Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Fönguðu ógnvekjandi fegurð tómarúmsins

Andri Snær Magna­son og Anní Ólafs­dótt­ir festu á filmu þá ein­stöku stöðu sem skap­að­ist í sam­komu­banni vegna COVID-19 far­ald­urs­ins í nýrri heim­ild­ar­mynd. Apausa­lyp­se, eða Tí­dægra, er nokk­urs kon­ar sneið­mynd af hug­mynd­um og hug­ar­ástandi fólks.

Síðustu vikur hafa þau Andri Snær Magnason og Anní Ólafsdóttir unnið saman að listrænni heimildamynd, en hugmyndin kviknaði í samkomubanninu sem lagt var á vegna kórónaveirunnar. „Okkur langaði svo að fanga tómið, og við fórum að stað að hugsa um hvernig við gætum það. Hvernig föngum við ekkert? Þessa pásu.“

Til stóð að frumsýna heimildamynd þeirra, Þriðji póllinn, þann 27. mars en sökum samkomubanns er það eina sem minnir á tilætlaða frumsýningu stórt plkat sem hangir á Háskólabíói. Anní segir að þegar hún sér plakatið sé það „eins og að líta inn í hliðstæðan veruleika“. Andri Snær gantast með að í þeim veruleika væru þau núna að fara í gegnum runu af „jæja“-viðtölum og bregðast við velgengni heimildamyndarinnar. Í raunveruleikanum varð atburðarásin hins vegar allt önnur, en Andri segir að það hefði verið íronískt ef þau tvö, eirðarlausir heimildagerðarmenn, hefðu eytt …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár