Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Grímur svarar ekki hvort Bláa lónið varpi 675 milljóna launakostnaði á ríkið

Bláa lón­ið sagði upp 403 starfs­mönn­um í morg­un. Geta lát­ið rík­ið greiða 85 pró­sent laun­anna á upp­sagn­ar­fresti. Ætl­að­ur kostn­að­ur sem Bláa lón­ið myndi spara sér með því er 225 millj­ón­ir á mán­uð.

Grímur svarar ekki hvort Bláa lónið varpi 675 milljóna launakostnaði á ríkið
Hefur ekki svarað Grímur Sæmundsen hefur ekki svarað því hvort Bláa lónið láti ríkið greiða laun starfsmanna sinna á uppsagnarfresti. Mynd: Kristinn Magnússon

Forstjóri Bláa lónsins, Grímur Sæmundsen, hefur ekki svarað þeirri spurningu hvort Bláa lónið sé að varpa allt 675 milljóna króna ætluðum launakostnaði yfir á ríkissjóð næstu þrjá mánuðina. Grímur hefur ekki svarað erindum Stundarinnar: Ekki símhringingum og ekki tölvupóstum né SMS-um.

Bláa lónið tilkynnti um uppsagnir 403 starfsmanna sinna í morgun.

Í gær, á Alþingi, skilaði efnahags- og viðskiptanefnd breytingartillögum við lagafrumvarp um aðkomu ríkissjóðs að greiðslu launa starfsmanna á uppsagnarfresti vegna áhrifa COVID-19. Frumvarpið mun að öllu óbreyttu verða að lögum og mun gilda afturvirkt frá 1. maí.  Til stendur að Bláa lónið opni aftur 19. júní.

Eins og Stundin greindi frá í lok mars þá hafa hluthafar Bláa lónsins tekið 12 milljarða króna í arð út úr fyrirtækinu á síðustu árum. Bláa lónið hefur verið eitt arðbærasta fyrirtæki landsins. Þrátt fyrir þetta setti Bláa lónið starfsmenn sína á hlutabætur sem ríkið greiddi.

Kostnaður ríkisins við að greiða launakostnað Bláa lónsins á hlutabótaleiðinni var tæplega 186 milljónir króna í mars og apríl. Þetta er rúmlega 1,5 prósent af arðgreiðslum fyrirtækisins síðastliðin ár. 

Þegar litið er kostnaður ríkisins vegna hlutabótaleiðarinnar og Bláa lónsins sést hversu ætlaður kostnaður vegna greiðslu launa á uppsagnarfresti er miklu meiri. Ef það er svo að Bláa lónið muni nýta þetta úrræði. 

Arðgreiðslur Bláa lónsins 2012 til 2019Bláa lónið nýtti hlutabótaleiðina í mars og apríl og sparaði sér 186 milljóna króna launakostnað. Hluthafar félagsins hafa tekið tólf milljarð í arð.

225 milljónir á mánuði

Samkvæmt ársreikningi Bláa lónsins fyrir 2018 námu meðallaun starfsmanna Bláa lónsins 657 þúsund krónum á mánuði það ár.

Ef þessi upphæð er notuð til að finna út þá ætluðu upphæð sem Bláa lónið sparar sér á mánuði ef fyrirtækið er að nýta þetta úrræði þá er um að ræða 225 milljónir króna á mánuði. Yfir þriggja mánaða tímabil, sem er lögbundinn uppsagnarfrestur fastráðinna starfsmanna nema að um annað sé samið, er um að ræða 675 milljónir króna sem fyrirtækið sparar sér. 

Tekið skal fram að ekki hefur gengið að ná tali af Grími Sæmundsen til að spyrja hann um þetta atriði, hvort fyrirtækið er að nýta sér þetta úrræði eða ekki. En þetta eru ætlaðar afleiðingar af því fyrir Bláa lónið og ríkissjóð ef svo er.

Samkvæmt úrræðinu greiðir ríkisvaldið 85 prósenta launa starfsfólks sem og launatengd gjöld þeirra upp að ákveðinni upphæð. 

Geta krafist vinnuframlags

Bláa lónið getur krafist vinnuframlags frá þeim starfsmönnum sem sagt hefur verið upp eins og gengur yfirleitt í slíkum aðstæðum.  Ef Bláa lónið er að nota ríkisstyrkina til þess að greiða laun þeirra á uppsagnarfresti þá mun ríkið þurfa að greiða laun starfsmannanna sem eru að vinna fyrir hluthafa Bláa lónsins næstu þrjá mánuðina. 

„Það er eithvað sem auðvitað mun koma til skoðunar út frá því hvað áfallið verður mikð og hvað þetta ástand varir lengi“

Eftir þetta getur Bláa lónið mögulega ráðið starfsmennina aftur í vinnu og þá staðið sjálft fyrir greiðslu launa þeirra að fullu. Bláa lónið tekur það sérstaklega fram í tilkynningunni að vonir standi til að geta ráðið starfsfólkið aftur í vinnu. „Mark­mið þeirra aðgerða sem Bláa Lónið hef­ur nú gripið til er að gera fyr­ir­tæk­inu kleift að kom­ast í gegn­um þá óvissu­tíma sem framund­an eru. Bláa Lónið, sem leiðandi fyr­ir­tæki í ís­lenskri ferðaþjón­ustu, ætl­ar sér að taka þátt í viðspyrnu grein­ar­inn­ar af full­um krafti þegar birta tek­ur að nýju,“ segir í tilkynningunni. 

Ekki borist fréttir um meira fé í reksturinn

Í samtali við Stundina í lok mars sagði Grímur Sæmundsen, aðspurður um hvort hluthafarnir í Bláa lóninu setji ekki meira fé inn í félagið í ljósi þess hvað þeir hafa tekið mikið út úr því í gegnum árin: „Það er eithvað sem auðvitað mun koma til skoðunar út frá því hvað áfallið verður mikð og hvað þetta ástand varir lengi. Þetta er alveg fordæmalaust ástand og óvissan um framtíðina er svo mikil.“ 

Í tilkynnngunni um uppsagnirnar í morgun sagði hins vegar að áfallið vegna COVID-19 væri svo mikið að uppsagnirnar þyrftu að eiga sér stað. „Bláa Lónið hef­ur gripið til aðgerða til að bregðast við mikl­um sam­drætti og óvissu í ferðaþjón­ustu næstu miss­eri. Nú er orðið ljóst að áhrif­in af Covid-19 eru miklu um­fangs­meiri og lang­vinn­ari en vænt­ing­ar voru um.“

Þrátt fyrir þetta, og þrátt fyrir ívitnuð orð Gríms hér að ofan, hafa ekki borist fréttir þess efnis að eigendur Bláa lónsins hafi sett meira fé í reksturinn.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
1
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
2
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
,,Aðgerðin hafði aldrei verið framkvæmd“
3
ÚttektStríðið um líkamann

,,Að­gerð­in hafði aldrei ver­ið fram­kvæmd“

Kona sem taldi sig hafa geng­ist und­ir skurð­að­gerð vegna offitu á sjúkra­húsi er­lend­is fékk síð­ar stað­fest af lækni hér­lend­is að að­gerð­in hefði ekki ver­ið fram­kvæmd. Lækn­ir kon­unn­ar seg­ir að maga­spegl­un hafi strax sýnt það. Lög­fræð­ing­ar sjúkra­húss­ins ytra segja þetta af og frá og hót­uðu kon­unni lög­sókn ef hún op­in­ber­aði nafn lækn­is­ins eða sjúkra­húss­ins.
Flakkaði milli fjölskyldumeðlima á meðan hún var í menntaskóla
4
Fréttir

Flakk­aði milli fjöl­skyldu­með­lima á með­an hún var í mennta­skóla

Það er þing­kon­unni Lilju Rann­veigu Sig­ur­geirs­dótt­ur hjart­ans mál að koma upp heima­vist á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hún var sjálf nem­andi sem flutti í bæ­inn til að stunda nám við Verzl­un­ar­skóla Ís­lands og þekk­ir það því af eig­in raun að geta ekki kom­ið sér al­menni­lega fyr­ir á með­an nám­inu stend­ur. Hún seg­ir það skipta máli að það sé heima­vist á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til að tryggja jafn­rétti fyr­ir alla á land­inu þeg­ar kem­ur að námi.
Telja mikið eignarhald hagnaðardrifinna leigufélaga skýra skarpar verðhækkanir á Suðurnesjum
6
FréttirLeigumarkaðurinn

Telja mik­ið eign­ar­hald hagn­að­ar­drif­inna leigu­fé­laga skýra skarp­ar verð­hækk­an­ir á Suð­ur­nesj­um

Leigu­verð held­ur áfram að hækka víð­ast hvar á land­inu sam­kvæmt nýj­asta mán­að­ar­riti Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unn­ar. At­hygli vek­ur að verð fyr­ir leigu­íbúð­ir á Suð­ur­nesj­um hef­ur hækk­að óvenju hratt á síð­ustu sex mán­uð­um. Telja skýrslu­höf­und­ar að það megi rekja til óvenju hás hlut­falls leigu­íbúða í eigu ein­stak­linga og hagn­að­ar­drif­inna leigu­fé­laga.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
7
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
9
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
10
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár