Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Tilkynntu 425 milljóna hagnað og settu yfir 50 starfsmenn á hlutabætur

Yf­ir 10 pró­sent starfs­manna Origo lækka í starfs­hlut­falli vegna sam­drátt­ar í verk­efn­um sem tengj­ast ferða­þjón­ust­unni. Fyr­ir­tæk­ið hagn­að­ist um tæp­an hálf­an millj­arð fyrstu þrjá mán­uði árs­ins og greiddi millj­arð í arð vegna 2018. For­stjór­inn var einn sá launa­hæsti í Kaup­höll­inni, en stjórn­end­ur munu taka á sig launa­skerð­ingu.

Tilkynntu 425 milljóna hagnað og settu yfir 50 starfsmenn á hlutabætur
Finnur Oddsson Fráfarandi forstjóri Origo fagnar aðgerðum stjórnvalda sem snúa að eflingu nýsköpunar. Mynd: Origo

Fyrirtækið Origo setti yfir 50 starfsmenn sína á hlutabótaleið stjórnvalda sama dag og tilkynnt var um 425 milljóna króna hagnað á fyrsta ársfjórðungi. Fyrirtækið segir aðgerðina ná til þjónustu og vöruþróunar fyrir ferðaþjónustuna, en Icelandair er stærsti viðskiptavinur fyrirtækisins á því sviði.

Stjórn Origo ákvað að fella niður arðgreiðslur og kaupa ekki eigin hlutabréf vegna ástandsins. Stjórnendur Origo munu taka á sig launaskerðingu á meðan úrræði stjórnvalda eru nýtt, að því er kemur fram í svari fyrirtækisins við fyrirspurn Stundarinnar. Laun Finns Oddssonar, forstjóra Origo, munu lækka um 15 prósent, laun framkvæmdastjóra um 10 prósent og laun millistjórnenda um 5 prósent á meðan úrræði stjórnvalda nýtur við.

Tilkynnt var á fimmtudag um að Finnur muni hætta hjá Origo og taka við starfi forstjóra Haga. Laun Finns námu 6,2 milljónum króna á mánuði í fyrra, að meðtöldum hlunnindum og lífeyrisgreiðslum, og höfðu hækkað um 29 prósent á milli ára. Má því áætla að tekjur hans eftir skerðingu verði tæpar 5,3 milljónir króna á mánuði, eða tæpri hálfri milljón hærri en þau voru árið 2018.

Á miðvikudag í síðustu viku tilkynnti Origo um 425 milljóna króna hagnað á fyrsta ársfjórðungi. Er það tvöfalt meiri hagnaður en á sama ársfjórðungi í fyrra. Þá námu arðgreiðslur vegna ársins 2018 einum milljarði króna.

„Fjárhagsstaða Origo er því áfram mjög sterk“

Finnur sagði í tilkynningu að þegar hefði verið tekið tillit til niðurfærslu viðskiptakrafna vegna þeirrar efnahagslegu óvissu sem stafar af COVID-19 faraldrinum. „Fjárhagsstaða Origo er því áfram mjög sterk og félagið vel í stakk búið til að kljást við rekstraróvissu og mögulega ágjöf á næstu mánuðum og misserum,“ var haft eftir honum í tilkynningunni. „Við horfum hins vegar til þess að upplýsingatækni er ein af þeim undirstöðum sem heldur íslensku samfélagi eins vel virkandi og raun ber vitni og að vegna faraldursins mun vægi upplýsingatækni og stafrænna lausna aukast frekar en hitt.  Þar er Origo í lykilstöðu til að nýta tækifærin og horfum við því hóflega bjartsýn til framtíðar.“

OrigoAllt að 60 starfsmenn lækka í starfshlutfalli.

Sama dag og tilkynnt var um afkomu fyrsta ársfjórðungs voru yfir 50 starfsmenn Origo settir í skert starfshlutfall í samræmi við hlutabótaleið ríkisstjórnarinnar. Munu þeir fá greiðslur úr ríkissjóði í gegnum Vinnumálastofnun til að mæta launaskerðingunni.

Nær 100 prósent tekjutap viðskiptavina

Í svari við fyrirspurn Stundarinnar staðfestir Gísli Þorsteinsson, markaðsstjóri Origo, að á bilinu 50 til 60 starfsmenn, eða yfir 10 prósent allra starfsmanna fyrirtækisins, fari í skert starfshlutfall frá og með maí. Ástæðan sé samdráttur í þjónustu og vöruþróun fyrir ferðaþjónustuna. „Að auki taka stjórnendur á sig skerðingu launa á meðan úrræði stjórnvalda eru nýtt,“ segir í svarinu. „Origo hefur stigið það skref að nýta hlutastarfaleið á þeim sviðum sem hafa orðið fyrir hvað mestum áhrifum vegna samdráttar í eftirspurn eftir þjónustu eða ferðatengdum lausnum. Markmiðið er að verja störf í lengstu lög og forðast uppsagnir ef hægt er.“

„Að auki taka stjórnendur á sig skerðingu launa á meðan úrræði stjórnvalda eru nýtt“

Í svarinu kemur fram að Origo hafi fundið fyrir niðursveiflunni síðustu vikur. „Nokkrir stórir viðskiptavinir Origo starfa í ferðaþjónustu og hafa orðið fyrir nánast 100% tekjusamdrætti vegna COVID-faraldursins, t.d. flugfélög, hótel og bílaleigur. Viðskiptavinir hafa leitað eftir stuðningi Origo til að takast á við þessar ögrandi aðstæður, m.a. með hagræðingu og samdrætti í starfsemi. Icelandair er stærsti viðskipavinur Origo í ferðaþjónustu.“

Finnur Oddsson, fráfarandi forstjóri, var fjórði launahæsti forstjóri fyrirtækjanna í Kauphöllinni í fyrra. Eins og áður segir námu laun hans, auk hlunninda og lífeyrisgreiðslna, 6,2 milljónum króna á mánuði árið 2019. Hann hækkaði um 29 prósent í launum á milli ára, en laun hans árið 2018 voru 4,8 milljónir króna á mánuði. Arðgreiðslur til hans árið 2018 námu 3,3 milljónum króna.

Fagna aðgerðum í þágu nýsköpunar og nýrra starfa

Í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar, sem kynntur var 21. apríl, var kveðið á um sérstaka áherslu á frumkvöðla- og nýsköpunarstarfsemi  með 4,4 milljarða króna aukningu fjárframlags. Þannig verður veitt 1,1 milljarði króna í nýsköpunarstjóðinn Kríu. Endurgreiðslur vegna rannsóknar og þróunar verða auknar úr 20 prósentum í 25 prósent. Þak á endurgreiðslum er jafnframt hækkað úr 600 milljónum króna í 900 milljónir króna.

Þessum aðgerðum fögnuðu fjórir stjórnendur íslenskra nýsköpunarfyrirtækja í grein í Fréttablaðinu á þriðjudag í síðustu viku. Var Finnur einn höfunda. „Aðgerðir stjórnvalda nú skapa rétta hvata og auka líkurnar á því að hér á landi byggist upp fleiri burðug hugverkafyrirtæki, með tilheyrandi fjölgun starfa og verðmætasköpun,“ skrifuðu stjórnendurnir. „Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru fjárfesting í fólki, hugviti og þekkingu og öflug virkjun á sköpunarkrafti Íslendinga sem hefur svo oft reynst vel á erfiðum tímum. Aðgerðirnar koma til með að gera íslenska hagkerfið samkeppnishæfara á alþjóðavettvangi en það sem skiptir þó líklega mestu máli er að hvatarnir sem aðgerðirnar mynda munu leiða til nýrra verkefna á Íslandi, nýrra fyrirtækja, nýrra starfa, aukinnar fjárfestingar og meiri gjaldeyristekna til framtíðar. Það er því bjart fram undan í nýsköpun á Íslandi. Um það erum við sannfærð.“

Jón Sigurðsson, forstjóri stoðtækjaframleiðandans Össurar, stóð einnig að greininni. Fyrirtækið minnkaði starfshlutfall 165 starfsmanna á Íslandi niður í 50 prósent í apríl í samræmi við hlutabótaleiðina, að því er fram kemur í frétt RÚV. Starfsemi Össurar fer að miklu leyti fram erlendis og er fyrirtækið ekki lengur í íslensku Kauphöllinni. Arðgreiðsla til hluthafa nam um 1,2 milljörðum króna vegna síðasta árs. Fyrirtækið hefur einnig keypt eigin bréf fyrir 1,3 milljarða króna það sem af er þessu ári.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
RÚV frestaði sýningu dagskrárliða til að forðast tap á síðasta ári
2
Greining

RÚV frest­aði sýn­ingu dag­skrárliða til að forð­ast tap á síð­asta ári

RÚV fékk 5,7 millj­arða króna úr rík­is­sjóði í fyrra og afl­aði 2,9 millj­arða króna tekna af sam­keppn­is­rekstri, sem er að­al­lega sala á aug­lýs­ing­um. Tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafa auk­ist mik­ið á síð­ustu ár­um, ann­ars veg­ar vegna þess að íbú­um lands­ins hef­ur fjölg­að og hins veg­ar vegna þess að aug­lýs­inga­tekj­ur hafa auk­ist.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
4
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
Þöggunarmálsóknir gegn fjölmiðlum mæta andstöðu Evrópuráðs
8
Erlent

Þögg­un­ar­mál­s­ókn­ir gegn fjöl­miðl­um mæta and­stöðu Evr­ópu­ráðs

Ráð­herr­a­ráð Evr­ópu­ráðs hef­ur birt til­mæli til allra að­ild­ar­ríkja, þar með tal­ið Ís­lands, um að vinna eigi gegn SLAPP-mál­sókn­um, sem séu skað­leg­ar lýð­ræð­inu og al­manna­hag. Slík­um mál­sókn­um hef­ur ver­ið beitt gegn al­menn­ingi og fjöl­miðl­um til að þagga nið­ur eða refsa fyr­ir óþægi­lega um­fjöll­un. Tölu­vert er um SLAPP-mál­sókn­ir á Ís­landi, en ekk­ert ból­ar á inn­leið­ingu slíkra til­mæla af rík­is­stjórn, seg­ir Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
9
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.
Hljómsveitarstjórar rabba saman: Daníel Bjarnason og Jakub Hruša
10
Viðtal

Hljóm­sveit­ar­stjór­ar rabba sam­an: Daní­el Bjarna­son og Jakub Hruša

Til er bók þar sem fræg­ir rit­höf­und­ar tala við aðra fræga rit­höf­unda um líf­ið og til­ver­una. Í til­efni komu sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar­inn­ar í Bam­berg, sem er ein sú fremsta í Evr­ópu, lá beint við að fá tón­skáld­ið og hljóm­sveit­ar­stjór­ann Daní­el Bjarna­son til að ræða við Jakub Hruša, hinn þekkta hljóm­sveit­ar­stjóra henn­ar. Hér er sam­tal tveggja eld­klárra hljóm­sveit­ar­stjóra – um það sem hljóm­sveit­ar­stjór­ar ræða í góðu tómi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Þetta er móðgun við okkur“
5
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
7
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
8
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
10
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár