Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Þú verður að eiga textann – og ekki hreyfa vatnið eða snerta veggina

Ég hef bú­ið hér síð­an í októ­ber ár­ið 2004 og fann strax og ég flutti inn: Hér er and­inn, hér vil ég vera. Þannig leið mér líka þeg­ar ég kom fyrst í Stiga­hlíð 6, þriðju hæð. Enda vor­um við þar lengi. Og hér ætl­um við að vera, seg­ir Hrönn Hafliða­dótt­ir söng­kona, sund­kona, fyrr­um skjala­vörð­ur í dóms- og kirkju­mála­ráðu­neyt­inu, fyrr­um þula í sjón­varp­inu og hús­móð­ir, eig­in­kona, móð­ir, amma og langamma, þeg­ar við setj­umst til stofu­borðs á heim­ili henn­ar og bónd­ans í gamla Vest­ur­bæ.

Þú verður að eiga textann – og ekki hreyfa vatnið eða snerta veggina

Hrönn hitti ég í sundi. Hún stundar Vesturbæjarlaug snemma, kemur í skottið á fyrsta holli morgunhananna þegar hægist um í lauginni, áður en krakkarnir mæta í skólasundið. Þá eru brautirnar auðar. Við erum tvær, þrjár í skammdegismyrkrinu og útiklefanum sem skelfur í vondum veðrum svo hurðirnar sveiflast á hjörum og snjórinn fýkur úr lofti og meðfram veggjunum. Vörðurinn stígur inn á vaðstígvélum og heldur á kústi. Ofan úr himnagatinu á hálfu þakinu fellur drífa um leið og hann segir eitthvað sem líkist setningu úr rússnesku leikriti. Síðan er talað um sápur, um borgarstjórnina, ráð við kvefi: koníakslús í heitt vatn rétt fyrir svefn. Nú sitjum við sundfélagar í öðru umhverfi, borgaralega klæddir, þakið heilt. 

Takk fyrir að koma í viðtal fyrir Stundina, kæra Hrönn. Viltu segja mér hvar þú ert fædd og hvenær, hvað foreldrar þínir heita, áttu systkini, hvað heita þau – kæri þú þig um að svara því …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár