Þessi grein er rúmlega 10 mánaða gömul.

Vinnumálastofnun um arðgreiðslur fyrirtækja á hlutabótaleið: „Þetta er fyrst og fremst alveg rosalegt siðleysi“

Arð­greiðsl­ur og notk­un Skelj­ungs á hluta­bóta­leið­inni í miðj­um COVID-far­aldr­in­um hafa vak­ið at­hygli. Rík­is­vald­ið hef­ur eins og er eng­in úr­ræði til að bregð­ast við því ef fyr­ir­tæki sem hef­ur nýtt sér hluta­bóta­leið­ina greið­ir sér einnig út arð en til stend­ur að breyta lög­um vegna þessa. Eft­ir­lit og úr­ræði rík­is­valds­ins í Sví­þjóð eru meiri í þess­um efn­um.

Vinnumálastofnun um arðgreiðslur fyrirtækja á hlutabótaleið: „Þetta er fyrst og fremst alveg rosalegt siðleysi“
Hafði ekki hugmyndflug í þetta Olíufélagið Skejlungur greiddi 600 milljóna króna arð til hluthafa félagsins í byrjun apríl og nýtti svo hlutabótaleiðina. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segist ekki hafa haft hugmyndaflug í að einhver myndi gera þetta. Mynd: Lögreglan

Engin ákvæði eru í lagasetningu um hlutabótaleiðina sem banna arðgreiðslur fyrirtækja sem hafa nýtt sér þessa leið til að verja rekstrargrundvöll sinn í kjölfar COVID-faraldursins. En Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur nú boðað að breyta skuli lögunum um hlutabótaleiðina til að reyna að girða fyrir misnotkun. 

Arðgreiðslur fyrirtækja sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina, meðal annars olíufélagið Skeljungur á Íslandi, hafa vakið athygli vikunni  og gagnrýni en ekkert í lögunum bannar þær þó stjórnvöld hafi sett fram siðferðisleg tilmæli gegn þeim.

Eins og Stundin greindi frá áþriðjudaginn þá greiddi Skeljungur út 600 milljónakróna arð til hluthafa sinna í byrjun apríl síðastliðinn, eftir að COVID-faraldurinn hafði skollið á og eftir að íslensk stjórnvöld samþykktu lög um meðal annars hlutabótaleiðina.  Skeljungur byrjaði að nýta sér hlutabótaleiðina sex dögum eftir að hafa greitt út arðinn eins og Stundin sagði frá á miðvikudaginn. 

Skeljungur hefur nú séð að sér og ákveðið að endurgreiða hlutabæturnar til ríkisins. Þær voru 6-7 milljónir í apríl.

„Ég hafði ekki hugmyndaflug í þetta“

Datt ekki í hug að leiðin yrði misnotuð

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir í samtali við Stundina að hún hafi ekki haft hugmyndaflug í að hlutabótaleiðin yrði misnotuð með þessum hætti.  „Mér finnst þetta alveg svæsið. Ég skal bara viðurkenna að ég hafði ekki hugmyndaflug í þetta,“ segir Unnur þegar hún tjáir sig um þá ákvörðun Skeljungs að greiða út arð í byrjun apríl. „Auðvitað eiga fyrirtæki ekki að greiða út arð á meðan þau notfæra sér ríkisaðstoð. Eðlilega fer þetta rosalega fyrir brjóstið á fólki. Þessi fyrirtæki eru á gráu svæði. Þetta gengur ekki upp. Þetta er fyrst og fremst alveg rosalegt siðleysi. Auðvitað eiga fyrirtækin að hætta við arðgreiðslurnar eða þá að sleppa því að nota hlutabótaleiðina,“ segir Unnur. 

Unnur segir aðspurð að Vinnumálastofnun hafi hvorki haft mannaforráð né tíma til að sinna eftirliti með hlutabótaleiðinni samhliða umsóknum frá fyrirtækjum um að fara þessa leið.  „Aukið eftirlit með hlutabótaleiðinni er ekki hafið. En það eru skýr fyrirmæli frá yfirvöldum um að þegar rykið sest hjá okkur þá eigi að fara í eftirlit. Þetta er bráðaaðgerð, hlutabótaleiðin, og okkar markmið hefur fyrst og fremst verið að verja hagsmuni starfsfólks fyrirtækja. Eftirlitið verður því eftir-á-eftirlit en ekki samtímaeftirlit. Við höfum bara ekki tíma eða mannaforráð í það,“ segir Unnur aðspurð um eftirlitið með hlutabótaleiðinni sem Vinnumálastofnun stundar samhliða meðferð á umsóknum frá fyrirtækjum um að greiða út hlutabætur til fyrirtækja.

Höfðað til siðferðis fyrirtækja

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur meðal annars sagt að þó að arðgreiðslur fyrirtækja sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina séu ekki bannaðar þá vilji stjórnvöld að þau sýni ábyrgð. „Auðvitað er það svo að við reiðum okk­ur á að at­vinnu­lífið sýni ábyrgð. En meg­in­mark­miðið er að verja af­komu fólks.“ 

Í þessu tilfelli var ábyrgðinni því alfarið varpað á fyrirtækin sem fá ríkisaðstoðina í formi hlutabótaleiðarinnar. Ríkisvaldið er ekki í neinni stöðu til að grípa inn í ef þessi fyrirtæki greiða sér einnig út arð til dæmis. Ljóst er að þessi tilmæli voru ekki nóg til að koma í veg fyrir arðgreiðslur fyrirtækja á hlutabótaleiðinni. 

Einnig liggur fyrir að nokkur af fjársterkustu fyrirtækjum landsins, meðal annars Samherji og Bláa lónið, hafa nýtt sér hlutabótaleiðina þrátt fyrir að eiginfjárstaða þessara fyrirtækja sé afar sterk. 

Eftirlit með ríkisaðstoðinni takmarkað 

Samtímis liggur fyrir að almennt eftirlit með hlutabótaleiðinni og framfylgd hennar á Íslandi er tiltölulega lítið. Engin sérstök fjárveiting hefur komið frá ríkisvaldinu til að girða fyrir misnotkun á hlutabótaleiðinni, jafnvel þó búið sé að lengja gildistíma úrræðisins til 31. ágúst. Vinnumálastofnun hefur heldur ekki haft ráðrúm til að leggja aukið púður í eftirlit með misnotkun á þessu tímabundna úrræði, líkt og forstjóri Vinnumálastofnunar, Unnur Sverrisdóttir, ræddi meðal annars um í nýlegu viðtali við Stundina. 

„Auðvitað er það svo að við reiðum okk­ur á að at­vinnu­lífið sýni ábyrgð.“

Sagði Unnur þá að ekkert sérstakt eftirlitsstarf hefði verið sett í gang út af hlutabótaleiðinni umfram hefðbundið eftirlit, í kjölfar COVID-faraldursins. „Við erum með eftirlitsdeild sem á í samstarfi við eftirlitsdeild Ríkisskattstjóra og Vinnueftirlitið hefur líka verið þátttakandi í því. Það er þetta hefðbundna almenna eftirlit á vinnumarkaði. Samstarfið á milli þessara aðila er náið. Svo er hægt að senda ábendingar á heimasíðu Vinnumálastofnunar og þangað hafa verið að berast ábendingar um misnotkun. Svo þarf rykið aðeins að setjast. Við samkeyrum okkar kerfi við skattinn í hverjum mánuði og ef það kemur í ljós að fólk er að hafa mun hærri tekjur en það er að fá frá okkur í hlutabætur þá getum við séð það.“

Til samanburðar hafa til dæmis yfirvöld í Svíþjóð sett 130 sérfræðinga frá sænska skattinum í að fylgjast með og hafa eftirlit með því að hlutabótaleiðin sé ekki misnotuð. 

Íslensk stjórnvöld hafa hins vegar skipað sérstaka eftirlitsnefnd sem á að hafa eftirlit með brúarlánum, lánum með ríkisábyrgð til fyrirtækja sem eiga í rekstrarerfiðleikum vegna COVID.  Fyrirtæki sem fá slík lán mega ekki greiða út arð. Þessi eftirlitsnefnd hefur hins vegar ekki eftirlit með hlutabótaleiðinni, heldur fer það fram hjá Vinnumálastofnun.

En nú stendur sem sagt að auka eftirlitið með hlutbótaleiðinni á Íslandi. 

Geta skrúfað fyrir ríkisaðstoð

Sams konar umræða um hlutabótaleiðina og misnotkun á henni fer nú fram í Svíþjóð sem einnig tók upp hlutabótaleiðina í kjölfar COVID-faraldursins, rétt eins og Ísland og hin Norðurlöndin. 

Í Svíþjóð var heldur ekki lagt bann við arðgreiðslum út úr fyrirtækjum sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina.En 

Sú stofnun sem hefur eftirlit með hlutabótaleiðinni þar í landi, Tillväxtverket, hefur hins vegar gefið frá sér tilmæli um að það sé „óviðeigandi“ að fyrirtæki sem þiggi tímabundna ríkisaðstoð í gegnum hlutabótaleiðina greiði út  arð: „Tillväxtverket er á þeirri skoðun að það sé óviðeigandi að fyrirtæki standi í háum arðgreiðslum á sama tíma og þau þiggja ríkisaðstoð í gegnum hlutabótaleiðina“, segir um þetta á vefsíðu stofnunarinnar

Öfugt við hvernig lagasetningin og framfylgd laganna um hlutabótaleiðina eru á Íslandi þá geta sænsk stjórnvöld hins vegar skrúfað fyrir þessa ríkisaðstoð afturvirkt, meðal annars með því að krefja fyrirtæki sem notið hafa stuðnings um að endurgreiða fé til ríkisins. Um þettta segir á vefsíðu eftirlitsstofnunarinnar sænsku: „Ef við sjáum að fyrirtæki sem nýtur stuðningsins hegðar sér með þeim hætti að ljóst sé að þau eiga ekki við erfiða efnahagsstöðu að eiga höfum við möguleika á því að breyta ríkisaðstoðinni eftir að hún á sér stað á grundvelli þessa.“

Sænsk stjórnvöld geta því, afturvirkt, breytt þeirri ríkisaðstoð sem einstaka fyrirtæki hafa fengið.

Ekki er hins vegar ljóst hvað nákvæmlega er átt við með „háum arðgreiðslum“ í Svíþjóð og þarf því að fara fram gagnrýnið mat á hverju tilfelli fyrir sig þar sem fyrirtæki sem nýtir sér hlutabótaleiðina greiðir arð til hluthafa. Þetta úrræði sænskra yfirvalda, að hætta við fjárhagsstuðning út af arðgreiðslum, er því bæði loðið og matskennt. 

Höfðar til samvisku fyrirtækjaKatrín Jakbosdóttir forsætisráðherra hefur höfðað til samvisku fyrirtækja sem nýta sér hlutabótaleiðina.

Iðnfyrirtæki greiddi út milljarða arð eftir ríkisaðstoð

Í Svíþjóð hefur gagnrýnin á einstök fyrirtæki meðal annars snúist um iðnfyrirtækið SKF í Gautaborg. Fyrirtækið setti 1.650 starfsmenn sína á hlutabótaleiðina nú í vor og mun sænska ríkið þurfa að greiða 40 milljónir sænskra króna, eða rúmlega 600 milljónir íslenskra króna, vegna þessara starfsmanna. Fyrirtækið greiddi hluthöfum sínum svo út 1,3 milljarða sænskra króna, rúmlega 20 milljarða íslenskra króna,  í arð. 

Þetta stríðir ekki gegn sænskum lögum, frekar en íslenskum í tilfellum hérlendra fyrirtækja sem þetta gera. Sænsku stjórnmálaflokkarnir sem samþykktu lögin um ríkisaðstoð til fyrirtækja vegna COVID voru hins vegar sammála um það að það væri „ekki talið verjandi“ að nýta sér hlutabótaleiðina þar í landi og greiða út arð til hluthafa. 

Sams konar umræða fer einnig fram um bílaframleiðandann Volvo sem ráðgerði að greiða út arð upp á 27 milljarða sænskra króna, tæplega 420 milljarða íslenskra króna. Volvo hefur sagt að fyrirtækið muni ekki greiða út 16 milljarða sænskra króna af þessari upphæð en eftir stendur spurningin hvort félagið greiði út 11 milljarða sænskra króna í arð.  Félagið hefur nýtt sér hlutabótaleiðina fyrir 20 þúsund starfsmenn sína og mun sá stuðningur kosta sænska ríkið einn milljarð sænskra króna, eða rúmlega 15 milljarða íslenskra króna. 

Arðgreiðslur verða bannaðar

Í viðtali við sænska ríkissjónvarpið fyrr í vikunni segir einn af starfsmönnum sænsku eftirlitsstofnunarinnar Tillväxtverket, Tim Brooks, að alveg ljóst sé að stuðningurinn sem felst í hlutabótaleiðinni hafi átt að fara til fyrirtækja sem eiga í efnahagsvanda. Hins vegar þá séu arðgreiðslur frá fyrirtækjum sem nýta sér aðstoðina ekki bannaðar eins. „Fjárhagsaðstoðin á að renna til fyrirtækja sem hafa lent í erfiðleikum vegna kórónaveirunnar. Sænska þingið talaði um að girða fyrir arðgreiðslur en þetta fór ekki inn í lögin. Við þurfum að framfylgja lögunum,“ segir hann.

Í gær, fimmtudag var svo greint frá því að arðgreiðslur fyrirtækja á hlutabótaleiðinni yrðu bannaðar.  

Hvað íslensk stjórnvöld munu gera á eftir að koma í ljós. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Nýjasta sviðsmyndin fyrir eldgos gerir ráð fyrir mögulegu hraunflæði yfir Reykjanesbraut
1
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi

Nýj­asta sviðs­mynd­in fyr­ir eld­gos ger­ir ráð fyr­ir mögu­legu hraun­flæði yf­ir Reykja­nes­braut

Eld­fjalla­fræði- og nátt­úru­vár­hóp­ur Há­skóla Ís­lands hef­ur upp­fært spálík­an fyr­ir eld­gos á Reykja­nesi vegna breyttr­ar skjálfta­virkni í dag.
Þorsteinn Már og Helga skulduðu fyrirtækjum Samherja í Belís og Kýpur milljónir án gjalddaga
2
FréttirHeimavígi Samherja

Þor­steinn Már og Helga skuld­uðu fyr­ir­tækj­um Sam­herja í Belís og Kýp­ur millj­ón­ir án gjald­daga

Árs­reikn­ing­ar fé­laga Sam­herja á Kýp­ur sýna inn­byrð­is við­skipti við Þor­stein Má Bald­vins­son og Helgu Stein­unni Guð­munds­dótt­ur. Þau voru sekt­uð vegna brota á gjald­eyr­is­hafta­lög­un­um eft­ir hrun­ið vegna milli­færslna inn á reikn­inga þeirra en þær sekt­ir voru svo aft­ur­kall­að­ar vegna mistaka við setn­ingu lag­anna.
305. spurningaþraut: Hvað gerðu þeir Viktor, Páll og Óli af sér?
3
Þrautir10 af öllu tagi

305. spurn­inga­þraut: Hvað gerðu þeir Vikt­or, Páll og Óli af sér?

Sko, hér er þraut­in frá í gær! * Fyrri auka­spurn­ing. Mynd­in hér að of­an er tek­in 17. júní 1939. Hvað ætli sé þarna að ger­ast? Hér þurf­iði sjálfsagt að giska en svar­ið verð­ur eigi að síð­ur að vera nokk­uð ná­kvæmt. * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Á hvaða reiki­stjörnu sól­kerf­is­ins er mest­ur hiti? Þá er átt við yf­ir­borðs­hita. 2.   Al Thani-fjöl­skyld­an er auð­ug...
Losna ekki úr gæsluvarðhaldi fyrir að hafa þegið mútur frá Samherja
4
FréttirSamherjaskjölin

Losna ekki úr gæslu­varð­haldi fyr­ir að hafa þeg­ið mút­ur frá Sam­herja

Nú er ljóst að Bern­h­ard Es­au og Tam­son Hatuikulipi verða ekki látn­ir laus­ir úr gæslu­varð­haldi í Namib­íu. Þeir sitja inni grun­að­ir um að hafa þeg­ið mútu­greiðsl­ur frá Sam­herja sem Þor­steinn Már Bald­vins­son kann­ast ekki við.
306. spurningaþraut: Tungumálin oromo og amharíska, hvar eru þau töluð?
5
Þrautir10 af öllu tagi

306. spurn­inga­þraut: Tungu­mál­in oromo og am­haríska, hvar eru þau töl­uð?

Gær­dags­þraut­in, hér. * Auka­spurn­ing: Í hvaða borg er sú hin lit­ríka brú er hér að of­an sést? * 1.   Í hvaða landi var Bis­marck helst­ur valda­mað­ur 1871-1890? 2.   Í hvaða landi er Cherno­byl? 3.   Hver keppti fyr­ir Ís­lands hönd í Eurovisi­on bæði 1999 og 2005? 4.   Hvaða þjóð varð heims­meist­ari í fót­bolta karla ár­ið 1970 eft­ir að hafa unn­ið Ítali...
Lítill stuðningur í umsögnum við verðtryggingarfrumvarp
6
Fréttir

Lít­ill stuðn­ing­ur í um­sögn­um við verð­trygg­ing­ar­frum­varp

Frum­varp um skref til af­náms verð­trygg­ing­ar, sem rík­is­stjórn­in lof­aði sam­hliða lífs­kjara­samn­ing­um, fell­ur ekki í kram­ið hjá að­il­um vinnu­mark­að­ar­ins, fjár­mála­fyr­ir­tækj­um og Seðla­bank­an­um.
Eigandi Arnarlax boðar „nýja tíma“ með aflandseldi en fagnar samtímis 10 þúsund tonna strandeldi í Djúpinu
7
FréttirLaxeldi

Eig­andi Arn­ar­lax boð­ar „nýja tíma“ með af­l­and­seldi en fagn­ar sam­tím­is 10 þús­und tonna strand­eldi í Djúp­inu

Stærsti eig­andi Arn­ar­lax, norski lax­eld­isris­inn Salm­ar, set­ur auk­inn kraft í þró­un á af­l­and­seldi á sama tíma og fyr­ir­tæk­ið fær já­kvæð við­brögð frá yf­ir­völd­um á Ís­landi um að stór­auka fram­leiðsl­una í fjörð­um lands­ins.

Mest deilt

Nýjasta sviðsmyndin fyrir eldgos gerir ráð fyrir mögulegu hraunflæði yfir Reykjanesbraut
1
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi

Nýj­asta sviðs­mynd­in fyr­ir eld­gos ger­ir ráð fyr­ir mögu­legu hraun­flæði yf­ir Reykja­nes­braut

Eld­fjalla­fræði- og nátt­úru­vár­hóp­ur Há­skóla Ís­lands hef­ur upp­fært spálík­an fyr­ir eld­gos á Reykja­nesi vegna breyttr­ar skjálfta­virkni í dag.
Finnborg Salome Steinþórsdóttir
2
Aðsent

Finnborg Salome Steinþórsdóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir

Mamma þarf líka að vinna

Hverj­um gagn­ast efna­hags­að­gerð­ir stjórn­valda þeg­ar kem­ur að at­vinnu­mál­um?
Losna ekki úr gæsluvarðhaldi fyrir að hafa þegið mútur frá Samherja
3
FréttirSamherjaskjölin

Losna ekki úr gæslu­varð­haldi fyr­ir að hafa þeg­ið mút­ur frá Sam­herja

Nú er ljóst að Bern­h­ard Es­au og Tam­son Hatuikulipi verða ekki látn­ir laus­ir úr gæslu­varð­haldi í Namib­íu. Þeir sitja inni grun­að­ir um að hafa þeg­ið mútu­greiðsl­ur frá Sam­herja sem Þor­steinn Már Bald­vins­son kann­ast ekki við.
Öryggi stúdenta ótryggt í vaxandi atvinnuleysi
4
Úttekt

Ör­yggi stúd­enta ótryggt í vax­andi at­vinnu­leysi

Fé­lags­efna­hags­leg­ar af­leið­ing­ar Covid-krepp­unn­ar hafa snert þús­und­ir lands­manna und­an­far­ið ár. Í vax­andi at­vinnu­leysi stend­ur náms­fólk ut­an þess ör­ygg­is­nets sem aðr­ir sam­fé­lags­hóp­ar geta stól­að á.
Misstu vinnuna í Covid og opnuðu hringrásarverslun
5
Viðtal

Misstu vinn­una í Covid og opn­uðu hringrás­ar­versl­un

Hjón­in Dav­íð Örn Jó­hanns­son og Jana Mar­en Ósk­ars­dótt­ir opn­uðu hringrás­ar­versl­un með fatn­að og fylgi­hluti við Hlemm og vilja stuðla að end­ur­nýt­ingu á fatn­aði.
Eigandi Arnarlax boðar „nýja tíma“ með aflandseldi en fagnar samtímis 10 þúsund tonna strandeldi í Djúpinu
6
FréttirLaxeldi

Eig­andi Arn­ar­lax boð­ar „nýja tíma“ með af­l­and­seldi en fagn­ar sam­tím­is 10 þús­und tonna strand­eldi í Djúp­inu

Stærsti eig­andi Arn­ar­lax, norski lax­eld­isris­inn Salm­ar, set­ur auk­inn kraft í þró­un á af­l­and­seldi á sama tíma og fyr­ir­tæk­ið fær já­kvæð við­brögð frá yf­ir­völd­um á Ís­landi um að stór­auka fram­leiðsl­una í fjörð­um lands­ins.
Lítill stuðningur í umsögnum við verðtryggingarfrumvarp
7
Fréttir

Lít­ill stuðn­ing­ur í um­sögn­um við verð­trygg­ing­ar­frum­varp

Frum­varp um skref til af­náms verð­trygg­ing­ar, sem rík­is­stjórn­in lof­aði sam­hliða lífs­kjara­samn­ing­um, fell­ur ekki í kram­ið hjá að­il­um vinnu­mark­að­ar­ins, fjár­mála­fyr­ir­tækj­um og Seðla­bank­an­um.

Mest lesið í vikunni

Maðurinn sem plokkaði Samherjamerkið af vinnufötunum sínum: „Það átti bara að vera til ein skoðun“
1
ViðtalHeimavígi Samherja

Mað­ur­inn sem plokk­aði Sam­herja­merk­ið af vinnu­föt­un­um sín­um: „Það átti bara að vera til ein skoð­un“

Guð­mund­ur Már Beck, fyrr­um starfs­mað­ur Sam­herja, seg­ir sér hafa lið­ið mjög illa eft­ir að hafa fylgst með frétta­flutn­ingi af fram­ferði Sam­herja í Namib­íu, svo illa að hann lýs­ir því sem áfalli.
Hvað finnst Akureyringum um Samherja?
2
MyndbandHeimavígi Samherja

Hvað finnst Ak­ur­eyr­ing­um um Sam­herja?

Stund­in spurði Ak­ur­eyr­inga út í mik­il­vægi og áhrif stór­fyr­ir­tæk­is­ins Sam­herja á líf­ið í Eyja­firði.
Áhrif Namibíumálsins á íbúa Akureyrar: „Fólki þykir almennt rosalega vænt um Samherja“
3
RannsóknHeimavígi Samherja

Áhrif Namib­íu­máls­ins á íbúa Ak­ur­eyr­ar: „Fólki þyk­ir al­mennt rosa­lega vænt um Sam­herja“

Hvaða áhrif hef­ur það á 20 þús­und manna sam­fé­lag á Ís­landi þeg­ar stærsta fyr­ir­tæk­ið í bæn­um, út­gerð sem veit­ir rúm­lega 500 manns vinnu og styrk­ir góð mál­efni um allt að 100 millj­ón­ir á ári, er mið­punkt­ur í al­þjóð­legri spill­ing­ar- og saka­mál­a­rann­sókn sem teyg­ir sig víða um heim? Stund­in spurði íbúa Ak­ur­eyr­ar að þess­ari spurn­ingu og kann­aði við­horf íbúa í Eyja­firði og á Ís­landi öllu til Sam­herja­máls­ins í Namib­íu. Rúmt ár er lið­ið frá því mál­ið kom upp og nú liggja fyr­ir ákær­ur í Namib­íu gegn með­al ann­ars Sam­herja­mönn­um og embætti hér­aðssak­sókn­ara og skatt­rann­sókn­ar­stjóri eru með mál­ið til með­ferð­ar á Ís­landi.
Samherji og líkindin við Kaupfélagið: Fólk óttast að tjá sig
4
ViðtalHeimavígi Samherja

Sam­herji og lík­ind­in við Kaup­fé­lag­ið: Fólk ótt­ast að tjá sig

Kvik­mynda­gerð­ar­mað­ur­inn Grím­ur Há­kon­ar­son kynnt­ist starfs­hátt­um Kaup­fé­lags Skag­firð­inga í gegn­um bæj­ar­búa þeg­ar hann dvaldi þar í mán­uð við rann­sókn­ir fyr­ir kvik­mynd­ina Hér­að­ið.
Nýjasta sviðsmyndin fyrir eldgos gerir ráð fyrir mögulegu hraunflæði yfir Reykjanesbraut
5
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi

Nýj­asta sviðs­mynd­in fyr­ir eld­gos ger­ir ráð fyr­ir mögu­legu hraun­flæði yf­ir Reykja­nes­braut

Eld­fjalla­fræði- og nátt­úru­vár­hóp­ur Há­skóla Ís­lands hef­ur upp­fært spálík­an fyr­ir eld­gos á Reykja­nesi vegna breyttr­ar skjálfta­virkni í dag.
Samherji kaupir dagskrárefni af sjónvarpsstöð á Akureyri
6
Spurt & svaraðHeimavígi Samherja

Sam­herji kaup­ir dag­skrárefni af sjón­varps­stöð á Ak­ur­eyri

Fjöl­mið­ill­inn N4 rek­ur sjón­varps­stöð á Ak­ur­eyri. Mið­ill­inn hef­ur tek­ið að sér dag­skrár­gerð, kostaða af Sam­herja, en telja það vel falla inn í þá starf­semi sem mið­ill­inn held­ur úti. „Við er­um ekki frétta­stöð,“ seg­ir dag­skrár­gerð­ar­mað­ur­inn Karl Eskil Páls­son.
Umdeild aðkoma Samherja að fjölmiðlum
7
FréttirHeimavígi Samherja

Um­deild að­koma Sam­herja að fjöl­miðl­um

Blaða­manna­fé­lag Ís­lands for­dæmdi í fyrra að­gerð­ir Sam­herja gagn­vart fjöl­miðl­um. Þor­steinn Már Bald­vins­son átti fimmt­ung í Morg­un­blað­inu. Sam­herji hef­ur keypt um­fjöll­un frá sjón­varps­stöð­inni N4 á Ak­ur­eyri. Sjón­varps­stöð­in Hring­braut braut fjöl­miðla­lög í sam­starfi við Sam­herja.

Mest lesið í mánuðinum

Ingjaldur hafnar öllum ásökunum og kennir bróður sínum um
1
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili

Ingj­ald­ur hafn­ar öll­um ásök­un­um og kenn­ir bróð­ur sín­um um

Ingj­ald­ur Arn­þórs­son, fyrr­ver­andi for­stöðu­mað­ur Varp­holts og Lauga­lands, seg­ist orð­laus yf­ir lýs­ing­um hóps kvenna á of­beldi sem hann eigi að hafa beitt þær. Hann seg­ist aldrei hafa beitt of­beldi eða of­ríki í störf­um sín­um. Aug­ljóst sé að ein­hver sem sé veru­lega illa við sig standi að baki lýs­ing­un­um.
„Kerfið brást dóttur minni og fjölskyldunni allri“
2
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili

„Kerf­ið brást dótt­ur minni og fjöl­skyld­unni allri“

Dagný Rut Magnús­dótt­ir seg­ir að orð geti ekki lýst því hvernig sér hafi lið­ið á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi. Þetta hafi ver­ið hræði­leg­ur tími. Hún var þar um nokk­urra mán­aða skeið þeg­ar hún var fimmtán ára. Pabbi henn­ar, Magnús Við­ar Kristjáns­son, ótt­ast að hún jafni sig aldrei að fullu eft­ir reynsl­una sem hún hafi orð­ið fyr­ir á með­ferð­ar­heim­il­inu. Hann seg­ir að kerf­ið hafi ekki að­eins brugð­ist Dag­nýju held­ur allri fjöl­skyld­unni.
„Upphafið að versta tímabili lífs míns“
3
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili

„Upp­haf­ið að versta tíma­bili lífs míns“

„Ég er bú­in að vera að reyna að safna kjarki í mörg ár til að stíga fram og segja frá því sem ég upp­lifði á með­ferð­ar­heim­il­un­um Varp­holti og Laugalandi þeg­ar ég var ung­ling­ur. Ég vissi alltaf að ég þyrfti að segja frá því sem gerð­ist,“ seg­ir Kol­brún Þor­steins­dótt­ir, sem var fyrst vist­uð á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti, sem ár­ið 2000 var flutt í Lauga­land í Eyja­firði. Ingj­ald­ur Arn­þórs­son stýrði báð­um heim­il­un­um.
Jón Trausti Reynisson
4
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Harm­leik­ur Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur

Ólíkt fyrri for­sæt­is­ráð­herr­um tal­ar Katrín Jak­obs­dótt­ir ekki nið­ur til fólks.
„Ég lærði að gráta í þögn“
5
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili

„Ég lærði að gráta í þögn“

Á því rúma ári sem Sigurósk Tinna Páls­dótt­ir var vist­uð á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi var hún brot­in þannig nið­ur að allt henn­ar líf hef­ur lit­ast af því. Hún lýs­ir ótt­an­um og van­líð­an­inni sem var við­var­andi á heim­il­inu. Þeg­ar Tinna greindi frá kyn­ferð­is­brot­um sem hún hafði orð­ið fyr­ir var henni ekki trú­að og hún neydd til að biðj­ast af­sök­un­ar á að hafa sagt frá of­beld­inu. „Ég gerði ekki neitt, það voru þau.“
Dagný Halla Ágústsdóttir
6
Aðsent

Dagný Halla Ágústsdóttir, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Karitas M. Bjarkadóttir

Dökka hlið TikT­ok al­gór­i­þm­ans

Op­ið bréf til for­eldra um notk­un barna á TikT­ok - frá þrem­ur ung­ling­um sem nota TikT­ok.
Varnarlaus börn á vistheimili upplifðu ótta og ofríki
7
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Varn­ar­laus börn á vistheim­ili upp­lifðu ótta og of­ríki

Sex kon­ur stíga fram í Stund­inni og lýsa al­var­legu of­beldi sem þær segj­ast hafa orð­ið fyr­ir á með­an þær dvöldu á með­ferð­ar­heim­il­un­um Varp­holti og Laugalandi, sem stýrt var af sömu að­il­um. For­stöðu­mað­ur heim­il­anna hafn­ar ásök­un­um. Ábend­ing­ar um of­beld­ið bár­ust þeg­ar ár­ið 2000 en Barna­vernd­ar­stofa taldi ekk­ert hafa átt sér stað. Kon­urn­ar upp­lifa að mál­um þeirra hafi ver­ið sóp­að und­ir tepp­ið. „Við vor­um bara börn.“

Nýtt á Stundinni

„Ég er vanur því að allt sé grátt“
Fólkið í borginni

„Ég er van­ur því að allt sé grátt“

Sak­ar­is Em­il Joen­sen flutti til Reykja­vík­ur frá Fær­eyj­um til að elta drauma sína sem tón­listafram­leið­andi.
Misstu vinnuna í Covid og opnuðu hringrásarverslun
Viðtal

Misstu vinn­una í Covid og opn­uðu hringrás­ar­versl­un

Hjón­in Dav­íð Örn Jó­hanns­son og Jana Mar­en Ósk­ars­dótt­ir opn­uðu hringrás­ar­versl­un með fatn­að og fylgi­hluti við Hlemm og vilja stuðla að end­ur­nýt­ingu á fatn­aði.
Sígildir sunnudagar snúa aftur í Hörpu
Menning

Sí­gild­ir sunnu­dag­ar snúa aft­ur í Hörpu

Klass­íska tón­leikaröð­in sem átti að end­ur­vekja síð­ast­lið­inn nóv­em­ber hef­ur göngu sína á ný. Á morg­un verð­ur frum­flutt ný kammerópera eft­ir Hildigunni Rún­ars­dótt­ur.
Öryggi stúdenta ótryggt í vaxandi atvinnuleysi
Úttekt

Ör­yggi stúd­enta ótryggt í vax­andi at­vinnu­leysi

Fé­lags­efna­hags­leg­ar af­leið­ing­ar Covid-krepp­unn­ar hafa snert þús­und­ir lands­manna und­an­far­ið ár. Í vax­andi at­vinnu­leysi stend­ur náms­fólk ut­an þess ör­ygg­is­nets sem aðr­ir sam­fé­lags­hóp­ar geta stól­að á.
307. spurningaþraut: Hákarlaskip, Tuvalu, hver fæddist í Halifax fyrir 30 árum?
Þrautir10 af öllu tagi

307. spurn­inga­þraut: Há­karla­skip, Tu­valu, hver fædd­ist í Halifax fyr­ir 30 ár­um?

Próf­iði nú þraut­ina frá í gær — hér er hana að finna. * Auka­spurn­ing­ar eru tvær að þessu sinni. Sú fyrri er svona: Hér að of­an má sjá skopteikn­ingu frá tíma þorska­stríð­anna. Teikn­ar­inn var í ára­tugi einn vin­sæl­asti og af­kasta­mesti teikn­ari lands­ins og stíll hans flest­um kunn­ur. Hvað hét hann? * Að­al­spurn­ing­ar eru hins veg­ar tíu að þessu sinni, og...
Nýjasta sviðsmyndin fyrir eldgos gerir ráð fyrir mögulegu hraunflæði yfir Reykjanesbraut
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi

Nýj­asta sviðs­mynd­in fyr­ir eld­gos ger­ir ráð fyr­ir mögu­legu hraun­flæði yf­ir Reykja­nes­braut

Eld­fjalla­fræði- og nátt­úru­vár­hóp­ur Há­skóla Ís­lands hef­ur upp­fært spálík­an fyr­ir eld­gos á Reykja­nesi vegna breyttr­ar skjálfta­virkni í dag.
Seldi paprikustjörnur til Kína
Viðtal

Seldi papriku­stjörn­ur til Kína

Draug­ur upp úr öðr­um draug, fyrsta einka­sýn­ing Helenu Mar­grét­ar Jóns­dótt­ir, stend­ur yf­ir í Hverf­is­galle­rí til 13. mars. Helena leik­ur sér að vídd­um. Of­urraun­veru­leg mál­verk henn­ar eru stúd­í­ur í hvers­dags­leika, form­gerð, dýpt og flat­neskju. Á verk­um henn­ar má finna klass­ískt ís­lenskt sæl­gæti, eitt­hvað sem marg­ir teygja sig í þeg­ar þeir eru dá­lít­ið þunn­ir, sem er ein­kenn­andi fyr­ir titil­veru sýn­ing­ar­inn­ar.
Glæsilegt hjá Grænlendingum
Mynd dagsins

Glæsi­legt hjá Græn­lend­ing­um

Ferða­menn sem koma hing­að frá Græn­landi eru nú, ein­ir þjóða, und­an­þegn­ir að­gerð­um á landa­mær­um og þurfa því hvorki að fara í skimun, sótt­kví eða fram­vísa nei­kvæðu PCR-prófi. „Það hef­ur geng­ið vel, ein­ung­is 30 Covid-19 smit ver­ið í öllu land­inu." seg­ir Jacob Is­boseth­sen (mynd) sendi­herra Græn­lands á Ís­landi. Ef jafn­marg­ir hefðu smit­ast hér og og á Græn­landi hefðu 195 manns feng­ið Covid-19. Í morg­un var tal­an ör­lít­ið hærri, 6049 ein­stak­ling­ar hafa feng­ið far­sótt­ina hér heima.
Innsetningar, djass og afmæli
Stundarskráin

Inn­setn­ing­ar, djass og af­mæli

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar á næst­unni.
Lítill stuðningur í umsögnum við verðtryggingarfrumvarp
Fréttir

Lít­ill stuðn­ing­ur í um­sögn­um við verð­trygg­ing­ar­frum­varp

Frum­varp um skref til af­náms verð­trygg­ing­ar, sem rík­is­stjórn­in lof­aði sam­hliða lífs­kjara­samn­ing­um, fell­ur ekki í kram­ið hjá að­il­um vinnu­mark­að­ar­ins, fjár­mála­fyr­ir­tækj­um og Seðla­bank­an­um.
Losna ekki úr gæsluvarðhaldi fyrir að hafa þegið mútur frá Samherja
FréttirSamherjaskjölin

Losna ekki úr gæslu­varð­haldi fyr­ir að hafa þeg­ið mút­ur frá Sam­herja

Nú er ljóst að Bern­h­ard Es­au og Tam­son Hatuikulipi verða ekki látn­ir laus­ir úr gæslu­varð­haldi í Namib­íu. Þeir sitja inni grun­að­ir um að hafa þeg­ið mútu­greiðsl­ur frá Sam­herja sem Þor­steinn Már Bald­vins­son kann­ast ekki við.
Mamma þarf líka að vinna
Finnborg Salome Steinþórsdóttir
Aðsent

Finnborg Salome Steinþórsdóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir

Mamma þarf líka að vinna

Hverj­um gagn­ast efna­hags­að­gerð­ir stjórn­valda þeg­ar kem­ur að at­vinnu­mál­um?