„Hver ætlar að biðja okkur afsökunar?“ spyr fjármálaráðherra, sem er misboðið vegna umræðu um afskipti ráðuneytisins af ráðningu ritstjóra samnorræns fræðirits.
Maður sem var misnotaður af bróður sínum um árabil lýsir því í viðtali við Eddu Falak hvað það var vont að missa stjórn á aðstæðum eftir að málið komst upp.
2
Viðtal
Túlkur Gorbatsjevs: „Hvernig á að forðast þriðju heimsstyrjöld“
Pavel Palazhchenko, sem var sovéskur og síðar rússneskur diplómati og túlkur Gorbatsjevs á leiðtogafundinum í Reykjavík árið 1986, segir að stöðva eigi hernaðaraðgerðir í Úkraínu eins fljótt og auðið er. 36 árum eftir fundinn í Höfða er Palazhchenko aftur kominn í stutta heimsókn til Reykjavíkur og féllst á að ræða við Andrei Menshenin blaðamann um leiðtogafundinn og þær breytingar sem urðu í kjölfar hans, kjarnorkuvopn og stríðið í Úkraínu. Hann segir að engar allsherjarviðræður um öryggismál hafi orðið milli Rússlands og Evrópu eftir hrun Sovétríkjanna.
3
Fréttir
11
Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir segir forsætisráðherra hafa svikið loforð sem hún gaf um aðgerðir í loftslagsmálum.
4
Fréttir
Sorgarsaga Söngva Satans
Bresk-indverski rithöfundurinn Salman Rushdie særðist illa í morðtilræði þegar hann steig á svið til að halda ræðu í New York á dögunum. Svo virðist sem árásarmaðurinn, sem er af líbönskum ættum, hafi ætlað sér að uppfylla trúarlega tilskipun leiðtoga Írans frá 1989 sem sagði Rushdie réttdræpan fyrir guðlast í bók sinni Söngvar Satans. Málið á sér langa og sorglega sögu sem er samofin málfrelsi, trúarofstæki og valdatafli í Mið-Austurlöndum.
5
Pistill
1
Illugi Jökulsson
Sorgleg svör Katrínar við orðum Bjarkar
Blaðamaður The Guardian, Chal Ravens, segir að Björk hafi „nánast hrækt“ í reiði sinni þegar hún lýsti svikum þeim sem henni fannst hún hafa upplilfað af hendi Katrínar Jakobsdóttur.
6
Aðsent
Björn Leví Gunnarsson
Fólk - og framlög til stjórnmálaflokka
Stjórnmálaflokkar eiga ekki að þurfa fjármagn sem dugar til að keyra gríðarlegar auglýsingaherferðir.
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 20. ágúst.
Mynd: Heiða Helgadóttir
Þegar þú verður var við ranglæti er best að gera ekkert, segja ekkert, gagnrýna engan. Fjölmiðlar; ekki segja fréttina. Fræðimenn; ekki greina aðstæður. Almenningur; ekki taka þátt í umræðunni. Annars eruð þið allt það sem er að í þessu samfélagi, eða þannig má að minnsta kosti skilja skilaboð stjórnmálamanna sem lenda í vanda vegna framgöngu sinnar. Vandamálið er ekki þeirra. Vandamálið eru ekki þeir – heldur þið.
Íslenska leiðin er þessi: Verði stjórnmálamaður uppvís að vafasömu athæfi er málsvörnin gjarnan sú að hann hafi í raun gert rétt með því að gera það sem öðrum þótti rangt, en það hafi verið rangt af öðrum að fjalla um það, gagnrýna það eða krefjast svara.
Nú hefur stjórn Félags prófessora „fallið á prófinu“ að mati fjármálaráðherra, vegna þess að hún mótmælti „harðlega hinum pólitísku afskiptum íslenska fjármála- og efnahagsráðuneytisins af ráðningarmálum“ ritstjóra samnorræns fræðitímarits.
Íslenskum fræðimanni hafði verið boðin staðan þegar ráðuneytið lagðist eindregið gegn ráðningunni og rökstuddi það með því að dreifa röngum upplýsingum um manninn.
Aðferðir þöggunar
Eftir ákveðið tómarúm þar sem óljóst var hver bæri ábyrgð á samskiptunum við útlönd steig ráðherra loks fram og axlaði ábyrgð á málinu. Um leið gerði hann lítið úr málinu, með því að tala um að „atvinnumál“ mannsins hefðu orðið að „stórfrétt í samfélaginu“ - nánast eins og um væri að ræða ómerkilegt upphlaup þeirra sem hefðu ekkert betra við tíma sinn að gera. Málið snerist auðvitað ekki um atvinnumál mannsins heldur forsendurnar fyrir afskiptum ráðuneytisins, hvort manninum hafi verið refsað fyrir skoðanir sínar.
Höfum í huga að það er ekkert einsdæmi að fólki sé refsað fyrir skoðanir sínar eða gagnrýna umræðu, jafnvel þótt hún sé rökstudd og byggð á fræðilegri þekkingu. Samkvæmt rannsókn frá árinu 2014 hefur sjötti hver fræðimaður hér á landi vikið sér undan spurningum fjölmiðla af ótta við viðbrögð valdhafa. Álíka margir sögðu gagnrýni valdhafa koma í veg fyrir að þeir tjáðu sig um mál sem hafa pólitíska þýðingu. Sex prósent þeirra höfðu orðið fyrir hótunum vegna þess að þeir tjáðu sig á opinberum vettvangi.
Framlag fræðimanna til opinberrar umræðu er hins vegar ómetanlegt í lýðræðisríki og afleiðingar þess þegar þeir neita að tjá sig af ótta við viðbrögðin bitna á öllu samfélaginu. Rannsóknarnefnd Alþingis komst til dæmis að þeirri niðurstöðu að ótti fræðimanna við afleiðingar þess að tjá sig á opinberum vettvangi hefði komið í veg fyrir að þeir miðluðu þekkingu sinni í aðdraganda bankahrunsins. Enda mættu þeir fræðimenn sem þó tjáðu sig engu nema hroka og vanvirðingu. Óhikað var ráðist að trúverðugleika þeirra og þeim gerður upp annarlegur ásetningur. Talað var um „gjaldþrot trúverðugleika“ Háskóla Íslands vegna þess að háskólaprófessor sagði bankana tæknilega gjaldþrota áður en þeir hrundu. „Ég spyr líka sem menntamálaráðherra hvort þessi maður þurfi ekki á endurmenntun að halda?“ var svar menntamálaráðherra við viðvörunarorðum erlends sérfræðings hjá virtum fjárfestingarbanka.
Seinna sagðist ráðherrann fyrrverandi hafa farið í gegnum ákveðna endurmenntun eftir hrunið, hún hefði þurft á því að halda.
Með okkur eða á móti
Málið snerist líka að einhverju leyti um vinnubrögðin, þar sem ráðuneytið dreifði röngum upplýsingum um manninn. Það er reyndar ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerist. Ekki eru nema nokkur ár síðan aðstoðarmaður ráðherra var dæmdur fyrir að dreifa viðkvæmum persónulegum og röngum upplýsingum um hælisleitendur, þeirra á meðal barnshafandi konu, í pólitískum tilgangi.
„Hvað hefur þú á móti ritstjóra þessa rits?“ spurði ráðherrann einn sem gagnrýndi afskipti ráðuneytisins af ráðningunni. Ekkert, það að gagnrýna afskipti ráðuneytis af ráðningu manns sem hefur aðrar pólitískar skoðanir en ráðherra felur ekki sjálfkrafa í sér andstöðu við þann sem var á endanum ráðinn. Eða ungu ónafngreindu konunni sem ráðherra kvaðst hafa viljað leggja til, en kom aldrei raunverulega til greina. En í íslenskum stjórnmálum ertu annaðhvort með eða á móti.
Ráðherra gekk svo enn lengra þegar hann gerði lítið úr faglegu starfi fræðiritsins. Hlutverk þess er að fjalla með sjálfstæðum hætti um efnahagsmál, koma á framfæri nýjustu rannsóknum á sviði hagfræði og stuðla að þekkingarmiðlun á milli Norðurlandanna. Það breytir því ekki þótt það sé fjármagnað af Norrænu ráðherranefndinni sem leggur stóru línurnar varðandi efnistök. Fræðiriti er ekki ætlað að styðja stefnu stjórnvalda í efnahagsmálum, eins og ráðherra hélt beinlínis fram. „Við greiðum fyrir þetta rit,“ sagði hann og undirstrikaði þannig völd sín. Viðhorf íslenska ráðherrans virtist vera erlendum fræðimönnum framandi, en hér á landi hefur ráðherra kannski vanist því að hægt sé umgangast fjölmiðla með þessum hætti; Við eigum þetta, við megum þetta.
Að geta sjálfum sér um kennt
„Hvers vegna í ósköpunum ætti ég að biðja einhvern prófessor úti í Svíþjóð afsökunar?“ spurði ráðherrann eftir að hafa sakað fráfarandi ritstjóra fræðiritsins, einn virtasta hagfræðing Norðurlanda, um vinahygli. Sá hafði unnið sér það til saka að mati ráðherrans að mæla með hagfræðingnum íslenska. Á fimmtíu ára ferli hafði sænski hagfræðingurinn aldrei setið undið öðrum eins ávirðingum og beið afsökunarbeiðni. En ráðherrann hélt áfram. Stýrinefndin hafði „stigið í spínatið“ vegna þess að hún hafði boðið íslenska hagfræðingnum stöðuna. Án þess að blikna hélt ráðherra því ranglega fram að fjölmiðlar hefðu farið með rangfærslur, vegna þess að þeir fjölluðu ekki um málið út frá sjónarhóli hans. Þingmenn stjórnarandstöðunnar áttu að hans mati að svara fyrir gagnrýni sína, en ráðherrann lét að því liggja að hin óeðlilegu afskipti fælust í því að sýna manninum sem hafði verið sviptur stöðunni stuðning.
Hann sem ætti ekkert tilkall til þessarar stöðu.
Kannski átti íslenski hagfræðingurinn ekkert tilkall til þessarar stöðu, en honum var engu að síður boðin hún. Hann átti rétt á sanngirni.
Maðurinn gat sjálfum sér um kennt, voru skilaboð ráðherrans. Fræðimenn sem ákveða að fara á svið stjórnmálanna og láta stór orð falla um aðra stjórnmálamenn eru sjálfir að valda sér skaða, fullyrti ráðherrann á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Það væri ekki akademísk niðurstaða fræðimanna að segja stjórnmálaflokk andlit spillingar.
Sjálfur taldi hann sig eiga fullan rétt til að gera það sem hann gerði og hafa ástæðu til. Vegna þess að fræðimaðurinn hafði talað illa um stjórnmálaflokkinn hans. Jafnvel kallað Sjálfstæðisflokkinn andlit spillingar á Íslandi, með tilvísun í andstöðu flokksins til nýrrar stjórnarskrár, sem samþykkt var með meirihluta atkvæða í ráðgefandi kosningum en kæfð af Alþingi. Að mati fræðimannsins mátti skýra andstöðu flokksins við stjórnarskrána til þess að stórir hagsmunaaðilar í sjávarútvegi væru stuðningsaðilar flokksins og hins vegar með því að flokkurinn vildi viðhalda óbreyttu ástandi í samfélagi, þar sem hann fer með völdin.
Þó að ráðherra hafi rétt á því að hafa skoðanir á ráðningu ritstjórans þá virðist rauði þráðurinn í viðbrögðum hans vera að umræddur maður sé óheppilegur til starfans þar sem hann sé of pólitískur. Fjármálaráðuneytið hefur engu að síður ráðið frjálshyggjumanninn Hannes Hólmsteinn Gissurarson í vinnu, meðal annars við að skrifa skýrslu um efnahagshrunið hér á landi, þar sem niðurstaðan varð að forysta fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins hefði verið lykilatriði fyrir Ísland. Þegar ráðherra Sjálfstæðisflokksins skipaði Hannes Hólmstein sem lektor við Háskóla Íslands, þvert á mat hæfisnefndar, rökstuddi hann það með því að ólík sjónarmið þyrftu að eiga sér málsvara innan veggja skólans. Nú er niðurstaðan sú að vinstri sinnaður maður er of pólitískur til að ritstjóra norrænu fræðiriti, en hægri sinnaður maður er ráðinn af ráðuneytinu til að skrifa söguna.
„Hvað þýðir það að vera ópólitískur?“ skrifaði íslenskur prófessor í hagfræði við Brown-háskólann í Bandaríkjunum. „Í sjúkum hugarheimi þessa fólks þýðir það að vera „ópólitískur“ að hafa verið virkur í Sjálfstæðisflokknum.“ Málið rifjaði upp fyrir honum „köfnunartilfinninguna“ sem hann fann fyrir á Íslandi þegar hann horfði upp á hvernig ráðið var í stöður.
Krafðist afsökunarbeiðni
Að lokum var það ekki ráðherra sem hafði beitt ranglæti heldur var það hann sem var beittur ranglæti, að eigin mati. Af mörgum, af svo ótrúlega mörgum.
Hann steig í pontu Alþingis og spurði einfaldlega: „Hver ætlar að biðja okkur afsökunar?“
Á Íslandi eru allir skyldir öllum, nema Samherja.
Leiðari
13
Jón Trausti Reynisson
Meistarar málamiðlana
Hvers vegna skilur fólk ekki fórnir Katrínar Jakobsdóttur?
Leiðari
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Hvað kostar kverkatak?
Það að taka þolanda sinn hálstaki er aðferð ofbeldismanna til þess að undirstrika vald sitt, ná stjórn á aðstæðum og fyrirbyggja frekari mótspyrnu. Aðferð til að ógna lífi annarrar manneskju, sýna að þeir hafi lífið í lúkunum, sýna meintan mátt sinn og styrk. En þeir skilja ekki að svona gera bara veikir menn.
Leiðari
2
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Með stríðið í blóðinu
Stríð er ekki bara sprengjurnar sem falla, heldur allt hitt sem býr áfram í líkama og sál þeirra sem lifa það af. Óttinn sem tekur sér bólstað í huga fólks, skelfingin og slæmar minningarnar.
Leiðari
13
Helgi Seljan
Við verðum að treysta fjármálafyrirtækjum
Fulltrúar almennings við einkavæðingu bankakerfisins, virðast skilja ákall um aukið traust til fjármálakerfisins með talsvert öðrum hætti en við flest.
Leiðari
1
Helgi Seljan
Fram fyrir fremstu röð
Á sama tíma í forsætisráðuneytinu við Borgartún.
Mest lesið
1
FréttirEigin konur
1
„Ég sá bara veikan einstakling“
Maður sem var misnotaður af bróður sínum um árabil lýsir því í viðtali við Eddu Falak hvað það var vont að missa stjórn á aðstæðum eftir að málið komst upp.
2
Viðtal
Túlkur Gorbatsjevs: „Hvernig á að forðast þriðju heimsstyrjöld“
Pavel Palazhchenko, sem var sovéskur og síðar rússneskur diplómati og túlkur Gorbatsjevs á leiðtogafundinum í Reykjavík árið 1986, segir að stöðva eigi hernaðaraðgerðir í Úkraínu eins fljótt og auðið er. 36 árum eftir fundinn í Höfða er Palazhchenko aftur kominn í stutta heimsókn til Reykjavíkur og féllst á að ræða við Andrei Menshenin blaðamann um leiðtogafundinn og þær breytingar sem urðu í kjölfar hans, kjarnorkuvopn og stríðið í Úkraínu. Hann segir að engar allsherjarviðræður um öryggismál hafi orðið milli Rússlands og Evrópu eftir hrun Sovétríkjanna.
3
Fréttir
11
Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir segir forsætisráðherra hafa svikið loforð sem hún gaf um aðgerðir í loftslagsmálum.
4
Fréttir
Sorgarsaga Söngva Satans
Bresk-indverski rithöfundurinn Salman Rushdie særðist illa í morðtilræði þegar hann steig á svið til að halda ræðu í New York á dögunum. Svo virðist sem árásarmaðurinn, sem er af líbönskum ættum, hafi ætlað sér að uppfylla trúarlega tilskipun leiðtoga Írans frá 1989 sem sagði Rushdie réttdræpan fyrir guðlast í bók sinni Söngvar Satans. Málið á sér langa og sorglega sögu sem er samofin málfrelsi, trúarofstæki og valdatafli í Mið-Austurlöndum.
5
Pistill
1
Illugi Jökulsson
Sorgleg svör Katrínar við orðum Bjarkar
Blaðamaður The Guardian, Chal Ravens, segir að Björk hafi „nánast hrækt“ í reiði sinni þegar hún lýsti svikum þeim sem henni fannst hún hafa upplilfað af hendi Katrínar Jakobsdóttur.
6
Aðsent
Björn Leví Gunnarsson
Fólk - og framlög til stjórnmálaflokka
Stjórnmálaflokkar eiga ekki að þurfa fjármagn sem dugar til að keyra gríðarlegar auglýsingaherferðir.
7
Flækjusagan
Fyrsti Rómarbiskup brenndur á krossi?
Páfinn situr enn í Róm, 1
Mest deilt
1
Fréttir
11
Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir segir forsætisráðherra hafa svikið loforð sem hún gaf um aðgerðir í loftslagsmálum.
2
FréttirPanamaskjölin
2
Panama-uppljóstrarinn John Doe: „Án ábyrgðar getur samfélag ekki virkað“
Nafnlausi uppljóstrarinn sem hrinti af stað atburðarásinni sem leiddi til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra með lekanum á Panamaskjölunum veitir sitt fyrsta viðtal í Der Spiegel. Hann lýsir vonbrigðum með stjórnvöld víða um heim og segir Rússa vilja sig feigan.
3
Fréttir
Drífa Snædal segir af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands
Drífa Snædal hefur sagt af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands. Samskipti við kjörna fulltrúa innan verkalýðshreyfingarinnar og blokkamyndun er ástæðan. Í yfirlýsingu segir hún átök innan hreyfingarinnar verið óbærileg og dregið úr vinnugleði og baráttuanda.
4
Greining
1
Ekki bara pest að kjósa Framsókn
Framsóknarflokkurinn er óvænt orðin heitasta lumma íslenskra stjórnmála. Ungt fólk, sérstaklega ungar konur, virðast laðast að flokknum. Spillingarstimpillinn sem loddi við hann eins og fluga við skít, virðist horfinn. Hvað gerðist? Gengur vofa bæjarradikalanna ljósum logum í flokknum?
5
Fólkið í borginni
2
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
Arnaldur Sigurðsson, bókavörður á Landsbókasafninu, telur klassískar bókmenntir, einkum Biblíuna, grundvöll að læsi.
6
Viðtal
2
Í vöku og draumi
Ýr Þrastardóttir fatahönnuður hefur vakið athygli fyrir hönnun sína sem oft má líkja við listaverk og fyrr á þessu ári opnaði hún ásamt tveimur öðrum hönnuðum verslunina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvikmyndaskóla Íslands og útskrifaðist í vor. Ýr var greind með ADHD fyrir um einu og hálfu ári og segist nú skilja hvernig hún hefur fúnkerað í gegnum árin.
7
Fréttir
3
Sólveig segir afsögn Drífu tímabæra
„Drífa veit sjálf að það er langt um liðið síðan grafa fór undan trúverðugleika hennar og stuðningi í baklandi verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um afsögn forseta ASÍ.
Mest lesið í vikunni
1
Fréttir
2
Tugmilljóna barátta um toppsæti Sjálfstæðisfólks
Hildur Björnsdóttir varði 9,3 milljónum í baráttu sína fyrir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Keppinautur hennar um sætið, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, eyddi 8,8 milljónum. Framboð oddvitans skilaði hagnaði.
2
Fólkið í borginni
2
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
Arnaldur Sigurðsson, bókavörður á Landsbókasafninu, telur klassískar bókmenntir, einkum Biblíuna, grundvöll að læsi.
3
FréttirEigin konur
1
„Ég sá bara veikan einstakling“
Maður sem var misnotaður af bróður sínum um árabil lýsir því í viðtali við Eddu Falak hvað það var vont að missa stjórn á aðstæðum eftir að málið komst upp.
4
MenningHús & Hillbilly
Brák og Þórir í Freyjulundi lifa með árstíðunum
Hillbilly hitti Brák Jónsdóttur myndlistarkonu og Þóri Hermann Óskarsson tónlistarmann í byrjun sumars til að ræða listalífið á Norðurlandi.
5
Viðtal
2
Í vöku og draumi
Ýr Þrastardóttir fatahönnuður hefur vakið athygli fyrir hönnun sína sem oft má líkja við listaverk og fyrr á þessu ári opnaði hún ásamt tveimur öðrum hönnuðum verslunina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvikmyndaskóla Íslands og útskrifaðist í vor. Ýr var greind með ADHD fyrir um einu og hálfu ári og segist nú skilja hvernig hún hefur fúnkerað í gegnum árin.
6
Viðtal
Túlkur Gorbatsjevs: „Hvernig á að forðast þriðju heimsstyrjöld“
Pavel Palazhchenko, sem var sovéskur og síðar rússneskur diplómati og túlkur Gorbatsjevs á leiðtogafundinum í Reykjavík árið 1986, segir að stöðva eigi hernaðaraðgerðir í Úkraínu eins fljótt og auðið er. 36 árum eftir fundinn í Höfða er Palazhchenko aftur kominn í stutta heimsókn til Reykjavíkur og féllst á að ræða við Andrei Menshenin blaðamann um leiðtogafundinn og þær breytingar sem urðu í kjölfar hans, kjarnorkuvopn og stríðið í Úkraínu. Hann segir að engar allsherjarviðræður um öryggismál hafi orðið milli Rússlands og Evrópu eftir hrun Sovétríkjanna.
7
Fréttir
11
Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir segir forsætisráðherra hafa svikið loforð sem hún gaf um aðgerðir í loftslagsmálum.
Mest lesið í mánuðinum
1
Leiðari
10
Helgi Seljan
Í landi hinna ótengdu aðila
Á Íslandi eru allir skyldir öllum, nema Samherja.
2
ViðtalEin í heiminum
3
„Rosalegt álag“ að vera einhverf úti í samfélaginu
Elísabet Guðrúnar og Jónsdóttir segir að geðræn veikindi sem hún hafi þjáðst af frá barnæsku séu afleiðing álags sem fylgi því að vera einhverf án þess að vita það. Stöðugt hafi verið gert lítið úr upplifun hennar og tilfinningum. Hún hætti því alfarið að treysta eigin dómgreind sem leiddi meðal annars til þess að hún varð útsett fyrir ofbeldi.
3
ReynslaEigin konur
Fékk símtal um barnsföður sinn sem var upphaf að áralangri raun
Freyja Huld fékk símtal um nótt með upplýsingum um að sambýlismaður hennar og barnsfaðir væri að sækja í unglingsstúlkur. Síðar var hann handtekinn fyrir skelfilegt brot. Enn þarf hún að eiga í samskiptum við hann sem barnsföður og veita honum umgengni.
4
FréttirEldgos við Fagradalsfjall
Þetta er gönguleiðin að nýja eldgosinu
Besta gönguleið til að nálgast eldgosið í Meradölum liggur vestan megin hraunsins og eftir upphaflegu gosgönguleiðinni. Gengið er frá bílastæði við Suðurstrandarveg. Björgunarsveitin Þorbjörn sendir kort af gönguleiðinni.
5
Afhjúpun
3
Sigmundur Davíð á ráðstefnu með sænskum þjóðernisöfgamönnum
Gyðingahatarar, nýnasistar, stuðningsmenn við innrás Rússa í Úkraínu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, verða meðal ræðumanna á ráðstefnu í Svíþjóð sem skipulögð er af neti hægriöfgahópa.
6
Viðtal
5
Ísland með augum úkraínskrar flóttakonu
Tania Korolenko er ein þeirra rúmlega þúsund einstaklinga sem komið hafa til Íslands í leit að skjóli undan sprengjuregni rússneska innrásarhersins eftir innrásina í Úkraínu. Heima starfrækti hún sumarbúðir fyrir úkraínsk börn, kenndi ensku og gaf fyrir ekki margt löngu út smásagnasafn. Hún hefur haldið dagbók um komu sína og dvöl á Íslandi og ætlar að leyfa lesendum Stundarinnar að fylgjast með kynnum flóttakonu af landi og þjóð.
7
Pistill
1
Þolandi 1639
Verður þú með geranda mínum um verslunarmannahelgina?
Rétt eins og þú er hann eflaust að skipuleggja verslunarmannahelgina sína, því hann er alveg jafn frjáls og hann var áður en hann var fundinn sekur um eitt svívirðilegasta brotið í mannlegu samfélagi.
Nýtt á Stundinni
Flækjusagan
Við gætum haft þrjú tungl! Hvar eru hin tvö?!
Förunautur okkar Jarðarbúa á endalausri hringferð okkar um sólkerfið, Máninn, er svo gamalkunnur og traustur félagi að það er erfitt að ímynda sér hann eitthvað öðruvísi og hvað þá bara einn af mörgum. Við vitum að stóru gasrisarnir utar í sólkerfinu hafa tugi tungla sér til fylgdar — 80 við Júpíter þegar síðast fréttist, 83 við Satúrnus — en tunglið...
Pistill
1
Illugi Jökulsson
Sorgleg svör Katrínar við orðum Bjarkar
Blaðamaður The Guardian, Chal Ravens, segir að Björk hafi „nánast hrækt“ í reiði sinni þegar hún lýsti svikum þeim sem henni fannst hún hafa upplilfað af hendi Katrínar Jakobsdóttur.
Flækjusagan#40
Stríð í þúsund daga
Illugi Jökulsson fór að skoða hverjir væru fyrirmyndirnar að uppáhaldspersónu hans í uppáhaldsskáldsögu hans, Hundrað ára einsemd eftir García Márquez.
Fréttir
11
Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir segir forsætisráðherra hafa svikið loforð sem hún gaf um aðgerðir í loftslagsmálum.
Aðsent
Björn Leví Gunnarsson
Fólk - og framlög til stjórnmálaflokka
Stjórnmálaflokkar eiga ekki að þurfa fjármagn sem dugar til að keyra gríðarlegar auglýsingaherferðir.
Fréttir
Sorgarsaga Söngva Satans
Bresk-indverski rithöfundurinn Salman Rushdie særðist illa í morðtilræði þegar hann steig á svið til að halda ræðu í New York á dögunum. Svo virðist sem árásarmaðurinn, sem er af líbönskum ættum, hafi ætlað sér að uppfylla trúarlega tilskipun leiðtoga Írans frá 1989 sem sagði Rushdie réttdræpan fyrir guðlast í bók sinni Söngvar Satans. Málið á sér langa og sorglega sögu sem er samofin málfrelsi, trúarofstæki og valdatafli í Mið-Austurlöndum.
Flækjusagan
Fyrsti Rómarbiskup brenndur á krossi?
Páfinn situr enn í Róm, 1
Viðtal
Túlkur Gorbatsjevs: „Hvernig á að forðast þriðju heimsstyrjöld“
Pavel Palazhchenko, sem var sovéskur og síðar rússneskur diplómati og túlkur Gorbatsjevs á leiðtogafundinum í Reykjavík árið 1986, segir að stöðva eigi hernaðaraðgerðir í Úkraínu eins fljótt og auðið er. 36 árum eftir fundinn í Höfða er Palazhchenko aftur kominn í stutta heimsókn til Reykjavíkur og féllst á að ræða við Andrei Menshenin blaðamann um leiðtogafundinn og þær breytingar sem urðu í kjölfar hans, kjarnorkuvopn og stríðið í Úkraínu. Hann segir að engar allsherjarviðræður um öryggismál hafi orðið milli Rússlands og Evrópu eftir hrun Sovétríkjanna.
FréttirEigin konur
1
„Ég sá bara veikan einstakling“
Maður sem var misnotaður af bróður sínum um árabil lýsir því í viðtali við Eddu Falak hvað það var vont að missa stjórn á aðstæðum eftir að málið komst upp.
Viðtal
2
Í vöku og draumi
Ýr Þrastardóttir fatahönnuður hefur vakið athygli fyrir hönnun sína sem oft má líkja við listaverk og fyrr á þessu ári opnaði hún ásamt tveimur öðrum hönnuðum verslunina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvikmyndaskóla Íslands og útskrifaðist í vor. Ýr var greind með ADHD fyrir um einu og hálfu ári og segist nú skilja hvernig hún hefur fúnkerað í gegnum árin.
MenningHús & Hillbilly
Brák og Þórir í Freyjulundi lifa með árstíðunum
Hillbilly hitti Brák Jónsdóttur myndlistarkonu og Þóri Hermann Óskarsson tónlistarmann í byrjun sumars til að ræða listalífið á Norðurlandi.
Fólkið í borginni
2
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
Arnaldur Sigurðsson, bókavörður á Landsbókasafninu, telur klassískar bókmenntir, einkum Biblíuna, grundvöll að læsi.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir