Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Þeirri þjóð er vorkunn

Líb­anska þjóð­in stend­ur á kross­göt­um en á litla von um að bjart­ari fram­tíð sé á næsta leiti að mati frétta­skýrenda. Hörm­ung­arn­ar í Beirút á dög­un­um und­ir­strika getu­leysi yf­ir­valda, sem hafa af veik­um mætti reynt að halda þjóð­inni sam­an eft­ir að borg­ara­styrj­öld­inni lauk. Mót­mæl­end­ur tak­ast nu á við óeirð­ar­lög­reglu í höf­uð­borg­inni eft­ir spreng­ing­una og krefjast rót­tækra breyt­inga á stjórn­kerf­inu.

Það virðist ekki eiga af Líbönum að ganga. Þessi stolta þjóð rekur sögu sína allt aftur til Fönikíumanna langt fyrir kristsburð og elstu mannvistarleifar þar eru meira en sjö þúsund ára gamlar. Þjóðin hefur þó orðið fyrir hrinu áfalla síðustu áratugi sem sýna að ríkið sjálft stendur á brauðfótum.

Það voru nýlenduherrar í Frakklandi sem teiknuðu upp landamæri Sýrlands og Líbanons á millistríðsárunum. Voru þau hönnuð gagngert í þeim tilgangi að ala á sundrung meðal innfæddra og veikja þannig mótstöðuna við yfirráð Frakka. Svæðinu var skipt upp í mörg aðskilin ríki og var mismunandi ættbálkum og trúarhópum skipt á milli þeirra og gert að keppa sín á milli um landsins gæði.

Það fór ekki framhjá Frökkum að í Líbanon var á þessum tíma að finna eitt stærsta kristna samfélag Arabaheimsins; svonefnda Maróníta. Þegar Frakkar höfðu sig loks á brott frá landinu eftir seinni heimsstyrjöldina skildu þeir eftir sundrað og illa …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu