Þessi grein er rúmlega 6 mánaða gömul.

„Skömmin er okkar sem beittum ofbeldinu“

Fæst­ir barn­aníð­ing­ar játa brot sín. Mað­ur sem braut gegn börn­um kem­ur hér fram í til­raun til að fá aðra kyn­ferð­is­brota­menn til að opna aug­un fyr­ir eig­in gjörð­um. Hann lýs­ir að­ferð­um og hug­ar­heimi barn­aníð­ings í við­tali, til að auð­velda við­brögð og grein­ingu. Hann hafði tal­ið að­stand­end­um sín­um trú um að hann væri sak­laus en brotn­aði nið­ur í fang­els­inu og ját­aði fleiri brot en hann hafði ver­ið dæmd­ur fyr­ir.

Fæst­ir barn­aníð­ing­ar játa brot sín. Mað­ur sem braut gegn börn­um kem­ur hér fram í til­raun til að fá aðra kyn­ferð­is­brota­menn til að opna aug­un fyr­ir eig­in gjörð­um. Hann lýs­ir að­ferð­um og hug­ar­heimi barn­aníð­ings í við­tali, til að auð­velda við­brögð og grein­ingu. Hann hafði tal­ið að­stand­end­um sín­um trú um að hann væri sak­laus en brotn­aði nið­ur í fang­els­inu og ját­aði fleiri brot en hann hafði ver­ið dæmd­ur fyr­ir.

„Ég er búinn að brjóta af mér og hef enga afsökun fyrir því sem ég hef gert,“ segir maður á miðjum aldri, þar sem hann situr, klæddur í ljósan jakka og köflótta skyrtu, svolítið álútur og með derhúfu sem hann dregur niður á enni, en kurteis í framkomu. Hann ber það ekki með sér að hafa brotið á börnum, en hann gerði það nú samt. „Mér líður skelfilega yfir því sem ég gerði. En ég er ekki kominn hingað til þess að fá hvítþvott. Minn tilgangur með þessu viðtali er að koma reynslu minni á framfæri við menn sem eru að brjóta á börnum svo þeir skilji hvað það er rangt. Um leið langar mig að undirstrika hversu mikilvægt það er að menn sem eru haldnir barnagirnd geti leitað sér aðstoðar. Loks vil ég hvetja börn til að kæra menn sem hafa brotið á þeim. Þau þurfa ekki að skammast sín. Ég, og aðrir menn eins og ég, berum alla skömmina.“

Skömmin 

Maðurinn kemur ekki fram undir nafni. Ástæðan fyrir því er að hann er hræddur um að valda brotaþolum sínum enn frekari sárum með því að stíga fram í fjölmiðlum. Sjálfur hefur hann engu að tapa lengur, er dæmdur barnaníðingur, útskúfaður af samfélaginu og sætir reglulega áreiti frá fólki sem þekkir til verka hans. Hann hefur hins vegar sætt viðtalsmeðferð hjá sálfræðingi frá því að hann fór í fangelsi og vill lýsa því hvernig hann komst smám saman til meðvitundar um alvarleika brota sinna og hvetja aðra menn í sömu stöðu til þess að gangast við sjálfum sér. Af því að það er hægt að fá hjálp. „Mig langar að bæta fyrir brot mín. Ef þetta getur verið liður í því, þá er ég tilbúinn til að segja frá því sem ég hef lært.“

Fyrst tekur hann fram að hann sé þakklátur þeim sem kærðu hann fyrir kynferðisofbeldið, af því að það er þeim að þakka að hann neyddist til að horfast í augu við sjálfan sig og takast á við vandamálið. „Stundum er talað um að börn glími við skömm vegna þess að þau voru beitt ofbeldi, en þau þurfa ekki að skammast sín. Skömmin er okkar sem beittum ofbeldinu. Það er svo auðvelt að koma börnum í þessar aðstæður, því þau hafa enga þekkingu eða reynslu til að takast á við þetta. Mér finnst mikilvægt að þetta komi fram. Börn eiga að vera óhrædd við að kæra.“

Ranghugmyndirnar 

Annað sem er honum hugleikið er skilgreiningin á ofbeldi. Það tók hann langan tíma að skilja hvað í því felst. „Þegar ég var dæmdur í fangelsi var ég í svo mikilli afneitun að ég leit aldrei á mig sem kynferðisbrotamann. Ég var svo uppfullur af ranghugmyndum. Á þessum tíma drakk ég mikið og þótt drykkjan hafi ekki valdið ofbeldinu þá brenglaði hún dómgreindina og ég þurfti að vinda ofan af allskonar ranghugmyndum og hugsýki. Mér tókst að gera það með sálfræðingnum mínum og þá fyrst komst ég til meðvitundar um hvað ég var búinn að gera.“

Í gegnum tíðina hefur hann fylgst með fjölmiðlaumfjöllun um kynferðisofbeldi líkt og aðrir og var jafn líklegur til þess að bregðast illa við slíkum fréttum. Af því að honum misbauð ofbeldið, án þess að átta sig á því að hann var sjálfur að beita ofbeldi. „Í mínum huga var ég aldrei að beita ofbeldi því að ofbeldið sem ég beitti til að ná mínu fram var ekki líkamlegt.“ 

„Ég beitti aldrei líkamlegu valdi en ég beitti annars konar valdi“

Í stað þess að halda brotaþolum niðri á meðan hann misnotaði þá notfærði hans sér valdaójafnvægið á milli þeirra, beitti vitsmunalegu og andlegu ofbeldi. Aðferðirnar sem hann beitti voru að gera börnin hænd að sér, vera almennt góður við þau og leiðbeina þeim, tala við þau og veita þeim athygli. „Ég reyndi að vera góður við börn.“ Þannig öðlaðist hann traust til þess að byrja með. „Þess vegna leit ég ekki á  mig sem ofbeldismann. Þegar ég leit seinna til baka þá sá ég að ég hafði beitt andlegu ofbeldi í töluverðum mæli. Ég lét börnin vita hvað ég vildi frá þeim og að ég hefði ekki áhuga á frekari samskiptum við þau ef ég fengi ekki mínu fram. Ég beitti aldrei líkamlegu valdi en ég beitti annars konar valdi.“

Aðferðirnar 

Hann lýsir því hvernig honum tókst að réttlæta gjörðir sínar fyrir sjálfum sér. „Þegar börn kveiktu í mér þá fékk ég dúndrandi hjartslátt. Það komst ekkert annað að í huga mínum. Líka af því að hugurinn var ekki í lagi. Þegar þú ert með þessar ranghugmyndir þá leyfir þú þér að fara lengra. Ég leit til dæmis á að það væri í lagi að snerta börn sem leituðust eftir snertingu frá mér vegna þess að ég hafði verið góður við þau. Það kom fyrir að ég fengi bakþanka þegar ég hafði lokið mér af en þegar kynþörfin kom aftur upp þá átti ég erfitt með að ná stjórn á huga mínum og tókst alltaf að selja mér að þetta væri ekki ofbeldi.“ 

Innst inni vissi hann alltaf hvað hann var að gera. „Auðvitað vissi ég að það sem ég væri að gera væri rangt. Auðvitað leið mér illa yfir því. En mér tókst að réttlæta það fyrir mér. Það var engin rökhugsun, ég vildi bara gera þetta.“ Hann lýsir þessu eins og fíkn, hann hafi verið haldinn eins konar rörsýn og alltaf verið að hugsa um þetta. Það komst ekkert annað að. „Ég notaði þetta líka til að losa um spennu.“

Til að tryggja þögn þeirra þá gaf hann börnunum gjafir og peninga, auk þess sem hann hótaði þeim sjálfsvígi ef þau myndu segja frá. „Auðvitað fór ég líka varlega. Brotin fóru til dæmis alltaf fram á heimili mínu.“

Þess vegna vill hann vara foreldra við. Stundum er ekki allt sem sýnist. 

Afneitunin 

Fæstir kynferðisbrotamenn gangast við gjörðum sínum. Játningar fyrir dómi eru afar sjaldgæfar þegar kemur að þessum málaflokki. Þegar hann var kærður neitaði hann alfarið að hafa brotið gegn börnunum, bar á þau sakir og hélt fram sakleysi sínu. „Ég taldi öllum trú um að ég væri blásaklaus maður.“ Hann var engu að síður dæmdur í fangelsi og gekk jafnvel svo langt að óska eftir viðtali við félagsráðgjafa í fangelsinu því hann vildi senda forsetanum bréf og fara fram á náðun. „Ég var bilaður,“ segir hann.

 „Ég taldi öllum trú um að ég væri blásaklaus maður“ 

Það var ekki fyrr en hann hafði setið um stund í fangelsi sem hann fór að átta sig. „Ég var ekki meðvitaður um valdaójafnvægið fyrr en ég var búinn að vera nokkra mánuði í fangelsi. Þá var ég farinn að sjá aðeins hvernig ég hafði hagað mér. Samfangar mínir voru nefnilega voðalega duglegir við að benda á hvorn annan, en töluðu aldrei um sjálfa sig. Við áttum allir erfitt með að sjá okkur sjálfa. Svo fór ég að hugsa hvort ég væri kannski líka með svona hrikalega brenglað raunveruleikaskyn.“

Þegar hann heyrði svo af afdrifum eins brotaþolans, sem leið auðsýnilega mjög illa og átti erfitt uppdráttar, var eins og hann hefði verið sleginn. „Það vissi enginn hvað ég hafði gert honum, en ég vissi það. Allt í einu skildi ég hvað ég hafði gert. Þetta helltist yfir mig, eins og kjaftshögg.“

Viðurkenningin 

Eftir þetta ákvað hann að leggja öll spilin á borðin. Hann fór á fund sálfræðings þar sem hann brotnaði niður, hágrét og greindi frá öllum sínum brotum, líka því sem hann hafði ekki verið dæmdur fyrir. Í kjölfarið var fjölskyldan boðuð til fundar þar sem hann sagði sínum nánustu aðstandendum allt af létta. „Það var mjög átakanlegt,“ segir hann. Sumir fjölskyldumeðlimir sneru alfarið baki við honum í kjölfarið, en aðrir hafa reynt að vera til staðar fyrir hann þótt það sé erfitt fyrir þá. „Ég finn hvað þetta kemur illa við alla fjölskylduna mína. Það er ekki bara brotaþolar mínir sem þjást. Þetta veldur öllum skaða sem tengjast mér.“

Að fundi loknum settist hann niður við að skrifa brotaþolum sínum bréf. „Ég bað þá afsökunar og greiddi þeim fullar skaðabætur.“ Til að geta gert það notaði hann peningana sem hann fékk fyrir sölu á íbúðinni sinni. „Um leið og ég náði loks að sjá hvað ég hafði gert var ég alveg eyðilagður yfir því.“ 

„Ég bað þá afsökunar og greiddi þeim fullar skaðabætur“ 

Það tókst með aðstoð fangavarða og sálfræðings sem mættu honum af virðingu og hjálpuðu honum að horfast í augu við sjálfan sig. „Ég held að þegar mönnum er mætt með fyrirlitningu þá fari þeir frekar í vörn. Eðli mannsins er að neita fyrir brot sín og verjast ásökunum. Ef þér er mætt með mannvirðingu er þér gert kleift að opna þig og fara í sjálfsskoðun. Ákveðnir fangaverðir náðu mér vegna þess að þeir voru almennilegir í framkomu og sömuleiðis sálfræðingurinn sem kom fram af virðingu. Þegar ég fór að tala við sálfræðinginn skildi ég hvað það var mikið af ranghugmyndum í höfðinu á mér. Fram að því var alveg lokað fyrir mér að mínir vitsmunir væru meiri en barnanna. Eða að þessi börn ættu eftir að verða fullorðnar manneskjur, að þau hefðu tilfinningar og þetta hefði afleiðingar, sú hugsun var ekki til hjá mér.“ 

Úrvinnslan

Á þessum tíma glímdi hann við reiðiköst þar sem hann vildi helst taka allt í fangaklefanum og grýta því í gólfið, en var fyrirmunað að skilja af hverju hann væri svona reiður. „Kannski vegna þess að ég var búinn að gera þetta,“ útskýrir hann, en sálfræðingurinn hvatti hann til þess að reyna að festa fingur á hvað væri að gerast innra með honum þegar reiðin tæki völdin. „Einn daginn fékk ég reiðikast og fattaði að þetta var svo mikil sorg. Sorgin vakti með mér reiði. Reiðin var mín leið til að vinna gegn sorginni. En á þessari stundu lagðist ég í rúmið og leyfði sorginni að flæða. Eftir það fór mér að líða aðeins betur.“

Áfram glímdi hann samt við þunglyndi en hugræn atferlismeðferð og núvitundaræfingar hafa hjálpað aðeins til. Eins hefur verið gagnlegt að skilja að tilfinningar eru ekki endilega samtvinnaðar hugsuninni. „Ég hélt að þetta væri allt í einum graut, en þeim tókst að fá mig til að skilja að ég get aðskilið tilfinningar frá huganum. Í stað þess að láta stjórnast af tilfinningum þarf ég að hafa stjórn á tilfinningunum, vera meðvitaður um þær og geta gripið inn í. Ekki aðeins til þess að halda kynhvötinni niðri heldur einnig til að takast á við þunglyndi, kvíða og streitu.“

Brenglunin 

Nú hefur hann verið í samtalsmeðferð í hátt í tíu ár og er enn að glíma við sjálfan sig. „Ég er enn haldinn barnagirnd. Ég hef ekki áhuga á fullorðnu fólki. Þegar ég lít til baka þá hefur það verið þannig frá því að ég varð kynþroska sem unglingur, en það truflaði mig ekki fyrr en ég komst í aðstæður þar sem ég gat skapað nánd með börnum og upplifði snertingu við þau. Þá vatt þetta smám saman upp á sig þar til ofbeldið var orðið mjög alvarlegt. Ég þarf að lifa með því að ég er svona, en núna er ég allavega meðvitaður um hversu skelfilega rangt þetta er. Þetta er brenglun. Eftir allar þessar meðferðir þá hefur mér að tekist að lifa með þessu án þess að valda skaða, en ég mun alltaf þurfa að vera í sálfræðiviðtölum.“

„Ég er enn haldinn barnagirnd“

Hann vonast til að geta verið áfram í sálfræðiviðtölum á vegum Fangelsismálastofnunar um ókomna tíð. „Það sama þarf að vera í boði fyrir aðra sem hafa kynferðislegar langanir í börn. Menn sem eru haldnir svona hugsunum þurfa að leita sér aðstoðar og sú aðstoð þarf að vera í boði. Það er eitthvað rangt við að kynferðisbrotamenn geti hvergi fengið hjálp. Fullt af fólki er haldið barnagirnd en það getur hvergi leitað sér aðstoðar vegna þess að fordómarnir eru svo miklir og fólki er mætt með fyrirlitningu. Samt hlýtur það að vera best fyrir alla að efla forvarnir gagnvart þessu, svo menn geti leitað sér aðstoðar áður en þeir brjóta af sér.“

Aðstoðin 

Eitt af því sem hefur fylgt honum er óttinn við að viðurkenna þessar hugsanir. Hann minnist þess til dæmis að hafa séð eða lesið viðtal við mann sem hafði greint frá því að hann væri með kynferðislegar langanir gagnvart börnum. Sá maður sagði frá því að um leið og hann viðurkenndi þessar hugsanir hefði barnavernd ætlað að taka af honum börnin. Þegar þetta var þá var hann sjálfur á þrítugsaldri og þetta sat alltaf í honum. „Hann fékk ekki hjálp heldur var honum mætt af fyrirlitningu. Þannig að þótt það hvarflaði að mér síðar að leita mér aðstoðar þá óttaðist ég alltaf að ég yrði dæmdur fyrir þessar hneigðir. Reyndar hélt ég líka framan af að þetta myndi fara úr mér ef ég færi að vera með konu, en svo missti ég alla löngun til þess að vera með henni. Eftir að ég byrjaði að brjóta af mér hugleiddi ég auðvitað að leita mér aðstoðar en ég óttaðist um afdrif barnanna minna.“ 

Það var því ekki fyrr en hann hafði brotið af sér sem hann fékk viðeigandi meðferð. Eftir það hefur margt breyst. Núorðið á hann til dæmis auðveldara með að skynja tilfinningar annarra og finna fyrir samkennd. „Þetta var alveg lokað fyrir mér,“ útskýrir hann, „en það er eins og það hafi tengst nýjar brýr í hausnum á mér.“ 

„Mikilvægasta skrefið var að viðurkenna þetta“

Annað sem hann vill taka fram að það er ekki endilega það sama að langa og vilja. „Ef þú finnur seðlaveski fullt af peningum þá langar þig í peningana en þú vilt ekki taka þá því þú veist að það á þá einhver. Þetta er munurinn á því að langa og vilja. Þig langar kannski í ákveðinn mat en af því að þú veist að það eru skaðleg efni í honum þá viltu kannski ekki borða hann. Ég er enn með barnagirnd en viljinn til að brjóta af mér er ekki lengur til staðar. Það er svo stórt atriði. Það er hægt að laga þetta með samtalsmeðferð. Mikilvægasta skrefið var að viðurkenna þetta. Menn verða að taka á þessu af heilindum. Þótt ég muni lifa við endalausa refsingu og það líði ekki sá dagur að ég hugsi ekki um það sem ég gerði, glími við skömm og sé í hálfgerðu áfalli yfir dómgreindarleysinu sem ég sýndi, þá finn ég samt að mér líður betur en áður. Þetta er ekki að trufla mig í dag.“

Meðvitundin 

Til að komast þangað þurfti hann að taka til í sínu lífi. Liður í því var að læra að takast á við erfiðleika og streitu á annan hátt en áður. Hann hefur einnig snúið baki við hlutum sem voru að valda honum skaða, svo sem klámi, en hann horfði mikið á barnaklám á sínum tíma. „Það brenglar á þér hausinn,“ segir hann, sem hefur heitið sér að snerta ekki aftur á slíku efni.

Eins hefur hann ákveðið að snerta ekki aftur á áfengi. Af því að hann átti það til að fá sér í glas að vinnudegi loknum og þótt hann væri kannski ekki alltaf fullur var hann gjarna rakur. „Menn sem eru haldnir svona brenglun verða að láta áfengi og fíkniefni vera. Þú þarft að viðhalda skýrri meðvitund til að brjóta ekki af þér.“ Fyrir honum er þetta alveg skýrt, hann braut af sér og iðrast gjörða sinna. Þótt áfengi hafi ekki verið afsökun þá hafði það þau áhrif að það losaði um hömlur og skerti dómgreindina. „Jafnvel þótt þú sért bara sísullandi er höfðuð óskýrt,“ útskýrir hann. „Ég ætla mér aldrei að drekka áfengi aftur. Mér finnst ég ekki geta gert það gagnvart mínum brotaþolum. Þeir eiga þó það inni hjá mér.“ 

„Ég ætla mér ekki að umgangast börn aftur“

Ef það er eitthvað sem hann er ákveðinn í þá er það að valda öðrum ekki frekari skaða. Sem þýðir um leið að hann ætlar ekki heldur að koma sér aftur í aðstæður þar sem hann gæti fengið tækifæri til að brjóta aftur á börnum. „Ég ætla mér ekki að umgangast börn aftur. Þessu tímbili í lífi mínu er lokið. Ég hef svo mikla skömm og andstyggð á því sem ég gerði að þegar ég sé börn í dag líður mér illa. Ég vil bara koma mér burt. Mér finnst ég ekki verðugur að vera nálægt barni. Þetta verða menn að skilja sem hafa gert þetta, þeir eiga ekki að vera nálægt börnum.“ 

Tilgangurinn 

Undanfarið hefur hann unnið markvisst að því að finna leiðir til þess að dreifa huganum og halda sér uppteknum, meðal annars með því að hella sér út í allskonar áhugamál. Verst er að fá hvergi vinnu.

Hann útskýrir af hverju og segir sögu af manni sem var nýlega dæmdur aftur í fangelsi eftir að hafa lokið afplánun fyrir kynferðisbrot. „Þegar hann kom út úr fangelsi var ekkert fyrir hann að gera. Þetta á almennt við um dæmda kynferðisbrotamenn, ekki síst þá sem brutu gegn börnum. Ég hugsa að það sé hættulegra að hafa svona menn hangandi heima hjá sér. Þá er styttra í að þeir leiti aftur í tölvuna, eða flöskuna eða fari jafnvel að brjóta af sér aftur. Af því að þeir hafa engu að tapa. Það skiptir svo miklu máli að hafa tilgang í lífinu.“ 

Sjálfur hefur hann leitað að vinnu í tvö ár en hvergi fengið svar. „Ég er gjörsamlega útskúfaður. Maður ráfar bara um borgina.“ Hann veit til þess að hann hefur haft meiri þekkingu og reynslu en aðrir sem voru ráðnir í hans stað. Hann veit líka að ástæðan fyrir því að hann er ekki ráðinn er þessi fortíð hans. 

Iðrunin 

Mestu máli skiptir samt máli að hann fái viðeigandi eftirfylgd. „Ég vil halda áfram á þessari braut vegna þess að ég iðrast þess sem ég hef gert. Þetta samtal hér og nú hjálpar mér til dæmis að takast á við sjálfan mig og minn hugarheim. Það eflir mína hugsun og hjálpar mér að vera meðvitaður, af því að ég var orðinn svo ruglaður.“

Aðspurður hvernig hann lifir með því sem hann gerði svarar hann: „Ég er betri maður í dag,“ segir hann og bætir við: „Það hjálpar að hafa viðurkennt brot mín.“ En það var engin syndaaflausn. „Ég mun lifa með því sem ég gerði og það er bara gott á mig. Mér líður illa yfir því. Á sama tíma er ég þakklátur fyrir að vera laus við þetta. Mér líður eins og ég sé frelsaður, ég létti svo svakalega á mér þegar ég gekkst við þessu og losnaði út úr afneitun og ranghugmyndum. Um leið helltist yfir mig iðrun og skömm, en það var líka léttir. Það er hollt að horfast í augu við það sem þú hefur gert. Þá fyrst getur þú orðið betri maður.“ 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Landsréttur fellir úr gildi frávísun í máli Jóns Baldvins
FréttirMeToo sögur um Jón Baldvin

Lands­rétt­ur fell­ir úr gildi frá­vís­un í máli Jóns Bald­vins

Hér­aðs­dóm­ur mun taka mál Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar til efn­is­með­ferð­ar. Mál­flutn­ingi hans um að meint kyn­ferð­is­leg áreitni hans sé ekki refsi­verð sam­kvæmt spænsk­um lög­um er hafn­að.
311. spurningaþraut: Handbolti, tölvuleikur, kvenhetja, borgir
Þrautir10 af öllu tagi

311. spurn­inga­þraut: Hand­bolti, tölvu­leik­ur, kven­hetja, borg­ir

Þraut­in í gær sner­ist um borg­ir. * Fyrri auka­spurn­ing: Hver á eða átti svarta bíl­inn sem hér að of­an sést? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Guð­mund­ur Guð­munds­son er þjálf­ari ís­lenska karla­lands­liðs­ins í hand­bolta. Hann tók við því starfi í þriðja sinn ár­ið 2018. Hvern leysti hann þá af hólmi? 2.   Í Net­flix-mynd­inni News of the World leik­ur rosk­inn Banda­ríkja­mað­ur að­al­hlut­verk­ið. Hvað heit­ir...
Þá var kátt í höllinni
Mynd dagsins

Þá var kátt í höll­inni

Í morg­un var byrj­að að bólu­setja með 4.600 skömmt­um frá Pfizer, ald­urs­hóp­inn 80 ára og eldri í Laug­ar­dals­höll­inni. Hér er Arn­þrúð­ur Arn­órs­dótt­ir fædd 1932 að fá sinn fyrsta skammt. Alls hafa nú 12.644 ein­stak­ling­ar ver­ið full bólu­sett­ir gegn Covid-19, frá 29. des­em­ber, þeg­ar þeir fyrstu fengu spraut­una. Ís­land er í fjórða neðsta sæti í Evr­ópu með 1.694 smit á hverja 100 þús­und íbúa, Finn­ar eru lægst­ir með ein­ung­is 981 smit á hverja 100 þús­und íbúa. Andorra er með flest smit á heimsvísu, eða 14.116 smit á hverja 100 þús­und íbúa.
Anton ennþá með stöðu sakbornings
FréttirMorð í Rauðagerði

Ant­on enn­þá með stöðu sak­born­ings

Lög­mað­ur Ant­ons Krist­ins Þór­ar­ins­son­ar seg­ir Ant­on laus­an úr gæslu­varð­haldi en hann hafi enn stöðu sak­born­ings í rann­sókn á morð­inu í Rauða­gerði 28.
Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
RannsóknMorð í Rauðagerði

At­hafna­mað­ur­inn Ant­on kort­lagð­ur: Hvað­an koma pen­ing­arn­ir?

Ant­on Krist­inn Þór­ar­ins­son hef­ur yf­ir fjölda ára kom­ið að stofn­un, stjórn og prókúru ým­issa fé­laga sem hafa mest­an sinn hagn­að af sölu og kaup­um fast­eigna. Hann seldi „Garða­bæj­ar­höll“ og bygg­ir nú hús á Arn­ar­nes­inu.
310. spurningaþraut: Hér er spurt um erlendar borgir, hverja af annarri
Þrautir10 af öllu tagi

310. spurn­inga­þraut: Hér er spurt um er­lend­ar borg­ir, hverja af ann­arri

Hér er þraut gær­dags­ins! * All­ar spurn­ing­ar dags­ins snú­ast um er­lend­ar borg­ir. Fyrri auka­spurn­ing: Í hvaða borg má finna stytt­una sem sést á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Osló er fjöl­menn­asta borg Nor­egs. Hver er sú næst­fjöl­menn­asta? 2.   Oscar Niemeyer var arki­tekt sem fékk það drauma­verk­efni að hanna fjölda stór­hýsa og op­in­berra bygg­inga í al­veg splunku­nýrri borg sem...
Skjálfandi jörð
Mynd dagsins

Skjálf­andi jörð

Síð­an skjálfta­hrin­an byrj­aði síð­ast­lið­inn mið­viku­dag hafa rúm­lega 11.500 skjálft­ar mælst á Reykja­nes­inu. Og held­ur er að bæta í því á fyrstu tólf tím­um dags­ins í dag (1. mars) hafa mælst yf­ir 1500 skjálft­ar, þar af 18 af stærð­inni 3.0 eða stærri. Virkn­in í dag er stað­bund­in en flest­ir skjálft­ana eiga upp­tök sín við Keili og Trölla­dyngju, sem er skammt frá Sand­fellsklofa þar sem er mynd dags­ins er tek­in.
„Það eina sem ég vildi var að deyja“
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

„Það eina sem ég vildi var að deyja“

Ásta Önnu­dótt­ir, sem var vist­uð um tveggja ára skeið á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi, lýs­ir því að hún hafi orð­ið fyr­ir slíku and­legu of­beldi þar að það hafi dreg­ið úr henni lífs­vilj­ann. Hún hafi ver­ið glað­vært barn en fram­kom­an í henn­ar garð á heim­il­inu hafi bar­ið alla gleði úr henni. Það sé fyrst nú, im tveim­ur ára­tug­um síð­ar, sem hún sé að jafna sig.
Heimilisbókhald Sjálfstæðismanna
Halldór Auðar Svansson
Blogg

Halldór Auðar Svansson

Heim­il­is­bók­hald Sjálf­stæð­is­manna

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, dóms­mála­ráð­herra og þing­kona Reykja­vík­ur­kjör­dæm­is norð­ur, rit­aði í síð­asta mán­uði grein um Reykja­vík­ur­borg þar sem kunn­ug­leg Val­hall­ar­stef um rekst­ur borg­ar­inn­ar koma fyr­ir. Söng­ur­inn er gam­all og þreytt­ur, hann geng­ur út á að reynt er að sýna fram á að í sam­an­burði við þær ein­ing­ar sem Sjálf­stæð­is­menn eru að reka – rík­is­sjóð og önn­ur sveit­ar­fé­lög – sé allt...
Nýtt leikrit veitir kvenskörungi uppreist æru
MenningMetoo

Nýtt leik­rit veit­ir kven­skör­ungi upp­reist æru

„Ég finn mig skylduga til að segja þessa sögu,“ seg­ir Tinna Sverr­is­dótt­ir sem grét nán­ast á hverri æf­ingu fyrstu vik­urn­ar í und­ir­bún­ingi fyr­ir leik­rit sem varp­ar nýju ljósi á ævi Sun­nefu Jóns­dótt­ur. Sun­nefa var tví­dæmd til dauða á 18. öld fyr­ir blóðskömm.
Gjaldþrotum og nauðungarsölum fækkaði á síðasta ári
Fréttir

Gjald­þrot­um og nauð­ung­ar­söl­um fækk­aði á síð­asta ári

Færri ein­stak­ling­ar voru lýst­ir gjald­þrota á síð­asta ári en ár­in tvö á und­an. Hið sama má segja um nauð­ung­ar­söl­ur á eign­um. Þá fækk­aði fjár­nám­um einnig.
309. spurningaþraut: Katrínar, sjómílur, jökull og Halla Signý
Þrautir10 af öllu tagi

309. spurn­inga­þraut: Katrín­ar, sjó­míl­ur, jök­ull og Halla Signý

Þið finn­ið þraut­ina frá í gær hér. * Fyrri auka­spurn­ing: Hvar voru — eft­ir því sem best er vit­að — að­al bæki­stöðv­ar þeirr­ar menn­ing­ar sem skóp mynd­ina hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hinrik 8. Eng­land­skóng­ur átti fleiri eig­in­kon­ur en al­gengt er um evr­ópska kónga. Hve marg­ar? 2.   Hve marg­ar þeirra hétu Katrín? 3.   Og fyrst við er­um á þess­um...