Móðir flýr barnavernd sem vill koma dóttur hennar í varanlegt fóstur
Sandra Hrönn Stefánsdóttir hefur kært Barnaverndarnefnd Reykjavíkur fyrir ranga úrlausn í máli hennar en barnavernd hefur farið fimmm sinnum fram á forsjársviptingu síðan í desember 2020. Sandra hefur vegna þessa komið sér í felur úti á landi til að dóttir hennar verði ekki tekin af henni.
2
Úttekt
91261
Íslenskunemi sér fram á brottvísun úr landi
Erlendir nemendur sem eiga upprunaland utan Evrópu þurfa að standast strangar kröfur frá Útlendingastofnun. Auk þess að standast fullt nám á hverju misseri þarf það líka að sýna fram á að það hafi trygga afkomu, þrátt fyrir að mega aðeins vinna 40 prósent starf.
3
Pistill
780
Þorvaldur Gylfason
Lagavernd gegn glæpum
Íslenska stjórnarskráin verndar þá sem ná undir sig ólöglegum ávinningi.
4
Þrautir10 af öllu tagi
4371
314. spurningaþraut: Kafbátur, nasistaforingi, forseti og fallinn múr
Þrautin í gær, munduði eftir að gæta að henni? * Fyrri aukaspurning: Svart fólk var ekki beinlínis hluti af fína fólkinu á Bretlandi á 19. öld, en sú er þó raunin í sjónvarpsseríu einni, eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Hvað heitir sjónvarpsserían? * Aðalspurningar: 1. Hvað hét sá forseti Venesúela sem lést 2013? 2. Ása Ólafsdóttir,...
5
Flækjusagan
211
„Drepið svikarana!“
Þegar hinn tíu ára Pétur var valinn til keisara í Moskvu 1682 varð allt vitlaust. Skytturnar gerðu uppreisn. En var það Soffía Alexeiévna, systir hins unga keisara, sem stóð fyrir æðinu sem nú greip um sig í Kreml?
6
FréttirSamherjaskjölin
620
Samstarfi fyrirtækis Jakobs Valgeirs við umdeilda útgerð í Namibíu slitið
Bolvíski útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir Flosason leigði skip til namibískrar útgerðar í gegnum spænskt fyrirtæki sitt. Samstarfinu hefur nú verið slitið. Namibíska útgerðin hefur dregist inn í rannsókn Samherjamálsins.
7
Þrautir10 af öllu tagi
61103
315. spurningaþraut: „En af hverju borðar fólkið ekki kökur?“
Láttu eftir þér að reyna við þrautina frá í gær! * Fyrri aukaspurning: Hún snýst um kvikmynd. Í hvaða bíómynd birtist það tilkomumikla geimfar sem hér að ofan sést á siglingu sinni um svartnætti sólkerfisins? * Aðalspurningar: 1. Í hvaða borg starfaði sálfræðingurinn Sigmund Freud mestalla sína tíð? 2. En í hvaða borg dó hann eftir að hafa hrakist í...
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 12. mars.
Tileinkað Ragnheiði Gyðu Jónsdóttur.
***
Já, svo þið haldið að sagan sé löng? Maðurinn búinn að bardúsa hér lengi? Ísland frá örófi alda - og það er svakalega langt, er það ekki, þetta öróf? Og þegar þið standið undir píramídanum mikla í Giza, finnst ykkur þið þá heyra í klukkunni í Brekkukoti: Ei-líbbð, ei-líbbð?
En þó vitiði eflaust um leið að sá tími sem okkur hefur verið ætlaður á þessari jörð er ekki nema andartak. Maðurinn í allri sinni sögu og öllu sínu örófi er enn bara kornbarn á mælikvarða heimsins, þeim mælikvarða sem okkur er ekki gefið að skilja eða skynja.
Og núna er nýfundið annað mannkyn.
Það gekk hér á grundu miklu lengur en við höfum gert. Það lifði sínu lífi án þess að hafa hugmynd um að til væri framtíð sem yrði öðruvísi en nútíðin þeirra.
Það lifði ísaldir og hlýskeið; stundum voru veiðidýrin gjöful, stundum var ekkert að éta.
En þetta fólk, það lifði og lifði, uns eftir langan tíma, þá lifði það ekki lengur en dó.
Því eftir milljón ára sögu, nei, eftir meira en milljón ára sögu, þá hvarf þetta fólk af jörðinni, gufaði upp, sporlaust með öllu, milljón ár, er nokkur leið fyrir eina skammlífa mannssál að gera sér grein fyrir því hvað rúm milljón ár eru langur tími?
Hvaða fólk er þetta? Það er von að spurt sé því þangað til fyrr á þessu ári þá vissi eiginlega enginn með vissu hvort þetta mannkyn hefði verið til, þrátt fyrir árin milljón og meira sem það lifði hér á Jörðu.
Og það er svo nýtt að það hefur ekki einu sinni fengið nafn.
Einu ummerkin um það er að finna í erfðavísum okkar - og fleiri manntegunda sem lifðu af hvað svo sem varð þessu mannkyni að bana.
Illilega úrelt mynd
Byrjum hér:
Fyrir rúmum fimmtíu árum, um þær mundir sem ég var farinn að lesa fjölfræðibækur barnanna, sem þá tíðkuðust mjög, þá viðgekkst enn að teikna skýringamyndir af þróun mannsins á borð við þá sem hér má sjá að ofan.
Hrein og klár er þróunin frá apa til manns.
Ein tegund æxlast frá annarri og verður sífellt gáfaðri, hæfari og uppréttari.
Þar til loks að homo sapiens sapiens arkar til leiks lengst til hægri í leðurstígvélum og lendaskýlu til marks um að hann bæði kunni ýmislegt fyrir sér og sé kominn með siðferðisvitund.
Vilji ekki láta sjá typpið á sér.
(Svona myndir eru alltaf af karlmönnum.)
En nú er þessi mynd illilega úrelt.
Í sjálfu sér er hún svo sem ekki röng. Mannapar þróuðust vissulega til apamanna og svo til manna - ef þannig má til orða taka með hæfilegri léttúð.
Homo habilis.Tegundarheitið þýðir „laghenti maðurinn“. Hann hafði enn hið flata nef sem frændur okkar aparnir eru flestir með.
En gallinn við myndina er sá að hún gefur til kynna að alltaf hafi verið bara ein tegund ráðandi, uns sú næsta kom fram.
Þetta vitum við nú að er fjarri sanni. Allt frá byrjun voru á kreiki á sama tíma nokkrar tegundir „frumstæðra“ manna.
Fyrir um tveim milljónum ára voru til dæmis bæði homo habilis og homo erectus á ferðinni. Fyrrum héldu vísindamenn að erectus hefði þróast tiltölulega snyrtilega frá habilis, og leyst hann síðan af hólmi, en sú mynd breyst á síðustu árum.
Í fyrsta lagi er nú ljóst að þessar tvær tegundir lifðu samtímis mjög lengi eða í mörg hundruð þúsund ár og líklega að hluta til á svipuðum slóðum (einkum í syðsta hluta Afríku).
Í öðru lagi hefur komið upp úr dúrnum að margar aðrar manntegundir voru uppi á sama tíma, og þær hafa verið grafnar úr jörð eða flokkaðar upp á nýtt á allra síðustu tímum. Það dugar að nefna homo rudolfensis, homo gautengensis, homo ergaster og homo georgicus.
Sem sagt leggið þetta á minnið:
Þessar tegundir allar - habilis, erectus og fleiri - voru á dögum fyrir tveim milljónum ára.
Svo hurfu flestar þeirra smátt og smátt. Síðast spurðist til homo habilis fyrir 1,4 milljónum ára. Homo erectus var hins vegar enn við góða heilsu lengi enn.
Nema hvað næst staðnæmumst við í sögunni fyrir um 700.000 árum.
Þá var komin fram tegundin homo heidelbergensis og var útbreidd um mestalla Afríku og Evrópu líka. Þessi tegund var sennilega komin af homo erectus, sem þá var enn við lýði, kannski með viðkomu í annarri eða jafnvel báðum af tveim ívið eldri tegundum: Homo rhodesiensis eða homo antecessor.
Það er af homo heidelbergensis að segja að sú tegund virðist dáin út fyrir 300.000 árum, en um það leyti eru komnar fram þrjár nýjar tegundir manna.
Það eru Neanderdalsmenn, Denisovar og svo að lokum sjálfur homo sapiens sapiens.
Sá síðastnefndi, það eru við.
Upphaflega bjuggum við í Afríku, það má fullyrða, en hinar tegundirnar tvær í Evrópu og Asíu, og voru sennilega komnar fram á sjónarsviðið eitthvað töluvert á undan okkur.
Eðlileg ályktun af þessum söguþræði er að „nýju“ tegundirnar þrjár séu allar komnar af homo heidelbergensis. Þá ályktun hafa líka ýmsir vísindamenn dregið. En reyndar er víst alls ekki hægt að slá því föstu, þar sem ennþá vantar nokkur hundruð þúsund ár í steingervingasafnið.
Homo heidelbergensis.Hann var eins og flestar (kannski allar) manntegundirnar upprunninn í Afríku og hefur því án efa verið svartur á hörund til að verjast sólarljósinu
Þó genarannsóknir hafi umbylt þessum fræðum á síðustu árum kemur þó ekkert í staðinn fyrir steingervinga af dauðu fólki.
Meðan heimurinn hefur verið annars hugar vegna kóvíd-19 veikinnar hafa vísindamenn hins vegar verið að melta nýjar og að sumu leyti mjög óvæntar niðurstöður úr genarannsóknum síðustu missera.
Fyrir örfáum árum kom í ljós að homo sapiens hafði - eftir að hann flutti frá Afríku fyrir 80.000 árum eða þar um bil - þá hafði hann blandast bæði Neanderdalsmönnum og Denisovum í einhverjum mæli.
Ástir eða ofbeldi, það vitum við ekki.
Menn reiknuðu alla vega út að mest fjör hefði verið í þessum innbyrðis samskiptum tegundanna fyrir um 50.000 árum.
Denisovar og Neanderdalsmenn höfðu þá líka blandað blóði í talsverðum mæli.
Þetta var sagt fela í sér að Afríkumenn væru einu mennirnir sem hefðu ekkert (eða nánast ekkert) erfðaefni frá öðrum manntegundum, vegna þess að homo sapiens hefði ekki blandast Neanderdalsmönnum og Denisovum fyrr en eftir að hann fór frá Afríku, eins og áður sagði.
Í janúar á þessu ári var hins vegar birt ný og nákvæm rannsókn sem sýndi fram á að víst var töluvert erfðaefni frá Neanderdalsmönnum í blóði Afríkumanna.
Þetta er mjög merkilegt vegna þess að þetta er sterk vísbending um að fyrir „aðeins“ um 20.000 árum hafi stór hópur Evrópumanna og/eða fólks frá Miðausturlöndum flust aftur til Afríku.
Neanderdalsmaðurinn.Góðlegur kall. Þeir Neanderdalsmenn voru að vísu mannætur, að því er virðist. Átu þeir kannski hina „ofurfrumstæðu“ tegund?
Með sín Neanderdalsgen í blóðinu.
Og hinir nýkomnu blönduðust þeim sapiens sem hafði orðið eftir þegar fyrsti hópurinn lagði af stað.
Enginn hefur, sýnist mér, fram að þessu haft minnstu hugmynd um slíka þjóðflutninga sapiens aftur heim til „gamla landsins“.
Þrír prófessorar við mannfræðideild háskólans í Utah í Bandaríkjunum - Alan R. Rogers, Nathan S. Harris og Alan A. Achenbach - þeir stóðu fyrir þeirri rannsókn.
Rogers, Harris og Achenbach segja í inngangi rannsóknar sinnar á Neanderdalsmönnum og Denisovum:
„Fyrri rannsóknir hafa sýnt að nútímamenn í Evrasíu [Evrópu og Asíu] blönduðu blóði við þá Neanderdalsmenn og Denisova sem á undan þeim voru [fyrir 50 þúsund árum]. Við sýnum hér fram á að mörg hundruð þúsund árum fyrr hafi forfeður Neanderdalsmanna og Denisvoa blandast sínum eigin forfeðrum - „ofur-fornri“ manntegund, sem hafði skilið sig frá öðrum manntegundum fyrir tveim milljónum ára.“
Þetta var eins og finna fjársjóð.
Sá fjársjóður er tegundin sem prófessorarnir kalla „ofur-forna“ - á ensku „super-archaic“.
Það þýðir að fyrir tveimur milljónum ára var uppi manntegund sem enginn hafði fundið merki um fyrr.
Þótt vissulega grunaði ýmsa að einhver slík tegund hefði einhvern tíma verið til.
En hún var þá yfirleitt talin hafa verið mun seinna á dögum.
Fyrir tveim milljónum ára!
Nú sýndu prófessorarnir fram á að „ofur-forna“ tegundin þeirra hefði verið komin fram fyrir tveimur milljónum ára.
Fyrir tveim milljónum ára; það var sem sé um það leyti sem bæði homo habilis og homo erectus þrifust á Jörðinni.
Enn eitt spjótalagið í þá úreltu mynd að alltaf hafi bara ein tegund tekið við af annarri.
Fyrir tveim milljónum ára hafa manntegundirnar verið að minnsta kosti fimm eða sex, sem við vitum um.
Sú niðurstaða prófessoranna var sem sé í sjálfu sér merkileg.
Alltaf gaman að finna nýtt mannkyn, þótt engar beinaleifar eða steingervingar hafi ennþá fundist, heldur bara leifar af genum þessarar óþekktu tegundar.
En það er ekki allt búið enn.
Hvenær komu Neanderdalsmenn og Denisovar fram á sjónarsviðið?
Það er nú það.
Denisova.Enginn hafði hugmynd um tilvist þessa náskylda frændfólks Neanderdalsmannsins (og okkar) fyrr örlitlar leifar fundust í helli í Altai fjöllum í Mið-Asíu. Denisov heitir hellirinn.
Löngu áður en homo sapiens lagði upp í ferðalagið til Evrasíu, þá höfðu forfeður Neanderdalsmanna og Denisova farið þá leið á undan þeim.
Og löngu áður merkir hér mörg hundruð þúsund ár.
Sennilega allt að 600-700.000 ár.
Og með „forfeðrum Neanderdalsmanna og Denisova“ á ég við þá manntegund sem prófessorarnir þrír kalla „Neandersova“ og merkir sameiginlega formóður þessara tveggja tegunda
Kannski voru „Neandersovar“ einhver undirgrein eða hliðargrein homo heidelbergensis.
Kannski ekki.
En fljótlega eftir komuna til Evrasíu skildu leiðir og Neanderdalsmenn (Evrópumenn, í grófum dráttum) og Denisovar (Mið-Asíumenn) urðu til sem sérstakar tegundir.
Vegna einhverra ytri áfalla, sem ekki er gott að segja hver gætu hafa verið, urðu báðar hinar nýju tegundir fyrir skakkaföllum, og virðast á tímabili hafa verið mjög fámennar.
Lent í „flöskuhálsi“ eins og það er kallað.
(Seinna átti homo sapiens líka eftir að lenda í flöskuhálsi, líklega út af eldgosinu í Tóba-fjalli á Súmötru fyrir 75.000 árum, þegar kólnaði mikið um allan heim. Þá munaði ekki miklu að homo sapiens dæi út og við hefðum aldrei fengið að sjá Jörðina okkar utan úr geimnum eða lesa okkur til um Alexander hinn mikla. En það er önnur saga.)
Eignuðust afkvæmi með hinum „ofurfornu“
Prófessorarnir telja að „Neandersovar“ hafi yfirgefið Afríku fyrir um 700.000 árum og hafa líklega lent í flöskuhálsinum skömmu eftir það.
En á þessum nýju slóðum í Evrópu og Asíu hittu Neanderdalsmenn og Denisovar líka sem sagt fyrir þá „ofur-fornu“ tegund, sem við vissum ekkert af áður, þótt ýmsa vísindamenn hafi grunað tilvist hennar.
Og báðar hinar nýju tegundir, Neanderdalsmenn og Denisovar, eignuðust afkvæmi með hinum „ofur-fornu“.
Sennilega ekki oft en nógu oft til að þess sjást enn merki í genamenginu.
Þau merki eru svo glögg, nú þegar ljóst er hverju á að leita að, að prófessorarnir telja sig meira að segja geta fullyrt að Neanderdalsmenn annars vegar og Denisovar hins vegar hafi blandað blóði við hvorir sína sort af hinum „ofur-fornu“ þótt ein tegund teljist þær hafa verið.
Og enn er ekki öll saga sögð.
Genarannsóknum getur svipað mest til galdra í augum þeirra sem ekki þekkja til og vissulega virðist það göldrum líkast að með því að rannsaka DNA úr Neanderdalsmönnum og Denisovum (og svo okkur sjálfum), þá skuli nú hafa tekist að ekki bara finna þetta nýja mannkyn, heldur líka komast að því hve fjölmennt það var!
Svona í grófum dráttum.
Þeir prófessorar þrír treysta sér nefnilega til að fullyrða að hið „ofur-forna“ áður óþekkta mannkyn hafi um þær mundir, sem „Neandersovarnir“ blönduðust því, talið að minnsta kosti milli 20 og 50 þúsund „virka“ einstaklinga.
Homo sapiens.Þessi mynd er byggð á 300.000 þúsund ára gömlum líkamsleifum sem fundust í Irhoud-hellum í Marokkó. Þá voru forfeður okkar og -mæður ekki lögð af stað til Evrasíu.
Og það er há tala, skilst mér.
Það þýðir að stofninn hefur verið vel á sig kominn, ef svo má segja.
Og í henni felst að hinir „ofur-fornu“ hafa verið búsettir mjög víða um Evrasíu.
Þeir hafa sjálfsagt ekki búið í stórum hópum, en þeir hafa víða farið.
Og þeir virðast hafa haldið velli í meira en milljón ár.
Allt frá því þeir komu fram fyrir tveim milljónum ára og þar til þeir virðast horfið tiltölulega skömmu eftir að „Neandersovar“ mættu til leiks í Evrasíu.
„Living and partly living.“
Hugsið ykkur allan þann tíma. Að minnsta kosti 1,3 milljónir ára.
Þeir bjuggu í sínum hellum, átu kjöt af nýdauðum stórgripum og heimaslátruðum smákvikindum ýmsum, týndu upp í sig rætur og skordýr og orma.
Í 1,3 milljónir ára.
Og hugsuðu sitt.
Til dæmis hvernig átti að bregðast við þeim nýkomnu.
Ráðast á þá, eða vingast við þá?
Kannski hefðu þessir nafnlausu forfeður og -mæður tekið „stóra stökkið fram á við“ ef þau hefðu haldið velli lengur.
En það gerðist ekki: þau hurfu bara.
Svo gjörsamlega að engin leif hefur enn fundist af þessari tegund sem hélt að heimurinn væri hennar í meira en milljón ár.
Hvers vegna?
Ruddu Neanderdalsmenn og Denisovar þeim burt?
Var ekki pláss fyrir í hæsta lagi 50.000 manns af öðru kyni í allri Evrópu og Mið-Asíu?
Deila
stundin.is/FDDS
Athugasemdir
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Þegar hinn tíu ára Pétur var valinn til keisara í Moskvu 1682 varð allt vitlaust. Skytturnar gerðu uppreisn. En var það Soffía Alexeiévna, systir hins unga keisara, sem stóð fyrir æðinu sem nú greip um sig í Kreml?
Flækjusagan
122
Konan sem ógnaði kerfinu
Soffía Alexeiévna hlýtur að vera einhver makalausasti og öflugasti persónuleiki sögunnar.
Sá Rómarkeisari sem Donald Trump er skyldastur er óumdeilanlega Neró. Báðir eru sakaðir um að hafa látið reka á reiðanum meðan allt var í volli.
Flækjusagan
122
Þegar fjöllin gengu og fólkið dó í hrönnum
Fyrir 100 árum, þann 16. desember 1920, varð einn mannskæðasti jarðskjálfti sögunnar í Kína. Einmitt þá áttu sér stað ógurlegar róstur í landinu.
Flækjusagan
16
Illugi Jökulsson
Árið 2020 var erfitt, en var 1920 einhver barnaleikur?
Í ágúst 2013 bað Mikael Torfason ritstjóri Fréttablaðsins mig að skrifa vikulega pistla í blaðið um söguleg efni. Þarna varð til greinaflokkurinn Flækjusögur, sem ég hef haft mikla ánægju af að halda úti og vona að lesendur hafi einnig gaman af. Í nóvember 2015 fluttu Flækjusögurnar heimili sitt og varnarþing yfir á Stundina, sem hefur hýst þær síðan, og á...
Flækjusagan
218
Illugi Jökulsson
Njósnari í aðalstöðvunum: „Hvar er Litli herramaðurinn okkar?“
Fyrir 100 árum
Sjálfstæðisstríð Íra stóð sem hæst fyrir réttri öld.
Mest lesið
1
Fréttir
54168
Móðir flýr barnavernd sem vill koma dóttur hennar í varanlegt fóstur
Sandra Hrönn Stefánsdóttir hefur kært Barnaverndarnefnd Reykjavíkur fyrir ranga úrlausn í máli hennar en barnavernd hefur farið fimmm sinnum fram á forsjársviptingu síðan í desember 2020. Sandra hefur vegna þessa komið sér í felur úti á landi til að dóttir hennar verði ekki tekin af henni.
2
Úttekt
91261
Íslenskunemi sér fram á brottvísun úr landi
Erlendir nemendur sem eiga upprunaland utan Evrópu þurfa að standast strangar kröfur frá Útlendingastofnun. Auk þess að standast fullt nám á hverju misseri þarf það líka að sýna fram á að það hafi trygga afkomu, þrátt fyrir að mega aðeins vinna 40 prósent starf.
3
Pistill
780
Þorvaldur Gylfason
Lagavernd gegn glæpum
Íslenska stjórnarskráin verndar þá sem ná undir sig ólöglegum ávinningi.
4
Þrautir10 af öllu tagi
4371
314. spurningaþraut: Kafbátur, nasistaforingi, forseti og fallinn múr
Þrautin í gær, munduði eftir að gæta að henni? * Fyrri aukaspurning: Svart fólk var ekki beinlínis hluti af fína fólkinu á Bretlandi á 19. öld, en sú er þó raunin í sjónvarpsseríu einni, eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Hvað heitir sjónvarpsserían? * Aðalspurningar: 1. Hvað hét sá forseti Venesúela sem lést 2013? 2. Ása Ólafsdóttir,...
5
Flækjusagan
211
„Drepið svikarana!“
Þegar hinn tíu ára Pétur var valinn til keisara í Moskvu 1682 varð allt vitlaust. Skytturnar gerðu uppreisn. En var það Soffía Alexeiévna, systir hins unga keisara, sem stóð fyrir æðinu sem nú greip um sig í Kreml?
6
FréttirSamherjaskjölin
620
Samstarfi fyrirtækis Jakobs Valgeirs við umdeilda útgerð í Namibíu slitið
Bolvíski útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir Flosason leigði skip til namibískrar útgerðar í gegnum spænskt fyrirtæki sitt. Samstarfinu hefur nú verið slitið. Namibíska útgerðin hefur dregist inn í rannsókn Samherjamálsins.
7
Þrautir10 af öllu tagi
61103
315. spurningaþraut: „En af hverju borðar fólkið ekki kökur?“
Láttu eftir þér að reyna við þrautina frá í gær! * Fyrri aukaspurning: Hún snýst um kvikmynd. Í hvaða bíómynd birtist það tilkomumikla geimfar sem hér að ofan sést á siglingu sinni um svartnætti sólkerfisins? * Aðalspurningar: 1. Í hvaða borg starfaði sálfræðingurinn Sigmund Freud mestalla sína tíð? 2. En í hvaða borg dó hann eftir að hafa hrakist í...
Mest deilt
1
Úttekt
91261
Íslenskunemi sér fram á brottvísun úr landi
Erlendir nemendur sem eiga upprunaland utan Evrópu þurfa að standast strangar kröfur frá Útlendingastofnun. Auk þess að standast fullt nám á hverju misseri þarf það líka að sýna fram á að það hafi trygga afkomu, þrátt fyrir að mega aðeins vinna 40 prósent starf.
2
Fréttir
15247
„Ég upplifði alla málsmeðferðina eins og ég væri fangi refsivörslukerfisins“
María Árnadóttir er ein níu kvenna sem kæra íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu fyrir brot á rétti til réttlátrar málsmeðferðar í málum er varða kynbundið ofbeldi. Í máli hennar lá fyrir játning en vegna seinagangs lögreglu var hluti þess fyrndur og restin felld niður án rökstuðnings. Við yfirferð lögmanns á niðurfelldum málum komu í ljós margvíslegar brotalamir við rannsókn og málsmeðferð.
3
Fréttir
54168
Móðir flýr barnavernd sem vill koma dóttur hennar í varanlegt fóstur
Sandra Hrönn Stefánsdóttir hefur kært Barnaverndarnefnd Reykjavíkur fyrir ranga úrlausn í máli hennar en barnavernd hefur farið fimmm sinnum fram á forsjársviptingu síðan í desember 2020. Sandra hefur vegna þessa komið sér í felur úti á landi til að dóttir hennar verði ekki tekin af henni.
4
Þrautir10 af öllu tagi
61103
315. spurningaþraut: „En af hverju borðar fólkið ekki kökur?“
Láttu eftir þér að reyna við þrautina frá í gær! * Fyrri aukaspurning: Hún snýst um kvikmynd. Í hvaða bíómynd birtist það tilkomumikla geimfar sem hér að ofan sést á siglingu sinni um svartnætti sólkerfisins? * Aðalspurningar: 1. Í hvaða borg starfaði sálfræðingurinn Sigmund Freud mestalla sína tíð? 2. En í hvaða borg dó hann eftir að hafa hrakist í...
5
Pistill
780
Þorvaldur Gylfason
Lagavernd gegn glæpum
Íslenska stjórnarskráin verndar þá sem ná undir sig ólöglegum ávinningi.
6
Þrautir10 af öllu tagi
4371
314. spurningaþraut: Kafbátur, nasistaforingi, forseti og fallinn múr
Þrautin í gær, munduði eftir að gæta að henni? * Fyrri aukaspurning: Svart fólk var ekki beinlínis hluti af fína fólkinu á Bretlandi á 19. öld, en sú er þó raunin í sjónvarpsseríu einni, eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Hvað heitir sjónvarpsserían? * Aðalspurningar: 1. Hvað hét sá forseti Venesúela sem lést 2013? 2. Ása Ólafsdóttir,...
7
Þrautir10 af öllu tagi
4567
316. spurningaþraut: Í hvaða á er Skógafoss? Ef þið vitið það er eitt stig komið
spurningaþraut, hér er hún. * Aukaspurningar: Á myndinni hér að ofan, hver er líklega sá stoltaralegi karl sem höggvið hefur hinn sem er að falla? * Aðalspurningar: 1. Hvaða tónlistarmaður samdi og söng af miklum krafti lagið Declare Independence — eða Lýsið yfir sjálfstæði! 2. Í hvaða á er Skógafoss? 3. Marie Curie var fyrsta manneskjan sem fékk Nóbelsverðlaun...
Mest lesið í vikunni
1
RannsóknMorð í Rauðagerði
76237
Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
Anton Kristinn Þórarinsson hefur yfir fjölda ára komið að stofnun, stjórn og prókúru ýmissa félaga sem hafa mestan sinn hagnað af sölu og kaupum fasteigna. Hann seldi „Garðabæjarhöll“ og byggir nú hús á Arnarnesinu.
2
Fréttir
54168
Móðir flýr barnavernd sem vill koma dóttur hennar í varanlegt fóstur
Sandra Hrönn Stefánsdóttir hefur kært Barnaverndarnefnd Reykjavíkur fyrir ranga úrlausn í máli hennar en barnavernd hefur farið fimmm sinnum fram á forsjársviptingu síðan í desember 2020. Sandra hefur vegna þessa komið sér í felur úti á landi til að dóttir hennar verði ekki tekin af henni.
3
FréttirMorð í Rauðagerði
17
Anton ennþá með stöðu sakbornings
Lögmaður Antons Kristins Þórarinssonar segir Anton lausan úr gæsluvarðhaldi en hann hafi enn stöðu sakbornings í rannsókn á morðinu í Rauðagerði 28.
4
FréttirMeToo sögur um Jón Baldvin
17207
Landsréttur fellir úr gildi frávísun í máli Jóns Baldvins
Héraðsdómur mun taka mál Jóns Baldvins Hannibalssonar til efnismeðferðar. Málflutningi hans um að meint kynferðisleg áreitni hans sé ekki refsiverð samkvæmt spænskum lögum er hafnað.
5
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi
42213
Kvikan er að brjóta sér leið upp: Þúsund ára atburður á Reykjanesi
Talið er að eldgos geti hafist á næstu klukkustunum suður af Keili. „Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur segir að sér virðist kvikan hafa farið stutt upp í sprunguna.
6
Fréttir
1840
Katrín Júlíusdóttir: Prófkjör Samfylkingarnar var góð tilraun sem heppnaðist ekki
Sú aðferð sem beitt var hentaði frekar nýliðum á listanum heldur en reyndum þingmönnum, segir fyrrverandi varaformaður flokksins.
7
Fréttir
2337
Andrés Magnússon: Skil vel að Ágúst Ólafur sé súr eftir uppstillingu Samfylkingarnar
Fortíð Samfylkingarinnar hafði áhrif á niðurstöðu uppstillingarnar, segir Andrés Magnússon.
Mest lesið í mánuðinum
1
RannsóknMorð í Rauðagerði
76237
Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
Anton Kristinn Þórarinsson hefur yfir fjölda ára komið að stofnun, stjórn og prókúru ýmissa félaga sem hafa mestan sinn hagnað af sölu og kaupum fasteigna. Hann seldi „Garðabæjarhöll“ og byggir nú hús á Arnarnesinu.
2
Fréttir
53167
Móðir flýr barnavernd sem vill koma dóttur hennar í varanlegt fóstur
Sandra Hrönn Stefánsdóttir hefur kært Barnaverndarnefnd Reykjavíkur fyrir ranga úrlausn í máli hennar en barnavernd hefur farið fimmm sinnum fram á forsjársviptingu síðan í desember 2020. Sandra hefur vegna þessa komið sér í felur úti á landi til að dóttir hennar verði ekki tekin af henni.
3
Viðtal
16462
„Ég var svo bugaður að mig langaði helst að hefja nýtt líf“
Síðasta árið hefur Vilhelm Neto tekið á kvíðanum og loksins komist á rétt ról á leiklistarferlinum.
4
ViðtalHeimavígi Samherja
94548
Maðurinn sem plokkaði Samherjamerkið af vinnufötunum sínum: „Það átti bara að vera til ein skoðun“
Guðmundur Már Beck, fyrrum starfsmaður Samherja, segir sér hafa liðið mjög illa eftir að hafa fylgst með fréttaflutningi af framferði Samherja í Namibíu, svo illa að hann lýsir því sem áfalli.
5
Pistill
358871
Bragi Páll Sigurðarson
Hvítur, gagnkynhneigður karlmaður talar frá Reykjavík
Í þessu samfélagi hönnuðu fyrir hvíta, gagnkynhneigða, ófatlaða sæmilega stæða karla, ætti að vera rými fyrir alla hina að hafa jafnháværar raddir.
Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur uppfært spálíkan fyrir eldgos á Reykjanesi vegna breyttrar skjálftavirkni í dag.
7
Leiðari
71638
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Heyrðist ekki í henni?
Skýr afstaða var tekin þegar fyrstu frásagnir bárust af harðræði á vistheimilunum Varpholti og Laugalandi. Forstjóri Barnaverndarstofu lýsti fullu trausti á hendur meðferðarfulltrúanum. Eftir sat stelpa furðu lostin, en hún lýsir því hvernig hún hafði áður, þá sautján ára gömul, safnað kjarki til að fara á fund forstjórans og greina frá slæmri reynslu af vistheimilinu.
Nýtt á Stundinni
Mynd dagsins
2
Baráttudagurinn áttundi mars
Alþjóðlegi baráttudagur kvenna hefur verið haldinn hátíðlegur þann áttunda mars í meira en heila öld. Upphaflega sneru kröfur kvenna að kosningarétti og samstöðu verkakvenna en í dag hefur hvert ár sitt þema. Í ár er þemað „Choose To Challenge“, sem vekur máls á kynjahlutdrægni og kynbundnu ójafnrétti en er jafnframt hannað til að fagna vinnu og afrekum kvenna - líkt og Karolinu Polak (mynd). Karolina er pólsk verkakona sem hefur búið og starfað hér í tíu ár, unnið sig upp, og er nýlega orðin aðstoðarverslunarstjóri í stórri matvöruverslun vestur í bæ.
Fréttir
15247
„Ég upplifði alla málsmeðferðina eins og ég væri fangi refsivörslukerfisins“
María Árnadóttir er ein níu kvenna sem kæra íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu fyrir brot á rétti til réttlátrar málsmeðferðar í málum er varða kynbundið ofbeldi. Í máli hennar lá fyrir játning en vegna seinagangs lögreglu var hluti þess fyrndur og restin felld niður án rökstuðnings. Við yfirferð lögmanns á niðurfelldum málum komu í ljós margvíslegar brotalamir við rannsókn og málsmeðferð.
FréttirSamherjaskjölin
620
Samstarfi fyrirtækis Jakobs Valgeirs við umdeilda útgerð í Namibíu slitið
Bolvíski útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir Flosason leigði skip til namibískrar útgerðar í gegnum spænskt fyrirtæki sitt. Samstarfinu hefur nú verið slitið. Namibíska útgerðin hefur dregist inn í rannsókn Samherjamálsins.
Þrautir10 af öllu tagi
4567
316. spurningaþraut: Í hvaða á er Skógafoss? Ef þið vitið það er eitt stig komið
spurningaþraut, hér er hún. * Aukaspurningar: Á myndinni hér að ofan, hver er líklega sá stoltaralegi karl sem höggvið hefur hinn sem er að falla? * Aðalspurningar: 1. Hvaða tónlistarmaður samdi og söng af miklum krafti lagið Declare Independence — eða Lýsið yfir sjálfstæði! 2. Í hvaða á er Skógafoss? 3. Marie Curie var fyrsta manneskjan sem fékk Nóbelsverðlaun...
Pistill
19
Gunnhildur Sveinsdóttir
Er eðlilegt að vera stundum áhyggjufullur?
Það getur verið hjálplegt að horfast í augu við eigin líðan og bregðast við á viðeigandi hátt í stað þess að ýta erfiðum tilfinningum bara frá sér og láta eins og ekkert sé.
Pistill
439
Kolbeinn Hólmar Stefánsson
Atvinnuleysið lenti á þeim verr settu
Rannsókn sýnir hvernig atvinnuleysi fylgist að með fjölbreyttum skorti í lífi fólks. Atvinnulausir eru ólíklegri til að hafa tekið sér gott sumarfrí árin á undan, þeir eru líklegri til depurðar og helmingur atvinnulausra eiga erfitt með að ná endum saman. Vísbendingar eru um að þeir sem voru í veikustu stöðunni verði frekar atvinnulausir í Covid-kreppunni.
Úttekt
91261
Íslenskunemi sér fram á brottvísun úr landi
Erlendir nemendur sem eiga upprunaland utan Evrópu þurfa að standast strangar kröfur frá Útlendingastofnun. Auk þess að standast fullt nám á hverju misseri þarf það líka að sýna fram á að það hafi trygga afkomu, þrátt fyrir að mega aðeins vinna 40 prósent starf.
Þrautir10 af öllu tagi
61103
315. spurningaþraut: „En af hverju borðar fólkið ekki kökur?“
Láttu eftir þér að reyna við þrautina frá í gær! * Fyrri aukaspurning: Hún snýst um kvikmynd. Í hvaða bíómynd birtist það tilkomumikla geimfar sem hér að ofan sést á siglingu sinni um svartnætti sólkerfisins? * Aðalspurningar: 1. Í hvaða borg starfaði sálfræðingurinn Sigmund Freud mestalla sína tíð? 2. En í hvaða borg dó hann eftir að hafa hrakist í...
Blogg
9
Stefán Snævarr
Sjallar veðja á einstaklinginn
Slagorð Sjálfstæðisflokksins í komandi kosningabaráttu ku eiga að vera „veðjum á einstaklinginn“. Slík veðmál eru flokknum töm, t.d. veðjaði Sigríður Andersen á ýmsa einstaklinga í Landsréttarmálum. Einnig var veðjað á ákveðna einstaklinga þegar Landsbankinn var einkavæddur. Sjallar veðjuðu heldur betur á einstaklinginn í umferðarmálum. Þegar þeir réðu Reykjavík var lítið gert til að efla almenningssamgöngur. Afleiðingin var bílasprenging með tilheyrandi...
Flækjusagan
211
„Drepið svikarana!“
Þegar hinn tíu ára Pétur var valinn til keisara í Moskvu 1682 varð allt vitlaust. Skytturnar gerðu uppreisn. En var það Soffía Alexeiévna, systir hins unga keisara, sem stóð fyrir æðinu sem nú greip um sig í Kreml?
Pistill
780
Þorvaldur Gylfason
Lagavernd gegn glæpum
Íslenska stjórnarskráin verndar þá sem ná undir sig ólöglegum ávinningi.
Fréttir
54168
Móðir flýr barnavernd sem vill koma dóttur hennar í varanlegt fóstur
Sandra Hrönn Stefánsdóttir hefur kært Barnaverndarnefnd Reykjavíkur fyrir ranga úrlausn í máli hennar en barnavernd hefur farið fimmm sinnum fram á forsjársviptingu síðan í desember 2020. Sandra hefur vegna þessa komið sér í felur úti á landi til að dóttir hennar verði ekki tekin af henni.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir