Stjórnarformaður Arnarlax, Kjartan Ólafsson, fékk tæplega 500 milljóna króna kúlulán hjá stærsta hluthafa laxeldisfyrirtækisins, Salmar AS. Lánið var veitt til eignarhaldsfélags Kjartans, Gyðu ehf., til að kaupa 2,41 prósents hlutabréf í norsku móðurfélagi Arnarlax af Salmar AS, sem er eitt stærsta laxeldisfyrirtæki Noregs. Eignarhaldsfélag Kjartans þarf ekki að greiða neina vexti eða afborganir af láninu, sem er upp á 35,7 milljónir norskra króna, eða tæplega 492 milljónir króna, fyrr en árið 2025. Þá á Kjartan að greiða lánið til baka með vöxtum.
Þetta kemur fram í ársreikningi Salmar AS sem gerður var opinber fimmtudaginn 23. apríl.
Með kúluláninu, líkt og yfirleitt er með slík lán, er Salmar AS að aðstoða Kjartan Ólafsson við að hagnast á ætlaðri hækkun á verði hlutabréfa í Arnarlaxi á næstu árum. Ef bréfin hækka getur Kjartan selt bréfin eftir fimm ár og greitt lánið til baka með vöxtum og haldið hagnaðinum sjálfur. Ekki ...
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
1.990 krónum á mánuði.
Athugasemdir