Talið er að sjö til átta prósent fólks sé með taugaþroskaröskunina ADHD. Nauðsynlegt er að greina ADHD á fyrstu árum grunnskóla og bjóða upp á viðeigandi meðferð, því ómeðhöndlað getur það haft neikvæð áhrif á einstaklinginn og fólkið í kringum hann. Ef barn með ADHD fær ekki aðstoð aukast líkur á að fram komi fylgiraskanir, sem geta orðið mun alvarlegri en ADHD-einkennin.
2
FréttirMeToo sögur um Jón Baldvin
105241
Segir fólk ekki þora að verja Jón Baldvin opinberlega
Bryndís Schram segir fólk gleðjast yfir óförum annarra þegar rætt er um meinta kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks gæti varið hann en umfjöllunin sé „samþykkt með þögn heigulsháttarins“.
3
Fréttir
8101
Missti bróður sinn í sundi og vill úrbætur: „Hvað þarf mörg mannslíf til?“
Sigrún Sól Ólafsdóttir segir mikilvægt að þrýsta á um úrbætur á öryggismálum í sundlaugum. Þegar þau eru í lagi eigi banaslys ekki að verða. Þegar bróðir hennar drukknaði var því einnig haldið fram að um veikindi hefði verið að ræða, en krufning leiddi annað í ljós. Ekki nóg sé aðhafst til að fyrirbyggja slík slys.
4
Mynd dagsins
1066
Ekki græna glóru hvað báturinn heitir
Þetta tæplega hundrað ára gamla hús á Hofsósi vekur alltaf hjá manni margar spurningar. Eru eigendurnir ekki sammála um eitt eða neitt, eða eru þeir samstíga að svona eigi þessi bygging að líta út, falleg og umfram allt öðruvísi, eins og veðrið í Skagafirði í dag? Í Fljótunum var öskrandi bylur, á Hofsósi smá snjókoma, meðan Glóðafeykir var baðaður í stillu og sól í 14 stiga frosti. Í Vatnsskarðinu var norðan garri.
5
Viðtal
3121
Hamingjan ekki til sölu á netinu
Yrsa Sigurðardóttir er verkfræðingur og rithöfundur sem hefur sérhæft sig í glæpasögum en finnst fátt mikilvægara en hlátur, að finna það sem er skemmtilegt og fyndið.
Hérna er nú hlekkur á þrautina síðan í gær. * Fyrri aukaspurning: Hvað heitir loftskipið á myndinni hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Hvað heitir ný bók Einars Kárasonar um og með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni? 2. Hvað hét franska rannsóknarskipið undir stjórn Charcots leiðangursstjóra sem fórst út af Mýrunum árið 1936? 3. Lindsay Vonn settist í helgan stein árið 2019...
7
Fréttir
1336
Mistök ástæða vatnstjóns í HÍ
Veitur biðjast afsökunar á mistökum sem urðu til þess að vatn flæddi um Háskóla Íslands og milljónatjón varð.
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 29. janúar.
Konur bera ekki ábyrgð á mistökum karlmanna. Þær bera ábyrgð á mistökum sínum, það er nóg. Þær þurfa ekki að bera ábyrgð karla líka. Samt er það endurtekin saga að þegar karlar gera mistök er konum kennt um.
Dæmi: Þegar kona fer á fund fótboltamanns ber hún ekki ábyrgð á því að honum hafi verið vísað úr liðinu fyrir að brjóta reglurnar með því að bjóða henni inn. Hún þarf hvorki að viðurkenna það eða biðjast afsökunar á því að hafa greint vinum sínum á því eða birt myndbönd af fundinum. Af því að mistökin fólust ekki í því að miðla upplýsingum um að fundurinn hefði átt sér stað, heldur því að hann hafi átt sér stað. Ef þú ert í þeirri stöðu að það sem þú ert að gera má ekki fréttast því þá munt þú lenda í vandræðum, þá ættir þú kannski ekki að gera það. Ef þú gerir það samt, þá berð þú einn ábyrgð á því.
Hljómar einfalt en virðist samt vera svo óendanlega flókið.
Annað dæmi: Í vikunni voru sagðar fréttir af því að fyrrverandi ráðherra hefði verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni gagnvart konu. Hún er ein af 23 sem hafa borið slíkar sakir á hendur honum. Manni sem sendi unglingsstúlku, sem tengdist honum fjölskylduböndum, átta bréf með beiðni um að þeim yrði haldið leyndum í fimmtíu ár eftir þeirra dag. Í þessum bréfum lýsti hann meðal annars samskiptum við vændiskonur sem minntu hann á hana, hvatti hana til að skrifa honum „frá vöku og draumi, lífi og losta, nóttinni í frumskóginum (eða kaþólska skólanum)“ og sagði síðasta bréfið skrifað til ungrar stúlku „sem er hætt að vera barn og er (bráðum) orðin kona“ með boði um heimsókn í höllina til að stytta honum stundir þegar hann væri þar einn.
Áður en vikan var liðin kom annar fyrrverandi ráðherra manninum til varnar, með ásökunum á hendur konum um að þær hefðu með illmælgi, ofsóknum og níði orðið þess valdandi að saklaust fólk hafi orðið fyrir vinslitum, afneitun og hörmungum, jafnvel af ákæruvaldinu. Það voru því þær sem væru ábyrgar, en ekki hann.
Þegar á reynir getur kona, sem fer inn á hótel að hitta fótboltamann sem bauð henni upp á herbergi (og leigði til þess sérherbergi vegna þess að hann vissi að hann mætti ekki hitta hana), átt von á því að vera kölluð öllum illum nöfnum, sögð „athyglissjúk“, „hálfviti“, „vændiskona“ eða eitthvað þaðan af verra. „Er ekki pjallan að trufla þær?“ spurði fullorðinn karlmaður.
Hún ber ekki ábyrgð á því að afla sér upplýsinga um þær reglur sem manninum ber að fylgja eða hjúskaparstöðu. Það er nóg að hann viti það, því það er hans ábyrgð að standast við sínar skuldbindingar. En hún má nú samt eiga von á því að fólk saki hana um að hafa „fórnað framtíð mannsins“, krefjist þess að hún greiði sekt mannsins og iðrist gjörða sinna. Að það lýsi því yfir að hún megi nú skammast sín, það skammist sín allavega fyrir framgöngu hennar, „skömm íslensku þjóðarinnar“.
Lára Clausen og Nadía Sif Líndal
Tvískinnungurinn
„Íslensk gestrisni og greiðasemi,“ sagði einn og annar tók undir: „Svona stelpur eru til fyrirmyndar. Ísland er þekkt fyrir að vera með fallegar og lausgyrtar stelpur.“
Fancy a dirty weekend in Iceland?
Einu sinni var Ísland markaðssett sem áfangastaður fyrir karlmenn sem vildu gera vel við sig.
„Við elskum þessar mellur,“ sungu íslenskir tónlistarmenn.
Tvískinnungurinn er hrópandi. Stelpur sem alast upp við að þeim sé sagt að þær séu (eða eigi að vera) sætar og reyna síðan að standast samfélagslega kröfu um að þær séu kynferðislega aðlaðandi – eða það sem verra er, eru kynferðislega virkar, eiga um leið á hættu að verða fyrir drusluskömmun. Skilgreiningarvaldið er ekki lengur þeirra, það er tekið frá þeim og þær lítilsvirtar, niðurlægðar og fylltar skömm. „Þarf Sólborg ekki að fá sér aðeins stærri eyrnalokka svo fólk sjái enn betur að hún sé hóra?“
Orðabókaskilgreining á orðinu drusla: Sóðafenginn og lítilsgildur kvenmaður.
Árnastofnun: Kona sem hefur litla siðferðiskennd, lauslát kona.
Frelsið er ekki allra.
Skilgreiningarvaldið
Lítilsgild kona er ekki álitin jafn mikils virði og aðrar konur. Þess vegna er það vopn í höndum ofbeldismanna þegar það tekst að drusluskamma konur og lítilsvirða þær. „Mín upplifun er sú að konur í þessari stöðu hafa minni rétt til að tjá sig, við erum álitnar hafa minni tilverurétt og þurfum oft að sætta okkur við að sitja undir svívirðingum, áreitni, ofbeldi og niðurlægingu.“ Svona sagði heimilislaus kona nýlega frá.
Til að bregðast við þessu hafa konur verið að eigna sér orðið, snúa því og segja með stolti: Ég er drusla. Birta myndir af sér berbrjósta. Segja opinberlega frá sinni sárustu reynslu. Af því að þannig taka þær skilgreiningarvaldið til baka.
Af sömu ástæðu þótti það valdeflandi þegar kona sem var sögð hafa kallað yfir sig heimilisofbeldi með ögrandi klæðaburði mætti í gagnsæjum kjól skreyttum demöntum á rauða dregilinn. Af því að þar var hún á eigin forsendum en ekki annarra. Kynþokkafull, falleg og sterk kona sem gerir það sem hún vill þegar hún vill. Kona sem á sig sjálf og leyfir öðrum ekki að skilgreina hver hún er.
There’s some whores in this house.
Áður en eitt vinsælasta lag samtímans hefst af fullum krafti hljómar þetta stef endurtekið. Lag sem sló áhorfsmet á fyrsta sólarhringnum og tróndi á toppi vinsældalista. Lag sem er samið af konu sem kom sér fyrst á framfæri í gegnum samfélagsmiðla á sama tíma og hún starfaði sem strippari til að komast af og ná aftur undir sig fótunum eftir ofbeldisfullt samband. Kona sem hefur sætt stækri drusluskömmun en hefur alltaf neitað að skammast sín fyrir það hver hún er og hvaðan hún kemur. Þvert á móti hefur hún eignað sér söguna og stendur uppi sem sigurvegari.
Þegar þú neitar að skammast þín fyrir það hver þú ert, það sem þú hefur gert eða gengið í gegnum, ertu um leið að endurheimta þann hluta af þér eða þinni sögu sem þú áttir að skammast þín fyrir eða fela. Konur sem hafa verið lítilsvirtar upplifa sig gjarna brotnar, en þetta er ein leið til að verða heil á ný. Þess vegna þykir það líka ögrandi.
Styrkurinn
Það er ekki alltaf auðvelt.
En það er auðveldara í dag heldur en það var áður, þegar konur hafa staðið fyrir hverri vitundarvakningunni á fætur annarri og barist fyrir frelsi. Það er styrkur í samstöðunni.
Ungu stelpurnar sem voru drusluskammaðar fyrir að fara upp á hótelherbergi risu strax upp, mótmæltu framkomunni gagnvart sér og bentu á misréttið. Það þarf styrk til þess.
Nú sjáum við heimilislausar konur líka rísa upp og berjast fyrir rétti sínum til lífs, virðingar og úrræða sem gerir þeim kleift að öðlast bata og betra líf. Þær þurftu bara tækifæri til þess að verða sterkari saman til þess að geta risið upp og látið rödd sína heyrast.
Þetta er öðrum þræði spurning um frelsi. Þetta er líka spurning um öryggi.
Þetta er öðrum þræði spurning um frelsi. Þetta er líka spurning um öryggi.
Sagan
Það er ekki einu sinni svo óheyrilega langt síðan íslenskar stúlkur voru ofsóttar, njósnað var um þær og þær beittar ofbeldi af svokölluðum eftirlitsaðilum fyrir samræður eða annað samneyti við erlenda hermenn. Þær voru kallaðar öllum illum nöfnum, sagðar skækjur og lauslætisdrósir, sjálfræðisaldur þeirra jafnvel hækkaður og sumar sendar á Kleppjárnsreyki, sérstakt úrræði þar sem þær voru í verstu tilfellum vistaðar í einangruðu kjallaraherbergi með byrgða glugga. Þessar konur þurftu að bera skömmina og sársaukann alla ævi. Þær lifðu það ekki allar af.
Enn styttra er síðan starfsnema í Hvíta húsinu, sem átti í ástarsambandi við forsetann, var fórnað í baráttu hans fyrir framtíð sinni og völdum. Hún var niðurlægð á allan mögulegan máta í máli sem var ætíð kennt við hana en ekki forsetann, sem hafði þó öll völd í þessum aðstæðum. Á meðan hún var smættuð niður í ekki neitt íhugaði hún alvarlega að svipta sig lífi. Þegar hún steig loks aftur inn í sviðsljósið fyrir nokkrum árum síðan og sagði sögu sína var það ansi sár spegill. Hún miðlaði sársaukafullri reynslu sinni til heimsins svo við gætum lært af því. Skömmin var aldrei hennar, heldur þeirra sem smánuðu hana, hæddust að henni og lítilsvirtu.
Samfélagið
„Drusluskömmun er stjórntæki sem stýrir konum með smánun og skömm.“
Í íslenskri fræðigrein frá 2019 var fjallað um kynferðisofbeldi sem norm á Íslandi, þar sem ábyrgðin er færð yfir á brotaþola á meðan gerandinn er afsakaður eða brotin dregin í efa.
Tíðni kynferðisofbeldis og aðgerðarleysi ríkisvaldsins varpi ljósi á það, en eftirlitsnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur lýst áhyggjum af stöðu mála hér á landi hvað varðar meðferð nauðgunarmála. Brotaþolar fá sjaldan áheyrn réttarins, af 189 nauðgunarkærum árin 2008 og 2009 var aðeins sakfellt í ellefu. Rannsókn á hæstaréttardómum leiðir í ljós að sjónarmið kvenna eru lítt eða ekki við hendi við úrlausn mála. Nauðgunarmýtur hafa áhrif, brotaþolar, sem nauðgað er af ókunnugum í húsasundi, eru beittir ofbeldi eða ógnað með vopnum eru líklegri til að ná fram sakfellingu en meirihluti þeirra sem kæra og sættu ofbeldi af hálfu einhvers sem þeir þekktu og treystu. Lögreglan er líka líklegri til að senda mál áfram til ákæruvaldsins ef brotaþoli ber áverka, streittist á móti eða vitni voru að atvikum. Eins ef gerandinn er útlendingur.
Samfélagið er meðvitað um vandamálið en gerir lítið til að spyrna við slíkum glæpum, sögðu höfundar. Viðhorfið væri að nauðganir séu eitthvað sem hægt er að forðast með réttri hegðun.
Í viðtölum vegna rannsóknarinnar birtust undirliggjandi hugmyndir um að brotaþolar bæru ábyrgð á nauðgunum og drusluskömmun, hugmyndin um að konur sem daðra eða ögra ættu skilið minni virðingu en þær sem gera það ekki. Sem leiðir af sér þá hugmynd að konur geti kallað yfir sig nauðganir. Skilaboðin séu þau að ef konur fylgi þessum reglum samfélagsins þá verði þeim ekki nauðgað og ef þeim er nauðgað þá sé það vegna þess að þær hafi ekki gert nóg til að koma í veg fyrir það. „Þú ferð nú ekki að rústa mannorði einhvers fyrir þetta … það er bara illgirni,“ sagði kona sem kærði nauðgun, þegar hún útskýrði þankaganginn sem hún fór í gegnum, gegnsýrð af þessum hugmyndum sem eru alltumlykjandi í samfélaginu. Hennar reynsla var sú að það væri auðveldara að vera þolandi heldur en þolandi í kæruferli, því um leið og hún kærði var hún orðin gerandi og henni mætt af meiri hörku. Máli hennar var vísað frá á þeim forsendum að áverkarnir á líkama hennar hefðu „allt eins getað stafað af langdregnum og harkalegum samförum“ og því stæði orð gegn orði.
Áhrifin
Að lokum var það niðurstaða höfunda að nauðganir hafi áhrif á allar konur því þær viðhalda undirskipaðri stöðu þeirra í samfélaginu. Normalísering á því ástandi ýti undir ótta kvenna, ekki aðeins við ofbeldi heldur einnig við sinnuleysi réttarkerfisins og samfélagsins.
Drusluskömmun og óskrifaðar reglur um það hvernig konur eigi og megi haga sér næri slíkan ótta, stýri þeim og skerði frelsi þeirra. Reglurnar og óttinn viðhaldi misrétti í samfélaginu.
Það skiptir því máli að rísa upp gegn slíkum hugmyndum og mótmæla þeim af krafti.
Svo það sé skýrt: Konurnar sem fóru upp á hótelherbergi með fótboltamönnum gerðu ekkert rangt með því og þurfa hvorki að skammast sín, réttlæta sig né afsaka.
Það eru hinir, allir þeir sem tóku þátt í að smána þær og lítilsvirða, sem mega skammast sín.
Deila
stundin.is/FDFa
Athugasemdir
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Sem betur fer er það að verða búið, árið sem hófst með snjóflóðum fyrir vestan og lauk með aurskriðum fyrir austan. Eftir vetur rauðra viðvarana tók veiran við. Um óttann, samkenndina og litlu augnablikin sem skipta máli í lífinu.
Leiðari
26194
Jón Trausti Reynisson
Mistök stjórnvalda í Covid-19-faraldrinum
Við ætluðum að læra að lifa með veirunni, en lærðum hjálparleysi.
Leiðari
98520
Jón Trausti Reynisson
Við ætluðum að vernda þau viðkvæmustu
Á meðan okkur var sagt að við værum almannavarnir, stóðust yfirvöld ekki ábyrgð sína á því að framfylgja höfuðmarkmiði okkar í faraldrinum: Að vernda þá viðkvæmustu. Ástæðan: Það vantaði starfsfólk.
Leiðari
5182
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Leiðir að réttlátara samfélagi
Stundum þurfum við að taka afstöðu gegn því sem okkur þykir rangt, eins og því að börn fari svöng að sofa vegna þess að það er ekki til matur á heimilinu.
Leiðari
22227
Jón Trausti Reynisson
Vandinn við stjórnarskrárgjafann
Andstæðingar nýrrar stjórnarskrár beina spjótum sínum að lýðræðislegu gildismati þjóðarinnar.
Mest lesið
1
ViðtalFangar og ADHD
58724
Ómeðhöndlað ADHD getur boðið hættunni heim
Talið er að sjö til átta prósent fólks sé með taugaþroskaröskunina ADHD. Nauðsynlegt er að greina ADHD á fyrstu árum grunnskóla og bjóða upp á viðeigandi meðferð, því ómeðhöndlað getur það haft neikvæð áhrif á einstaklinginn og fólkið í kringum hann. Ef barn með ADHD fær ekki aðstoð aukast líkur á að fram komi fylgiraskanir, sem geta orðið mun alvarlegri en ADHD-einkennin.
2
FréttirMeToo sögur um Jón Baldvin
105241
Segir fólk ekki þora að verja Jón Baldvin opinberlega
Bryndís Schram segir fólk gleðjast yfir óförum annarra þegar rætt er um meinta kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks gæti varið hann en umfjöllunin sé „samþykkt með þögn heigulsháttarins“.
3
Fréttir
8102
Missti bróður sinn í sundi og vill úrbætur: „Hvað þarf mörg mannslíf til?“
Sigrún Sól Ólafsdóttir segir mikilvægt að þrýsta á um úrbætur á öryggismálum í sundlaugum. Þegar þau eru í lagi eigi banaslys ekki að verða. Þegar bróðir hennar drukknaði var því einnig haldið fram að um veikindi hefði verið að ræða, en krufning leiddi annað í ljós. Ekki nóg sé aðhafst til að fyrirbyggja slík slys.
4
Mynd dagsins
1167
Ekki græna glóru hvað báturinn heitir
Þetta tæplega hundrað ára gamla hús á Hofsósi vekur alltaf hjá manni margar spurningar. Eru eigendurnir ekki sammála um eitt eða neitt, eða eru þeir samstíga að svona eigi þessi bygging að líta út, falleg og umfram allt öðruvísi, eins og veðrið í Skagafirði í dag? Í Fljótunum var öskrandi bylur, á Hofsósi smá snjókoma, meðan Glóðafeykir var baðaður í stillu og sól í 14 stiga frosti. Í Vatnsskarðinu var norðan garri.
5
Viðtal
3121
Hamingjan ekki til sölu á netinu
Yrsa Sigurðardóttir er verkfræðingur og rithöfundur sem hefur sérhæft sig í glæpasögum en finnst fátt mikilvægara en hlátur, að finna það sem er skemmtilegt og fyndið.
Hérna er nú hlekkur á þrautina síðan í gær. * Fyrri aukaspurning: Hvað heitir loftskipið á myndinni hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Hvað heitir ný bók Einars Kárasonar um og með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni? 2. Hvað hét franska rannsóknarskipið undir stjórn Charcots leiðangursstjóra sem fórst út af Mýrunum árið 1936? 3. Lindsay Vonn settist í helgan stein árið 2019...
7
Fréttir
1336
Mistök ástæða vatnstjóns í HÍ
Veitur biðjast afsökunar á mistökum sem urðu til þess að vatn flæddi um Háskóla Íslands og milljónatjón varð.
Mest deilt
1
ViðtalFangar og ADHD
58724
Ómeðhöndlað ADHD getur boðið hættunni heim
Talið er að sjö til átta prósent fólks sé með taugaþroskaröskunina ADHD. Nauðsynlegt er að greina ADHD á fyrstu árum grunnskóla og bjóða upp á viðeigandi meðferð, því ómeðhöndlað getur það haft neikvæð áhrif á einstaklinginn og fólkið í kringum hann. Ef barn með ADHD fær ekki aðstoð aukast líkur á að fram komi fylgiraskanir, sem geta orðið mun alvarlegri en ADHD-einkennin.
2
FréttirMeToo sögur um Jón Baldvin
105241
Segir fólk ekki þora að verja Jón Baldvin opinberlega
Bryndís Schram segir fólk gleðjast yfir óförum annarra þegar rætt er um meinta kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks gæti varið hann en umfjöllunin sé „samþykkt með þögn heigulsháttarins“.
3
Viðtal
3121
Hamingjan ekki til sölu á netinu
Yrsa Sigurðardóttir er verkfræðingur og rithöfundur sem hefur sérhæft sig í glæpasögum en finnst fátt mikilvægara en hlátur, að finna það sem er skemmtilegt og fyndið.
4
Fréttir
8102
Missti bróður sinn í sundi og vill úrbætur: „Hvað þarf mörg mannslíf til?“
Sigrún Sól Ólafsdóttir segir mikilvægt að þrýsta á um úrbætur á öryggismálum í sundlaugum. Þegar þau eru í lagi eigi banaslys ekki að verða. Þegar bróðir hennar drukknaði var því einnig haldið fram að um veikindi hefði verið að ræða, en krufning leiddi annað í ljós. Ekki nóg sé aðhafst til að fyrirbyggja slík slys.
5
Fréttir
268
Sautján vilja breyta auðlindaákvæði Katrínar í tillögu Stjórnlagaráðs
Þingmenn úr röðum Pírata, Samfylkingar og Flokks fólksins vilja að auðlindaákvæði stjórnarskrárinnar verði eins og það sem kom upp úr vinnu Stjórnlagaráðs.
6
Mynd dagsins
1167
Ekki græna glóru hvað báturinn heitir
Þetta tæplega hundrað ára gamla hús á Hofsósi vekur alltaf hjá manni margar spurningar. Eru eigendurnir ekki sammála um eitt eða neitt, eða eru þeir samstíga að svona eigi þessi bygging að líta út, falleg og umfram allt öðruvísi, eins og veðrið í Skagafirði í dag? Í Fljótunum var öskrandi bylur, á Hofsósi smá snjókoma, meðan Glóðafeykir var baðaður í stillu og sól í 14 stiga frosti. Í Vatnsskarðinu var norðan garri.
Hérna er nú hlekkur á þrautina síðan í gær. * Fyrri aukaspurning: Hvað heitir loftskipið á myndinni hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Hvað heitir ný bók Einars Kárasonar um og með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni? 2. Hvað hét franska rannsóknarskipið undir stjórn Charcots leiðangursstjóra sem fórst út af Mýrunum árið 1936? 3. Lindsay Vonn settist í helgan stein árið 2019...
Mest lesið í vikunni
1
Myndband
57270
Myndbönd sýna flóðið fossa í Háskóla Íslands
„Sem betur fer urðu engin slys á fólki,“ segir upplýsingafulltrúi Veitna. Yfir tvö þúsund tonn af vatni flæddu um háskólasvæðið eftir að lögn brast. Myndband sýnir vatnsflæðið.
2
ViðtalDauðans óvissa eykst
49545
Veturinn kom þennan dag
Á hálfu ári missti Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Bergsveinsdóttir móður sína, ömmu og afa. Fleiri áföll héldu áfram að hlaðast upp í lífi hennar en þrátt fyrir það sagði læknir henni, þegar hún loks leitaði aðstoðar, að hún væri ekki að kljást við þunglyndi því hún hefði svo margt fyrir stafni. Nú þegar þrjú ár eru liðin síðan áföllin riðu yfir er hún enn með höfuðið fast í handbremsu, eins og hún lýsir því sjálf.
3
ViðtalFangar og ADHD
58724
Ómeðhöndlað ADHD getur boðið hættunni heim
Talið er að sjö til átta prósent fólks sé með taugaþroskaröskunina ADHD. Nauðsynlegt er að greina ADHD á fyrstu árum grunnskóla og bjóða upp á viðeigandi meðferð, því ómeðhöndlað getur það haft neikvæð áhrif á einstaklinginn og fólkið í kringum hann. Ef barn með ADHD fær ekki aðstoð aukast líkur á að fram komi fylgiraskanir, sem geta orðið mun alvarlegri en ADHD-einkennin.
4
ViðtalFangar og ADHD
42103
Fann frið í fangelsinu
Á sínum yngri árum var Völundur Þorbjörnsson óstýrilátur og sótti í spennu án þess að vita að hann væri með ADHD. Þörfin fyrir athygli ágerðist eftir móðurmissi, spennan stigmagnaðist og ákærur hrönnuðust inn. Í fangelsi fann hann loks frið og upplifði dvölina ekki sem frelsissviptingu heldur endurræsingu. Í kjölfarið upplifði hann ameríska drauminn í Kanada og styður nú við son í kynleiðréttingarferli.
5
FréttirMeToo sögur um Jón Baldvin
105241
Segir fólk ekki þora að verja Jón Baldvin opinberlega
Bryndís Schram segir fólk gleðjast yfir óförum annarra þegar rætt er um meinta kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks gæti varið hann en umfjöllunin sé „samþykkt með þögn heigulsháttarins“.
6
Þrautir10 af öllu tagi
4679
270. spurningaþraut: Lögun landa og borgir tvær
Þraut, þessi síðan í gær. * Þessi þraut er öll um landafræði. Ég birti myndir af útlínum tíu landa sem þið eigið að þekkja. En aukaspurningarnar eru um borgir. Sú fyrri á við myndina hér að ofan. Í hvaða borg var þessi mynd tekin? En þá eru það aðalspurningarnar. 1. Hvaða land er hér fyrir neðan? ** 2. Hvaða...
7
Fréttir
64346
Ísland styður ekki bann við kjarnorkuvopnum
Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum verður fullgiltur á morgun. Ísland sniðgekk ráðstefnuna þar sem hann var saminn og skipar sér á bekk með kjarnorkuveldunum. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona VG, vill að Ísland hafi kjark til að standa á eigin fótum og samþykki sáttmálann.
Mest lesið í mánuðinum
1
Myndband
57270
Myndbönd sýna flóðið fossa í Háskóla Íslands
„Sem betur fer urðu engin slys á fólki,“ segir upplýsingafulltrúi Veitna. Yfir tvö þúsund tonn af vatni flæddu um háskólasvæðið eftir að lögn brast. Myndband sýnir vatnsflæðið.
2
FréttirSamherjaskjölin
169470
Sonur Þorsteins Más kemur fram sem talsmaður Samherja
Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, kemur fram sem talsmaður fyrirtækisins í grein þar sem rætt er um markaðssetningu á íslenskum fiski. Fyrr á árinu, í kjölfar Namibíumáls Samherja, var sagt frá því að Þorsteinn Már hefði selt hlutabréf sín í Samherja til barna sinna.
3
Fréttir
7652.900
Þau fá listamannalaun 2021
2.150 mánuðum af listamannalaunum var úthlutað til samtals 453 listamanna í dag.
4
ViðtalDauðans óvissa eykst
51580
Lifir í nálægð við dauðann
Pétur Guðmann Guðmannsson réttarmeinafræðingur starfar í návígi við dauðann alla daga en í kjallara gamla Blóðbankans á Barónsstíg kryfur hann daglega lík eða tvö.
5
Fréttir
3071.313
Kvarta undan tapi og kaupa 150 milljóna króna aukaíbúð
Björn Leifsson, eigandi World Class, hefur hagnast verulega á rekstri líkamsræktarstöðvanna, en vildi að fjármálaráðherra bætti sér upp tap vegna lokana í Covid-faraldrinum. Um sama leyti keypti eiginkona hans og meðeigandi 150 milljóna króna aukaíbúð í Skuggahverfinu.
6
ViðtalDauðans óvissa eykst
49544
Veturinn kom þennan dag
Á hálfu ári missti Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Bergsveinsdóttir móður sína, ömmu og afa. Fleiri áföll héldu áfram að hlaðast upp í lífi hennar en þrátt fyrir það sagði læknir henni, þegar hún loks leitaði aðstoðar, að hún væri ekki að kljást við þunglyndi því hún hefði svo margt fyrir stafni. Nú þegar þrjú ár eru liðin síðan áföllin riðu yfir er hún enn með höfuðið fast í handbremsu, eins og hún lýsir því sjálf.
7
ViðtalDauðans óvissa eykst
9325
Dauðinn veitir manni þolinmæði
Karólína Helga Símonardóttir var enn í sorgarferli vegna föðurmissis þegar eiginmaður hennar varð bráðkvaddur á sama ári. Sorgin kenndi henni að taka lífinu með æðruleysi, enda ráði fólk örlögum sínum ekki sjálft.
Nýtt á Stundinni
Fréttir
268
Sautján vilja breyta auðlindaákvæði Katrínar í tillögu Stjórnlagaráðs
Þingmenn úr röðum Pírata, Samfylkingar og Flokks fólksins vilja að auðlindaákvæði stjórnarskrárinnar verði eins og það sem kom upp úr vinnu Stjórnlagaráðs.
Blogg
7
Símon Vestarr
Allt sem þú hélst að þú vissir um popúlisma
Ókei, ég ætla að taka þennan slag einu sinni enn. Ég verð. Hættum að nota orðið popúlisti sem samheiti yfir nýfasíska leiðtoga eða fylgismenn þeirra. Í alvöru. Hættum þessari vitleysu. Ég er að horfa á þig, Eiríkur Bergmann. Þessi hugmynd um að popúlismi feli alltaf í sér útlendingahatur, fjárhagslega einangrunarstefnu og leiðtogadýrkun er ekki aðeins tilbúningur heldur snýr hún benlínis...
Þrautir10 af öllu tagi
2654
276. spurningaþraut: Ragna Kjartansdóttir og Ragnar Kjartansson; þrjár skáldsögur Halldórs Laxness og fleira
Þraut síðan í gær! * Aukaspurningin fyrri: Hver er konan sem hér er með Bono, söngvara U2, fyrir tuttugu árum? Geta má þess að hún hefur fengist við stjórnmál um ævina. * Aðalspurningar: 1. Hvað er minnsta ríki í heimi? 2. Rómverjar lögðu á sínum tíma undir sig England en náðu aldrei Skotlandi, þótt nokkuð væru þeir að þvælast þar....
Mynd dagsins
153
Gísli, Eiríkur og Helgi
Á bæ þeim sem á Bakka heitir í Svarfaðardal, bjuggu þrír bræður sem voru orðlagðir fyrir heimsku og heimskupör. Þeir Bakkabræður hétu Gísli, Eiríkur og Helgi. Fyrir átta árum fengu þeir bræður kaffihús, safn og bar í hjarta Dalvíkur. Það verður nóg að gera hjá þeim bræðrum að moka frá innganginum, áður en opnar í hádeginu á föstudag. Kaffihús Bakkabræðra er bara opið um helgar nú í svartasta skammdeginu.
Fréttir
8102
Missti bróður sinn í sundi og vill úrbætur: „Hvað þarf mörg mannslíf til?“
Sigrún Sól Ólafsdóttir segir mikilvægt að þrýsta á um úrbætur á öryggismálum í sundlaugum. Þegar þau eru í lagi eigi banaslys ekki að verða. Þegar bróðir hennar drukknaði var því einnig haldið fram að um veikindi hefði verið að ræða, en krufning leiddi annað í ljós. Ekki nóg sé aðhafst til að fyrirbyggja slík slys.
Fréttir
1336
Mistök ástæða vatnstjóns í HÍ
Veitur biðjast afsökunar á mistökum sem urðu til þess að vatn flæddi um Háskóla Íslands og milljónatjón varð.
Þrautir10 af öllu tagi
3364
275. spurningaþraut: Súpernóva, sýruker, Stalíngrad og ástargyðja
Hæ. Hér er hlekkur á þrautina frá í gær. * Fyrri aukaspurning. Myndin hér að ofan — hvaða bygging er þetta? * Aðalspurningar: 1. Hver faldi sig í sýrukeri þegar Flugumýri brann 22. október árið 1253? 2. Hvaða borg í Rússlandi hét áður Leningrad? 3. En hvaða borg þar í landi hét áður Stalingrad? 4. Hvaða fyrirbæri er súpernóva? 5. ...
Mynd dagsins
1167
Ekki græna glóru hvað báturinn heitir
Þetta tæplega hundrað ára gamla hús á Hofsósi vekur alltaf hjá manni margar spurningar. Eru eigendurnir ekki sammála um eitt eða neitt, eða eru þeir samstíga að svona eigi þessi bygging að líta út, falleg og umfram allt öðruvísi, eins og veðrið í Skagafirði í dag? Í Fljótunum var öskrandi bylur, á Hofsósi smá snjókoma, meðan Glóðafeykir var baðaður í stillu og sól í 14 stiga frosti. Í Vatnsskarðinu var norðan garri.
FréttirMeToo sögur um Jón Baldvin
105241
Segir fólk ekki þora að verja Jón Baldvin opinberlega
Bryndís Schram segir fólk gleðjast yfir óförum annarra þegar rætt er um meinta kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks gæti varið hann en umfjöllunin sé „samþykkt með þögn heigulsháttarins“.
Fréttir
1552
Mötuneyti Íslandsbanka fær umhverfisvottun
Kaffistofa Samhjálpar fær 65 þúsund máltíðir gefins frá mötuneytinu á ári hverju. Fyrirhugað er að selja allt að 35% hlut ríkisins í bankanum.
Hérna er nú hlekkur á þrautina síðan í gær. * Fyrri aukaspurning: Hvað heitir loftskipið á myndinni hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Hvað heitir ný bók Einars Kárasonar um og með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni? 2. Hvað hét franska rannsóknarskipið undir stjórn Charcots leiðangursstjóra sem fórst út af Mýrunum árið 1936? 3. Lindsay Vonn settist í helgan stein árið 2019...
Viðtal
3124
Hamingjan ekki til sölu á netinu
Yrsa Sigurðardóttir er verkfræðingur og rithöfundur sem hefur sérhæft sig í glæpasögum en finnst fátt mikilvægara en hlátur, að finna það sem er skemmtilegt og fyndið.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir