Forsvarsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar og Frelsisflokksins eru á meðal mest áberandi stuðningsmanna Guðmundar Franklín Jónssonar forsetaframbjóðanda.
Guðmundur Franklín, sem starfað hefur sem hótelstjóri í Danmörku undanfarin ár, nýtur mests stuðnings hjá eldra fólki og körlum. 12 prósent karlmanna hyggjast kjósa hann, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu, en aðeins 3 prósent kvenna. Þá hyggjast 16% svarenda yfir 60 ára aldri kjósa Guðmund Franklín, sem og 40 prósent stuðningsfólks Miðflokksins.
Þjóðfylkingin til stuðnings
Mikla umræðu um kosningabaráttuna á milli Guðna og Guðmundar má finna á Facebook-síðu Íslensku þjóðfylkingarinnar, en sá flokkur hefur boðið sig fram bæði til alþingiskosninga og borgarstjórnarkosninga. Flokkurinn hefur þó hvorki komið inn manni á Alþingi né í borgarstjórn Reykjavíkur frá stofnun hans árið 2016. Stefna Íslensku þjóðfylkingarinnar er meðal annars að endurskoða aðild Íslands að EES og ganga úr Schengen-samstarfinu. Flokkurinn segist hafna hugmyndum um fjölmenningu hér á landi og mun berjast gegn því að moskur verði reistar hér á …
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
2.390 krónum á mánuði.
Athugasemdir