Katrín Jakobsdóttir heillast af landslaginu á Suðurlandi, svæði sem hún vill skoða betur í sumar. „Suðurland er hlaðið skemmtilegum stöðum. Það sem mig langar til að gera í sumar er að kynna mér það betur og vera meðal annars á svæðinu í kringum Vík í Mýrdal og undir Eyjafjöllum þar sem landslagið er einstakt. Það eru svo miklar andstæður í landslaginu í kringum Vík og undir Eyjafjöllum. Þarna er svört fjara, ofboðslega græn fjöll og svo gnæfir jökullinn yfir. Svo horfir maður yfir hafið til Vestmannaeyja þannig að maður er einhvern veginn með allt undir á þessum stað á landinu, enda er hann gríðarlega vinsæll á meðal erlendra ferðamanna. Þar sem þeir verða færri í sumar en undanfarin ár þá eigum við að nýta okkur að upplifa þennan stað í aðeins meira fámenni en áður.
Landslagið er auðvitað einnig stórkostlegt til dæmis í kringum Skógafoss, Seljalandsfoss og Þakgil,“ segir Katrín ...
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
1.990 krónum á mánuði.
Athugasemdir