„Rannsóknarlögreglumaður Samherja“ álitsgjafi í þætti útgerðarinnar um Helga Seljan
Samherji kynnir fyrsta þátt vefseríu með viðmælanda sem kom að Namibíustarfsemi félagsins þar sem ásakanir á hendur RÚV og Seðlabankanum virðast viðfangsefnið. Fyrirtækið hefur áður keypt einhliða umfjöllun um málið sem sjónvarpsstöðin Hringbraut var sektuð fyrir.
Namibískur lögmaður segir forsetann aðalmanninn í Samherjamálinu
Namibíski lögmaðurinn Maren de Klerk segir að forseti Namibíu Hage Geingob hafi verið aðalmaðurinn í spillingarmálinu sem kallað er Samherjamálið á íslensku. Ef de Klerk segir rétt frá er málið, sem hófst með því að sagt var frá mútugreiðslum Samherja í landinu, dýpra og stærra en áður hefur verið talið og snýst meðal annars um æðsta ráðamann þjóðarinnar.
2
Fréttir
48284
Rannsókn á Ásmundarsal líklega send ákærusviði í þessari viku
Rannsókn lögreglu á hugsanlegu broti á sóttvarnarlögum í Ásmundarsal á Þorláksmessu er langt komin. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var meðal gesta í salnum.
3
FréttirSamherjaskjölin
59310
Ísland greiðir tvær milljónir fyrir úttekt eftir Samherjamálið
Samningur við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna um úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum var undirritaður í nóvember. Samningurinn er hluti af aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar til að auka traust á atvinnulífinu í kjölfar Samherjamálsins í Namibíu.
Hér er þraut frá í gær, já. * Aukaspurningin fyrri: Skoðið vandlega myndina hér að ofan. Hver er karlinn sem hér er verið að handtaka? * Aðalspurningar: 1. Hvað hét leikarinn sem lék Mafíubófann Tony Soprano í sjónvarpsþáttaröð um hann og fjölskyldu hans? 2. Hver er lengsti fjallgarður í heimi? 3. Í tveimur borgum á Vesturlöndum eru hverfi sem kallast...
5
FréttirCovid-19
8173
Læknir gagnrýnir sóttvarnaraðgerðir eftir banaslys í Skötufirði
Jóhann Sigurjónsson læknir segir að með því að etja ferðalöngum í langferðir milli landshluta eftir komuna til landsins án tillits til aðstæðna sé verið að leggja fólk í hættu. Hann vill að fólk sé hvatt til að dvelja eina nótt á suðvesturhorninu áður en það leggur í langferðir eftir komuna til landsins.
6
Pistill
578
Illugi Jökulsson
Stöðvið prentvélarnar! Nýr blár litur er fundinn!
Liturinn YInMn fékk á síðasta ári opinbert samþykki sem nýr litur, fyrsti ólífræni blái liturinn í meira en 200 ár!
7
Þrautir10 af öllu tagi
2855
268. spurningaþraut: Smáfólk, kínversk og bandarísk ættarnöfn, ár í Eyjafirði, og sitthvað fleira
Þrautin frá því í gær! * Aukaspurningar: Hvað hét höfundur persónanna sem hér að ofan sjást? Eftirnafn dugir. * Aðalspurningar: 1. Eins og allir vita, þá nefnist teiknimyndasagan, þar sem ofangreindar persónur koma fram, Smáfólk á íslensku. En hvað heitir sagan á frummálinu, ensku? 2. Meira um ensku. Bandaríkjamenn eru 328 milljónir. Algengasta ættarnafnið þar í landi bera 2,4 milljónir....
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 29. janúar.
Úr stiklu SamherjaHelgi Seljan og sjónvarpsþátturinn Kveikur fjölluðu um mútugreiðslur í tengslum við Namibíuveiðar Samherja ásamt Stundinni, Al Jazeera og Wikileaks í nóvember í fyrra.
Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji boðar þætti þar sem Helgi Seljan, fréttamaður RÚV, og Seðlabankinn virðast vera til umfjöllunar. Fjöldi manns hefur verið fenginn til liðs við Samherja á síðasta ári til að sinna fjölmiðlaumfjöllun og krísustjórnun.
Fyrirtækið hefur áður orðið uppvíst um óheimila kostun á fréttatengdu efni og einhliða umfjöllun um Seðlabankann og RÚV.
Samherji birti stiklu um þættina á YouTube í dag. Kveikur, Stundin, Al Jazeera og Wikileaks fjölluðu í nóvember í fyrra um mútugreiðslur Samherja til að komast yfir hestamakrílskvóta í Namibíu. Síðan þá hefur fyrirtækið leitað fanga víða til að mæta neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun. Norska lögmannsstofan Wikborg Rein var ráðin til að framkvæma rannsókn á starfseminni í Namibíu og skilaði niðurstöðum til Samherja nýverið, sem hafa ekki verið gerðar opinberar.
Eftir að Samherja varð ljóst um yfirvofandi umfjöllun réð fyrirtækið Håkon Borud, fyrrverandi fréttastjóra Aftenposten og meðeiganda ráðgjafafyrirtækisins First House, til að sinna krísustjórnun. Þá réð fyrirtækið lögmanninn og fréttamanninn fyrrverandi, Þorbjörn Þórðarson, til ráðgjafar. Hann stofnaði lögmannsstofuna LPR í fyrra eftir að hann lauk störfum á Stöð 2, en samkvæmt heimasíðu LPS sinnir hún lögmennsku og almannatengslum.
Í stiklunni sem Samherji birti í dag er spilað samtal sem sagt er vera leyniupptaka af Helga Seljan. Óljóst er hvað Helgi er að tala um á upptökunni og við hvern, en samkvæmt samhenginu við myndefnið virðist vera að því stefnt að ítreka fullyrðingar Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, þess efnis að RÚV hafi verið gerandi í húsleit sem Seðlabankinn framkvæmdi hjá fyrirtækinu árið 2012 vegna gruns um brot á gjaldeyrislögum.
Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu 2018 að Seðlabankanum hefði ekki verið heimilt að leggja stjórnvaldssekt á Samherja vegna brota á gjaldeyrislögum sem Seðlabankinn sakaði Samherja um. Samherji hefur krafið Seðlabankann um bætur vegna húsleitarinnar og málarekstursins og hefur Þorsteinn Már rætt þær ítrekað í fjölmiðlum.
„Rannsóknarlögreglumaður Samherja“ í viðtali
Í stiklunni er einnig til viðtals Jón Óttar Ólafsson, sem kynntur er sem afbrotafræðingur og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður. Forsvarsmenn Samherja hafa haldið því fram að Jón Óttar, sem ráðinn var til fyrirtækisins árið 2014, hafi verið sendur til Namibíu tveimur árum síðar til að taka starfsemina í gegn
Hann var þvert á móti í innsta hring Namibíuveiðanna og starfaði með Jóhannesi Stefánssyni, sem síðar gerðist uppljóstrari, að verkefnum þar sem kvóti hafði fengist frá namibískum yfirvöldum með mútugreiðslum. Jón Óttar sat fundi með namibískum mútuþegum Samherja og fékk afrit af tölvupóstum þar sem rætt var um greiðslur í skattaskjól.
„Hvaðan koma þessar ásakanir?“ spyr Jón Óttar í myndbandinu. „Hvernig getur þetta átt sér stað?“
Í lokin eru áhorfendur beðnir um að fylgjast með á morgun, þegar fyrsti þáttur kemur út. Lokað er fyrir athugasemdir við myndbandið.
Sat fundi með mútuþegunum
Samherjaskjölin sýna glöggt að Jón Óttar var hátt settur starfsmaður við Namibíuútgerð Samherja. Í maí árið 2016 snæddi hann til dæmis með Bernhardt Esau, sjávarútvegsráðherra Namibíu, um borð í togara Samherja, Heinaste. Esau sætir nú ákæru í Namibíu vegna aðildar sinnar að málinu.
Með sjávarútvegsráðherranumJón Óttar, lengst til vinstri, og Bernhardt Esau sjávarútvegsráðherra, við hlið hans, hittust árið 2016 ásamt Atla Þór Ragnarssyni og Jóhannesi Stefánssyni.
Jón Óttar sat meðal annars fund um starfsemina með Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, Baldvini syni hans, Aðalsteini Helgasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Kötlu Seafood, Örnu Bryndísi Baldvins McClure, yfirlögfræðingi Samherja, og Jóhannesi Stefánssyni, sem stýrði Namibíustarfseminni en ljóstraði síðar upp um mútugreiðslurnar.
Fundurinn var haldinn 11. apríl 2016 og hann sóttu einnig namibísku þremenningarnir James og Tamson Hatukulipi og Sacky Shangala, sem allir hafa þegið mútur frá fyrirtækinu til að greiða aðgang að fiskveiðikvóta. Samkvæmt fundargerð var rætt um starfsemina í Namibíu, yfirvofandi leiðtogakjör í SWAPO flokknum í Namibíu sem þeir eru allir meðlimir í og væntanlegar þingkosningar í lok árs 2019. Einnig var talað um verkefni í Angóla og Suður-Afríku.
Þremenningarnir komu til Íslands á árshátíð Samherja sem haldin var í Íþróttahöllinni á Akureyri tveimur dögum áður, þann 9. apríl, og greiddi Samherji fyrir þá flug og hótel í tengslum við komuna á árshátíðina.
Í skjali til undirbúnings fyrir fundinn með þremenningunum er fjallað um sýn þeirra á framtíð mála í Namibíu, en ekki skráð hvaða Íslendingar fengu það í sínar hendur.
„Þeir hafa lagt mikið í að koma okkur þangað sem við erum (breytt lögum og farið með það í gegnum þingið),“ segir í skjalinu. „Þetta er að sjálfsögðu pólitískt. Það er margt búið að gerast á bakvið tjöldin. Við erum í dag með 3ja stærsta kvótann ekki af ástæðulausu [sic].“
„Ef þeir fara óánægðir frá Íslandi þá er samstarfinu lokið“
Þá er lýst pólitísku mikilvægi mannanna, en James var stjórnarformaður ríkisfyrirtækisins Fishcor og Sacky var á þessum tíma ríkissaksóknari, en síðar dómsmálaráðherra Namibíu. „Þeir vilja vinna með okkur en tíminn er á þrotum,“ segir ennfremur. „Ef þeir fara óánægðir frá Íslandi þá er samstarfinu lokið og þá er betra að segja það strax.“
Eftir að Jóhannes hætti hjá fyrirtækinu í júlí 2016 héldu mútugreiðslurnar áfram. Síðustu millifærslurnar sem heimildir eru fyrir eru frá 9. og 31. janúar 2019, en þá var Jóhannes búinn að setja sig í samband við Wikileaks út af Namibíumálinu með það fyrir augum að upplýsa um millifærslurnar.
Hafa áður greitt fyrir óheimilaða kostun umfjöllunar um málið
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Samherji fjallar um gjaldeyriseftirlit Seðlabankans með þáttagerð. Árið 2017 birti sjónvarpsstöðin Hringbraut þættina Gjaldeyriseftirlitið þar sem hið svokallaða Aserta-mál var til umfjöllunar. Tengdist það rannsókn Seðlabankans á meintum brotum á gjaldeyrisreglum, en fjallað var sérstaklega um húsleit Seðlabankans hjá Samherja og birti hljóðbrot af samtali Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og Más Guðmundssonar, þáverandi seðlabankastjóra, sem virtist tekið upp án vitundar þess síðarnefnda
„Samherji kostaði þann þátt að langmestu leyti,“ sagði Sigurður Kolbeinsson, framleiðandi þáttarins, í viðtali við Stundina um málið.
Fjölmiðlanefnd tók þetta mál og aðra dagskrárgerð Hringbrautar til umfjöllunar og sektaði sjónvarpsstöðina um alls tvær milljónir króna í fjórum aðskildum ákvörðunum.
„Umfjöllun í þáttunum Gjaldeyriseftirlitið einkennist að stærstum hluta af einhliða gagnrýni á rannsókn og framkvæmd gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands, án þess að sjónarmið fulltrúa bankans komi fram, nema í hljóðbrotum af samtali seðlabankastjóra og forstjóra Samherja hf., sem virðast tekin upp án vitundar seðlabankastjóra,“ sagði í ákvörðun fjölmiðlanefndar. „Er framangreint til þess fallið að renna stoðum undir það að kostandi þáttanna, Samherji hf. hafi haft áhrif á innihald og efnistök hins kostaða fréttatengda efnis og að um hafi verið að ræða einhliða umfjöllun sem ekki hafi verið í samræmi við hlutlægnikröfur 26. gr. laga um fjölmiðla,“ sagði í niðurstöðu nefndarinnar.
Niðurstaða nefndarinnar var að Hringbraut hefði brotið gegn 26. gr. laga um fjölmiðla, um lýðræðislegar grundvallarreglur, með því að gæta ekki að rétti viðmælanda til friðhelgi einkalífs og að hlutlægni og nákvæmni í hinu fréttatengda efni. Var Hringbraut einnig gert að greiða stjórnvaldssekt að upphæð 500.000 kr.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Mest lesið
1
FréttirSamherjaskjölin
38369
Namibískur lögmaður segir forsetann aðalmanninn í Samherjamálinu
Namibíski lögmaðurinn Maren de Klerk segir að forseti Namibíu Hage Geingob hafi verið aðalmaðurinn í spillingarmálinu sem kallað er Samherjamálið á íslensku. Ef de Klerk segir rétt frá er málið, sem hófst með því að sagt var frá mútugreiðslum Samherja í landinu, dýpra og stærra en áður hefur verið talið og snýst meðal annars um æðsta ráðamann þjóðarinnar.
2
Fréttir
48284
Rannsókn á Ásmundarsal líklega send ákærusviði í þessari viku
Rannsókn lögreglu á hugsanlegu broti á sóttvarnarlögum í Ásmundarsal á Þorláksmessu er langt komin. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var meðal gesta í salnum.
3
FréttirSamherjaskjölin
59310
Ísland greiðir tvær milljónir fyrir úttekt eftir Samherjamálið
Samningur við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna um úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum var undirritaður í nóvember. Samningurinn er hluti af aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar til að auka traust á atvinnulífinu í kjölfar Samherjamálsins í Namibíu.
Hér er þraut frá í gær, já. * Aukaspurningin fyrri: Skoðið vandlega myndina hér að ofan. Hver er karlinn sem hér er verið að handtaka? * Aðalspurningar: 1. Hvað hét leikarinn sem lék Mafíubófann Tony Soprano í sjónvarpsþáttaröð um hann og fjölskyldu hans? 2. Hver er lengsti fjallgarður í heimi? 3. Í tveimur borgum á Vesturlöndum eru hverfi sem kallast...
5
FréttirCovid-19
8173
Læknir gagnrýnir sóttvarnaraðgerðir eftir banaslys í Skötufirði
Jóhann Sigurjónsson læknir segir að með því að etja ferðalöngum í langferðir milli landshluta eftir komuna til landsins án tillits til aðstæðna sé verið að leggja fólk í hættu. Hann vill að fólk sé hvatt til að dvelja eina nótt á suðvesturhorninu áður en það leggur í langferðir eftir komuna til landsins.
6
Pistill
578
Illugi Jökulsson
Stöðvið prentvélarnar! Nýr blár litur er fundinn!
Liturinn YInMn fékk á síðasta ári opinbert samþykki sem nýr litur, fyrsti ólífræni blái liturinn í meira en 200 ár!
7
Þrautir10 af öllu tagi
2855
268. spurningaþraut: Smáfólk, kínversk og bandarísk ættarnöfn, ár í Eyjafirði, og sitthvað fleira
Þrautin frá því í gær! * Aukaspurningar: Hvað hét höfundur persónanna sem hér að ofan sjást? Eftirnafn dugir. * Aðalspurningar: 1. Eins og allir vita, þá nefnist teiknimyndasagan, þar sem ofangreindar persónur koma fram, Smáfólk á íslensku. En hvað heitir sagan á frummálinu, ensku? 2. Meira um ensku. Bandaríkjamenn eru 328 milljónir. Algengasta ættarnafnið þar í landi bera 2,4 milljónir....
Mest deilt
1
FréttirSamherjaskjölin
38369
Namibískur lögmaður segir forsetann aðalmanninn í Samherjamálinu
Namibíski lögmaðurinn Maren de Klerk segir að forseti Namibíu Hage Geingob hafi verið aðalmaðurinn í spillingarmálinu sem kallað er Samherjamálið á íslensku. Ef de Klerk segir rétt frá er málið, sem hófst með því að sagt var frá mútugreiðslum Samherja í landinu, dýpra og stærra en áður hefur verið talið og snýst meðal annars um æðsta ráðamann þjóðarinnar.
2
FréttirSamherjaskjölin
59310
Ísland greiðir tvær milljónir fyrir úttekt eftir Samherjamálið
Samningur við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna um úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum var undirritaður í nóvember. Samningurinn er hluti af aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar til að auka traust á atvinnulífinu í kjölfar Samherjamálsins í Namibíu.
3
Fréttir
48284
Rannsókn á Ásmundarsal líklega send ákærusviði í þessari viku
Rannsókn lögreglu á hugsanlegu broti á sóttvarnarlögum í Ásmundarsal á Þorláksmessu er langt komin. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var meðal gesta í salnum.
4
FréttirCovid-19
8173
Læknir gagnrýnir sóttvarnaraðgerðir eftir banaslys í Skötufirði
Jóhann Sigurjónsson læknir segir að með því að etja ferðalöngum í langferðir milli landshluta eftir komuna til landsins án tillits til aðstæðna sé verið að leggja fólk í hættu. Hann vill að fólk sé hvatt til að dvelja eina nótt á suðvesturhorninu áður en það leggur í langferðir eftir komuna til landsins.
5
Fréttir
11110
Trump ei meir: Biden er forseti
Joe Biden er formlega orðinn forseti Bandaríkjanna. Donald Trump er kominn til Flórída. Biden mun snúa mörgum lykilákvörðunum Trumps strax á fyrstu klukkustundum forsetatíðar sinnar.
6
Pistill
579
Illugi Jökulsson
Stöðvið prentvélarnar! Nýr blár litur er fundinn!
Liturinn YInMn fékk á síðasta ári opinbert samþykki sem nýr litur, fyrsti ólífræni blái liturinn í meira en 200 ár!
Hér er þraut frá í gær, já. * Aukaspurningin fyrri: Skoðið vandlega myndina hér að ofan. Hver er karlinn sem hér er verið að handtaka? * Aðalspurningar: 1. Hvað hét leikarinn sem lék Mafíubófann Tony Soprano í sjónvarpsþáttaröð um hann og fjölskyldu hans? 2. Hver er lengsti fjallgarður í heimi? 3. Í tveimur borgum á Vesturlöndum eru hverfi sem kallast...
Mest lesið í vikunni
1
ViðtalDauðans óvissa eykst
51575
Lifir í nálægð við dauðann
Pétur Guðmann Guðmannsson réttarmeinafræðingur starfar í návígi við dauðann alla daga en í kjallara gamla Blóðbankans á Barónsstíg kryfur hann daglega lík eða tvö.
2
ViðtalDauðans óvissa eykst
7315
Dauðinn veitir manni þolinmæði
Karólína Helga Símonardóttir var enn í sorgarferli vegna föðurmissis þegar eiginmaður hennar varð bráðkvaddur á sama ári. Sorgin kenndi henni að taka lífinu með æðruleysi, enda ráði fólk örlögum sínum ekki sjálft.
3
Fréttir
25131
Börn grétu yfir hópslagsmálum í Breiðholtinu í dag
Menn í slagsmálum brutu rúðu í Pizzunni í Hólagarði í hópslagsmálum sem áttu sér stað nokkrum klukkustundum eftir að vopnaðir menn fóru inn í Borgarholtsskóla.
4
Pistill
29361
Jón Trausti Reynisson
Öll hús skipta máli
Tíu atriði sýna óbærilegan ósambærileika Búsáhaldabyltingarinnar og innrásar trumpista í Þinghúsið í Washington.
5
Fréttir
169424
Íslendingar borga 40% meira fyrir matinn
Íslendingar greiða 40 prósent hærra verð fyrir mat og drykk en að meðaltali í öðrum Evrópuríkjum, samkvæmt nýjum tölum. Matarkarfan hér á landi er sú þriðja dýrasta í Evrópu, en var sú dýrasta árið áður. Laun á Íslandi voru 60 prósentum hærri en að meðaltali í Evrópu á sama tíma.
6
FréttirSamherjaskjölin
38369
Namibískur lögmaður segir forsetann aðalmanninn í Samherjamálinu
Namibíski lögmaðurinn Maren de Klerk segir að forseti Namibíu Hage Geingob hafi verið aðalmaðurinn í spillingarmálinu sem kallað er Samherjamálið á íslensku. Ef de Klerk segir rétt frá er málið, sem hófst með því að sagt var frá mútugreiðslum Samherja í landinu, dýpra og stærra en áður hefur verið talið og snýst meðal annars um æðsta ráðamann þjóðarinnar.
7
FréttirDauðans óvissa eykst
735
Óútskýrðum dauðsföllum fjölgar verulega
Veruleg aukning er á tilfellum þar sem réttarmeinafræðilega rannsókn þarf til að hægt sé að ákveða dánarorsök. Um 20 prósent andláta hér á landi flokkast sem ótímabær. Réttarmeinafræðingur segir að ekkert bendi til að sjálfsvígum fari fjölgandi.
Mest lesið í mánuðinum
1
Pistill
4443.205
Bragi Páll Sigurðarson
Bjarnabylgjan
„Ég á rétt rúmlega árs gamlan strák sem hefur ekki hitt ömmu mína og afa síðan í sumar,“ skrifar Bragi Páll Sigurðarson skáld um sóttvarnabrot fjármálaráðherra.
2
FréttirSamherjaskjölin
169469
Sonur Þorsteins Más kemur fram sem talsmaður Samherja
Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, kemur fram sem talsmaður fyrirtækisins í grein þar sem rætt er um markaðssetningu á íslenskum fiski. Fyrr á árinu, í kjölfar Namibíumáls Samherja, var sagt frá því að Þorsteinn Már hefði selt hlutabréf sín í Samherja til barna sinna.
3
PistillUppgjör 2020
841.507
Hallgrímur Helgason
Veiran vill einkarekstur
„Það þarf að kenna fólki að deyja,“ sagði deyjandi faðir hans, á sama tíma og samfélagið lærði að óttast dauðann meira en áður. Hallgrímur Helgson fjallar um lærdóm ársins og þá von að ríkisvaldið læri að setja heilbrigðiskerfið ofar öllu.
4
Fréttir
7652.898
Þau fá listamannalaun 2021
2.150 mánuðum af listamannalaunum var útlhutað til samtals 453 listamanna í dag.
5
Fréttir
3071.313
Kvarta undan tapi og kaupa 150 milljóna króna aukaíbúð
Björn Leifsson, eigandi World Class, hefur hagnast verulega á rekstri líkamsræktarstöðvanna, en vildi að fjármálaráðherra bætti sér upp tap vegna lokana í Covid-faraldrinum. Um sama leyti keypti eiginkona hans og meðeigandi 150 milljóna króna aukaíbúð í Skuggahverfinu.
6
ViðtalDauðans óvissa eykst
51575
Lifir í nálægð við dauðann
Pétur Guðmann Guðmannsson réttarmeinafræðingur starfar í návígi við dauðann alla daga en í kjallara gamla Blóðbankans á Barónsstíg kryfur hann daglega lík eða tvö.
7
FréttirCovid-19
1971.582
Deildarlæknir á Landspítalanum: „Téður ráðherra ætti að segja af sér - tafarlaust“
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra braut sóttvarnarreglur með viðveru í 40-50 manna samkvæmi í Ásmundarsal í gær. Deildarlæknir segir að samkoman gæti fræðilega leitt til dauðsfalla. „Ég er ekki að ýkja hérna.“ Brot Bjarna varðar 50 þúsund króna sekt.
Nýtt á Stundinni
Fréttir
996
Trump ei meir: Biden er forseti
Joe Biden er formlega orðinn forseti Bandaríkjanna. Donald Trump er kominn til Flórída. Biden mun snúa mörgum lykilákvörðunum Trumps strax á fyrstu klukkustundum forsetatíðar sinnar.
Mynd dagsins
2
Bóndi fyrir Bóndadaginn
Á fjár- og kúabúinu Butru búa bændurnir Ágúst Jensson og Oddný Steina Valsdóttir (mynd). „Það sem er brýnast nú fyrir bændur er að hér sé hægt að stunda landbúnað og hafa einhverjar tekjur af. Rauntekjur sauðfjárbænda hafa rýrnað um tugi prósenta á undanförnum árum. Það er líka mikilvægt að gera okkar góðu afurðir betur rekjanlegar,“ segir Oddný Steina, sem situr í stjórn Bændasamtakanna. Nú á föstudaginn er Bóndadagurinn. Til hamingju allir bændur, líka allir þeir sem eru á mölinni.
Fréttir
213
Ágúst Ólafur verður ekki á lista Samfylkingarinnar - Þáði ekki þriðja sæti
Ágúst Ólafur Ágústsson mun ekki verða í framboði fyrir Samfylkinguna í Reykjavík fyrir Alþingiskosningar í haust. Uppstillingarnefnd bauð honum þriðja sæti en hann hafnaði því.
FréttirSamherjamálið
340
Namibíski lögmaðurinn í Samherjamálinu: Tilraun „til að ráða mig af dögum“
Namibíski lögmaðurinn Marén de Klerk býr að sögn yfir upplýsingum sem sýna að forseti Namibíu hafi skipulagt greiðslur frá fyrirtækjum eins og Samherja til Swapo-flokksins til að flokkurinn gæti haldið völdum. Hann segir að líf sitt sé í rúst vegna mistaka og að hann vilji hjálpa til við rannsókn Samherjamálsins.
Blogg
8
Símon Vestarr
Töffari kann að taka L-inu
Fyrir fjórum árum flaug mér fjarlægur möguleiki í hug í tengslum við innvígsludaginn í Ameríku. Ég sá fyrir mér hinn nýkjörna, nýfasíska auðkýfingsson stíga fram í pontu og halda ræðu sem væri eitthvað á þessa leið: Ég þakka öllum sem komu. Við alla sem buðu sig fram gegn mér vil ég segja: hvernig líst ykkur á mig núna?...
FréttirCovid-19
641
Sérstakur frístundastyrkur fyrir efnalítil börn skilar sér ekki til þeirra
Aðeins hafa borist umsóknir fyrir níu prósent þeirra barna sem eiga rétt á sérstökum frístundastyrk sökum fátæktar forelda þeirra. Foreldrar þurfa að greiða æfingagjöld og sækja um endurgreiðslu. Talsmenn fólks í fátækt segja fátækt fólk ekki hafa tök á því að reiða fram gjöldin og bíða endurgreiðslu.
Pistill
578
Illugi Jökulsson
Stöðvið prentvélarnar! Nýr blár litur er fundinn!
Liturinn YInMn fékk á síðasta ári opinbert samþykki sem nýr litur, fyrsti ólífræni blái liturinn í meira en 200 ár!
Þrautir10 af öllu tagi
3266
269. spurningaþraut: „Kona nokkur hafði ekki gaman af smábörnum“ og fleiri spurningar
Gærdagsþrautin, hér er hún. * Fyrri aukaspurning: Hvaða söngflokk má sjá á myndinni hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Kona nokkur hafði ekki gaman af smábörnum. Hún sagði af þau væru „ekki annað en plöntur fyrsta hálfa árið“ og „skelfileg þegar þau eru allsber“ með „sinn stóra kropp og litlu útlimi og þessar froskahreyfingar sínar“. Eigi að síður eignaðist hún...
Mynd dagsins
367
Tveir plús tveir eru fimm
Í svona árferði leggjast auðvitað nokkrar Lundabúðir á Laugaveginum á hliðina, en það kemur líka auðvitað eitthvað annað í staðinn - eins á og Laugavegi 48. Á föstudaginn opnaði þar nýtt gallerí, MUTT Gallery, með stórgóðri sýningu Úlfs Karlssonar (mynd) sem ber heitið: 2+2 = 5. Miðbærinn okkar er alltaf að breytast, er bestur þegar þar verður til áhugaverð blanda af menningu, veitingastöðum og fjölbreyttum verslunum sem gerir miðbæinn bæði lifandi og áhugaverðan fyrir gesti og gangandi.
Fréttir
122
Lögreglan rannsakar greiðslur fullorðinna til barna fyrir kynferðislegar myndir
Tæplega tugur slíkra mála er á borði kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. Líklegt er talið að um fáa fullorðna einstaklinga sé að ræða og líklega ekki mikið fleiri en tvo. Auka þarf fræðslu til barna um hegðun á netinu verulega að mati aðstoðaryfirlögregluþjóns.
FréttirCovid-19
954
Hnykkt verður á leiðbeiningum við ferðalanga um heimild til hvíldar
Rögnvaldur Ólafsson lögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir skýrt að heimild sé til þess að ferðalangar megi dvelja eina nótt nálægt Keflavíkurflugvelli áður en þeir halda á dvalarstað í sóttkví.
FréttirCovid-19
8173
Læknir gagnrýnir sóttvarnaraðgerðir eftir banaslys í Skötufirði
Jóhann Sigurjónsson læknir segir að með því að etja ferðalöngum í langferðir milli landshluta eftir komuna til landsins án tillits til aðstæðna sé verið að leggja fólk í hættu. Hann vill að fólk sé hvatt til að dvelja eina nótt á suðvesturhorninu áður en það leggur í langferðir eftir komuna til landsins.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir