Aldrei hefur verið jafn mikilvægt að huga að geðheilsu eins og nú, á tímum COVID-19 faraldursins. Ýmsir þættir daglegs lífs, sem hingað til hafa verið sjálfsagðir, fela nú í sér flókna ákvarðanatöku og gera má ráð fyrir auknu álagi í geðheilbrigðiskerfinu eftir að faraldrinum linnir. Þetta segja Nanna Briem, geðlæknir og forstöðumaður geðþjónustu Landspítala, og Berglind Guðmundsdóttir, yfirsálfræðingur á Landspítala og prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Afar mikilvægt sé að hlúa að andlegri líðan og geðheilsu starfsfólks Landspítala, sem hafi aldrei verið undir jafn miklu álagi.
Nú hafa 1.785 einstaklingar greinst með COVID-19. Þessir einstaklingar hafa þurft að vera í einangrun inni á heimili sínu eða takast á við veikindin á spítala. Því til viðbótar hafa 18.425 verið í sóttkví vegna hættu á smiti. Samkomubann hefur verið í gildi frá 13. mars.
„Hræðslan við smit og áhyggjur af fjárhagslegum afleiðingum er eitt, annað eru þær miklu samfélagslegu breytingar ...
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
1.990 krónum á mánuði.
Athugasemdir