Sex einstaklingar eru með stöðu sakborninga í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum útgerðarfélagsins Samherja í Namibíu samkvæmt heimildum Stundarinnar. Fréttastofa RÚV greindi fyrst fjölmiðla frá réttarstöðu sexmenninganna þann 3. september. Réttarstaða sexmenninganna felur það í sér að þeir eru grunaðir um lögbrot í starfsemi Samherja í Namibíu á árunum 2012 til 2019. Til rannsóknar er grunur um mútubrot og peningaþvætti.
Einstaklingarnir sem um ræðir eru Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, Ingvar Júlíusson, fjármálastjóri Samherja á Kýpur, Arna Bryndís Baldvins McClure, yfirlögfræðingur Samherja, Egill Helgi Árnason, sem var framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu frá 2016 til 2020, Aðalsteinn Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kötlu Seafood í Afríku, og loks Jóhannes Stefánsson, uppljóstrarinn í Namibíumálinu, sem einnig var framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu.
Tekið skal fram að það að hafa réttarstöðu sakbornings felur ekki nauðsynlega í sér að viðkomandi hafi gerst brotlegur við lög og verði ákærður fyrir slíkt, heldur er um að ræða réttarstöðu sem einstaklingar ...
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
1.990 krónum á mánuði.
Athugasemdir