Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Raunveruleikinn er svo áhugaverður“

Skjald­borg - há­tíð ís­lenskra heim­ilda mynda verð­ur hald­in í sam­starfi við Bíó Para­dís helg­ina 18.-20 sept­em­ber. Met­fjöldi um­sókna var á há­tíð­ina en Karna Sig­urð­ar­dótt­ir, heim­ilda­mynda­höf­und­ur og ein af að­stand­end­um há­tíð­ar­inn­ar, seg­ir það sýna hversu mik­il gróska er í grein­inni hér á landi.

„Raunveruleikinn er svo áhugaverður“
Karna Sigurðardóttir Skipuleggjandi segir mikla grósku í íslenskri heimildarmyndagerð.

Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda verður haldin í samstarfi við Bíó Paradís helgina 18.-20. september 2020 en hátíðinni á Patreksfirði í sumar var frestað á síðustu stundu í ljósi nýrra samkomuhafta vegna COVID-19. Skjaldborg er jafnframt fyrsta kvikmyndahátíð sem fer fram í Bíó Paradís sem hafði verið lokað frá því í mars.

Skjaldborg er nú haldin í fjórtanda sinn en hátíðin hefur fyrir löngu fest sig í sessi meðal kvikmyndaáhugafólks og sýnir íslenskar heimildarmyndir. Undir venjulegum kringumstæðum er hátíðin  haldin á Patreksfirði  um hvítasunnuhelgi en var svo frestað fram að verslunarmannahelgi. „Það var ljóst strax í vor að Skjaldborg yrði ekki haldin um hvítasunnuhelgi eins og hefð hefur skapast fyrir,“ segir Karna Sigurðardóttir heimildamyndahöfundur og verkefnastýra hátíðarinnar. „Að vel athuguðu máli var ákveðið að færa hátíðina yfir á verslunarmannahelgi. Við vönduðum allt verklag eftir fremsta megni og vorum í viðbragðsstöðu allt undirbúningsferlið að þessi staða gæti komið upp að það yrði að aflýsa hátíðinni. Það var alls ekki óskastaða að aflýsa hátíðinni daginn áður en dagskrá átti að hefjast, en það er ekki hægt að segja að það hafi komið okkur að óvörum.“ 

 Töluverð vinna fólst í því að hætta við

Spurð um hvernig henni hafi liðið þegar niðurstaðan var ljós, daginn áður en hátíðin átti að byrja á Patreksfirði segir hún að það sé sérgrein Íslendinga að bregðast við óvæntum aðstæðum.

„Ég hreiðraði um mig á Patreksfirði á mánudegi fyrir verslunarmannahelgi. Á þriðjudag var ég á fullu að skipuleggja hefðbundna Skjaldborg, á miðvikudag tókst okkur á mettíma að framleiða aukabíó í félagsheimilinu á Patreksfirði með stuðningi frá Bíó Paradís og nokkrum klappstýrum til að geta haldið sóttvarnarfjarlægðum, og svo á fimmtudag var allt sett á fullt við að aflýsa. Þetta var rússíbanareið en það kom enn og aftur í ljós hvað bakland Skjaldborgar er sterkt. Skjaldborg á greinilega mjög sérstakan stað í hjörtum fólksins sem hana sækir.  Þetta var nú svolítið magnþrungið þennan afdrifaríka fimmtudag sem fjölmiðlafundurinn var haldinn. Við biðum með eftirvæntingu eftir tilmælum frá stjórnvöldum og eftir fund með bæjaryfirvöldum og almannavörnum á Patreksfirði var sameiginleg ákvörðun að aflýsa hátíðahöldunum. Það var töluverð vinna sem fólst í að hætta við. Ég held að fólk geri sér ekki almennt grein fyrir því hvað þetta ástand þýðir fyrir þá sem eru á gólfinu í menningarstjórnun. Það þarf að hlúa að þessu fólki.“ 

Karna segir að það þurfi ansi mikið til að henda þeim af baki og að aðstandendur hátíðarinnar hafi verið byrjaðar að teikna upp möguleika til að halda Skjaldborg síðar á árinu daginn eftir að hátíðinni var aflýst. „Í fyrstu var erfitt að ímynda sér Skjaldborg utan Patreksfjarðar, en það kom enginn annar staður til greina en Bíó Paradís, heimili kvikmyndanna. Bíó Paradís hefur verið mikilvægur vettvangur fyrir íslenskar heimildamyndir og eina bíóið sem hefur lagt upp úr því að gera þær aðgengilegar almenningi á hvíta tjaldinu. Það má segja að Skjaldborg og Bíó Paradís séu í sameiginlegu verkefni hvað það varðar, og því tilvalið að Skjaldborg sé haldin í Bíó Paradís. Það felast örugglega tækifæri í því að prófa að halda Skjaldborg í Paradís, og við hlökkum til að kynnast þessari nýju hlið á hátíðinni. Ætli fólk sé ekki orðið svolítið bíóþyrst eftir langa lokun svo við vonumst til að sjá sem flesta og njóta saman Skjaldborgarandans í nýju umhverfi.“

Við tökurÁ Skjaldborg verður sýnd heimildarmynd um gerð kvikmyndarinnar Hvítur, hvítur dagur.

Ást á Skjaldborg

Karna segist sjálf hafa fyrst mætt á Skjaldborg árið 2014 þegar hún sýndi þar stutta heimildarmynd. „Það var einstök upplifun og þá var ekki aftur snúið. Það var heldur afdrifarík ferð því í hinu goðsagnakennda strandpartýi sem haldið var við sjóræningjahúsið sem var og hét hitti ég barnsföður minn, og börnin mín tvö eru stundum kölluð Skjaldborgarbörnin. Þá var ég stödd á Vopnafirði við gerð heimildamyndar um samfélagið þar og flaug frekar sérstaka flugleið, Vopnafjörður - Þórshöfn - Akureyri - Reykjavík - Bíldudalur, í einstaklega fallegu veðri. Þetta var því ógleymanleg ferð á margan hátt,“ segir hún og hlær.

 „Börnin mín tvö eru stundum kölluð Skjaldborgarbörnin“

„Næsta Skjaldborgarferðin mín var 2017 ásamt fjölskyldunni þar sem ég sýndi myndina mína, 690 Vopnafjörður. Skjaldborg er svo sérstök hátíð, þar eru töfrar í loftinu sem orð fá ekki lýst. Skjaldborg er hátíð sem hefur byggst á gleði og léttleika, húmor og samstöðu, þó að viðfangsefnin í bíóinu séu alls ekkert léttmeti. Þegar saman kemur hópur sem hefur svo einlægan áhuga á heimildamyndum, sögum af okkur sjálfum, þá gerist eitthvað sem enginn skilur nema sá sem sækir Skjaldborg. Ég gekk svo til liðs við stjórn Skjaldborgar síðastliðið haust og það hefur verið mjög gefandi verkefni í alla staði.“

Drögum hring um veröldina

Karna segir það skemmtilega við Skjaldborg vera að hátíðin sé alltaf bræðingur af allskyns viðfangsefnum. „Í ár opnum við hátíðina með mynd um fæðinguna, nánar tiltekið heimafæðingar á Ísland eftir Dögg Mósesdóttur, og lokum svo hátíðinni með mynd Jóhanns Jóhannssonar heitins sem heitir Endalok upphafsins. Þannig að við förum alveg heilan hring frá upphafi til upphafs.“

Heiðursgestur hátíðarinnar er Hrafnhildur Gunnarsdóttir, og á dagskránni er meðal annars vinnustofa  með Hrafnhildi og á dagskrá hátíðarinnar eru  þrjár eldri myndir eftir hana. „Í vetur sýndi RÚV heimildaþáttaröð Hrafnhildar, Svona fólk, sem vakti verðskuldaða athygli. Þættina vann hún frá árinu 1984 og eru þeir ómetanleg heimild um málefni samkynhneigðra á Íslandi. Hins vegar vita færri að árið 2003 gaf Hrafnhildur út myndina Hrein og bein; Sögur úr Íslensku samfélagi þar sem ungt fólk segir sögu sína af því að koma út úr skápnum í smærri og stærri samfélögum á Íslandi. Hrafnhildur er mikilvæg rödd og frumkvöðull í íslenskri heimildarmyndagerð sem er er annt um að hafa áhrif með sögum sínum og hátíðargestum gefst frábært tækifæri til þess að fá dýpri innsýn inn í hugarheim hennar,“ segir Karna.

Mikilvægt að næra þessa sagnahefð

Fleiri íslenskar heimildarmyndir en nokkru sinni fyrr voru sendar inn á hátíðina. „Það barst metfjöldi umsókna og það er virkilega ánægjulegt að finna fyrir þessari grósku í heimildamyndagerð. Skjaldborg verður 15 ára á næsta ári og það er nokkuð ljóst að hátíðin  hefur haft áhrif á þróun fagsins hér á landi. Skjaldborg er hálfgerð árshátíð fyrir heimildamyndafólk á Íslandi, og  er vettvangur frumsýninga á heimildamyndum sem hafa oftar en ekki verið mörg ár í vinnslu. Það er stór stund að senda verkin út til áhorfenda í fyrsta skipti. Heimildamyndaformið hefur verið vinsælt síðustu ár enda er það sérstaklega spennandi og sjarmerandi miðill Raunveruleikinn okkar er svo áhugaverður og oft öðlast maður nýja sýn á einföldu hlutina í lífinu þegar sviðsljósinu er varpað á þá af þolinmæði og næmni.“

Spurð um hver  henni finnist vera sérstaða íslenskra heimildarmynda vera í samanburði við erlendar svarar Karna að henni finnist þær oft bera fingrafar skandínavískrar sagnahefðar. „Þetta eru oft hægar, þöglar sögur með dökkum húmor sem fókusera á hið hversdagslega. Það er mér mikið hjartans mál að við nærum þessa sagnahefð og leyfum henni að lifa og þróast á sínum forsendum. Treystum henni. En íslenskar heimildamyndir eru auðvitað mjög fjölbreyttar  og viðfangsefnin sömuleiðis.“

Karna er sjálf heimildarmyndahöfundur með ástríðu fyrir faginu. „Ég er að vinna núna að heimildamynd um frómakæra frú, sóknarprest og sauðfjárbónda. Þar fléttast saman minningar, heimssýn, skáldskapur og daglegt amstur konu sem lætur verkin tala. Ég er að blása lífi í þetta verkefni aftur núna eftir þó nokkuð langt hlé, en ég var menningarfulltrúi fyrir austan í tvö ár og á meðan fór þetta verkefni í salt. Verkið stendur mjög nærri hjarta mínu og ég er afar spennt fyrir því að setjast aftur í leikstjórastólinn.“

Að endingu segir Karna að Skjaldborg snúist sjaldnast um stakar myndir heldur að það sem sé einstakt við Skjaldborg sé að sjá þann kokkteil af heimildarmyndum sem þar eru sýndar. „Að horfa á allar þessar myndir,  taka þær inn í kerfið hverja á fætur annarri og spjalla svo á milli sýninga. Það er stemningin sem Skjaldborg snýst um og það er upplifunin sem engin áhugamanneskja um heimildamyndir ætti að missa af.“

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
1
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
7
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Varð vitni að handtöku í leigubílstjóramálinu
9
FréttirÁ vettvangi

Varð vitni að hand­töku í leigu­bíl­stjóra­mál­inu

Í fe­brú­ar var leigu­bíl­stjóri hand­tek­inn, en hann var grun­að­ur um al­var­legt kyn­ferð­is­brot gegn konu sem hafði ver­ið far­þegi í bíl hans. Blaða­mað­ur­inn Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fékk að fylgja lög­reglu eft­ir við rann­sókn máls­ins. En hann varð með­al ann­ars vitni að hand­töku ann­ars sak­born­ings­ins og fékk að sjá meint­an vett­vang glæps­ins.
Birgir segir mistök að ekki sé gert ráð fyrir nýrri kvennadeild á nýja Landspítalanum
10
Fréttir

Birg­ir seg­ir mis­tök að ekki sé gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild á nýja Land­spít­al­an­um

Í störf­um þings­ins ræddu þing­menn ým­is mál. Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir gagn­rýndi Sam­fylk­ing­una, Birg­ir Þór­ar­ins­son benti á myglu­vanda­mál Land­spít­al­ans og sér­stak­lega þá stöðu sem er kom­in upp á kvenna­deild­inni. Gagn­rýndi hann að ekki væri gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild í bygg­ingu nýja Land­spít­al­ans. Jó­hann Páll Jó­hann­es­son benti á að eins og stað­an er í dag geti smá­lána­fyr­ir­tæki not­fært sér neyð fólks og grætt á þeirra stöðu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
9
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár