Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Almenningshlutafélagið Festi keypti fyrirtæki af félagi sem forstjórinn stýrði

Bæði Eggert Þór Kristó­fers­son, for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Festi, og stjórn­ar­formað­ur­inn, Þórð­ur Már Jó­hann­es­son, tengj­ast Bjarna Ár­manns­syni fjár­festi nán­um bönd­um. Festi ákvað að kaupa orku­sölu­fyr­ir­tæki af Bjarna og með­fjár­fest­um hans fyr­ir rúm­lega 722 millj­ón­ir. Eggert Þór hef­ur ekki vilj­að svara spurn­ing­um um mál­ið.

Almenningshlutafélagið Festi keypti fyrirtæki af félagi sem forstjórinn stýrði
Náinn samstarfsmaður Bjarna Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festis, var náinn samstarfsmaður og undirmaður Bjarna Ármannssonar um árabil, fyrst í Glitni og svo í fjárfestingarfélaginu Sjávarsýn. Myndin var tekin þegar Festi keypti hlut í Íslenskri orkumiðlun í fyrra. Með Eggerti á myndinni er Magnús Júlíusson, framkvæmdastjóri íslenskrar orkumiðlunar.

Almenningshlutafélagið Festi, sem rekur N1 og Krónuna meðal annars,  keypti orkusölufyrirtæki af fjárfestingarfélagi sem forstjóri félagsins, Eggert Þór Kristófersson, stýrði um þriggja ára skeið á árunum 2008 til 2011. Fjárfestingarfélagið er í eigu Bjarna Ármannssonar, fjárfestis og fyrrverandi bankastjóra Glitnis, og heitir Sjávarsýn.

Eggert Þór var um árabil einn nánasti samstarfsmaður Bjarna og starfaði hann sem framkvæmdastjóri eignastýringar Glitnis á meðan Bjarni var forstjóri bankans. Íslenskir lífeyrissjóðir, og þar með viðskiptavinir þeirra sem eru greiðendur iðgjalda, eiga meirihluta hlutafjár í Festi.

Orkusölufyrirtækið sem um ræðir heitir Íslensk orkumiðlun og átti fjárfestingarfélag Bjarna 32,5 prósent hlut í fyrirtækinu þar til Festi ákvað að kaupa hann og aðra hluthafa þess út í mars á þessu ári. Aðrir hluthafar voru framkvæmdastjórinn Magnús Júlíusson, Kaupfélag Skagfirðinga og Ísfélag Vestmannaeyja. Festi átti fyrir þessa ákvörðun um yfirtöku félagsins 15 prósenta hlut í Íslenskri orkumiðlun sem keyptur var í mars 2019. 

Kaupverðið á þessum 85 prósenta hluti var 722 milljónir króna. Greitt var fyrir hlutabréfin með bréfum í Festi og með reiðufé. 

Vinur og meðfjárfestir BjarnaÞórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður almenningshlutafélagsins Festis, er vinur og viðskiptafélagi Bjarna Ármannssonar til margra ára.

Stjórnarformaðurinn viðskiptafélagi Bjarna

Auk tengsla forstjóra Festi við stærsta hluthafa Íslenskrar Orkumiðlunar, Bjarna Ármannsson, er stjórnarformaður Festi, Þórður Már Jóhannesson, einnig tengdur honum viðskiptaböndum.

Þórður Már og Bjarni hafa í gegnum árin stundað fjárfestingar saman og áttu meðal annars saman félagið Kríu sem stundaði framvirk hlutabréfaviðskipti með bréf í FL Group, stærsta hluthafa Glitnis, fyrir bankahrunið 2008. Þórður Már sagði við DV árið 2009 að ekkert væri athugavert við fjárfestingar hans og Bjarna í umræddu félagi, þeir hefðu þekkst lengi og væru vinir. 

„Þar mun verða farið yfir kaup Festi á Íslenskri Orkumiðlun.“

Í fjölmiðlum hefur ennfremur komið að Bjarni hafi ráðið Þórð Má til Kaupþings og síðar Straums þegar hann starfaði í þeim fjármálafyrirtækjum.

Eggert vill ekki svara spurningum

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vakti athygli á þessum viðskiptum Festi með Íslenska orkumiðlun á Facebook-síðu sinni fyrir skömmu í tengslum við umræðu um það sem Ragnar Þór telur vera spillingu í viðskiptum félaga sem eru í eigu íslenskra lífeyrissjóða. Bloggarinn Guðmundur Hörður vakti i kjölfarið athygli á orðum Ragnars á vef Stundarinnar.

Meðal stærstu hluthafa Festi eru Lífeyrissjóður verslunarmanna Gildi – lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins sem samtals eiga um 25 prósenta hlut í félaginu. 

Stundin sendi Eggerti Þór Kristóferssyni spurningar um þessi viðskipti. Eggert Þór hefur ekki viljað svara spurningunum. Forstjórinn vísar til þess að uppgjör Festi verði kynnt síðar í dag og að þar verði að finna upplýsingar um þessi viðskipti. „Festi hf. er almenningshlutafélag sem er skrá á markað í Nasdaq OMX og mun síðar í dag birta uppgjör fyrir 2. ársfjórðung 2020. Þar mun verða farið yfir kaup Festi á Íslenskri Orkumiðlun eins og lofað var á aðalfundi félagsins sem haldin var 23. mars 2020 þar sem allir hluthafar samþykkti þessi kaup. Þannig að til að tryggja jafnræði fjárfesta og fara að lögum þá verður þú að bíða eftir þessum upplýsingum þangað til síðar í dag.“

Meðal þess sem Stundin spurði Eggert að var hvort hann teldi eðlilegt að hann sem fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárfestingarfélags Bjarna Ármannssonar kæmi að því að láta félag sem hann stýrir kaupa hlutabréf af þessu sama félagi. Einnig spurði Stundin hann að því hvernig verðmatið á fyrirtækinu hefði farið fram og hvort til greina hefði komið að stofna eigið orkusölufyrirtæki. 

Þriggja ára fyrirtæki með tvo starfsmenn

Eitt af því sem vekur athygli í viðskiptunum er að Íslensk orkumiðlun er fyrirtæki sem stofnað var fyrir einungis þremur árum og er með tvo starfsmenn í vinnu samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2018 og einnig samkvæmt heimasíðu þess. Um er að ræða fyrirtæki sem er milliliður í því að kaupa og selja rafmagn til fyrirtækja og einstaklinga. Fyrirtækið kaupir rafmagn á heildsölumarkaði og selur það á smásölumarkaði. 

Ein af spurningunum sem Stundin spurði Eggert Þór að var af hverju Festi stofnaði ekki sitt eigið orkufyrirtæki í stað þess að kaupa fyrirtæki með tvo starfsmenn og stutta rekstrarsögu á þessu verði.

Íslensk orkumiðlun var sannarlega með mikla tekjuaukningu á árunum 2017 til 2018, fór úr 164 milljónum i 954 milljónir króna á milli, en ekki liggur fyrir hverjir viðskiptavinir fyrirtækisins eru eða voru. Að fyrirtækinu standa félög sem stunda rafmagnsfrekan rekstur, eins og til dæmis Kaupfélag Skagfirðinga. Eggert Þór svaraði ekki spurningunni um hverjir helstu viðskiptavinir Íslenskrar orkumiðlunar væru. 

Félagið á nánast engar eignir, ef frá eru taldar viðskiptakröfur vegna sölu á rafmagni; það á enga fasteign og vinnutækin og hugbúnaðurinn sem fyrirtækið á eru bókfærð í ársreikningi þess á tæplega 5 milljóna króna.

Ein af spurningunum sem eftir situr er því hvað það er sem Festi er að borga 722 milljónir króna fyrir því þetta er ekki ljóst út frá síðasta birta ársreikningi félagsins. Einn möguleiki er kunnátta og færni starfsmannanna tveggja á sviði orkusölu og annar möguleiki eru viðskiptasambönd og mögulega samningar sem fyrirtækið hefur gert við viðskiptavini þess. 

En skýringar Festi á þessum viðskiptum munu væntanlega koma fram þegar félagið kynnir uppgjör sitt eins og Eggert Þór segir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
4
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
5
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Ármann um Ortus: „Hef aldrei gætt neinna annarra hagsmuna en bankans“
8
Fréttir

Ár­mann um Ort­us: „Hef aldrei gætt neinna annarra hags­muna en bank­ans“

Ár­mann Þor­valds­son, for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku banka, seg­ist hafa selt hluta­bréf sín í breska fast­eigna­fé­lag­inu Ort­us til Stoða ár­ið 2018. Tveim­ur ár­um síð­ar komu Stoð­ir inn í hlut­hafa­hóp Kviku og Ár­mann kom að því sem stjórn­andi hjá Kviku að kaupa hluta­bréf­in í Ort­us til baka af Stoð­um á upp­sprengdu verði.
„Kapítalismi án samkeppni er arðrán“
10
Fréttir

„Kapí­tal­ismi án sam­keppni er arð­rán“

Í nítj­ánda þætti Pressu komu for­svars­menn Neyt­enda­sam­tak­anna, VR og Fé­lags at­vinnu­rek­anda til þess að ræða ný­leg­ar laga­breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um og stöðu sam­keppn­is­mála hér á landi al­mennt. Þá ræddu for­menn­irn­ir einnig ný­lega skýrslu um ólög­legt verð­sam­ráð skipa­fé­lag­anna og hugs­an­leg­ar lög­sókn­ir vegna sam­keppn­is­brot­anna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
2
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Undirskriftir gegn Bjarna orðnar fleiri en greidd atkvæði Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu
4
Fréttir

Und­ir­skrift­ir gegn Bjarna orðn­ar fleiri en greidd at­kvæði Sjálf­stæð­is­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Á ein­ung­is tveim­ur dög­um hafa um 34 þús­und ein­stak­ling­ar skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ings­leysi við Bjarna Bene­dikts­son í embætti for­sæt­is­ráð­herra. Fjöldi und­ir­skrifta vex hratt og eru þær nú orðn­ar fleiri en þau at­kvæði sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk greidd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um.
„Þetta er móðgun við okkur“
7
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Bankasýslan getur ekki gert grein fyrir tug milljóna kaupum á þjónustu
4
Viðskipti

Banka­sýsl­an get­ur ekki gert grein fyr­ir tug millj­óna kaup­um á þjón­ustu

Frá því að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Hún get­ur ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Mest af því sem stofn­un­in get­ur gert grein fyr­ir fór til Logos, eða alls 15,3 millj­ón­ir króna á átta mán­uð­um í fyrra.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
5
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár