Samherjamálið í Namibíu: Fékk greitt með 28 milljóna framkvæmdum við hús sitt
Einn af sakborningunum sex í Samherjamálinu í Namibíu, Ricardo Gustavo, fékk greitt fyrir þátttöku sína í viðskiptum namibísku ráðamannanna og Samherja með greiðslu á reikningum vegna framkvæmda við hús sitt. Gustavo reynir nú að losna úr fangelsi gegn trygggingu á meðan beðið er eftir að réttarhöld yfir sexmenningunum hefjist.
Hannes Hólmsteinn í ritdeilu við finnsk-íslenskan fræðimann: „Ísland er ekki spillt land“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor gagnrýnir þrjá fræðimenn við íslenska háskóla vegna orða þeirra um spillingu á Íslandi. Þetta eru þeir Lars Lundsten, Þorvaldur Gylfason og Grétar Þór Eyþórsson. Hannes svarar þar með skrifum Lars Lundsten sem sagði fyrir skömmu að Ísland væri spilltast Norðurlandanna.
2
Fréttir
55196
Ríkið taki til sín Auðkenni eftir langvinnan taprekstur
Bjarni Benediktsson vill að ríkið eignist fyrirtækið sem gefur út rafræn skilríki. Framkvæmdastjóri Auðkennis fór frá fjármálaráðuneytinu til fyrirtækisins eftir að hafa gert samning þeirra á milli. Taprekstur Auðkennis nam 911 milljónum á áratug.
3
Fréttir
29
Leitar líffræðilegs föður síns og vonast til að græða fleira fólk í kringum sig
Ásta Kristín Guðrúnardóttir Pálsdóttir komst að því að faðir hennar væri ekki líffræðilegur faðir hennar fyrir áratug. Hún leitar nú lífræðilegs föður síns og vonast til að fólk sem þekkti móður hennar, Guðrúnu Margréti Þorbergsdóttur, geti orðið henni til aðstoðar í leitinni.
4
Viðtal
29213
„Loksins lesbía!“
Eva Jóhannsdóttir var ekki orðin sjálfráða þegar maður beitti hana grimmilegu ofbeldi. Annar maður kom þar að en í stað þess að koma henni til bjargar braut hann líka á henni. Hún vildi vera viss um að vera ekki mótuð af þessari reynslu þegar hún kom út úr skápnum. „Loksins lesbía,“ hrópaði afi hennar en hommarnir í fjölskyldunni eru svo margir að á ættarmótum er skellt í hópmynd af samkynhneigðum. Afinn bauðst líka til að splæsa í danskt sæði fyrir hana en hún valdi aðra leið, að eignast barn með hommum.
5
Fréttir
46342
Sigmar stefnir að því að stofna hagsmunasamtök fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki
Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson hyggst stofna samtök sem eiga að leysa af hólmi Samtök atvinnulífsins þegar kemur að kjaraviðræðum á milli lítilla og meðalstórra fyrirtækja og stéttarfélaga. Hann segir hag slíkra fyrirtækja vera að hverfa frá þeirri láglaunastefnu sem SA hafa barist fyrir.
6
Þrautir10 af öllu tagi
5272
347. spurningaþraut: Í hvaða landi er ræktað mest af kartöflum?
Hérna er hann, hlekkurinn á þrautina síðan í gær. * Fyrri aukaspurning: Á myndinni hér að ofan má sjá leikkonuna Virginiu Cherrill. Hver er með henni á myndinni, þó hann eða hún sjáist ekki á þessu skjáskoti? * Aðalspurningar: 1. Þegar tiltekin persóna ferðast um í flugvél er sú flugvél kölluð Air Force One. Hver er þessi persóna? 2. Grikki...
7
Vettvangur
39324
Sómi Íslands
Björgunarsveitarfólk úr björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík hefur sumt hvert staðið sleitulítið vaktina frá því að eldgosið hófst í Fagradalsfjalli. Þau hafa jafnframt notið liðsinnis hundruða kollega sinna sem hafa tryggt öryggi fólks og komið hröktum og slösuðum ferðalöngum til bjargar. Allt í sjálfboðavinnu, án þess að skeyta um eigin hag heldur einbeitt í að hjálpa samborgurum sínum. Það verður seint ofmetið.
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 21. apríl.
Gustavo segist ekkert hafa vitaðRicardo Gustavao, einn af sakborningunum sex í Nambiíumálinu, segist ekki hafa vitað að Þorsteinn Már Baldvinsson og James Hatuikulipi hafi komist að samkomulagi um að Samherji greiddi 3/4 hluta af greiðslum vegna kaupa á kvóta í Namibíu til Dubaí. Þorsteinn Már sést hér með Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu.
Einn af sakborningunum í Samherjamálinu í Namibíu, mútugreiðslum íslenska útgerðarfélagsins til þarlendra ráðamanna í skiptum fyrir makrílkvóta, fékk meðal annars greitt fyrir aðkomu sína að málinu með greiðslu reikninga upp á 28 milljónir króna fyrir vinnu við hús sitt í borginni Windhoek. Þetta kom fram í máli mannsins, Ricardo Gustavo, í réttarsal í Namibíu á föstudaginn í síðustu viku. Namibíska blaðið The Namibian greinir frá.
Samkvæmt blaðinu var um að ræða greiðslu reikninga félagsins Namgomar Pesca, sem búið var til gagngert til að Samherji gæti fengið hestamakrílskvóta í Namibíu, upp á 3 milljónir Namibíudollara, 28 milljónir íslenskra króna. Um er að ræða einbýlishús í „fínu“ hverfi í Windhoek samkvæmt The Namibian.
Kveikur, Stundin og Al Jazeera greindu frá mútugreiðslum Samherja í nóvember í fyrra, á grundvelli gagna frá Wikileaks. Mútugreiðslurnar nema vel á annan milljarð króna miðað við fyrirliggjandi gögn en gætu reynst vera hærri þegar öll kurl verða komin til grafar í rannsókn málsins.
Segist vera saklausRicardo Gustavo, einn af sakborningunum í Samherjamálinu í Namibíu, segist vera saklaus af ásökunum um mútuþægni og fleiri brot.
75 prósent af greiðslunum til skúffufélags í Dubaí
Snúningurinn með Namgomar Pesca, sem ræddur var fyrir dómi í Namibíu í liðinni viku, var þannig að ráðamennirnir í Namibíu stofnuðu eignarhaldsfélag með þessu nafni ásamt yfirvöldum í Angóla.
Með því að stofna eignarhaldsfélag á grundvelli milliríkjasamvinnu við Angóla gátu yfirvöld sjávarútvegsmála í Namibíu úthlutað nýjum hestamakrílskvótum til þessa félags.
Ráðamennirnir í Namibíu, meðal annars sjávarútvegsráðherrann Bernhard Esau, fengu svo greitt fyrir þátttöku sína í gerningnum með greiðslum frá Samherja. Bæði greiðslum frá félögum Samherja í Namibíu og eins greiðslum frá eignarhaldsfélagi Samherja á Kýpur, Esju Seafood, inn á reikning félagsins Tundavala Invest í Dubaí. Skiptingin á greiðslunum frá Samherja var þannig að Namgomar Pesca fékk 1/4 hluta og fyrirtæki James Hatuikulipi fékk 3/4 hluta.
Tekið skal fram að Namgomar-snúningurinn er aðeins einn angi Samherjamálsins í Namibíu. Áður en félagið var Namgomar var stofnað hafði Samherji meðal annars einnig greitt til mútur til að komast yfir fiskveiðikvóta í Namibíu, meðal annars beint til tengdasonar sjávarútvegsráðherrans í landinu.
„Ég hef alltaf verið heiðvirður maður“
Gustavo fékk greiddar 103 milljónir
Blaðið The Namibian segir að samkvæmt spillingarlögreglunni í Namibíu ACC, Anti Corruption Commission, hafi rannsókn málsins leitt í ljós að Gustavo hafi fengið greiddar samtals 11 milljónir Namibíudollara, tæplega 103 milljónir íslenskra króna, fyrir aðkomu sína að þessum viðskiptum. Við þetta bætist svo greiðsla framkvæmdareikninganna við hús Gustavos. Samtals er því um að ræða greiðslur og gæði upp á um 130 milljónir króna, en Gustavo vill fá að losna úr fangelsi gegn tryggingu á meðan hann bíður eftir því að réttað verði yfir honum og hinum mönnunum fimm í Samherjamálinu.
Gustavo var á þessum tíma með um 2,5 milljónir Namibíudollara í laun á ári, eða um 23 milljónir íslenskra króna. Eina milljón frá Namgomar Pesca, og 1,5 milljónir frá fjárfestingarfélagi James Hatuikulipi, Investec Namiba. Við þetta bætast svo áðurnefndar 130 milljóna greiðslur, beinar og óbeinar.
Mennirnir sex hafa verið ákærðir fyrir fjársvik, mútuþægni, peningaþvætti og spillingu og hafa setið í gæsluvarðhaldi í hálft. Auk Gustavos er um að ræða Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, Sacky Sangala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, James Hatukulipi, fyrrverandi stjórnarformann ríkisfyrirtækisins Fishcor, Tamson Hatuikulipi, tengdason sjávarútvegsráðherrans, og Mike Nghipunya, fyrrverandi forstjóri Fishcor.
Gustavo lýsti því yfir í réttarhöldunum þar sem tekist var á um kröfu hans um lausn gegn tryggingu að hann væri „án nokkurs vafa saklaus“ í málinu. „Ég þarf að berjast gegn þessum ásökunum og hreinsa nafn mitt. Ég hef alltaf verið heiðvirður maður,“ sagði hann.
Bara James, Þorsteinn og JóhannesJóhannes Stefánsson segir að Ricardo Gustavo hafi sannarlega ekki setið þann hluta fundar þar sem ákveðið var að Samherji myndi greiða 75 prósent af kvótagjaldi til skúffufélags James Hatuikulipi í Dubaí. Þann hluta hafi einungis James, Þorsteinn og Jóhannes setið.
Vildi ekki tjá sig um fundinn á skrifstofu Samherja
Í réttarhaldinu spurði saksóknari ákæruvaldsins í Namibíu, Cliff Lutibezi, að því hvað Ricardo Gustavo hefði að segja um fund sem hann sat á skrifstofu Samherja í Katrínartúni í Reykjavík í ágúst árið 2014. Á þessum fundi var ákveðið að Samherji myndi greiða 75 prósent af greiðslunum fyrir hestamakrílskvótann beint inn á reikning Tundvala Invest í Dubaí.
Það var einnig í þessari heimsókn til Íslands og á skrifstofur Samherja sem Kristján Þór Júlíusson, núverandi sjávarútvegsráðherra, leit í heimsókn og ræddi á léttum nótum við Namibíumennina. Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu og uppljóstrari í Namibíumálinu, hefur sagt að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hafi á fundinum kynnt Kristján Þór sem „sinn mann“.
Tekið skal að ekkert bendir til að Kristján Þór hafi nokkuð vitað um mútugreiðslur Samherja í Namibíu og hefur hann sjálfur sagt það opinberlega. Hann og Þorsteinn Már eru hins vegar aldavinir.
Um þennan fund segir The Namibian: „Gustavo vildi ekki tjá sig þegar saksóknari ákæruvaldsins Cliff Lutibezi spurði hann um fund á Íslandi sem hann að sögn sat ásamt Shangala, James Hatukulipi og Tamson Hatukulipi. Á fundinum var að sögn komist að samkomulagi um að 75 prósent af gjöldunum fyrir fiskveiðikvótann myndi Samherjasamstæðan greiða inn á reikning félags James Hatukulipi, Tundavala Invest, í Dubaí. Gjaldið til Namgomar Pesca var 3.000 namibíudollarar fyrir hvert tonn af fiski.“
Þorsteinn kom með lausninaJóhannes Stefánsson hefur sagt við Stundina að Þorsteinn Már Baldvinsson hafi komið með lausnina á greiðslum til skúffufélags í Dubaí á fundi í höfuðstöðvum Samherja árið 2014.
Mynd: Davíð Þór
Jóhannes: Gustavo fór út
Jóhannes Stefánsson, uppljóstararinn í málinu sem sat fundina með Namibíumönnunum sem þáverandi starfsmaður Samherja, segir að Ricardo Gustavo hafi ekki setið þann hluta fundarins þar sem rætt var um að 75 prósent af greiðslunum fyrir hestamakrílskvóta yrðu greiddar frá félagi Samherja á Kýpur til félags James Hatuikulipi í Dubaí.
Jóhannes segir að hann, Þorsteinn Már Baldvinsson, James Hatuikulipi, Tamson Hatukulipi, Sacky Shangala og Ricardo Gustavo hafi allir verið saman á fundi á skrifstofu Samherja en að svo hafi Tamson, Sacky og Gustavo farið út þegar rætt var um fyrirkomulagið á greiðslunum til Dubaí.
„En allir hittu þeir Þorstein Má Baldvinsson og mig líka en við héldum svo sér fund og þeir biðu bara frammi. […] Tamson, Gustavo og Sacky Shanghala biðu frammi,“ segir hann í svörum við spurningum Stundarinnar um þetta.
„Fyrirspurnin kom frá James en lausnin kom frá Þorsteini Má.“
Í viðtali við Stundina í nóvember sagði Jóhannes einnig um fundina með Þorsteini Má í þesssari Íslandsheimsókn. „ Þeir vildu fá peninga til að geta haldið sér gangandi, kannski leyft sér hitt og þetta, þannig að það var James sem bað um að 25 prósent af kvótagjaldinu fyrir Namgomar-kvótann myndi verða greitt í Namibíu og 75 prósent til Dubai. […] Ég lagði þetta bæði fyrir Þorstein og Ingvar og það var síðan á fundi í ágúst 2014, þá komu hérna James, Sacky og Tamson […] Við áttum fyrst fund 20. ágúst 2014 og svo var aftur fundur 22. ágúst. Þá voru bara ég, James og Þorsteinn, hinir strákarnir biðu frammi, og þá segir Þorsteinn að hann sé kominn með leiðina til að þeir geti fengið greitt þessi 75 prósent sem þeir vildu fyrir Namgomar-kvótann frá Kýpur til Dubai. Fyrirspurnin kom frá James en lausnin kom frá Þorsteini Má.“
Gustavo var því sannarlega ekki með á fundinum á skrifstofum Samherja þar sem ákveðið var að nota Kýpurfélag Samherja til að greiða fyrir kvótann beint til skúffufélagsins í Dubaí. Engar sannannir liggja heldur fyrir að hann hafi fengið greitt frá Dubaí-félaginu en hins vegar liggja fyrir sönnunargögn sem sýna greiðslur til hans upp á meira en 100 milljónir frá Namgomar Pesca, félaginu sem tók við hestamakrílskvótanum frá yfirvöldum í Namibíu.
Segist ekkert hafa vitað um Tundavala
Málsvörn Gustavos í málinu fyrir dómi er að hann hafi ekki vitað að Tundavala Invest væri til, samkvæmt frétt The Namibian. Hann segir aða hann hafi ekki vitað að félagið hafi fengið greiðslur frá Samherja eins og segir í fréttinni: „Eftir því sem hann best veit hafi Namgomar Pesca Namibia verið með samkomulag við Samherja um að greiða 500 Namibíudollara fyrir hvert tonn sem kvótagjald og að hann hafi „ekki haft hugmynd um“ að einnig var um að ræða samning um frekari greiðslur til Tundavala Invest.
Málflutningi í máli Ricardo Gustavos um að hann verði látinn laus gegn tryggingu hefur verið frestað til 3. júní samkvæmt namibískum fjölmiðlum í dag.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Mest lesið
1
FréttirSamherjaskjölin
148561
Hannes Hólmsteinn í ritdeilu við finnsk-íslenskan fræðimann: „Ísland er ekki spillt land“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor gagnrýnir þrjá fræðimenn við íslenska háskóla vegna orða þeirra um spillingu á Íslandi. Þetta eru þeir Lars Lundsten, Þorvaldur Gylfason og Grétar Þór Eyþórsson. Hannes svarar þar með skrifum Lars Lundsten sem sagði fyrir skömmu að Ísland væri spilltast Norðurlandanna.
2
Fréttir
55196
Ríkið taki til sín Auðkenni eftir langvinnan taprekstur
Bjarni Benediktsson vill að ríkið eignist fyrirtækið sem gefur út rafræn skilríki. Framkvæmdastjóri Auðkennis fór frá fjármálaráðuneytinu til fyrirtækisins eftir að hafa gert samning þeirra á milli. Taprekstur Auðkennis nam 911 milljónum á áratug.
3
Fréttir
29
Leitar líffræðilegs föður síns og vonast til að græða fleira fólk í kringum sig
Ásta Kristín Guðrúnardóttir Pálsdóttir komst að því að faðir hennar væri ekki líffræðilegur faðir hennar fyrir áratug. Hún leitar nú lífræðilegs föður síns og vonast til að fólk sem þekkti móður hennar, Guðrúnu Margréti Þorbergsdóttur, geti orðið henni til aðstoðar í leitinni.
4
Viðtal
29213
„Loksins lesbía!“
Eva Jóhannsdóttir var ekki orðin sjálfráða þegar maður beitti hana grimmilegu ofbeldi. Annar maður kom þar að en í stað þess að koma henni til bjargar braut hann líka á henni. Hún vildi vera viss um að vera ekki mótuð af þessari reynslu þegar hún kom út úr skápnum. „Loksins lesbía,“ hrópaði afi hennar en hommarnir í fjölskyldunni eru svo margir að á ættarmótum er skellt í hópmynd af samkynhneigðum. Afinn bauðst líka til að splæsa í danskt sæði fyrir hana en hún valdi aðra leið, að eignast barn með hommum.
5
Fréttir
46342
Sigmar stefnir að því að stofna hagsmunasamtök fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki
Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson hyggst stofna samtök sem eiga að leysa af hólmi Samtök atvinnulífsins þegar kemur að kjaraviðræðum á milli lítilla og meðalstórra fyrirtækja og stéttarfélaga. Hann segir hag slíkra fyrirtækja vera að hverfa frá þeirri láglaunastefnu sem SA hafa barist fyrir.
6
Þrautir10 af öllu tagi
5272
347. spurningaþraut: Í hvaða landi er ræktað mest af kartöflum?
Hérna er hann, hlekkurinn á þrautina síðan í gær. * Fyrri aukaspurning: Á myndinni hér að ofan má sjá leikkonuna Virginiu Cherrill. Hver er með henni á myndinni, þó hann eða hún sjáist ekki á þessu skjáskoti? * Aðalspurningar: 1. Þegar tiltekin persóna ferðast um í flugvél er sú flugvél kölluð Air Force One. Hver er þessi persóna? 2. Grikki...
7
Vettvangur
39324
Sómi Íslands
Björgunarsveitarfólk úr björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík hefur sumt hvert staðið sleitulítið vaktina frá því að eldgosið hófst í Fagradalsfjalli. Þau hafa jafnframt notið liðsinnis hundruða kollega sinna sem hafa tryggt öryggi fólks og komið hröktum og slösuðum ferðalöngum til bjargar. Allt í sjálfboðavinnu, án þess að skeyta um eigin hag heldur einbeitt í að hjálpa samborgurum sínum. Það verður seint ofmetið.
Mest deilt
1
FréttirSamherjaskjölin
148560
Hannes Hólmsteinn í ritdeilu við finnsk-íslenskan fræðimann: „Ísland er ekki spillt land“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor gagnrýnir þrjá fræðimenn við íslenska háskóla vegna orða þeirra um spillingu á Íslandi. Þetta eru þeir Lars Lundsten, Þorvaldur Gylfason og Grétar Þór Eyþórsson. Hannes svarar þar með skrifum Lars Lundsten sem sagði fyrir skömmu að Ísland væri spilltast Norðurlandanna.
2
Fréttir
46342
Sigmar stefnir að því að stofna hagsmunasamtök fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki
Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson hyggst stofna samtök sem eiga að leysa af hólmi Samtök atvinnulífsins þegar kemur að kjaraviðræðum á milli lítilla og meðalstórra fyrirtækja og stéttarfélaga. Hann segir hag slíkra fyrirtækja vera að hverfa frá þeirri láglaunastefnu sem SA hafa barist fyrir.
3
Vettvangur
39322
Sómi Íslands
Björgunarsveitarfólk úr björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík hefur sumt hvert staðið sleitulítið vaktina frá því að eldgosið hófst í Fagradalsfjalli. Þau hafa jafnframt notið liðsinnis hundruða kollega sinna sem hafa tryggt öryggi fólks og komið hröktum og slösuðum ferðalöngum til bjargar. Allt í sjálfboðavinnu, án þess að skeyta um eigin hag heldur einbeitt í að hjálpa samborgurum sínum. Það verður seint ofmetið.
4
Viðtal
29213
„Loksins lesbía!“
Eva Jóhannsdóttir var ekki orðin sjálfráða þegar maður beitti hana grimmilegu ofbeldi. Annar maður kom þar að en í stað þess að koma henni til bjargar braut hann líka á henni. Hún vildi vera viss um að vera ekki mótuð af þessari reynslu þegar hún kom út úr skápnum. „Loksins lesbía,“ hrópaði afi hennar en hommarnir í fjölskyldunni eru svo margir að á ættarmótum er skellt í hópmynd af samkynhneigðum. Afinn bauðst líka til að splæsa í danskt sæði fyrir hana en hún valdi aðra leið, að eignast barn með hommum.
5
Fréttir
55196
Ríkið taki til sín Auðkenni eftir langvinnan taprekstur
Bjarni Benediktsson vill að ríkið eignist fyrirtækið sem gefur út rafræn skilríki. Framkvæmdastjóri Auðkennis fór frá fjármálaráðuneytinu til fyrirtækisins eftir að hafa gert samning þeirra á milli. Taprekstur Auðkennis nam 911 milljónum á áratug.
6
Þrautir10 af öllu tagi
6787
348. spurningaþraut: Hvaða Íslendingasaga er kennd við konu?
þraut, hér leynist hún. * Aukaspurning, fyrri: Hvaða hljómsveit treður upp á skjáskotinu sem birtist hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Í hvaða landi fæddist málarinn Pablo Picasso? 2. Botvinnik hét maður, hann var heimsmeistari í skák árum saman. Í hvaða ríki var hann lengst af heimilisfastur? 3. Í hvaða hljómsveit var söngkonan Ragnhildur Gísladóttir þegar hún sló fyrst...
7
Þrautir10 af öllu tagi
5272
347. spurningaþraut: Í hvaða landi er ræktað mest af kartöflum?
Hérna er hann, hlekkurinn á þrautina síðan í gær. * Fyrri aukaspurning: Á myndinni hér að ofan má sjá leikkonuna Virginiu Cherrill. Hver er með henni á myndinni, þó hann eða hún sjáist ekki á þessu skjáskoti? * Aðalspurningar: 1. Þegar tiltekin persóna ferðast um í flugvél er sú flugvél kölluð Air Force One. Hver er þessi persóna? 2. Grikki...
Mest lesið í vikunni
1
FréttirSamherjaskjölin
97639
Rannsóknin á Namibíumáli Samherja í Færeyjum: „Stundum er best að vita ekki“
Færeyska ríkissjónvarpið teiknar upp mynd af því hvernig Samherji stýrir í reynd starfsemi útgerðar í Færeyjum sem félagið á bara fjórðungshlut í. Samstarfsmenn Samherja í Færeyjum, Annfinn Olsen og Björn á Heygum, vissu ekki að félögin hefðu stundað viðskipti við Kýpurfélög Samherja.
2
FréttirEldgos við Fagradalsfjall
17130
Ráku hendurnar ofan í sprunguna sem síðan gaus upp úr
Mæðgurnar Ásta Þorleifsdóttir og Lilja Steinunn Jónsdóttir stóðu ofan í sprungunni sem byrjaði að gjósa upp úr í nótt aðeins sólarhring fyrr. Þær segja að jarðfræðimenntun þeirra beggja hafi komið að góðum notum þá en eftir uppgötvun þeirra var svæðið rýmt.
3
Greining
14217
Vansvefta stjórnarformenn
Sérhagsmunaaðilar beita sér af fullum þunga, bæði í þjóðmálaumræðunni og bak við tjöldin, til að sveigja regluverk og starfsemi eftirlitsstofnana þannig að það henti þeirra hagsmunum.
4
Mannlýsing
594
Maðurinn sem fagnaði geðhvarfasýki og fangaði sjálfan sig
Sigursteinn Másson veiktist af geðhvarfasýki þegar hann fór að rannsaka óréttlætið í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum sem fréttamaður. Sjúkdómurinn hefur opnað honum nýjar víddir.
5
Fréttir
36127
Kaupfélagið gefur Skagaströnd fasteignir útgerðarfélagsins eftir að hafa hætt rekstri þar og fært kvótann í burtu
Kaupfélag Skagfirðinga var gagnrýnt fyrir að flytja útgerðarstarfsemi sína frá Skagaströnd. Útgerðararmur kaupfélagsins hefur nú gefið Skagaströnd þrjár fasteignir sem voru í eigu útgerðarfélagsins í þorpinu. Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri segir að félagið vilji láta gott af sér leiða á Skagaströnd.
6
FréttirSamherjaskjölin
148560
Hannes Hólmsteinn í ritdeilu við finnsk-íslenskan fræðimann: „Ísland er ekki spillt land“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor gagnrýnir þrjá fræðimenn við íslenska háskóla vegna orða þeirra um spillingu á Íslandi. Þetta eru þeir Lars Lundsten, Þorvaldur Gylfason og Grétar Þór Eyþórsson. Hannes svarar þar með skrifum Lars Lundsten sem sagði fyrir skömmu að Ísland væri spilltast Norðurlandanna.
7
Fréttir
55196
Ríkið taki til sín Auðkenni eftir langvinnan taprekstur
Bjarni Benediktsson vill að ríkið eignist fyrirtækið sem gefur út rafræn skilríki. Framkvæmdastjóri Auðkennis fór frá fjármálaráðuneytinu til fyrirtækisins eftir að hafa gert samning þeirra á milli. Taprekstur Auðkennis nam 911 milljónum á áratug.
Mest lesið í mánuðinum
1
VettvangurEldgos við Fagradalsfjall
2421.164
Svona var ástandið við eldgosið
Fólk streymdi upp stikaða stíginn að eldgosinu í gær eins og kvika upp gosrás. Ástandið minnti meira á útihátíð en náttúruhamfarir.
Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, sendi rúmlega 30 hatursfull og ógnandi SMS-skilaboð til fyrrverandi samstarfsmanna sinna há Actavis. Ástæðan var að annar þeirra hafði borið vitni í skaðabótamáli Björgólfs Thors Björgólfssonar gegn honum árið 2016. Alvogen lét skoða málið en segir engin gögn hafa bent til þess að „eitthvað væri athugavert við stjórnunarhætti Róberts.“ Stundin birtir gögnin.
4
MyndirEldgos við Fagradalsfjall
66633
Geldingagígur ekki lengur ræfill og kominn með félaga
Gosið í Geldingadölum gæti verið komið til að vera til lengri tíma. Efnasamsetning bendir til þess að það komi úr möttli jarðar og líkist fremur dyngjugosi heldur en öðrum eldgosum á sögulegum tíma.
5
Leiðari
2551.835
Jón Trausti Reynisson
Þess vegna þola þau ekki Pírata
Þau klæða sig ekki rétt, hegða sér ekki rétt, eru stefnulaus og fylgja ekki hefðum stjórnmálanna.
6
Rannsókn
36176
Útfararstjóri Íslands: Siggi hakkari játar að hafa svikið tugi milljóna króna úr íslenskum fyrirtækjum
Sigurður Þórðarson, eða Siggi hakkari eins og hann er kallaður, hefur undanfarin ár náð að svíkja út tugi milljóna úr íslenskum fyrirtækjum. Sigurður er skráður fyrir fjöldann af hlutafélögum og félagasamtökum sem hann notast við. Í viðtali við Stundina játar hann svik og skjalafalsanir.
7
FréttirHeimavígi Samherja
2511.703
Finnskur fræðimaður um Samherjamálið á Akureyri: Á Íslandi ríkir „valdakerfi klansins“
Lars Lundsten, finnskur fræðimaður sem starfar við Háskólann á Akureyri, segir að það sé ekki skrítið að Ísland sé talið vera spilltasta land Norðurlandanna. Hann segir að á Akureyri megi helst ekki tala um Samherjamálið í Namibíu.
Nýtt á Stundinni
Pistill
29
Dagmar Kristinsdóttir
Það skiptir máli hvernig við tjáum okkur
Við getum haft áhrif með orðum okkar, vakið til umhugsunar, fengið fólk til að skipta um skoðun og jafnvel breyta um hegðun.
Viðtal
29213
„Loksins lesbía!“
Eva Jóhannsdóttir var ekki orðin sjálfráða þegar maður beitti hana grimmilegu ofbeldi. Annar maður kom þar að en í stað þess að koma henni til bjargar braut hann líka á henni. Hún vildi vera viss um að vera ekki mótuð af þessari reynslu þegar hún kom út úr skápnum. „Loksins lesbía,“ hrópaði afi hennar en hommarnir í fjölskyldunni eru svo margir að á ættarmótum er skellt í hópmynd af samkynhneigðum. Afinn bauðst líka til að splæsa í danskt sæði fyrir hana en hún valdi aðra leið, að eignast barn með hommum.
Þrautir10 af öllu tagi
3856
349. spurningaþraut: Tvær kvikmyndir, ein höfuðborg, einn stríðsleiðtogi, og það er bara byrjunin
Hæ. Hér er fyrst hlekkur á þrautina frá í gær. * Fyrri aukaspurning: Á myndinni að ofan má sjá dýrið paraceratherium, stærsta landspendýr sem vitað er um í sögunni, en dýrið var á dögum fyrir 25-30 milljónum ára. Hver er nánasti ættingi dýrsins sem enn skrimtir? * Aðalspurningar: 1. Í hvaða landi er höfuðborgin Buenos Aires? 2. Í ágúst 1941...
Mynd dagsins
7
Páll Stefánsson
Sjálfskipuð sóttkví
Þessar furðuverur á ströndinni við Bala, neðan við Hrafnistu, vekja kátínu og undrun. En útvegsbóndinn eða listamaðurinn Jón Guðmundsson sem á fiskihjallann á Bala hefur verið að hreinsa fjöruna og skapað þessar fígúrur, sem flestallar virða sóttvarnareglur Þórólfs og halda góðri tveggja metra fjarlægð.
Menning
13
Varpa upp myndum af bólusetningu og sundi
Hreyfimyndahátíðin hefst á morgun og verða myndbandsverk sýnd á völdum stöðum í miðborginni.
Menning
11
Skráning opnar fyrir Músíktilraunir
Enn er stefnt að því að halda Músíktilraunir á þessu ári. Hátíðin féll niður í fyrra vegna Covid-19.
Vettvangur
39324
Sómi Íslands
Björgunarsveitarfólk úr björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík hefur sumt hvert staðið sleitulítið vaktina frá því að eldgosið hófst í Fagradalsfjalli. Þau hafa jafnframt notið liðsinnis hundruða kollega sinna sem hafa tryggt öryggi fólks og komið hröktum og slösuðum ferðalöngum til bjargar. Allt í sjálfboðavinnu, án þess að skeyta um eigin hag heldur einbeitt í að hjálpa samborgurum sínum. Það verður seint ofmetið.
Fréttir
46342
Sigmar stefnir að því að stofna hagsmunasamtök fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki
Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson hyggst stofna samtök sem eiga að leysa af hólmi Samtök atvinnulífsins þegar kemur að kjaraviðræðum á milli lítilla og meðalstórra fyrirtækja og stéttarfélaga. Hann segir hag slíkra fyrirtækja vera að hverfa frá þeirri láglaunastefnu sem SA hafa barist fyrir.
Þrautir10 af öllu tagi
6787
348. spurningaþraut: Hvaða Íslendingasaga er kennd við konu?
þraut, hér leynist hún. * Aukaspurning, fyrri: Hvaða hljómsveit treður upp á skjáskotinu sem birtist hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Í hvaða landi fæddist málarinn Pablo Picasso? 2. Botvinnik hét maður, hann var heimsmeistari í skák árum saman. Í hvaða ríki var hann lengst af heimilisfastur? 3. Í hvaða hljómsveit var söngkonan Ragnhildur Gísladóttir þegar hún sló fyrst...
Mynd dagsins
9
Páll Stefánsson
Þrír eldar, fjórir eldhugar
Það var fátt upp við gosstöðvarnar í gærkvöldi, enda var veður og vindátt orðin óhagstæð. Klukkan 19:33, hálftíma eftir að ég var kominn upp að eldstöðinni barst sms frá 112 um að yfirgefa svæðið vegna gasmengunar. Skömmu síðar birtust sérsveitar- og björgunarsveitarmenn líkt og gagnamenn að smala fé af fjalli. En þvílík breyting á landinu á innan við viku. Tveir nýir gígar hafa bæst við og hraunið fyllir nú nánast Geldingardalinn. Hraunfossinn niður í Merardal sá ég ekki... bara næst.
Blogg
1
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Almenningur í öðru sæti?
Heimurinn glímir við kóvid19 sem aldrei fyrr, hún er þrautseig þessi fjandans veira (afsakið orðbragðið). Þegar þessi orð eru skrifuð bárust fréttir þess efnis frá Brasilíu að um 4000 manns hefði látist á einum degi. Það er álíka og allir íbúar Vestmannaeyja. Á einum degi! En það er ólga í umræðunni um kóvid hér á landi og nú þegar...
StreymiUpplýsingafundir um Covid-19
Upplýsingafundur Almannavarna
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fer yfir stöðu mála varðandi framgang Covid-19 faraldursins hér á landi ásamt Jóhanni B. Skúlasyni yfirmanni rakningarteymisins og Rögnvaldi Ólafssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir