Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Aukið mannfall, minni yfirburðir

Banda­ríkja­her þarf á næstu ár­um að byrja að sætta sig við mann­fall á borð við það sem tíðk­að­ist í seinni heims­styrj­öld­inni. Þetta kem­ur fram í nýrri skýrslu frá Pentagon sem mál­ar svarta mynd af þeim átök­um sem kunna að brjót­ast út á milli stór­velda 21. ald­ar­inn­ar. Kín­verj­ar fylgja Banda­ríkja­mönn­um fast á eft­ir og eru með 30 ára áætl­un um að ná hern­að­ar­leg­um yf­ir­burð­um á heimsvísu.

Um aldamótin 2000 byrjaði bandaríska varnarmálaráðuneytið að taka saman árlega skýrslu um stöðu og framtíð kínverska hersins. Það var við upphaf kínverska efnahagsundursins og þótti yfirmönnum Bandaríkjahers ljóst að í framtíðinni yrðu það helst Kínverjar sem gætu ógnað hinum miklu hernaðarlegu heimsyfirburðum sem Bandaríkin öðluðust eftir fall Sovétríkjanna áratug áður.

George W. Bush

George W. Bush, þáverandi forseti, skipaði hershöfðingjum sínum að horfa til Asíu og draga úr umsvifum í Evrópu á móti, var stefnan nefnd „pivot to Asia“. Í fyrstu árlegu skýrslunni um Kínaher, sem Bush fékk á skrifborðið sitt í Hvíta húsinu stuttu eftir embættistöku, gætti þó óneitanlega enn bjartsýni um framhaldið. 

Skýrsluhöfundar sögðu meðal annars að kínverski herinn væri fjölmennur en búinn úreltum tækjakosti sem gerði það að verkum að hann einblíndi fyrst og fremst á að verja eigin landamæri. Kínverskar eldflaugar væru skammdrægar og ónákvæmar. Notkun þeirra á upplýsingatækni væri frumstæð og kínverskir vopnaframleiðendur væru engan …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu