Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Þetta lætur mig ekki í friði

Jón­as Ingi­mund­ar­son pí­anó­leik­ari er hætt­ur að koma fram op­in­ber­lega en þrátt fyr­ir 20 ára bar­áttu við krabba­mein er hann með ým­is járn í eld­in­um. Hann stend­ur ásamt öðr­um að baki Beet­ho­ven-há­tíð í sam­vinnu við Sal­inn í sept­em­ber og átti hug­mynd­ina að tón­leik­um í Hörpu þar sem ís­lenska ein­söngslag­inu verð­ur gert hátt und­ir höfði.

Jónas Ingimundarson er án nokkurs vafa einn af helstu tónlistarmönnum Íslendinga en í áratugi starfaði hann sem píanóleikari, kennari og kórstjóri. Hann er nú sestur í helgan stein og á fallegu heimili hans og eiginkonu hans, Ágústu Hauksdóttur tónlistarkennara, stendur svartur og gljáandi flygill. Tugir geisladiska og nótnabóka standa í röðum í hillum.

„Hér snýst allt um tónlist. Fyrir okkur Ágústu er lífið tónlist. Tónlistin tekur við þegar maður hættir að geta tjáð sig í orðum. Það er eitt af því fallega við hana. Boðskapurinn er það sem skiptir máli; fegurðin og þau element sem hrífa. Þetta lætur mig ekki í friði.“

 Jónas segir að tónlistin sé lífskrafturinn í huga sínum. „Ég finn í tónlistinni löngun til að lifa. Ég gæti ekki hugsað mér lífið án tónlistar. 

Það er svo sárt – og þess vegna er ég í músík – hve margir þeir eru sem virðast neita sér um að …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár