Megninu af íslenskum fjölmiðlum er haldið úti af sykurpöbbum sem hafa sínar ástæður til að niðurgreiða þá. Nú er komið á daginn að ríkasti Íslendingurinn ákvað að fjármagna DV og DV.is leynilega.
Pétur Guðmann Guðmannsson réttarmeinafræðingur starfar í návígi við dauðann alla daga en í kjallara gamla Blóðbankans á Barónsstíg kryfur hann daglega lík eða tvö.
2
Pistill
29353
Jón Trausti Reynisson
Öll hús skipta máli
Tíu atriði sýna óbærilegan ósambærileika Búsáhaldabyltingarinnar og innrásar trumpista í Þinghúsið í Washington.
3
ViðtalDauðans óvissa eykst
194
Dauðinn veitir manni þolinmæði
Karólína Helga Símonardóttir var enn í sorgarferli vegna föðurmissis þegar eiginmaður hennar varð bráðkvaddur á sama ári. Sorgin kenndi henni að taka lífinu með æðruleysi, enda ráði fólk örlögum sínum ekki sjálft.
4
FréttirDauðans óvissa eykst
530
Óútskýrðum dauðsföllum fjölgar verulega
Veruleg aukning er á tilfellum þar sem réttarmeinafræðilega rannsókn þarf til að hægt sé að ákveða dánarorsök. Um 20 prósent andláta hér á landi flokkast sem ótímabær. Réttarmeinafræðingur segir að ekkert bendi til að sjálfsvígum fari fjölgandi.
5
FréttirDauðans óvissa eykst
211
171 mannslát kom til kasta lögreglunnar á síðast ári
Sýnileg aukning er í fjölda mannsláta sem komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári miðað við fyrri ár. Réttarkrufning fór fram í 77 prósent tilvika sem er einnig aukining milli ára.
Hér er þrautin sú síðan í gær. * Fyrri aukaspurning: Hvaða trúarbrögð tengjast mannvirkinu hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Hver var Caligula? 2. Hvaða fræga sönglag hefst á þessa leið (í lauslegri íslenskri þýðingu): „Ungi maður, það er engin ástæða til að vera niðurlútur, ég segi, ungi maður, taktu þér nú tak, ég segi, ungi maður, því þú ert...
7
Mynd dagsins
259
Sigtryggur gíraffi
Það er einn gíraffi í Hlíðunum, hann heitir Sigtryggur og er úr járni. Í Afríku eru um 70.000 villtir gíraffar og hefur þeim fækkað um 40% á síðustu árum. Þetta eru stórar skepnur, fullorðnir vega þeir tonn og karldýrin verða um 5,5 metra há, kvendýrin eru 40 cm lægri. Gíraffar eru hæstu skepnur jarðar og verða að meðaltali 35 ára gamlir. IUCN samtökin hafa nýverið sett gíraffa á lista yfir þau dýr sem eru í alvarlegri hættu, næsta stig er rautt: útrýmingarhætta.
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 29. janúar.
Fólkið sem borgar fyrir fjölmiðlanaBjörgólfur Thor Björgólfsson borgaði taprekstur DV, Eyþór Arnalds fékk fimmtung í Morgunblaðinu frá Samherja, Guðbjörg Matthíasdóttir hefur tekið þátt í 2,2 milljarða Davíðstapi Morgunblaðsins, Helgi Magnússon borgar fyrir Fréttablaðið, DV og Hringbraut, Þórólfur Gíslason hjá Kaupfélagi Skagfirðinga borgaði inn á Morgunblaðið síðast í fyrra og Róbert Wessmann heldur úti Mannlífi og útgáfu Birtings eftir að Björn Ingi Hrafnsson hjá Viljanum sveik hann um DV.
Nú er komið á daginn að ríkasti Íslendingurinn hefur leynilega fjármagnað DV og DV.is, þriðja stærsta vefmiðil landsins, í hátt í þrjú ár, í stöðugum taprekstri. Stundin spurði Sigurð G. Guðjónsson lögmann, skráðan eiganda DV, hver stæði að baki félaginu, en hann neitaði að svara og talskona Björgólfs Thors Björgólfssonar, sem er metinn á hátt í 200 milljarða króna, sagði ósatt.
Það skuggalega við þetta er ekki bara að einn fjölmiðill er byggður á grunni leyndar og óheiðarleika. Það sem er hættulegt fyrir íslenskt samfélag er virknin og stóra myndin, hvernig fjölmiðlar lifa af, hver tilvistargrundvöllur þeirra er. Það er talað um að fjölmiðlar séu fjórða valdið, en fjórða valdið er á valdi sykurpabbanna.
Hvernig lifa þeir?
Það skiptir máli fyrir samfélag að fjölmiðlar geti lifað. Næsti kosturinn er að fjölmiðlar geti ekki lifað sjálfstætt, en lifi á forsendum annarra. Í tilfelli Íslands er staðan sú að fjölmiðlar lifa mestmegnis á forsendum sykurpabba, auðmanna sem kjósa að niðurgreiða tiltekna miðla.
Fréttablaðið, sem er nýr eigandi DV og Hringbrautar, er niðurgreitt af Helga Magnússyni, sem hefur meðal annars auðgast á Bláa lóninu.
Morgunblaðið er niðurgreitt af útgerðarfélögum og hefur tapað minnst 2,2 milljörðum króna á níu árum frá því að Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, varð ritstjóri.
Það er líka í eigu Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðsisflokksins í Reykjavík, en eins og Stundin hefur greint frá er ekki annað að sjá en að útgerðarfélagið Samherji hafi gefið honum fimmtung í Morgunblaðinu og afskrifað skuldina.
Aðrir eigendur eru ein mesta auðkona landsins, Guðbjörg Matthíasdóttir, og Kaupfélag Skagfirðinga, sem lagði Morgunblaðinu til fé síðast í fyrra.
Það þarf ekki að afskrifa fjölmiðla sem eru í eigu auðmanna. Washington Post á til dæmis mikilsvert framlag til bandarísks samfélags, þótt það sé í eigu auðmannsins Jeff Bezos, eiganda Amazon. Kjarninn.is, sem hefur verið fjármagnaður í óverulegu tapi af nokkrum frumkvöðlum og nú fengið til liðs við sig fleiri fjársterka athafnamenn, hefur fært fram gagnrýnið sjónarhorn og er langt því frá í ráðandi stöðu.
Auðmenn eru auðvitað misjafnir sem og fyrirætlanir þeirra. Sumir vilja breyta samfélaginu í samræmi við hugmyndafræði sína, aðrir í samræmi við hagsmuni sína og enn aðrir vilja eflaust viðhalda óháðri blaðamennsku. Við vitum ekki hvers vegna Björgólfur Thor ákvað að verja rúmlega hálfum milljarði af sínum tvö hundruð í að halda úti DV, en vísbendingar eru um að það tengist átökum hans við annan auðmann.
Óháð því hefur það óumflýjanlega áhrif á samfélag okkar að fjölmiðlar landsins treysti á sykurpabba. Ein augljós afleiðing er að það er mjög erfitt fyrir sjálfstæða fjölmiðla að lifa heilbrigðu lífi í samkeppni við niðurgreidd fyrirtæki.
Hvers vegna?
Davíð ritstýrir Morgunblaðinu og á Fréttablaðinu hefur skapast hefð fyrir því að setja einhvern vin eiganda sem ritstjóra. Núverandi ritstjóri, Jón Þórisson, hefur afar takmarkaða reynslu af fjölmiðlum, byrjaði sem sumarblaðamaður á sextugsaldri, samhliða laganámi, á Morgunblaðinu árið 2015. „Vissulega er hægt að finna reynslumeiri menn en það er líka hægt að finna menn sem hafa minni reynslu,“ sagði hann í tilefni ráðningarinnar.
Meðal stefnuskrár Fréttablaðsins er að „efla atvinnulífið“. Morgunblaðið á sér einnig æðri tilgang um að hafa áhrif á hugsanir fólks í átt að frjálsum viðskiptum: „Tilgangur félagsins er að styðja frjálst viðskiptalíf og efla heilbrigðan hugsunarhátt í öllum þjóðfélagsmálum. Tilgangi þessum hyggst félagið fyrst og fremst ná með útgáfustarfsemi og fjölmiðlun.“
Auðvitað má segja að það sé pólitískur undirtónn í stefnuyfirlýsingu Stundarinnar, svo dæmi sé nefnt, sem gengur út á að almenningur þurfi að fá upplýsingar frá óháðum fjölmiðlum sem ekki eru í eigu helstu hagsmunaaðila, niðurgreiddir af auðmönnum eða með flokkspólitískar tengingar.
En út frá frumspekilegri eða líffræðilegri nálgun er munur á því að fyrirbæri lifi á ákvörðunum almennings um að kaupa áskrift, eða ákvörðunum auðmanns um að veita hluta fjármuna sinna til tapreksturs á upplýsingamiðlun til almennings, óháð því hver fyrirbærin eru.
Átök bakvið tjöldin
Á bakvið tjöldin hafa síðan átt sér stað ævintýralegar vendingar. Fjölmiðlarekstur Björgólfs Thors virðist vera hluti af samkeppni hans við Róbert Wessmann. Hluti af aðkomu Björgólfs Thors var að bjarga Birni Inga Hrafnssyni, fyrrverandi borgarfulltrúa, og líklega vafasamasta fjölmiðlamanni landsins, sem þá hafði svikið Róbert eftir að hann lagði honum til fé.
Björn Ingi var meðal annars ritstjóri Markaðarins fyrir hrun, sem var viðskiptablað Fréttablaðsins, og skrifaði fréttir til stuðnings bankamönnum. Hann var þá leynilega með hundruð milljóna króna kúlulán hjá Kaupþingi, og tók samtímis viðtal við forstjóra Kaupþings. Hluti af siðferðislega frjálsræðinu sem Björn Ingi naut var að hann er ófeiminn við að blanda sér inn í viðskiptalega og stjórnmálalega hagsmuni sem fjölmiðlamaður. Á einum tímapunkti sagðist hann vera að „klastra saman ríkisstjórn“, í tölvupósti til samstarfsmanns Róberts Wessmann, sem sagði Björn Inga haf hótað honum ítrekað. Síðar reyndi hann að stofna stjórnmálaflokk fyrir félaga sinn, Sigmund Davíð Gunnlaugsson.
Björn Ingi hafði verið höfundurinn að yfirtöku á DV haustið 2014, með hjálp aðila eins og Björns Leifssonar í World Class, sem mislíkaði fréttir um hvernig hann fékk afskrifaðar skuldir eftir hrun, og Sigurðar G. Guðjónssonar, sem rak meiðyrðamál auðmanna gegn DV. Árin áður hafði DV reynt að reka sig í óháðu eignarhaldi, en gengið reksturinn verið erfiður og því var leitað til nýrra hluthafa sem á endanum leiddi til þess að miðillinn stóð ekki sjálfstæður.
Lögbundið að gefa upp eigendur
Eftir að Björn Ingi Hrafnsson hafði rekið DV í þrot og tekið yfir alls kyns fjölmiðla í fallinu, kom Björgólfur á laun til bjargar. Skylt er samkvæmt fjölmiðlalögum að gefa upp opinberlega eigendur fjölmiðla, og Sigurður G. Guðjónsson varð leppur fyrir Björgólf. Sigurður G. neitaði þráfaldlega að svara spurningum Stundarinnar um hver væri endanlegur eigandi DV. Fjölmiðlanefnd var ófær um að sýna fram á raunverulegt eignarhald. Karl Garðarsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, var gerður að framkvæmdastjóra.
Í eignartíð Björgólfs Thors hefur DV stundað blaðamennsku sem snýst að miklu leyti um að afrita efni annars staðar frá. Það gildir ekki bara um að meginþorri efnisins er tekinn af samfélagsmiðlum, heldur að miðillinn byggir á því að afrita fréttir sem aðrir fjölmiðlar hafa lagt vinnu í að framleiða, og birtir þær síðan með grófari fyrirsögn sem er smelluvænlegri. Jafnvel hafa verið teknar heilar greinar frá öðrum miðlum og þær birtar á DV.is orðrétt, að viðbættum umorðunum. Stundum hefur fólk, sem farið hefur í viðtal annars staðar, verið afskræmt í meðförum DV.is þegar miðillinn stelur efninu og reynir að sjokkera til að fá lestur.
Þetta hefur þýtt að fjölmiðill sem reynir að vera sjálfstæður og óháður, þarf að keppa við annan sem er niðurgreiddur af auðmanni um tæpar sjö milljónir króna á hvern starfsmann á ári, og notar niðurgreiðsluna til að afrita og stundum afskræma vinnu hins.
Reynt að hafa áhrif á styrki
Í dag komu fram tölur sem sýndu fram á 17 prósent tekjufall fjölmiðla á milli áranna 2017 og 2018. Það er náttúruleg þróun, enda hefur kostnaður við fréttaöflun fallið á sama tíma. Hættan er að fjölmiðlar í niðurgreiðsluumhverfi muni þurfa að leggja lágmarksorku í fréttavinnslu og fréttir verði því að megninu til unnar af upplýsingafulltrúum hagsmunaaðila.
Haustið 2018 kynnti Lilja Alfreðsdóttir frumvarp um nýja styrki til einkarekinna fjölmiðla líkt og á hinum Norðurlöndunum, upp á 400 milljónir króna, sem átti að greiða út fyrir lok mars í ár. Frumvarpið hefur strandað í meðförum allsherjar- og menntamála nefndar Alþingis, sem Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, veitir formennsku.
Þegar COVID-faraldurin hófst var ákveðið að frysta frumvarpið. Í staðinn var byrjað að tala um neyðaraðgerðir fyrir fjölmiðla vegna tekjufalls tengt faraldrinum. Niðurstaðan virðist hins vegar vera að fresta eigi stuðningi við fjölmiðla samkvæmt frumvarpinu, en veita þess í stað neyðarstuðning sem verður nákvæmlega sá sami og lagt var upp með áður en neyðin hófst. Eini munurinn er að núna er ætlunin að veita þá seinna, fyrir 1. september en ekki lok mars.
Eitt lykilatriðið í frumvarpi Lilju og ráðuneytisins, var að dreifa ætti styrkjunum vel og setja þak á hversu mikið hvert fjölmiðlafyrirtæki gæti fengið. Fréttablaðið og Morgunblaðið hafa barist gegn þessu, rétt eins og þingmenn eins og Óli Björn Kárason í Sjálfstæðisflokknum, sem setti DV í þrot upp úr aldarmótum. Óli Björn fékk í gegn breytingu á orðalagi í frumvarpi Alþingis um neyðarstuðninginn, þar sem fjarlægt var ákvæðið um valddreifingu: „Enn fremur að litið verði til þess að stuðningur verði hlutfallslega meiri til minni aðila og þak verði sett á fjárhæð styrkja til einstakra aðila.“
Samkeppniseftirlitið hefur hins vegar stutt dreifingu gegn samþjöppun. Umsögn Samkeppniseftirlitsins undirstrikar hins vegar vandamálið við sykurpabbavæðingu fjölmiðla:
„Í sumum tilvikum blasir við að ráðstöfun þessara aðila á fjármunum í fjölmiðlarekstur hefur það meginmarkmið að ljá hagsmunum viðkomandi aðila enn sterkari rödd og vinna þeim þannig frekari framgang.“
---
Fyrirvari um hagsmuni: Höfundur er eigandi að 12% hlut í Útgáfufélaginu Stundinni. Hér má sjá hagsmunaskráningu ritstjóra.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Mest lesið
1
ViðtalDauðans óvissa eykst
25274
Lifir í nálægð við dauðann
Pétur Guðmann Guðmannsson réttarmeinafræðingur starfar í návígi við dauðann alla daga en í kjallara gamla Blóðbankans á Barónsstíg kryfur hann daglega lík eða tvö.
2
Pistill
29353
Jón Trausti Reynisson
Öll hús skipta máli
Tíu atriði sýna óbærilegan ósambærileika Búsáhaldabyltingarinnar og innrásar trumpista í Þinghúsið í Washington.
3
ViðtalDauðans óvissa eykst
396
Dauðinn veitir manni þolinmæði
Karólína Helga Símonardóttir var enn í sorgarferli vegna föðurmissis þegar eiginmaður hennar varð bráðkvaddur á sama ári. Sorgin kenndi henni að taka lífinu með æðruleysi, enda ráði fólk örlögum sínum ekki sjálft.
4
FréttirDauðans óvissa eykst
531
Óútskýrðum dauðsföllum fjölgar verulega
Veruleg aukning er á tilfellum þar sem réttarmeinafræðilega rannsókn þarf til að hægt sé að ákveða dánarorsök. Um 20 prósent andláta hér á landi flokkast sem ótímabær. Réttarmeinafræðingur segir að ekkert bendi til að sjálfsvígum fari fjölgandi.
5
FréttirDauðans óvissa eykst
211
171 mannslát kom til kasta lögreglunnar á síðast ári
Sýnileg aukning er í fjölda mannsláta sem komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári miðað við fyrri ár. Réttarkrufning fór fram í 77 prósent tilvika sem er einnig aukining milli ára.
Hér er þrautin sú síðan í gær. * Fyrri aukaspurning: Hvaða trúarbrögð tengjast mannvirkinu hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Hver var Caligula? 2. Hvaða fræga sönglag hefst á þessa leið (í lauslegri íslenskri þýðingu): „Ungi maður, það er engin ástæða til að vera niðurlútur, ég segi, ungi maður, taktu þér nú tak, ég segi, ungi maður, því þú ert...
7
Mynd dagsins
259
Sigtryggur gíraffi
Það er einn gíraffi í Hlíðunum, hann heitir Sigtryggur og er úr járni. Í Afríku eru um 70.000 villtir gíraffar og hefur þeim fækkað um 40% á síðustu árum. Þetta eru stórar skepnur, fullorðnir vega þeir tonn og karldýrin verða um 5,5 metra há, kvendýrin eru 40 cm lægri. Gíraffar eru hæstu skepnur jarðar og verða að meðaltali 35 ára gamlir. IUCN samtökin hafa nýverið sett gíraffa á lista yfir þau dýr sem eru í alvarlegri hættu, næsta stig er rautt: útrýmingarhætta.
Mest deilt
1
Fréttir
40415
Tvöföld skimun verður skylda
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra gefur út reglugerð í dag sem skyldar alla sem til landsins koma í tvöfalda sýnatöku vegna Covid-19. Ráðherra telur að lagaheimildir standi til þess, ólíkt því sem áður hefur verið.
2
Pistill
29353
Jón Trausti Reynisson
Öll hús skipta máli
Tíu atriði sýna óbærilegan ósambærileika Búsáhaldabyltingarinnar og innrásar trumpista í Þinghúsið í Washington.
3
ViðtalDauðans óvissa eykst
25274
Lifir í nálægð við dauðann
Pétur Guðmann Guðmannsson réttarmeinafræðingur starfar í návígi við dauðann alla daga en í kjallara gamla Blóðbankans á Barónsstíg kryfur hann daglega lík eða tvö.
4
ViðtalDauðans óvissa eykst
396
Dauðinn veitir manni þolinmæði
Karólína Helga Símonardóttir var enn í sorgarferli vegna föðurmissis þegar eiginmaður hennar varð bráðkvaddur á sama ári. Sorgin kenndi henni að taka lífinu með æðruleysi, enda ráði fólk örlögum sínum ekki sjálft.
Hér er þrautin sú síðan í gær. * Fyrri aukaspurning: Hvaða trúarbrögð tengjast mannvirkinu hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Hver var Caligula? 2. Hvaða fræga sönglag hefst á þessa leið (í lauslegri íslenskri þýðingu): „Ungi maður, það er engin ástæða til að vera niðurlútur, ég segi, ungi maður, taktu þér nú tak, ég segi, ungi maður, því þú ert...
6
Mynd dagsins
259
Sigtryggur gíraffi
Það er einn gíraffi í Hlíðunum, hann heitir Sigtryggur og er úr járni. Í Afríku eru um 70.000 villtir gíraffar og hefur þeim fækkað um 40% á síðustu árum. Þetta eru stórar skepnur, fullorðnir vega þeir tonn og karldýrin verða um 5,5 metra há, kvendýrin eru 40 cm lægri. Gíraffar eru hæstu skepnur jarðar og verða að meðaltali 35 ára gamlir. IUCN samtökin hafa nýverið sett gíraffa á lista yfir þau dýr sem eru í alvarlegri hættu, næsta stig er rautt: útrýmingarhætta.
7
Þrautir10 af öllu tagi
2552
265. spurningaþraut: Deildartunguhver, Bibba, nátttröll og voðalegt naut
Hér er þraut gærdags, gærdags. * Aukaspurning númer eitt: Nátttröllið á glugganum heitir verkið hér að ofan. Hver málaði? * Aðalspurningar: 1. Priti Patel heitir stjórnmálakona ein, sem nú er mjög umdeildur innanríkisráðherra í heimalandi sínu. Hvaða land er það? 2. Heimsmeistaramótið í handbolta stendur nú yfir. Hvaða þjóð mun freista þess að verja heimsmeistaratitil sinn frá 2019? 3. Johanna...
Mest lesið í vikunni
1
Fréttir
25130
Börn grétu yfir hópslagsmálum í Breiðholtinu í dag
Menn í slagsmálum brutu rúðu í Pizzunni í Hólagarði í hópslagsmálum sem áttu sér stað nokkrum klukkustundum eftir að vopnaðir menn fóru inn í Borgarholtsskóla.
2
FréttirCovid-19
1379
Íslendingar erlendis í „lockdown“: „Hér er önnur hver manneskja með magasár af ofdrykkju“
Mörg lönd Evrópu hafa hert reglur og jafnvel sett á útgöngubönn eftir hátíðarnar til að ná tökum á faraldrinum. Hönnuður í Berlín segist bjartsýn á að áætlanir um að allir fái bóluefni fyrir mitt ár gangi eftir.
3
Greining
78384
Ritstjórinn sem líkti búsáhaldabyltingunni við innrásina í þinghús Bandaríkjanna var forstjóri „versta banka sögunnar“
Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins, líkti búsáhaldabyltingunni á Íslandi árin 2008 og 2009 saman, við innrásina í þinghúsið í Washington í síðustu viku. Hann stýrði fjárfestingarbankanum VBS sem skilur eftir sig 50 milljarða skuldir, meðal annars við íslenska ríkið.
Guðbjörg Ringsted, eiginkona Kristjáns Þórs Júlíussonar, hannaði lógóið sem útgerðin Samherji notar. Hún segir að hún hafi hannað merkið þegar hún bjó á Dalvík. Þá þegar var Kristján Þór vændur um að ganga erinda Samherja í störfum sínum. Síðan eru liðin 30 ár.
5
Pistill
25
Hlédís Maren Guðmundsdóttir
Heilsuátakið fór úr böndunum
Í byrjun árs ætlaði hún rétt að léttast aðeins, en heilsuátakið fór úr böndunum.
6
ViðtalDauðans óvissa eykst
25274
Lifir í nálægð við dauðann
Pétur Guðmann Guðmannsson réttarmeinafræðingur starfar í návígi við dauðann alla daga en í kjallara gamla Blóðbankans á Barónsstíg kryfur hann daglega lík eða tvö.
7
FréttirMeToo sögur um Jón Baldvin
480
Ákæruvaldið telur stofnun ESB staðfesta að meint athæfi Jóns Baldvins sé refsivert
Kynferðisleg áreitni er refsiverð að spænskum lögum að mati stofnunarinnar Eurojust. Héraðssaksóknari hefur kært frávísun í máli Jóns Baldvins Hannibalssonar til Landsréttar, en héraðsdómur taldi spænsku lagagreinina frábrugðna þeirri íslensku.
Mest lesið í mánuðinum
1
Pistill
4443.204
Bragi Páll Sigurðarson
Bjarnabylgjan
„Ég á rétt rúmlega árs gamlan strák sem hefur ekki hitt ömmu mína og afa síðan í sumar,“ skrifar Bragi Páll Sigurðarson skáld um sóttvarnabrot fjármálaráðherra.
2
FréttirSamherjaskjölin
169469
Sonur Þorsteins Más kemur fram sem talsmaður Samherja
Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, kemur fram sem talsmaður fyrirtækisins í grein þar sem rætt er um markaðssetningu á íslenskum fiski. Fyrr á árinu, í kjölfar Namibíumáls Samherja, var sagt frá því að Þorsteinn Már hefði selt hlutabréf sín í Samherja til barna sinna.
3
PistillUppgjör 2020
841.506
Hallgrímur Helgason
Veiran vill einkarekstur
„Það þarf að kenna fólki að deyja,“ sagði deyjandi faðir hans, á sama tíma og samfélagið lærði að óttast dauðann meira en áður. Hallgrímur Helgson fjallar um lærdóm ársins og þá von að ríkisvaldið læri að setja heilbrigðiskerfið ofar öllu.
4
Fréttir
7652.898
Þau fá listamannalaun 2021
2.150 mánuðum af listamannalaunum var útlhutað til samtals 453 listamanna í dag.
5
Fréttir
3071.313
Kvarta undan tapi og kaupa 150 milljóna króna aukaíbúð
Björn Leifsson, eigandi World Class, hefur hagnast verulega á rekstri líkamsræktarstöðvanna, en vildi að fjármálaráðherra bætti sér upp tap vegna lokana í Covid-faraldrinum. Um sama leyti keypti eiginkona hans og meðeigandi 150 milljóna króna aukaíbúð í Skuggahverfinu.
6
FréttirCovid-19
1971.581
Deildarlæknir á Landspítalanum: „Téður ráðherra ætti að segja af sér - tafarlaust“
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra braut sóttvarnarreglur með viðveru í 40-50 manna samkvæmi í Ásmundarsal í gær. Deildarlæknir segir að samkoman gæti fræðilega leitt til dauðsfalla. „Ég er ekki að ýkja hérna.“ Brot Bjarna varðar 50 þúsund króna sekt.
7
Viðtal
802.487
Lætur ekki óttann aftra sér
Þegar Guðjón Reykdal Óskarsson var 15 ára las hann á netinu að lífslíkur hans væru á enda vegna vöðvasjúkdómsins Duchenne. Í dag, 29 ára að aldri, vinnur hann að doktorsverkefni í erfðafaraldsfræði og bindur vonir við að lækning finnist við sjúkdómnum.
Nýtt á Stundinni
Pistill
3
Kolbeinn Stefánsson
Kosningaár
Þegar við réttlætum atkvæðin okkar eftir á hljómar það eins og við höfum hugsað okkur vandlega um. Við upplifum það jafnvel þannig.
Blogg
Símon Vestarr
Að selja beljuna fyrir fimm mjólkurfernur
Ríkið á náttúrulega ekki að standa í svona rekstri.“ Þetta var auðveldasta línan fyrir hægrimenn að komast upp með í upphafi aldarinnar í fjölmiðlaumræðum um einkavæðingu af því að hver sem andstæðingurinn var vaknaði aldrei nokkurn tíma spurningin: „Hvers vegna ekki?“ Hvers vegna í krókloppnum kjúkum Kölska á Kópaskeri ekki?! Í þá daga var það auðveld klapplína að halda því...
Blogg
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Donald Trump og áróðurstæknin
Fasistar, nasistar og kommúnistar voru meistarar í áróðurstækni á 20.öldinni. Hvað eiga þessar stefnur sameiginlegt? Jú, þetta eru allt saman alræðisstefnur, þar sem almenn mannréttindi voru fótum troðin. Samtals hafa þessar stefnur kostað líf tuga milljóna manna. Fremstur meðal jafningja í áróðursfræðum var Dr. Jósef Göbbels, Áróðursmálaráðherra Þriðja ríkisins, fyrirbæris sem nasistar, undir forystu Adolfs Hitlers ætluðu sér að stofna....
Viðtal
17
Einsemd og dauði á göngum Landspítalans á tímum Covid-19
Árið 2020 var merkilegt fyrir margra hluta sakir en ekki síst fyrir það hversu nálægur dauðinn varð samfélaginu í heild sinni. Aldrei áður hafa borist jafn margar tilkynningar í sjónvarpinu af dauðsföllum og hvað þá með svo stuttu millibili yfir svo langan tíma.
Þrautir10 af öllu tagi
2449
266. spurningaþraut: Hið ósundurgreinanlega!
Hér er hún, já þrautin síðan í gær. * Aukaspurningin sú hin fyrri: Á hinni skemmtilegu mynd hér að ofan má sjá leikritahöfund lesa nýtt leikrit fyrir leikara og starfsfólk í svonefndu Listaleikhúsi, sem setti síðan leikritið upp. Höfundurinn er þarna fyrir miðri mynd, skeggjaður. Hvað heitir hann? * Aðalspurningar: 1. Hvaða flugvöllur er í alþjóðlegum samskiptum táknaður með...
ViðtalDauðans óvissa eykst
396
Dauðinn veitir manni þolinmæði
Karólína Helga Símonardóttir var enn í sorgarferli vegna föðurmissis þegar eiginmaður hennar varð bráðkvaddur á sama ári. Sorgin kenndi henni að taka lífinu með æðruleysi, enda ráði fólk örlögum sínum ekki sjálft.
Viðtal
114
Skiptir mestu máli að hafa gaman
Velgengni Hildar Yeoman sem fatahönnuður er lyginni líkast en það má áætla að hún sé sá íslenski fatahönnuður sem lengst hefur náð á bæði innlendri sem og erlendri grund um þessar mundir. Á meðan margar verslanir í miðbænum og víðar hafa þurft að loka vegna heimsástandsins hefur Hildur opnað nýja og glæsilega verslun á Laugaveginum.
ViðtalDauðans óvissa eykst
25274
Lifir í nálægð við dauðann
Pétur Guðmann Guðmannsson réttarmeinafræðingur starfar í návígi við dauðann alla daga en í kjallara gamla Blóðbankans á Barónsstíg kryfur hann daglega lík eða tvö.
Þrautir10 af öllu tagi
2552
265. spurningaþraut: Deildartunguhver, Bibba, nátttröll og voðalegt naut
Hér er þraut gærdags, gærdags. * Aukaspurning númer eitt: Nátttröllið á glugganum heitir verkið hér að ofan. Hver málaði? * Aðalspurningar: 1. Priti Patel heitir stjórnmálakona ein, sem nú er mjög umdeildur innanríkisráðherra í heimalandi sínu. Hvaða land er það? 2. Heimsmeistaramótið í handbolta stendur nú yfir. Hvaða þjóð mun freista þess að verja heimsmeistaratitil sinn frá 2019? 3. Johanna...
Mynd dagsins
112
Tíræður Blíðfari
„Hann var á grásleppu í fyrravor, en þá fór skrúfan af, orðin gegnryðguð. Enda er hann Blíðfari kominn á tíræðisaldur,“ sagði Hlöðver Kristinsson þar sem hann var að huga að bátnum niður við höfnina á Vogum á Vatnsleysuströnd fyrr í dag. Nái frumvarp Sjávarútvegsráðherra fram, sem var lagt fram á Alþingi nú um daginn, verður mikil breyting á veiðunum. Í stað veiðidaga, eins og verið hefur mörg undanfarin ár, verður útgefinn kvóti á grundvelli veiða undanfarinna ára. Grásleppuvertíðin hefst venjulega upp úr miðjum mars.
Sá Rómarkeisari sem Donald Trump er skyldastur er óumdeilanlega Neró. Báðir eru sakaðir um að hafa látið reka á reiðanum meðan allt var í volli.
Fréttir
40415
Tvöföld skimun verður skylda
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra gefur út reglugerð í dag sem skyldar alla sem til landsins koma í tvöfalda sýnatöku vegna Covid-19. Ráðherra telur að lagaheimildir standi til þess, ólíkt því sem áður hefur verið.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir