Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Andúð gagnvart Albönum blossar upp í kjölfar hópslagsmála

Marg­ir láta and­úð sína á Al­bön­um, út­lend­ing­um og múslim­um ekki liggja á milli hluta á at­huga­semda­kerf­um eft­ir hópslags­mál síð­ustu helgi. Tvenn­um sög­um fer af upp­tök­um slags­mál­anna.

Andúð gagnvart Albönum blossar upp í kjölfar hópslagsmála
Útlendingaandúð réttlætt með hegðun örfárra einstaklinga Hópslagsmál brutust út 29. ágúst, en hópur þátttakenda eru frá Albaníu.

„Albanir eru einsog kakkalakkar, mennskt rusl sem allar þjóðir ættu að loka af áður en þessi ógeðslega plága stækkar“. Þetta er meðal þeirra orða sem hafa fallið í athugasemdakerfi um hópslagsmál á Laugavegi síðustu helgi. Þrír voru fluttir á bráðadeild Landspítalans eftir átökin, en enginn þeirra var í lífshættu. Fjórir eru með stöðu grunaðs.

Eins og fjallað hefur verið um brutust út hópslagsmál laugardaginn 29. ágúst. Lögreglan hefur gefið út að átökin hafi hugsanlega verið uppgjör á milli tveggja hópa, íslenskra og erlendra manna. Erlendi hópurinn hefur verið kenndur við Albani, en einstaklingar úr báðum hópum hafa stigið fram og sagst vera fórnarlömb.

Í athugasemdakerfi Mannlífs fyrirfinnast margar athugasemdir þar sem andúð gagnvart útlendingum og Albönum ræður ríkjum. Meðal annars líkir einn Albönum við kakkalakka og spyr: „Er ekki kominn tími til að henda albanska viðbjóði úr landi“. Guðmundur Sigurjónsson tekur undir þessi orð og bætir við að þetta „vandamál“ fyrirfinnist líka á Norðurlöndunum og Englandi. „Evrópusambandið stendur fyrir þessu, má ekki mismuna fólk allir eiga sama rétt sem búa í þessum heimi en þegar kemur að muslimum þá eru þeir [verstir] allra hvað kynþáttahatur varðar“.

Baldur Hannesson segir að það eigi að henda „þessum mönnum“ úr landi, „helst á gúmmíbát“. Bragi Páll Bragason tekur í sama streng. „Senda þetta rusl úr landi“, segir hann. Ívar Ásgeirsson segir að þessir einstaklingar hafi væntanlega „upprunalega verið að flýja lögregluna í heimalandi sínu og til að lenda ekki í fangelsi fyrir glæpi sína þar“.

Mismunandi frásagnir af atburðarásina

Angjelin Sterkaj, einn þeirra sem er með stöðu grunaðs eftir hópslagsmálin, sagði við Fréttablaðið í gær að hann og vinir hans hafi ekki átt upptökin að slagsmálunum heldur hafi verið að verja sig. Hann sagði að ráðist hafi verið á einn úr þeirra röðum, dyravörð á Kofa Tómasar Frænda. „Þeir mættu með hnífa, þeir mættu með járnkylfur og réðust á okkur. Hvað áttum við að gera? Við vorum bara að verja okkur,“ sagði hann við Fréttablaðið.

Frásögn hans var viðbragð við viðtali Mannlífs við Hander Maria de la Rosa frá 2. september. „Þetta byrjaði þannig að húðlitur minn var orsökin en þeir eru líka að ráðast á Íslendinga. Meðal annars spörkuðu þeir í og rotuðu einn sem reyndi að hjálpa mér,“ sagði Hander við Mannlíf, en hann er dökkur á hörund. Angjelin þvertók fyrir þá atburðarás.

Mannlíf hefur eftir Hander að hann hafi kjálkabrotnað í nóvember síðastliðnum eftir árás sama hópsins og að upptök hópárásarinnar síðustu helgi megi rekja til þess að hann neitaði að draga kæru sína gagnvart hópnum til baka. Hander var stunginn með hníf í handlegginn síðastliðna helgi og þurfti að gangast tvisvar undir aðgerð.

Réttindalítill minnihlutahópur

Þess má geta að Albanir eru berskjaldaður minnihlutahópur á Íslandi. Landið er utan Evrópusambandsins og því þurfa borgarar þess að sækja um dvalar- og atvinnuleyfi til að starfa hér á landi, sem er hægara sagt en gert. Frá árinu 2015 hafa 763 umsóknir um alþjóðlega vernd borist Útlendingastofnun, en sárafáir hafa fengið hæli.

Til dæmis var tveim slíkum fjölskyldum vísað úr landi í skjóli nætur 10. desember 2015, en í báðum þeirra voru ung börn með lífshættuleg veikindi sem læknar töldu ólíklegt að yrði sinnt í heimalandi þeirra. Vegna þrýstings frá almenningi fengu báðar fjölskyldurnar ríkisborgarétt og gátu snúið aftur til landsins.

Klevis Sula, tvítugur Albani, lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum í desember 2017. Hann, og annar albanskur maður, var stunginn af Íslendingi á þrítugsaldri. Móðir Klevis sagði við Vísi að Klevis hafi komið til Íslands: „til að vinna og öðlast betra líf“. Vísir hefur eftir vini Klevis að hann hafi boðið grátandi manni aðstoð og verið stunginn af honum. Klevis hafði aðeins búið á Íslandi í nokkra mánuði.

Albanskir foreldar 19 mánaða gamallar stúlku sem fæddist á Íslandi 2017 fóru í mál gegn íslenska ríkinu vegna úrskurð Útlendingastofnunar um að vísa þeim og barninu úr landi þar sem þeir töldu það brjóta í bága við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ólétt albönsk kona sem var komin níu mánuði á leið var handtekin ásamt manni sínum og tveggja ára barni. Eftir 19 tíma flug voru þau komin aftur til Albaníu, en læknisvottorð lág fyrir sem mælti gegn löngu flugi. Starfandi forstjóri Útlendingastofnun sagði að vottorðið hafi ekki breytt neinu við framkvæmdina.

Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjón hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, gerði í samtali við Mbl.is tortryggilegt að „ákveðnir hópar“ útlendinga geri sig „heimakomna“ á Íslandi.

Rannsókn málsins er enn í gangi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
3
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
7
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
10
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Þetta er móðgun við okkur“
5
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
7
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
8
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
9
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu