Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Skógar, jöklar, stjörnukerfi Ptólómeusar og stafræn fagurfræði

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 11. sept­em­ber til 1. októ­ber.

Skógar, jöklar, stjörnukerfi Ptólómeusar og stafræn fagurfræði

Þetta og svo ótal margt fleira er á döfinni næstu vikurnar. Athugið að tímasetningar gætu breyst með stuttum fyrirvara vegna samkomubanns.


Epicycle

Hvar? Harpa
Hvenær? 23. september kl. 21.00
Aðgangseyrir: 4.500 kr.

Gyða Valtýsdóttir, handhafi Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2019, kemur fram ásamt tónlistarfólki í fremstu röð á þessum einstöku tónleikum. Hér rennur saman ævafornt og nýtt, heillandi útsetningar Gyðu á tónlist tónskálda á borð við galdranunnuna Hildegard von Bingen og franska dulhyggjumanninn Olivier Messiaen í bland við magnaða tónheima tónlistarfólks eins og Skúla Sverrissonar, Daníels Bjarnasonar, Kjartans Sveinssonar og Ólafar Arnalds, sem ásamt fleirum eiga tónlist á nýrri plötu Gyðu, Epicycle II. Titillinn vísar til stjörnukerfis Ptólómeusar og vel má líkja hljóðheimi Gyðu við víðfeðmt og tilfinningaríkt sólkerfi, og efni plötunnar við hvernig allir tengjast órjúfanlegum böndum.


Takk Vigdís

Hvar? Midpunkt
Hvenær? Til 27. september
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Takk Vigdís er nýjasta myndlistarsýning Loga Bjarnasonar, en hún samanstendur af grindverki sem var í eigu Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Verkið er í senn ádeila og hugleiðing að því sem samfélagið leggur verðmæti í. Hvort verkið teljist til þjóðminja eða samtímalistar verða gestir að ákveða fyrir sig.


Listþræðir

Hvar? Listasafn Íslands
Hvenær? 12. september–24. janúar 
Aðgangseyrir: 2.900 kr.

Á aldarafmæli Ásgerðar Búadóttur gefst tilefni til að horfa sérstaklega til vefnaðar og þráðlistar í íslenskri samtímalist og þess hvernig listamenn hafa notað þráðinn, þennan fjölbreytta efnivið; spunnið hann, litað, ofið og formað eftir öllum kúnstarinnar reglum. Á sýningunni er til sýnis fjöldi listaverka úr safneign þar sem unnið er með þráð sem efnivið.


Hyper Cyber

Hvar? Þula
Hvenær? Til 17. september
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Á sýningunni Hyper Cyber er skjám og tölvumyndmáli gert hátt undir höfði. Stafrænir hlutir eru einfaldaðir með því að taka út hið stafræna og það eina sem eftir situr er kunnuglegt myndmál og lýsandi skjáir með enga virkni. Sýningin er rannsókn Þórdísar Erlu Zoëga á stafrænni fagurfræði í daglegu lífi.


Tréð

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 13. & 19. september kl. 13.00 & 15.00
Aðgangseyrir: 3.100 kr.

Tréð er einlæg fjölskyldusýning um veruleika flóttabarnsins Alex, eftir leikhópinn LaLaLab. Sagan fylgir Alex er hann missir fjölskyldu sína og heimili í stórum jarðskjálfta og ákveður að bjarga því litla sem hann á eftir, meðal annars sítrónutré fjölskyldunnar, og leggur í langt ferðalag. Á því lendir hann í ýmsum hrakförum við að finna sér og tré sínu nýtt heimili.


Ísland pólerað

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 17., 20. & 25. sept, 4. & 11. okt
Aðgangseyrir: 3.900 kr.

Ísland pólerað er fyrsta sýning fjölmenningarleikfélagsins Reykjavík Ensemble í fullri lengd, en það var frumsýnt í mars. Leikverkið kjarnast um sögu pólsks innflytjanda og þær áskoranir sem felast í því að aðlagast íslensku samfélagi. Efniviður sýningarinnar er leikinn á þremur tungumálum, ensku, íslensku og pólsku, og koma flytjendurnir frá ólíkum heimshornum. 


Borgarhljóðvist í formi ensks lystigarðs

Hvar? Hafnarborg
Hvenær? Til 25. október
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Þessi sýning Davíðs Brynjars Franzsonar beinir athygli okkar að þætti borgarhljóðvistar í upplifun okkar af stað og tíma. Hljóðritanir frá ólíkum tímum dags, úr nánasta umhverfi hóps alþjóðlegra listamanna, hafa verið útfærðar af Davíð yfir í þrívítt hljóðumhverfi sýningarinnar í anda hugmyndafræði enska lystigarðsins á 18. öld. 


Af fingrum fram: Jónas Sig

Hvar? Salurinn
Hvenær? 16. & 17. janúar kl. 20.30
Aðgangseyrir: 5.500 kr.

Fyrrum Sólstrandargæinn Jónas Sig hóf sólóferil sinn 2007, en hann hefur vakið mikla athygli fyrir beinskeytta texta og tilfinningaþrungna tónlist þar sem er fjallað á opinskáan máta um þunglyndi og áskoranir lífsins. Hann mætir í Salinn þar sem hann tekur þátt í spjalltónleikaröðinni Af fingrum fram.


Skógar / Jöklar

Hvar? Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Hvenær? Til 15. nóvember
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Takashi Nakagawa er búsettur í Kyoto, Japan. Hann hefur ferðast til um 50 landa með myndavél í farteskinu. Verk hans hafa birst í alþjóðlegum miðlum og hefur hann unnið til fjölmargra verðlauna, svo sem Ferðaljósmyndari ársins hjá tímaritinu National Geographic. Takashi Nakagawa finnur listsköpun sinni helst farveg í ljósmyndun og með innsetningum.


RIFF

Hvar? Bíó Paradís, Norræna húsið og www.riff.is
Hvenær? 24. september–4. október

Alþjóðleg kvikmyndahátíð Reykjavíkur, RIFF verður haldin í 17. skipti og verða rúmlega 100 stuttmyndir, heimildarmyndir og kvikmyndir sýndar í ár, bæði íslenskar og erlendar. Opnunarmynd hátíðarinnar í ár er Þriðji pólinn eftir þau Anní Ólafsdóttur og Andra Snæ Magnason sem fjallar um Högna Egilsson og Önnu Töru Edwards sem bæði þjást af geðhvörfum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
2
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
7
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
9
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
10
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
6
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
7
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
9
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
10
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu