Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Guðmundur Franklín vill afhjúpa nafnlausa elítu

Guð­mund­ur Frank­lín Jóns­son for­setafram­bjóð­andi vill ekki nafn­greina með­limi rúm­lega þrjú þús­und manna „elítu“ á Ís­landi sem fari illa með þjóð­ina. Hann seg­ir að for­seti hefði átt að stöðva skip­un dóm­ara við Lands­rétt, vill minnka fjár­magn RÚV og koma að mót­un stefnu rík­is­stjórn­ar.

Guðmundur Franklín vill afhjúpa nafnlausa elítu
Guðmundur Franklín Jónsson Frambjóðandinn segir að synja hefði átt skipan dómara við Landsrétt staðfestingar.

Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi vill að öll kosningaloforð þeirra flokka sem mynda ríkisstjórn fari í stjórnarsáttmála svo staðið verði við þau. Hann telur að forsetinn þurfi að upplýsa þjóðina til að gæta hagsmuna hennar.

Í viðtali við Stundina leggur hann mikla áherslu á að forseti sé þjóðkjörinn og þannig fulltrúi þjóðarinnar sem eigi að hlusta á vilja hennar. Hann vill opna samráðsgátt á vefnum þar sem fólk getur kosið um málefni eða gert athugasemdir við þau og einnig leggja fram eitt eða fleiri lagafrumvörp í samráði við þjóðina, sem lögspekingar telja þó ekki vera í verkahring forseta.

Þá ræðir hann skoðanir sínar á leiðtogahæfni Donalds Trump Bandaríkjaforseta og fyrri ummæli um að múslimar séu frá „öðrum heimi“ og að þeir heimar eigi að „fá að vera í friði hvor fyrir öðrum“.

Taka ber fram að Guðmundur Franklín hafnaði viðtali í síma eða eigin persónu og kaus frekar að svara spurningum …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2020

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu