Í öðrum pistli rakti ég hvernig túrisminn hrundi með látum. Það besta við ferðaþjónustuna var að hún sameinaði fólk úr öllum áttum og stéttum. Kennarar, leikarar, tónlistarmenn, alls konar fræðimenn og ýmsir aðrir höfðu hoppað á vagninn.
Öllu þessu góða fólki hefur nú verið mokað aftur í steinöld í fjárhagslegum skilningi, það liggur úti í kanti og sleikir sárin. Sum eru að vinna í garðinum, mála gluggakistur eða fara í fjallgöngur. Og mörg dusta þau rykið af gömlum verkefnum, þau vilja búa eitthvað til.
Eins og einhver pabbinn sagði við mig þegar ég var að skima eftir drengnum mínum á milli húsa úti í Skerjafirði: Jæja, Tóti. Við bara orðnir listamenn aftur?
Og það er rétt. Listamaður, það er sá sem skapar eitthvað. Eða í klassísku íslensku samhengi; sá sem skapar eitthvað í skömm.
Bænda- og veiðimannasamfélagið, sem við erum sprottin úr, hefur nefnilega alltaf litið svolítið niður á skapandi ...
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
1.990 krónum á mánuði.
Athugasemdir