Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Nostalgía, sumarsólstöðuganga og sveitaballsstemmari

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 19. júní til 2. júlí.

Nostalgía, sumarsólstöðuganga og sveitaballsstemmari

Þetta og svo ótal margt fleira er á döfinni næstu tvær vikurnar.

Aldamótatónleikar

Hvar? Háskólabíó
Hvenær? 19. júní kl. 18.00 og 21.00, 20. júní kl. 21.00
Aðgangseyrir: Frá 3.990 kr.

Nostalgía hefur ávallt verið vinsælasta afþreyingarefnið, en á þessum tónleikum er henni gert hátt undir höfði. Úrvalslið af poppsöngvurum, sem voru allir upp á sitt besta um aldamótin, stíga á sviðið og fara í gegnum vinsælustu slagarana sína. Búast má við því að öll vinsælustu íslensku lögin frá tímum heimagerðra mix-diska og pottþétt-platnanna verði spiluð af mikilli innlifun af söngvurunum sem fluttu þau upprunalega. Meðal flytjenda eru Birgitta Haukdal, Íris Kristín, Jónsi og Einar Ágúst, en einvalalið af hljóðfæraleikurum spila lögin með þeim. Fyrir hlé verða ballöðurnar og rólegu lögin flutt, en síðan verða bombunum sleppt.

Gróa

Hvar? 12 Tónar
Hvenær? 19. júní kl. 17.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Þriggja kvenna pönksveitin Gróa hefur verið dugleg frá þátttöku sinni í Músíktilraunum árið 2017. Hún gaf út sjálfnefnda plötu árið 2018 og fylgdi henni eftir með Í glimmerheimi ári síðar sem vann Kraumsverðlaunin 2019. Tónlistin er hrá og lífleg tjáning á unglingatilfinningum. Tónleikarnir eru þeir þriðju í sumartónleikaröð 12 Tóna og fara fram í bakgarði verslunarinnar.

Sumarstólstöðuganga

Hvar? Viðey
Hvenær? 20. júní kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.650 kr.

Til að fagna sumarsólstöðum, þeirri árlegu stund þegar hádegissólin hættir að hækka og nóttin fer að lengjast, er skipulögð sérstök ganga um Viðey. Þegar klukkan slær 21.44, sem er stundin sem dagur byrjar að styttast, verður staldrað við og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, flytur erindi. Siglt er frá Skarfabakka klukkan 20.00.

Brynjar Daðason & Guðmundur Arnalds

Hvar? Mengi
Hvenær? 20. júní kl. 21.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Brynjar Daðason og Guðmundur Arnalds koma fram í fyrsta skipti saman, en þeir munu spila sveimandi og melódíska tónlist. Brynjar er tónskáld sem dregur áhrif frá ýmiss konar nýklassískri og „ambient“ tónlist, á meðan að Guðmundur er raftónlistarmaður sem hefur mikinn áhuga á hljóðvinnslu og er einn af stofnendum plötuúgáfunnar Agalma.

Common Ground

Hvar? Korpúlfsstaðir
Hvenær? Til 23. júní
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Íslendingar sem hér fæddust og ólust upp ásamt nýjum Íslendingum frá Litháen og Póllandi vinna saman þvert á landamæri og menningarheima á þessari sýningu. Tólf listamenn nýta upplifun og þekkingu hvers og eins til að skapa fjölbreytt verk og innsetningar á sýningu sem bregður upp ólíkum snertiflötum og viðhorfum.

Letrað með leir

Hvar? Gallery Port
Hvenær? 24.–28. júní 
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Á sýningunni leiða saman hesta sína leturhönnuðurinn Guðmundur Úlfarsson og Hanna Dís Whitehead listhönnuður. Þau hafa að undanförnu átt í samtali sem þróast hefur úr tvívídd í þrívídd fram og til baka. Samtalið hefur efnisgert sig, en Hanna og Guðmundur vinna bæði á persónulegan hátt á landamærum hönnunar og listar.

Afmælissýning Hafnarhúss

Hvar? Hafnarhús
Hvenær? Til 16. júlí
Aðgangseyrir: 1.840 kr.

Í ár eru 20 ár síðan að Hafnarhúsið var tekið til notkunar sem listasafn. Á þessari sýningu er húsið sjálft í forgrunni og saga þess og umbreyting úr skrifstofu- og vörugeymsluhúsi Reykjavíkurhafnar í listasafn sýnd í gegnum meðal annars teikningar og ljósmyndir. Einnig er skoðað hvernig safnabyggingin sem rými vinnur með listinni og tengist umhverfi sínu borgarrýminu.

Óljós nærvera

Hvar? Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Hvenær? Til 16. ágúst
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Verkið Óljós nærvera eftir ljósmyndarann Gunnlöð Jónu Rúnarsdóttur byggir á reynslusögum Íslendinga nútímans af samskiptum þeirra við drauga eða kynni af yfirnáttúrulegum öflum. Leitast er við að fanga andrúmsloft þessara sagna og tengja þær við okkar sagnaminni, án þess að gera það bókstaflega.

Skítamórall

Hvar? Harpa
Hvenær? 26. júní kl. 20.30
Aðgangseyrir: Frá 4.990 kr.

Nafnið Skítamórall var upphaflega ætlað þungarokkshljómsveit, en sveitaballapoppararnir frá Selfossi hafa borið það síðan þá. Sveitin gaf út sex plötur á fjórtán ára tímabili þegar hún var virk, en hún kemur núna reglulega saman og heldur staka tónleika. Hún stígur í fyrsta sinn á svið Hörpu.

Ingibjörg Turchi – útgáfutónleikar

Hvar? Harpa
Hvenær? 2. júlí kl. 20.00
Aðgangseyrir: 3.000 kr.

Í gegnum endurtekningar skapar Ingibjörg einstakan og dáleiðandi hljóðheim, sem hún brýtur upp með melódískum bassalínum. Þessir tónleikar eru eins konar fagnaðartónleikar fyrir plötuna Meliae sem var tekin upp síðastliðinn september og kemur út í byrjun júlí. Einnig mun Ingibjörg leika tónlist af plötunni Wood/work sem kom út árið 2017.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
1
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
2
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
3
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
,,Aðgerðin hafði aldrei verið framkvæmd“
4
ÚttektStríðið um líkamann

,,Að­gerð­in hafði aldrei ver­ið fram­kvæmd“

Kona sem taldi sig hafa geng­ist und­ir skurð­að­gerð vegna offitu á sjúkra­húsi er­lend­is fékk síð­ar stað­fest af lækni hér­lend­is að að­gerð­in hefði ekki ver­ið fram­kvæmd. Lækn­ir kon­unn­ar seg­ir að maga­spegl­un hafi strax sýnt það. Lög­fræð­ing­ar sjúkra­húss­ins ytra segja þetta af og frá og hót­uðu kon­unni lög­sókn ef hún op­in­ber­aði nafn lækn­is­ins eða sjúkra­húss­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
7
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
9
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
10
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár