Ótrúlegur líkfundur í yfirgefinni franskri villu: Maður myrtur og lá svo ósnertur í 30 ár
Í byrjun árs keypti franskur auðjöfur niðurnídda höll í einu fínasta hverfi Parísar á 5,6 milljarða íslenskra króna. Í kjallaranum leyndist lík.
Móðir flýr barnavernd sem vill koma dóttur hennar í varanlegt fóstur
Sandra Hrönn Stefánsdóttir hefur kært Barnaverndarnefnd Reykjavíkur fyrir ranga úrlausn í máli hennar en barnavernd hefur farið fimmm sinnum fram á forsjársviptingu síðan í desember 2020. Sandra hefur vegna þessa komið sér í felur úti á landi til að dóttir hennar verði ekki tekin af henni.
2
Úttekt
91262
Íslenskunemi sér fram á brottvísun úr landi
Erlendir nemendur sem eiga upprunaland utan Evrópu þurfa að standast strangar kröfur frá Útlendingastofnun. Auk þess að standast fullt nám á hverju misseri þarf það líka að sýna fram á að það hafi trygga afkomu, þrátt fyrir að mega aðeins vinna 40 prósent starf.
3
Pistill
780
Þorvaldur Gylfason
Lagavernd gegn glæpum
Íslenska stjórnarskráin verndar þá sem ná undir sig ólöglegum ávinningi.
4
Þrautir10 af öllu tagi
4371
314. spurningaþraut: Kafbátur, nasistaforingi, forseti og fallinn múr
Þrautin í gær, munduði eftir að gæta að henni? * Fyrri aukaspurning: Svart fólk var ekki beinlínis hluti af fína fólkinu á Bretlandi á 19. öld, en sú er þó raunin í sjónvarpsseríu einni, eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Hvað heitir sjónvarpsserían? * Aðalspurningar: 1. Hvað hét sá forseti Venesúela sem lést 2013? 2. Ása Ólafsdóttir,...
5
FréttirSamherjaskjölin
621
Samstarfi fyrirtækis Jakobs Valgeirs við umdeilda útgerð í Namibíu slitið
Bolvíski útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir Flosason leigði skip til namibískrar útgerðar í gegnum spænskt fyrirtæki sitt. Samstarfinu hefur nú verið slitið. Namibíska útgerðin hefur dregist inn í rannsókn Samherjamálsins.
6
Flækjusagan
211
„Drepið svikarana!“
Þegar hinn tíu ára Pétur var valinn til keisara í Moskvu 1682 varð allt vitlaust. Skytturnar gerðu uppreisn. En var það Soffía Alexeiévna, systir hins unga keisara, sem stóð fyrir æðinu sem nú greip um sig í Kreml?
7
Þrautir10 af öllu tagi
61103
315. spurningaþraut: „En af hverju borðar fólkið ekki kökur?“
Láttu eftir þér að reyna við þrautina frá í gær! * Fyrri aukaspurning: Hún snýst um kvikmynd. Í hvaða bíómynd birtist það tilkomumikla geimfar sem hér að ofan sést á siglingu sinni um svartnætti sólkerfisins? * Aðalspurningar: 1. Í hvaða borg starfaði sálfræðingurinn Sigmund Freud mestalla sína tíð? 2. En í hvaða borg dó hann eftir að hafa hrakist í...
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 12. mars.
Húsið stóð auttí þrjá áratugi.
Í janúar síðastliðnum var haldið uppboð á húsi í París. Það hafði staðið autt og óhreyft í 30 ár, það voru komnar sprungur í veggi, víða var hrunið úr loftum, allt náttúrlega hulið ævafornu ryki, og garðurinn var eins og ofvaxinn frumskógur.
Neglt og múrað hafði verið fyrir alla glugga út að götunni, stiginn niður í kjallara var fúinn og hruninn að hluta til. Þangað niður treysti sér enginn, né heldur upp á efri hæðirnar. Gólf gætu hrunið á hverri stundu.
Þetta var allt heldur hrörlegt á að líta, vægast sagt.
Í 30 ár var þetta sú sjón sem blasti við vegfarendumsem áttu leið um Rue Oudinot.
Víst var það stórt, þetta hús, heilir 1.000 rykugir fermetrar, og hrörlegt bakhús upp á 600 fermetra, og auk þess var þessi óræktargarður rúmir 900 fermetrar.
En það var ekki sjón að sjá þessi ósköp!
Húsið var í eigu dularfulls hollensks félags sem enginn vissi almennilega hvað fékkst við. Alla vega hafði fyrirtækið ekkert hirt eða sinnt um húsið í þrjá áratugi, það stóð bara þarna við Rue Oudinot númer 12 og grotnaði niður, og hollenska félagið var löngu hætt að borga fasteignagjöld, og vatn og rafmagn höfðu verið tekin af húsinu um aldamótin síðustu.
Þarna sést hvar húsið erí henni Parísarborg.
Loks var húsið sem sagt sett á uppboð til borga skuldir hollenska félagsins, sem var orðið meira og minna eins og undarlegur draugur í fyrirtækjaskránni.
Mundi einhver vilja kaupa þetta húsbrak?
Það þyrfti jú nánast að rífa það allt að innan og endurbyggja, og útveggirnir voru farnir að molna og garðurinn - ja, drottinn minn.
Það myndi kosta óhemju fúlgur að gera þetta hús íbúðarhæft.
Ekki síst af því húsið var gamalt og stóð í grónu hverfi og hver sá sem ætlaði að gera það upp yrði að hlíta ströngum og kostnaðarsömum skilyrðum skipulags- og byggingaryfirvalda í París.
Vildi einhver takast á við þetta?
En vitiði, jú, það var ekki laust við að viljugir kaupendur gæfu sig fram.
Uppboðið tók aðeins stundarfjórðung, enda voru vanir menn mættir til leiks og kunnu að bjóða í hús.
Þeir höfðu líka fullar hendur fjár og voru ráðnir í að fara ekki erindisleysu.
Boðin gengu leiftursnöggt milli manna en fljótt kom í ljós að einn var öðrum ákveðnari.
Hann - eða réttara sagt fulltrúi hans við uppboðið - gaf skýrt til kynna að hann ætlaði sér húsið, hversu illa sem það var á sig komið og hvað sem það myndi kosta.
Einn af öðrum gáfust keppinautarnir upp og eftir þessar 15 mínútur var húsið slegið Jean-Bernard Lafonta.
Dauft bros lék um varir Lafonta þegar hann millifærði upphæðina inn á reikning uppboðshaldarans.
5,6 milljarða íslenskra króna.
Allt virtist að hruni komin,jafnt úti sem inni.
Já, þið lásuð rétt. Þetta hálfónýta hús kostaði Lafonta 5,6 milljarða íslenskra króna.
Uppboðshaldarinn hafði reyndar verið bjartsýnn.
Hann hafði gert sér vonir um rúmar 800 milljónir íslenskra króna fyrir brakið.
Ástæðan var sú að þótt húsið væri illa farið, þá er það vissulega frekar stórt, eins og áðan kom fram, svolítil höll eiginlega, og þó réði mestu um bjartsýni uppboðshaldarans að Rue Oudinot 12 er í 7. hverfinu í París, einhverju „fínasta“ og dýrasta hverfi borgarinnar þar sem nær eingöngu búa auðkýfingar.
Í þessu hverfi hafði stór húseign ekki komið á söluskrá í ár eða öllu heldur áratugi. Þeir sem eiga þarna húsnæði halda fast í fínerið.
Þess vegna voru svo margir hákarlar mættir þegar blásið var til uppboðs. Marga þyrsti í að eignast hús í þessu auðkýfingahverfi.
Og verðið var sem sagt engin fyrirstaða. Það rauk á svipstundu langt upp fyrir lágmarksverð uppboðshaldarans, og endaði í þessum 5,6 milljörðum.
Jean-Bernard Lafontaá pening og skít, greinilega.
Og Lafonta hafði djúpa vasa og hristi upphæðina fram úr erminni.
Þó eru ekki liðin nema fimm ár síðan franskur dómstóll dæmdi Lafonta til að borga meira en 12 milljarða króna í sektir og bætur ýmiss konar fyrir fjármálaglæpi og skattsvik.
Jean-Bernard Lafonta fæddist árið 1961 í millahverfinu Neuilly-sur-Seine, var af ríku fólki kominn og tók ungur að fást við fjármál.
Hann rak svo einhverja peningasjóði, sem ég nenni ekki að setja mig inn í, en auðgaðist altént tröllslega.
Lafonta hefur því bersýnilega kunnað sitt fag, það er nokkuð ljóst.
Þótt sektin fyrrnefnda bendi óneitanlega til þess að hann hafi máske ekki alltaf verið vandur að meðulum.
En nema hvað, húsið var slegið honum og hrósaði nú Lafonta happi og réði sér vinnuflokk, sem þegar í febúar síðastliðnum bjóst til inngöngu í húsið og byrjaði að rífa og brjóta og undirbúa gagngera endurbyggingu þessa gamla húss.
Garðurinnhafði víst á sínum tíma þótt vera afar fallegur og snyrtilegur. En ekki lengur.
Húsið telst vera „hotel particiulier“ sem þýðir ekki hótel, enda þýðir „hotel“ einfaldlega „heimili“ á frönsku, skilst mér. Og „hotel particiulier“ þýðir eiginlega höll eða herragarður, með því sniði sem menn þekkja yfirleitt til sveita: bygging umhverfis port í miðju og gangur að framan inn í portið.
Endurómur frá miðaldaköstulum.
Þótt á Rue Oudinot 12 sé löngu búið að múra upp í ganginn að framan, rétt eins og alla glugga.
Húsið var byggt á 18. öld og í aðeins rúmlega 500 metra fjarlægð frá Invalides-höll og kirkjunni, þar sem Napóleon liggur grafinn, og það eru 600 metrar í norður að Matignon-höllinni, þar sem er embættisbústaður forsætisráðherra Frakklands.
Gakktu einn og hálfan kílómetra í austur og þú ert komin að hinum undurfögru Lúxembúrgargörðum.
Svona er húsið við Rue Oudinot 12 vel staðsett.
Coppée:Hann þótti yrkja svo vond kvæði að ...
Það fer ekki miklum sögum af fyrri íbúum þess, nema hvað á 19. öld bjó þar skáldið François Edouard Joachim Coppée, sem þá var í nokkrum metum fyrir sögur og ljóð og leikrit í ljóðum. Núorðið er Coppée hins vegar öllum gleymdur, nema helst vegna þess að skáldjöfurinn ótrúlegi Arthur Rimbaud sá ástæðu til að hæðast að því hve hallærislegt skáld hann væri.
Arthur Rimbaudsetti saman skopstælingar af þeim.
Orti Rimbaud af því tilefni nokkur bráðfyndin ljóð sem voru skopstæling á kvæðum Coppées.
Þegar komið var fram á 9. áratug 20. aldar mun húsið góða hafa komist í eigu einhverrar fúaspýtu af feysknu tré gömlu Búrgúndar-ættarinnar sem alla leið aftur á 15. öld tyllti sér í hásæti Frakklands um skeið, og hefur æ síðan þóst vera fínt fólk.
En ekki hélst þessum Búrgúnda lengi á húsinu og rétt upp úr 1990 keypti hið þokukennda hollenska fyrirtæki þetta hús.
En enginn á þess vegum virðist sem sé hafa sest að í húsinu, því æ síðan hefur það verið tómt og grotnað niður smátt og smátt.
Ástæður þess að húsið var látið standa autt eru ókunnar sem stendur.
En nema hvað, í febrúar á þessu ári, þá kom vinnuflokkur Lafonta sem sé askvaðandi á Rue Oudinot 12 og fór að taka til hendinni.
Og meðal annars fetuðu hugdjörf hreystimenni sig niður brakandi fúinn stigann niður í kjallara.
Þar var allt á rúi og stúi, og er þá vægt til orða tekið.
En þetta voru hraustir menn á góðu kaupi frá Lafonta svo þeir fóru að róta til ruslinu.
Og þá gaf á að líta.
Heilmikill trjágróður leynist víða bak við framhliðar húsannaí París, þótt lítt beri á.
Undir viðarflekum og spýtnarusli og múrsteinum lá dauður maður.
Þetta var karlmaður, bersýnilega dauður fyrir löngu, líkið var að einhverju leyti rotnað en þó aðallega skorpnað svo það líktist helst hrukkóttri múmíu.
Það hafði þornað svo upp þarna niðri í þurrum loftlausum kjallaranum.
En á líkinu voru augljós merki um bæði barsmíðar og hnífstungur.
Nú var auðvitað kallað á lögregluna.
Ef þau hefðu mætt á staðinn, Laure Berthaud og Gilou Escoffier úr frönsku lögguþáttunum Engrenages, þá er lítill vafi á að þau hefðu leyst morðmálið fljótt og vel og lagt það síðan fyrir Roban dómara.
Og kannski hefði þetta hrjúfa alþýðufólk úr röðum lögreglunnar ýft svolítið í leiðinni yfirstéttarfasið á Jean-Bernard Lafonta.
En þar eð Laure og Gilou stóðu ekki til boða, þá mættu bara alvörulöggur lifandi til leiks og hafa enn ekki náð að leysa málið.
Þeim tókst að komast að því hver maðurinn var, en það var reyndar ekki mjög erfitt, því líkið var með skilríkin sín á sér.
Jean-Pierre Renaud hét hann.
Og þegar lögreglan fór að spyrjast fyrir hann kom í ljós að ekkert hafði spurst til hans í 30 ár.
En áður en hann hvarf hafði Renaud verið hálfgerður útigangsmaður og átt í miklum vandræðum með brennivín.
Því hafði lítið verið leitað að honum á sínum tíma, þegar börnin hans uppgötvuðu að þau höfðu ekki heyrt frá honum lengi.
Hið erfiða líf útigangsmannsins hafði krafist enn eins fórnarlambs, hugsaði fólk bara.
Nú er búið að láta börnin vita hvað um föður þeirra varð.
En hver myrti Renaud og hvers vegna, það er enn alveg á huldu.
Framkvæmdir í húsinu hafa verið stopp síðan líkið fannst, bæði vegna rannsóknar á morðinu og síðan Covid-19, en Lafonta hefur látið á sér skilja að hann ætli ekki að láta neinn bilbug á sér finna, heldur endurbyggja húsið eins og til stóð.
Laure og Gilou,lögguhetjurnar í Engrenages, sem á ensku heita Spiral.
Ljóst er af því fáa, sem lögreglan hefur látið hafa eftir sér, að hún hallast helst að því að Renaud hafi látið lífið í slagsmálum útigangsmanna.
En hvort hann var drepinn þarna á Rue Oudinot 12 eða hvort lík hans var einfaldlega falið þar í tómu og auðu húsinu, það er ekki á hreinu.
En Laure og Gilou, þau myndu áreiðanlega hnusa víðar.
Af hverju seldi Búrgúndinn húsið með hraði? Hafði hann eitthvað að fela?
Og hvað er eiginlega með þetta hollenska félag? Af hverju flutti enginn inn á þess vegum? Af hverju lét félagið húsið drabbast niður?
Er þetta hollenska félag yfirleitt til lengur?
Og Jean-Bernard Lafonta, af hverju var honum svo mikið í mun að eignast húsið að hann borgaði fyrir það hina ógurlegu upphæð?
Sex sinnum meira en bjartsýnasta mat uppboðshaldarans.
Var planið að bæla niður einhvern óþægilegan sannleika?
En verkamennirnir of fljótir á sér niðrí kjallarann?
Fylgist með í næsta þætti!
Deila
stundin.is/FDDA
Athugasemdir
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Þegar hinn tíu ára Pétur var valinn til keisara í Moskvu 1682 varð allt vitlaust. Skytturnar gerðu uppreisn. En var það Soffía Alexeiévna, systir hins unga keisara, sem stóð fyrir æðinu sem nú greip um sig í Kreml?
Flækjusagan
122
Konan sem ógnaði kerfinu
Soffía Alexeiévna hlýtur að vera einhver makalausasti og öflugasti persónuleiki sögunnar.
Sá Rómarkeisari sem Donald Trump er skyldastur er óumdeilanlega Neró. Báðir eru sakaðir um að hafa látið reka á reiðanum meðan allt var í volli.
Flækjusagan
122
Þegar fjöllin gengu og fólkið dó í hrönnum
Fyrir 100 árum, þann 16. desember 1920, varð einn mannskæðasti jarðskjálfti sögunnar í Kína. Einmitt þá áttu sér stað ógurlegar róstur í landinu.
Flækjusagan
16
Illugi Jökulsson
Árið 2020 var erfitt, en var 1920 einhver barnaleikur?
Í ágúst 2013 bað Mikael Torfason ritstjóri Fréttablaðsins mig að skrifa vikulega pistla í blaðið um söguleg efni. Þarna varð til greinaflokkurinn Flækjusögur, sem ég hef haft mikla ánægju af að halda úti og vona að lesendur hafi einnig gaman af. Í nóvember 2015 fluttu Flækjusögurnar heimili sitt og varnarþing yfir á Stundina, sem hefur hýst þær síðan, og á...
Flækjusagan
218
Illugi Jökulsson
Njósnari í aðalstöðvunum: „Hvar er Litli herramaðurinn okkar?“
Fyrir 100 árum
Sjálfstæðisstríð Íra stóð sem hæst fyrir réttri öld.
Mest lesið
1
Fréttir
54168
Móðir flýr barnavernd sem vill koma dóttur hennar í varanlegt fóstur
Sandra Hrönn Stefánsdóttir hefur kært Barnaverndarnefnd Reykjavíkur fyrir ranga úrlausn í máli hennar en barnavernd hefur farið fimmm sinnum fram á forsjársviptingu síðan í desember 2020. Sandra hefur vegna þessa komið sér í felur úti á landi til að dóttir hennar verði ekki tekin af henni.
2
Úttekt
91262
Íslenskunemi sér fram á brottvísun úr landi
Erlendir nemendur sem eiga upprunaland utan Evrópu þurfa að standast strangar kröfur frá Útlendingastofnun. Auk þess að standast fullt nám á hverju misseri þarf það líka að sýna fram á að það hafi trygga afkomu, þrátt fyrir að mega aðeins vinna 40 prósent starf.
3
Pistill
780
Þorvaldur Gylfason
Lagavernd gegn glæpum
Íslenska stjórnarskráin verndar þá sem ná undir sig ólöglegum ávinningi.
4
Þrautir10 af öllu tagi
4371
314. spurningaþraut: Kafbátur, nasistaforingi, forseti og fallinn múr
Þrautin í gær, munduði eftir að gæta að henni? * Fyrri aukaspurning: Svart fólk var ekki beinlínis hluti af fína fólkinu á Bretlandi á 19. öld, en sú er þó raunin í sjónvarpsseríu einni, eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Hvað heitir sjónvarpsserían? * Aðalspurningar: 1. Hvað hét sá forseti Venesúela sem lést 2013? 2. Ása Ólafsdóttir,...
5
FréttirSamherjaskjölin
621
Samstarfi fyrirtækis Jakobs Valgeirs við umdeilda útgerð í Namibíu slitið
Bolvíski útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir Flosason leigði skip til namibískrar útgerðar í gegnum spænskt fyrirtæki sitt. Samstarfinu hefur nú verið slitið. Namibíska útgerðin hefur dregist inn í rannsókn Samherjamálsins.
6
Flækjusagan
211
„Drepið svikarana!“
Þegar hinn tíu ára Pétur var valinn til keisara í Moskvu 1682 varð allt vitlaust. Skytturnar gerðu uppreisn. En var það Soffía Alexeiévna, systir hins unga keisara, sem stóð fyrir æðinu sem nú greip um sig í Kreml?
7
Þrautir10 af öllu tagi
61103
315. spurningaþraut: „En af hverju borðar fólkið ekki kökur?“
Láttu eftir þér að reyna við þrautina frá í gær! * Fyrri aukaspurning: Hún snýst um kvikmynd. Í hvaða bíómynd birtist það tilkomumikla geimfar sem hér að ofan sést á siglingu sinni um svartnætti sólkerfisins? * Aðalspurningar: 1. Í hvaða borg starfaði sálfræðingurinn Sigmund Freud mestalla sína tíð? 2. En í hvaða borg dó hann eftir að hafa hrakist í...
Mest deilt
1
Fréttir
15267
„Ég upplifði alla málsmeðferðina eins og ég væri fangi refsivörslukerfisins“
María Árnadóttir er ein níu kvenna sem kæra íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu fyrir brot á rétti til réttlátrar málsmeðferðar í málum er varða kynbundið ofbeldi. Í máli hennar lá fyrir játning en vegna seinagangs lögreglu var hluti þess fyrndur og restin felld niður án rökstuðnings. Við yfirferð lögmanns á niðurfelldum málum komu í ljós margvíslegar brotalamir við rannsókn og málsmeðferð.
2
Úttekt
91262
Íslenskunemi sér fram á brottvísun úr landi
Erlendir nemendur sem eiga upprunaland utan Evrópu þurfa að standast strangar kröfur frá Útlendingastofnun. Auk þess að standast fullt nám á hverju misseri þarf það líka að sýna fram á að það hafi trygga afkomu, þrátt fyrir að mega aðeins vinna 40 prósent starf.
3
Fréttir
54168
Móðir flýr barnavernd sem vill koma dóttur hennar í varanlegt fóstur
Sandra Hrönn Stefánsdóttir hefur kært Barnaverndarnefnd Reykjavíkur fyrir ranga úrlausn í máli hennar en barnavernd hefur farið fimmm sinnum fram á forsjársviptingu síðan í desember 2020. Sandra hefur vegna þessa komið sér í felur úti á landi til að dóttir hennar verði ekki tekin af henni.
4
Þrautir10 af öllu tagi
61103
315. spurningaþraut: „En af hverju borðar fólkið ekki kökur?“
Láttu eftir þér að reyna við þrautina frá í gær! * Fyrri aukaspurning: Hún snýst um kvikmynd. Í hvaða bíómynd birtist það tilkomumikla geimfar sem hér að ofan sést á siglingu sinni um svartnætti sólkerfisins? * Aðalspurningar: 1. Í hvaða borg starfaði sálfræðingurinn Sigmund Freud mestalla sína tíð? 2. En í hvaða borg dó hann eftir að hafa hrakist í...
5
Pistill
780
Þorvaldur Gylfason
Lagavernd gegn glæpum
Íslenska stjórnarskráin verndar þá sem ná undir sig ólöglegum ávinningi.
6
Þrautir10 af öllu tagi
4371
314. spurningaþraut: Kafbátur, nasistaforingi, forseti og fallinn múr
Þrautin í gær, munduði eftir að gæta að henni? * Fyrri aukaspurning: Svart fólk var ekki beinlínis hluti af fína fólkinu á Bretlandi á 19. öld, en sú er þó raunin í sjónvarpsseríu einni, eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Hvað heitir sjónvarpsserían? * Aðalspurningar: 1. Hvað hét sá forseti Venesúela sem lést 2013? 2. Ása Ólafsdóttir,...
7
Þrautir10 af öllu tagi
4668
316. spurningaþraut: Í hvaða á er Skógafoss? Ef þið vitið það er eitt stig komið
spurningaþraut, hér er hún. * Aukaspurningar: Á myndinni hér að ofan, hver er líklega sá stoltaralegi karl sem höggvið hefur hinn sem er að falla? * Aðalspurningar: 1. Hvaða tónlistarmaður samdi og söng af miklum krafti lagið Declare Independence — eða Lýsið yfir sjálfstæði! 2. Í hvaða á er Skógafoss? 3. Marie Curie var fyrsta manneskjan sem fékk Nóbelsverðlaun...
Mest lesið í vikunni
1
RannsóknMorð í Rauðagerði
76237
Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
Anton Kristinn Þórarinsson hefur yfir fjölda ára komið að stofnun, stjórn og prókúru ýmissa félaga sem hafa mestan sinn hagnað af sölu og kaupum fasteigna. Hann seldi „Garðabæjarhöll“ og byggir nú hús á Arnarnesinu.
2
Fréttir
54168
Móðir flýr barnavernd sem vill koma dóttur hennar í varanlegt fóstur
Sandra Hrönn Stefánsdóttir hefur kært Barnaverndarnefnd Reykjavíkur fyrir ranga úrlausn í máli hennar en barnavernd hefur farið fimmm sinnum fram á forsjársviptingu síðan í desember 2020. Sandra hefur vegna þessa komið sér í felur úti á landi til að dóttir hennar verði ekki tekin af henni.
3
FréttirMorð í Rauðagerði
17
Anton ennþá með stöðu sakbornings
Lögmaður Antons Kristins Þórarinssonar segir Anton lausan úr gæsluvarðhaldi en hann hafi enn stöðu sakbornings í rannsókn á morðinu í Rauðagerði 28.
4
FréttirMeToo sögur um Jón Baldvin
17207
Landsréttur fellir úr gildi frávísun í máli Jóns Baldvins
Héraðsdómur mun taka mál Jóns Baldvins Hannibalssonar til efnismeðferðar. Málflutningi hans um að meint kynferðisleg áreitni hans sé ekki refsiverð samkvæmt spænskum lögum er hafnað.
5
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi
42213
Kvikan er að brjóta sér leið upp: Þúsund ára atburður á Reykjanesi
Talið er að eldgos geti hafist á næstu klukkustunum suður af Keili. „Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur segir að sér virðist kvikan hafa farið stutt upp í sprunguna.
6
Fréttir
1840
Katrín Júlíusdóttir: Prófkjör Samfylkingarnar var góð tilraun sem heppnaðist ekki
Sú aðferð sem beitt var hentaði frekar nýliðum á listanum heldur en reyndum þingmönnum, segir fyrrverandi varaformaður flokksins.
7
Fréttir
2337
Andrés Magnússon: Skil vel að Ágúst Ólafur sé súr eftir uppstillingu Samfylkingarnar
Fortíð Samfylkingarinnar hafði áhrif á niðurstöðu uppstillingarnar, segir Andrés Magnússon.
Mest lesið í mánuðinum
1
RannsóknMorð í Rauðagerði
76237
Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
Anton Kristinn Þórarinsson hefur yfir fjölda ára komið að stofnun, stjórn og prókúru ýmissa félaga sem hafa mestan sinn hagnað af sölu og kaupum fasteigna. Hann seldi „Garðabæjarhöll“ og byggir nú hús á Arnarnesinu.
2
Fréttir
54168
Móðir flýr barnavernd sem vill koma dóttur hennar í varanlegt fóstur
Sandra Hrönn Stefánsdóttir hefur kært Barnaverndarnefnd Reykjavíkur fyrir ranga úrlausn í máli hennar en barnavernd hefur farið fimmm sinnum fram á forsjársviptingu síðan í desember 2020. Sandra hefur vegna þessa komið sér í felur úti á landi til að dóttir hennar verði ekki tekin af henni.
3
Viðtal
16462
„Ég var svo bugaður að mig langaði helst að hefja nýtt líf“
Síðasta árið hefur Vilhelm Neto tekið á kvíðanum og loksins komist á rétt ról á leiklistarferlinum.
4
ViðtalHeimavígi Samherja
94548
Maðurinn sem plokkaði Samherjamerkið af vinnufötunum sínum: „Það átti bara að vera til ein skoðun“
Guðmundur Már Beck, fyrrum starfsmaður Samherja, segir sér hafa liðið mjög illa eftir að hafa fylgst með fréttaflutningi af framferði Samherja í Namibíu, svo illa að hann lýsir því sem áfalli.
5
Pistill
358871
Bragi Páll Sigurðarson
Hvítur, gagnkynhneigður karlmaður talar frá Reykjavík
Í þessu samfélagi hönnuðu fyrir hvíta, gagnkynhneigða, ófatlaða sæmilega stæða karla, ætti að vera rými fyrir alla hina að hafa jafnháværar raddir.
Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur uppfært spálíkan fyrir eldgos á Reykjanesi vegna breyttrar skjálftavirkni í dag.
7
Leiðari
71638
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Heyrðist ekki í henni?
Skýr afstaða var tekin þegar fyrstu frásagnir bárust af harðræði á vistheimilunum Varpholti og Laugalandi. Forstjóri Barnaverndarstofu lýsti fullu trausti á hendur meðferðarfulltrúanum. Eftir sat stelpa furðu lostin, en hún lýsir því hvernig hún hafði áður, þá sautján ára gömul, safnað kjarki til að fara á fund forstjórans og greina frá slæmri reynslu af vistheimilinu.
Nýtt á Stundinni
Mynd dagsins
2
Baráttudagurinn áttundi mars
Alþjóðlegi baráttudagur kvenna hefur verið haldinn hátíðlegur þann áttunda mars í meira en heila öld. Upphaflega sneru kröfur kvenna að kosningarétti og samstöðu verkakvenna en í dag hefur hvert ár sitt þema. Í ár er þemað „Choose To Challenge“, sem vekur máls á kynjahlutdrægni og kynbundnu ójafnrétti en er jafnframt hannað til að fagna vinnu og afrekum kvenna - líkt og Karolinu Polak (mynd). Karolina er pólsk verkakona sem hefur búið og starfað hér í tíu ár, unnið sig upp, og er nýlega orðin aðstoðarverslunarstjóri í stórri matvöruverslun vestur í bæ.
Fréttir
15267
„Ég upplifði alla málsmeðferðina eins og ég væri fangi refsivörslukerfisins“
María Árnadóttir er ein níu kvenna sem kæra íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu fyrir brot á rétti til réttlátrar málsmeðferðar í málum er varða kynbundið ofbeldi. Í máli hennar lá fyrir játning en vegna seinagangs lögreglu var hluti þess fyrndur og restin felld niður án rökstuðnings. Við yfirferð lögmanns á niðurfelldum málum komu í ljós margvíslegar brotalamir við rannsókn og málsmeðferð.
FréttirSamherjaskjölin
621
Samstarfi fyrirtækis Jakobs Valgeirs við umdeilda útgerð í Namibíu slitið
Bolvíski útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir Flosason leigði skip til namibískrar útgerðar í gegnum spænskt fyrirtæki sitt. Samstarfinu hefur nú verið slitið. Namibíska útgerðin hefur dregist inn í rannsókn Samherjamálsins.
Þrautir10 af öllu tagi
4668
316. spurningaþraut: Í hvaða á er Skógafoss? Ef þið vitið það er eitt stig komið
spurningaþraut, hér er hún. * Aukaspurningar: Á myndinni hér að ofan, hver er líklega sá stoltaralegi karl sem höggvið hefur hinn sem er að falla? * Aðalspurningar: 1. Hvaða tónlistarmaður samdi og söng af miklum krafti lagið Declare Independence — eða Lýsið yfir sjálfstæði! 2. Í hvaða á er Skógafoss? 3. Marie Curie var fyrsta manneskjan sem fékk Nóbelsverðlaun...
Pistill
19
Gunnhildur Sveinsdóttir
Er eðlilegt að vera stundum áhyggjufullur?
Það getur verið hjálplegt að horfast í augu við eigin líðan og bregðast við á viðeigandi hátt í stað þess að ýta erfiðum tilfinningum bara frá sér og láta eins og ekkert sé.
Pistill
439
Kolbeinn Hólmar Stefánsson
Atvinnuleysið lenti á þeim verr settu
Rannsókn sýnir hvernig atvinnuleysi fylgist að með fjölbreyttum skorti í lífi fólks. Atvinnulausir eru ólíklegri til að hafa tekið sér gott sumarfrí árin á undan, þeir eru líklegri til depurðar og helmingur atvinnulausra eiga erfitt með að ná endum saman. Vísbendingar eru um að þeir sem voru í veikustu stöðunni verði frekar atvinnulausir í Covid-kreppunni.
Úttekt
91262
Íslenskunemi sér fram á brottvísun úr landi
Erlendir nemendur sem eiga upprunaland utan Evrópu þurfa að standast strangar kröfur frá Útlendingastofnun. Auk þess að standast fullt nám á hverju misseri þarf það líka að sýna fram á að það hafi trygga afkomu, þrátt fyrir að mega aðeins vinna 40 prósent starf.
Þrautir10 af öllu tagi
61103
315. spurningaþraut: „En af hverju borðar fólkið ekki kökur?“
Láttu eftir þér að reyna við þrautina frá í gær! * Fyrri aukaspurning: Hún snýst um kvikmynd. Í hvaða bíómynd birtist það tilkomumikla geimfar sem hér að ofan sést á siglingu sinni um svartnætti sólkerfisins? * Aðalspurningar: 1. Í hvaða borg starfaði sálfræðingurinn Sigmund Freud mestalla sína tíð? 2. En í hvaða borg dó hann eftir að hafa hrakist í...
Blogg
9
Stefán Snævarr
Sjallar veðja á einstaklinginn
Slagorð Sjálfstæðisflokksins í komandi kosningabaráttu ku eiga að vera „veðjum á einstaklinginn“. Slík veðmál eru flokknum töm, t.d. veðjaði Sigríður Andersen á ýmsa einstaklinga í Landsréttarmálum. Einnig var veðjað á ákveðna einstaklinga þegar Landsbankinn var einkavæddur. Sjallar veðjuðu heldur betur á einstaklinginn í umferðarmálum. Þegar þeir réðu Reykjavík var lítið gert til að efla almenningssamgöngur. Afleiðingin var bílasprenging með tilheyrandi...
Flækjusagan
211
„Drepið svikarana!“
Þegar hinn tíu ára Pétur var valinn til keisara í Moskvu 1682 varð allt vitlaust. Skytturnar gerðu uppreisn. En var það Soffía Alexeiévna, systir hins unga keisara, sem stóð fyrir æðinu sem nú greip um sig í Kreml?
Pistill
780
Þorvaldur Gylfason
Lagavernd gegn glæpum
Íslenska stjórnarskráin verndar þá sem ná undir sig ólöglegum ávinningi.
Fréttir
54168
Móðir flýr barnavernd sem vill koma dóttur hennar í varanlegt fóstur
Sandra Hrönn Stefánsdóttir hefur kært Barnaverndarnefnd Reykjavíkur fyrir ranga úrlausn í máli hennar en barnavernd hefur farið fimmm sinnum fram á forsjársviptingu síðan í desember 2020. Sandra hefur vegna þessa komið sér í felur úti á landi til að dóttir hennar verði ekki tekin af henni.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir