Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Hjálparsamtök njóta enn ríkulegs stuðnings þrátt fyrir faraldur

For­svars­fólk hjálp­ar­sam­taka hef­ur þó áhyggj­ur af því hvað kunni að ger­ast þeg­ar fjölda­upp­sagn­ir verða komn­ar til fram­kvæmda. Verk­efni er­lend­is eru orð­in kostn­að­ar­sam­ari og erf­ið­ari.

Hjálparsamtök njóta enn ríkulegs stuðnings þrátt fyrir faraldur
Styðja áfram við þá sem minna mega sín Þrátt fyrir efnahagsleg áföll sem fylgja Covid-19 faraldrinum er ekki að greina að Íslendingar hafi markvert dregið úr stuðningi sínum við hjálparsamtök. Forsvarsmenn þeirra eru þó nokkuð uggandi um hvað muni verða á næstu mánuðum. Mynd: Unicef

Enginn flótti hefur brostið á í röðum Íslendinga sem styðja hjálpar- og mannúðarsamtök, þrátt fyrir COVID-19 faraldurinn. Í einhverjum tilvikum má greina eilitla fækkun en í öðrum hefur þeim, sem styðja hjálparstarf, fjölgað frekar en hitt. Starfsemi þeirra samtaka sem Stundin hafði samband við hefur þó öll orðið þyngri vegna kórónaveirufaraldursins og einkum er það vegna þess ótryggs ástands erlendis, þar sem sum samtakanna halda úti starfsemi. 

Hjá UNICEF á Íslandi, landsnefnd Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, hefur fólk ekki greint fækkun í hópi stuðningsaðila eða samdrátt í framlögum þeirra.  „Svo skemmtilega - og heppilega - vill til að fólk á Íslandi virðist þvert á móti hafa þjappað sér saman um að gleyma ekki börnum í neyð. Þó að ástandið sé kannski skítt hjá okkur, þá er það alltaf verra hjá þeim,“ segir Sigurður Mikael Jónsson, upplýsingafulltrúi UNICEF.

Sigurður Mikael segir að samtökin hafi fengið góðan stuðning við COVID-19 neyðarsöfnun UNICEF nýverið og þá hafi Íslendingar tekið mjög vel í Sannar gjafir, verkefni samtakanna þar sem meðal annars hefur verið seld vernd fyrir heilbrigðisstarfsfólk, handsápur og fleira sem tengist faraldrinum.  „Okkar mikilvægasta og tryggasta bakland er svo auðvitað Heimsforeldrar og þar hefur fólk ekki látið neinn bilbug á sér finna.“

Mikilvægara en nokkru sinni að gæta að mannréttindum

Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastýra Amnesty International á Íslandi, segir að COVID-19 faraldurinn hafi haft áhrif á starfsemi samtakanna, einkum hvað varðar mikilvægi þess að fylgjast með stöðu mannréttindamála í faraldrinum. „Eins og staðan er núna hafa verið einhverjar úrsagnir þar sem tiltekið hefur verið að fólk hafi misst vinnuna eða að það sé óöruggt með tekjur sínar. Heildarfjöldi úrsagna er hins vegar ekkert meiri heldur en í venjulegu árferði. Við höfum síðan lagt áherslu á að koma þeim skilaboðum út til almennings að nú skipti mjög miklu máli að gæta að mannréttindum. Í svona ástandi er hætta á að yfirvöld nýti sér stöðuna til að skerða mannréttindi á einn eða annan hátt, eins og tjáningarfrelsið eða friðhelgi einkalífs. Þess vegna er ekki síður nú en áður mikilvægt að Amnesty International sé í stakk búið til að fylgjast með og vekja athygli á því ef mannréttindi eru brotin, og það höfum við verið að gera.“ 

„Við finnum fyrir meiri velvild núna heldur en í meðalári“

Hjá Rauða krossinum hefur orðið meiri fjölgun í hópi Mannvina, stuðningsaðila samtakanna, upp á síðkastið heldur en oft áður, að sögn Brynhildar Bolladóttur, upplýsingafulltrúa. „Við finnum fyrir meiri velvild núna heldur en í meðalári. Almenningur hefur því þjappað sér saman utan um okkar starfsemi. Við höfum hins vegar orðið fyrir gríðarlegu tekjutapi sökum þess að Rauði krossinn er einn af eigendum Íslandsspila, sem reka spilakassana sem var lokað vegna samkomubannsins. Þess vegna hafa mannvinir aldrei verið mikilvægari í okkar starfi, vegna þess að sá tekjustofn er horfinn.“

Brynhildur segir að sömuleiðis hafi tekjur af rekstri verslana Rauða krossins dregist verulega saman, enda hafi þurft ýmist að loka þeim eða draga úr rekstri þeirra. „Fólk er bara búið að vera heima hjá sér og því ekki í verslunum. Við vonumst til að núna, þegar samfélagið fer að opnast aðeins meira, muni salan þar glæðast á ný.“

Sjálfboðaliðar hafa þurft að draga sig til baka

Starf ABC barnahjálparinnar hefur orðið fyrir höggi en samtökin halda úti starfsemi í sjö ríkjum Afríku og Asíu. „Við fengum til að mynda skipun um að öll börn þyrftu að yfirgefa heimavistina sem við rekum í Nairobi í Kenía, sem er auðvitað afleitt ,“ segir Laufey Birgisdóttir framkvæmdastýra samtakanna.

Hvað varðar störfin hér heima segir Laufey að mikið af þeim sjálfboðaliðum, sem starfi fyrir samtökin, séu fólk sem glími við undirliggjandi sjúkdóma og hafi þar með þurft að draga sig út úr starfinu. Af þeim sökum hafi þurft að loka öðrum nytjamarkaði samtakanna vegna manneklu. 

„Við hins vegar höfum áhyggjur af því hvað getur gerst núna um mánaðarmótin, þegar margir missa vinnuna“

Þegar kemur að annarri fjáröflun segir Laufey að mikið hafi dregið úr framlögum sem komi í gegnum söfnunarbauka. Ástæðan sé auðvitað sú að fólk sé einfaldlega minna á ferðinni og fari ekki í verslanir þar sem baukarnir séu. Þá hafi verkefninu Börn hjálpa börnum, sem venjulega standi yfir í febrúar til apríl, verið að mestu frestað. Þeir fjármunir sem komi þar inn standi að öllu jöfnu undir byggingaframkvæmdum erlendis. „Okkar grunnrekstur, fyrir utan þetta, eru síðan stuðningur við börn til náms. Mjög fáir hafa sagt upp stuðningi við börnin. Við hins vegar höfum áhyggjur af því hvað getur gerst núna um mánaðarmótin, þegar margir missa vinnuna.“

Laufey bætir við að eftir að COVID-19 faraldurinn fór að hafa áhrif í þeim löndum þar sem samtökin halda úti starfsemi hafi þau haft samband við stuðningsaðila sína og hafið söfnun til að geta aukið við matargjafir til foreldra barnanna sem samtökn styðja. Á tveggja vikna tímabili safnaðist 1,1 milljón króna sem þegar hefur verið nýtt til þessara efna. 

Hæg niðursveifla síðustu misseri

Verkefni SOS barnaþorpanna hafa þyngst verulega að sögn Ragnars Schram, framkvæmdastjóra þeirra. Kostnaður við starfsemina úti hafi aukist verulega með hækkandi vöruverði, aukinni verðbólgu og vöruskorti. Þá hafi kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu aukist talsvert og auk þess þurfi að kosta meiru til við að vernda börnin og þorpin. 

„Hvað varðar stöðuna hér heima, þá hefur eitthvað verið um að fólk hafi samband og segi upp stuðningi en við merkjum ekki neitt fall vegna COVID-19. Það verður hins vegar að segjast að í um eitt og hálft ár, eða kannski sérstaklega frá falli WOW air í mars á síðasta ári, þá hefur verið smá niðursveifla hjá okkur í fjölda styrktaraðila. Á móti kemur að þeir sem hafa haldið áfram að styrkja okkur hafa heldur gefið í, svo við höfum ekki séð lækkun í heildarframlögum. En það er svoleiðis að eftir að við fórum að sjá blikur á lofti í efnahagslífinu hefur heldur fækkað í hópi stuðningsaðila hjá okkur. Við skulum heldur ekki gleyma því að nú eru tugir þúsunda að missa vinnuna og maður veit ekki hvað gerist í framhaldinu vegna þess. Við höfum af því allnokkrar áhyggjur,“ segir Ragnar. 



Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
6
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Birgir segir mistök að ekki sé gert ráð fyrir nýrri kvennadeild á nýja Landspítalanum
8
Fréttir

Birg­ir seg­ir mis­tök að ekki sé gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild á nýja Land­spít­al­an­um

Í störf­um þings­ins ræddu þing­menn ým­is mál. Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir gagn­rýndi Sam­fylk­ing­una, Birg­ir Þór­ar­ins­son benti á myglu­vanda­mál Land­spít­al­ans og sér­stak­lega þá stöðu sem er kom­in upp á kvenna­deild­inni. Gagn­rýndi hann að ekki væri gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild í bygg­ingu nýja Land­spít­al­ans. Jó­hann Páll Jó­hann­es­son benti á að eins og stað­an er í dag geti smá­lána­fyr­ir­tæki not­fært sér neyð fólks og grætt á þeirra stöðu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
6
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu