báðum stöðum.

„Ég vil finna að ég eigi börnin. Ég vil vera mikilvægur í lífi þeirra og geta gert hluti fyrir þau. Ég vil ekki að allt sé á herðum barnsmóður minnar og hún þurfi að sjá um allt. Ég vil létta undir með henni og taka þátt í öllu sem börnin varðar. Mér finnst skipta máli að foreldrar sem hafa áhuga á því fái að gera það. Það er óheyrilega erfið staða að kerfið loki svona á annað foreldrið. Það hefur verið erfitt fyrir mig að sætta mig við það að ég hafi ekki lögheimili yfir börnunum mínum. Sem betur fer er ég svo heppinn að barnsmóðir mín er yndisleg kona og við vinnum mjög náið að öllu sem varðar börnin, en kerfið er úrelt og því þarf að breyta.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

RÚV frestaði sýningu dagskrárliða til að forðast tap á síðasta ári
2
Greining

RÚV frest­aði sýn­ingu dag­skrárliða til að forð­ast tap á síð­asta ári

RÚV fékk 5,7 millj­arða króna úr rík­is­sjóði í fyrra og afl­aði 2,9 millj­arða króna tekna af sam­keppn­is­rekstri, sem er að­al­lega sala á aug­lýs­ing­um. Tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafa auk­ist mik­ið á síð­ustu ár­um, ann­ars veg­ar vegna þess að íbú­um lands­ins hef­ur fjölg­að og hins veg­ar vegna þess að aug­lýs­inga­tekj­ur hafa auk­ist.
Áhyggjur Norðmanna af njósnum Kína og spegilmyndin Ísland
4
FréttirKína og Ísland

Áhyggj­ur Norð­manna af njósn­um Kína og speg­il­mynd­in Ís­land

Yf­ir­völd ör­ygg­is­mála í Nor­egi hafa áhyggj­ur af mögu­legri mis­notk­un yf­ir­valda í Kína á sam­skiptamiðl­in­um TikT­ok. In­ger Haug­land hjá norsku ör­ygg­is­lög­regl­unni PST var­ar Norð­menn við að nota mið­il­inn. Ís­land er eft­ir­bát­ur hinna Norð­ur­land­anna í varn­ar- og netör­ygg­is­mál­um og er ekki með sams kon­ar við­bún­að og þau gagn­vart mögu­leg­um njósn­um er­lendra ríkja eins og Kína og Rúss­lands.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC
7
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
„Það er enginn dómari í eigin sök“
8
Fréttir

„Það er eng­inn dóm­ari í eig­in sök“

Magnús Dav­íð Norð­dahl, odd­viti Pírata í norð­vest­ur­kjör­dæmi í þing­kosn­ing­un­um 2021, seg­ir nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um eft­ir­mál kosn­ing­anna ánægju­lega en á sama tíma kvíð­væn­lega. Dóm­ur­inn er áfell­is­dóm­ur yf­ir ís­lensk­um stjórn­völd­um sem nú þurfa að grípa til úr­bóta. Til þess þurfi stjórn­ar­skrár­breyt­ingu.
Niðurstaðan hefði getað verið dramatískari
9
Fréttir

Nið­ur­stað­an hefði getað ver­ið drama­tísk­ari

Í nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um brot ís­lenska rík­is­ins í Al­þing­is­kosn­ing­un­um ár­ið 2021 er ekki kveð­ið skýrt á um að breyta þurfi stjórn­ar­skránni en regl­ur þurfi að setja um það hvernig Al­þingi tek­ur á mál­um eins og því sem kom upp eft­ir end­urtaln­ingu í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. Lektor í lög­fræði seg­ir að nið­ur­stað­an hefði getað orð­ið drama­tísk­ari hvað stjórn­ar­skrána varð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Undirskriftir gegn Bjarna orðnar fleiri en greidd atkvæði Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu
4
Fréttir

Und­ir­skrift­ir gegn Bjarna orðn­ar fleiri en greidd at­kvæði Sjálf­stæð­is­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Á ein­ung­is tveim­ur dög­um hafa um 34 þús­und ein­stak­ling­ar skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ings­leysi við Bjarna Bene­dikts­son í embætti for­sæt­is­ráð­herra. Fjöldi und­ir­skrifta vex hratt og eru þær nú orðn­ar fleiri en þau at­kvæði sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk greidd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um.
„Þetta er móðgun við okkur“
7
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
9
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
10
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu