Síðari hluta apríl 1920 var haldin ráðstefna í ítalska bænum San Remo þar sem nokkrir vestrænir herramenn hlutuðust til um landamæri og landaskipun í Mið-Austurlöndum, náttúrlega án þess að spyrja íbúa sjálfa. Hinir vestrænu leiðtogar litu sumir að því er virðist á þetta sem framhald krossferðanna.
Iðkar þakklæti: „Ekkert getur gert okkur hamingjusöm nema við sjálf“
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir segir að hamingjan sé ákvörðun, hún sé einnig ferðalag en ekki ákvörðunarstaður. Hún segist iðka þakklæti daglega með því að taka eftir því góða í kringum sig.
2
Viðtal
2218
Misstu vinnuna í Covid og opnuðu hringrásarverslun
Hjónin Davíð Örn Jóhannsson og Jana Maren Óskarsdóttir opnuðu hringrásarverslun með fatnað og fylgihluti við Hlemm og vilja stuðla að endurnýtingu á fatnaði.
3
Fréttir
87157
Losun hvers Íslendings tvöfalt meiri en losun hvers Svía
Losun gróðurhúslofttegunda á Íslandi væri fimmfalt meiri ef ekki væri fyrir endurnýjanlega orkugjafa hérlendis. Engu að síður er losun á hvern Íslending mikil í alþjóðlegum samanburði.
4
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
47277
„Það eina sem ég vildi var að deyja“
Ásta Önnudóttir, sem var vistuð um tveggja ára skeið á meðferðarheimilinu Laugalandi, lýsir því að hún hafi orðið fyrir slíku andlegu ofbeldi þar að það hafi dregið úr henni lífsviljann. Hún hafi verið glaðvært barn en framkoman í hennar garð á heimilinu hafi barið alla gleði úr henni. Það sé fyrst nú, im tveimur áratugum síðar, sem hún sé að jafna sig.
5
Fólkið í borginni
18
„Ég er vanur því að allt sé grátt“
Sakaris Emil Joensen flutti til Reykjavíkur frá Færeyjum til að elta drauma sína sem tónlistaframleiðandi.
6
Úttekt
6151
Öryggi stúdenta ótryggt í vaxandi atvinnuleysi
Félagsefnahagslegar afleiðingar Covid-kreppunnar hafa snert þúsundir landsmanna undanfarið ár. Í vaxandi atvinnuleysi stendur námsfólk utan þess öryggisnets sem aðrir samfélagshópar geta stólað á.
7
Þrautir10 af öllu tagi
3453
308. spurningaþraut: North, Saint, Chicago og Psalm?
Þraut frá í gær, hlekkur. * Fyrri aukaspurning. Á myndinni hér að ofan er stjórnmálakona ein. Hvað heitir hún? * Aðalspurningar: 1. Hlaupsárdaginn 29. febrúar 1996 lauk lengsta hernaðarumsátri um nokkra borg á seinni tímum. Það hafði staðið í þrjú ár, tíu mánuði, þrjár vikur og þrjá daga. Hvaða borg var þetta? 2. Árið 1066 var háð fræg orrusta þar...
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 12. mars.
Matsui Keishirō, fulltrúi Japana, David Lloyd George, forsætisráðherra Breta, Alexandre Millerand, starfsbróðir hans í Frakkland, og Francisco Nitti, forsætisráðherra Ítala, stilla sér upp við lok ráðstefnunnar í San Remo.
San Remo heitir bær á ítölsku Rívíerunni, einkar skjólsæll og sólríkur. Fyrir réttum 100 árum bjuggu þar eitthvað um tíu þúsund og sýsluðu við fiskveiðar og ferðamennsku. Margar voru þær silkihúfurnar sem höfðu gist fínustu hótelin í San Remo, allt frá Sissi keisaraynju Austurríkis til Nikulásar II Rússakeisara.
Upp úr miðjum apríl 1920 var heilmikið tilstand í bænum því þangað voru þá mættir forsætisráðherrar þriggja af forystuþjóðum bandamanna í nýlokinni heimsstyrjöld. Þetta voru David Lloyd George frá Bretlandi, Alexandre Millerand frá Frakklandi og heimamaðurinn Francisco Nitti. Með þeim komu utanríkisráðherrar þeirra og helstu diplómatar. Auk þess voru komnir á lúxushótelin fulltrúar Japana, sem töldust til bandamanna, áheyrnarfulltrúar Bandaríkjanna, og ýmsir fleiri, því nú stóð mikið til.
Ottómanaríki Tyrkja hrunið
Ákveða átti hvernig skipa skyldi málum í Mið-Austurlöndum þar sem hið fallna Ottómanaríki Tyrkja hafði ráðið ríkjum. Eftir þátttöku í heimsstyrjöldinni við hlið Þjóðverja var það nú gjörsamlega hrunið.
Tyrkir höfðu ráðið Mesópótamíu (Írak), Sýrlandi og Palestínu í fjórar aldir. Ottómanar tóku líka Arabíuskaga á sínum tíma en hélst illa á honum. Á 18. öld fór að rísa arabískt ríki á austanverðum skaganum sem hverfðist um Muhammed bin Sád og afkomendur hans. Þeir máttu að lokum heita kóngar á svæðinu.
Ottómanar létu það gott heita, enda eftir litlu að slægjast í eyðimörkinni þar um slóðir. Þeir héldu hins vegar lengst af fast í vestanverðan skagann af því þar voru hinar heilögu borgir Medína og Mekka. Í byrjun 20. aldar ríkti yfir svæðinu fulltrúi Ottómana, Hussein bin Alí, og hafði embættisheitið sharif, hann var að langfeðgatali af emírum þar um slóðir, Hasémítar hét sú ætt. Og eftir því sem Tyrkjaveldi hnignaði höfðu sharifarnir í Mekka orðið sjálfstæðari.
Bretar í vandræðalegri stöðu
Í baráttu sinni við Tyrki í heimsstyrjöldinni höfðu bandamenn, aðallega Bretar, bundið mjög trúss sitt við Hussein bin Alí og töldu um tíma einsýnt að hann skyldi fá að ríkja yfir Arabíuskaga. Hussein og synir hans voru leiðtogar uppreisnar sem Arabar höfðu gert gegn Tyrkjum árið 1916. Arabísku uppreisnarherirnir náðu ágætum árangri og tóku meira að segja eina af helstu borgum svæðisins, Damaskus í Sýrlandi. Í mars 1920 lýsti einn af sonum Husseins, Fæsal, sig konung Sýrlands og Líbanons, sem er hin forna Fönikía. Bandamenn fóru þá að hafa áhyggjur, enda höfðu Frakkar ætlað sér stjórn í Sýrlandi.
Bretar voru á hinn bóginn í vandræðalegri stöðu, þar sem þeir höfðu jú stutt og magnað upp Hussein bin Alí og syni hans, þar á meðal Fæsal. Hann var mikill vinur Breta og yfirleitt hliðhollur Evrópumönnum.
Því var blásið til ráðstefnunnar í San Remo sem hófst 19. apríl.
Herrar ráða ráðum sínum
Í orði kveðnu snerust áhyggjur bandamanna um að íbúar Mið-Austurlanda væru ekki tilbúnir til að stjórna sér sjálfir eftir svo langa hersetu og kúgun Tyrkja, en vitanlega var ekki síður um að ræða þá nýlendustefnu og heimsvaldapólitík sem hin vestrænu stórveldi voru þá svo gegnsýrð af. Grunur um að miklar olíulindir kynnu að leynast í Írak var til dæmis farinn að skipta verulegu máli, því notkun á olíu var að verða æ mikilvægari með aukinni vélvæðingu.
Á nokkrum fögrum vordögum réðu hinir vestrænu herrar ráðum sínum eins og háttur þeirra var. Friðarsamningar við Tyrki sjálfa biðu að vísu fram á haustið en að öðru leyti voru herrarnir ekki í vandræðum með að skipa löndum. Að mestu var líka byggt á leynilegu plaggi sem Bretar og Frakkar höfðu barið saman 1916 og nefnt hefur verið Picot-Sykes samkomulagið.
Frakkar höfðu nú sent einn af sínum helstu hershöfðingjum, Henri Gouraud, til að brjóta á bak aftur hið sýrlenska konungsríki Fæsals og máttu vita að það tækist vandræðalítið.
Hafði verið lofað sjálfstæði
Þegar Fæsal yrði kveðinn í kútinn myndu Frakkar taka við stjórninni í Sýrlandi og Líbanon, eins og kveðið hafði verið á um í Picot-Sykes plagginu. Um það voru ráðstefnugestir í San Remo sammála og töldu sig ekki þurfa að spyrja Sýrlendinga álits.
Sýrlendingar skildu síst í því af hverju þeir áttu nú að lúta Frökkum eftir að hafa verið hvattir til þess af bandamönnum að taka þátt í uppreisninni gegn Tyrkjum, en þá höfðu bandamenn reyndar lofað þeim hátíðlega að þeir gætu fengið sjálfstæði eftir heimsstyrjöldina.
Svo fór þó sem búist var við að í júlí 1920 varð Fæsal Sýrlandskóngur að beygja sig fyrir úrslitakostum Frakka og samþykkti að verða á brott frá Damaskus.
Stríðsmálaráðherra hans, Júsuf al-Azma, neitaði að vísu að gefast upp og féll í orrustu við Frakka þar sem heitir Majsalun í Líbanonsfjöllum.
Minnismerki um Saladín soldán í DamaskusHann náði Jerúsalem úr höndum krossfara 1187 og sigraði síðan krossferð þeirra Ríkarðs ljónshjarta Englandskonungs og Filippusar fríða Frakkakóngs sem höfðu ætlað sér að ná borginni að nýju.
Sigur krossins yfir hálfmánanum
Þá var það sem Gouraud hershöfðingi gekk að sögn að gröf Saladíns soldáns sem hafði betur gegn konungum Frakklands og Englands í þriðju krossferðinni 1189–1192, sparkaði í gröfina og mælti af yfirlæti heimsvaldasinnans:
„Vaknaðu, Saladín. Við erum komnir aftur. Koma mín hingað helgar sigur krossins yfir hálfmánanum.“
Og ættu menn svo ekki að vera mjög hissa þótt arabískir baráttumenn gegn Vesturlöndum eigi til að grípa til líkingamáls úr krossferðunum og kalla vestræna menn krossfara.
Bretum var úthlutað bæði Mesópótamíu og Palestínu af herramönnunum í San Remo. Nákvæmlega hvar skil væru milli „verndarsvæða“ þeirra og landsvæða Husseins bin Alís í Mekka var ögn óljóst enda ófrjósamar eyðimerkur þar svo langt sem augað eygði.
Ekkert var í San Remo fjallað um Arabíuskagann sjálfan, en þar ríkti nú Ibn Sád, ættarlaukur Sád-ættarinnar, sem emír í austri en Hussein bin Alí var enn í fullu fjöri í vestrinu.
Zíonistar mæta á fund
En fleiri létu sjá sig í vorveðrinu í San Remo. Sendinefnd Gyðinga var komin til að skipta sér af örlögum Palestínu, en þangað höfðu Gyðingar flust í æ ríkara mæli undanfarna áratugi í nafni zíonismans. Hann kvað eins og menn vita á um að Gyðingar ættu rétt á að eignast heimaland í Palestínu, á sínum ævafornu slóðum síðan í Biblíusögunum.
Fyrir sendinefnd zíonistanna fór lágvaxinn en aðsópsmikill og svipsterkur lífefnafræðingur, fæddur í Rússlandi, Chaim Weizmann. Á stríðsárunum hafði hann verið óþreytandi að leggja Bretum lið gegn Tyrkjum í Mið-Austurlöndum og vildi að sjálfsögðu fá eitthvað fyrir sinn snúð.
Chaim Weizmann og Fæsal prins.
Í byrjun nóvember 1917 átti Weizmann einna mestan þátt í að Arthur Balfour, þáverandi utanríkisráðherra Breta, gaf opinbera yfirlýsingu þar sem staðhæft var að Bretar styddu „að komið yrði á fót í Palestínu þjóðarheimili fyrir þjóð Gyðinga“.
Hvað þýðir „þjóðarheimili“?
Nákvæmlega hvað þessi yfirlýsing þýddi og hvað átt væri við með „þjóðarheimili“ var helstil óljóst. Af hálfu Breta var samt á hreinu að ekki væri endilega átt við sérstakt Gyðingaríki og allra síst ríki þar sem Gyðingar drottnuðu yfir Aröbum og öðrum íbúum.
Það hefði líka verið fráleitt, því af 700.000 íbúum í Palestínu voru aðeins 76.000 Gyðingar og nærri allir höfðu flust þangað síðustu 40 árin. Fyrir 1850 var bara „handfylli Gyðinga“ í landinu, eins og segir í skýrslu bresku stjórnarinnar frá 1921.
Kristnir menn voru raunar ívið fleiri í Palestínu árið 1920 en Gyðingar.Þeir tilheyrðu flestir rétttrúnaðarkirkjunni grísku en töluðu arabísku. Múslimar voru tæplega 550.000.
Zíonistar hamra járnið
Breska stjórnsýslan var hliðholl Gyðingum, ekki síst vegna dyggrar aðstoðar Weizmanns og félaga í baráttunni gegn Tyrkjum, en líklega töldu þó flestir Bretar í fyrstu að yfirlýsingin þýddi ekki annað en að tryggt yrði að Gyðingar gætu búið óáreittir í Palestínu, þeir sem kysu að setjast þar að.
Weizmann og félagar voru hins vegar ákveðnir í að hamra járnið meðan það var heitt. Hann og helstu samverkamenn hans, pólski blaðamaðurinn Nahum Sokolow og breski þingmaðurinn Herbert Samuel, mættu því galvaskir til San Remo og kröfðust þess að Balfour-yfirlýsingin yrði fléttuð inn í þann texta ráðstefnunnar, er snerist um yfirráð Breta í Palestínu.
Þetta var rætt á ráðstefnunni í heilan dag þann 24. apríl, daginn áður en henni lauk. Frakkar mölduðu mjög í móinn en Balfour, sem var mættur til San Remo sem ráðgjafi, studdi Weizmann og félaga. Að lokum urðu Bretar ofan á og ráðstefnan féllst á kröfu zíonistanna um að bandamenn skyldu allir sem einn stefna að „þjóðarheimili“ fyrir Gyðinga.
Skrúðgöngur zíonista
Að vísu var tekið sérstaklega fram í ráðstefnuplagginu að ekkert mætti gera á hlut borgaralegra eða trúarlegra réttinda annarra, en zíonistar fögnuðu ákaflega. Þeir litu með réttu svo á að þar með hefðu bandamenn, og einkum Bretar,skuldbundið sig til að gæta alveg sérstaklega réttinda Gyðinga og væntanlegs „þjóðarheimilis“ þeirra í Palestínu.
Svo kátir voru zíonistar eftir San Remo ráðstefnuna að þeir skipulögðu meira að segja skrúðgöngur í mörgum löndum til að halda upp á að Balfour-yfirlýsingin væri þannig orðin óafmáanlegur partur af stefnu og hugmyndafræði bandamanna.
Niðurstaða San Remo ráðstefnunnar
„Gyðingurinn gangandi“ eignast heimili!
Í Lundúnablaðinu The Times birtist frásögn af fögnuðinum og þar kom tvennt mjög greinilega fram: Annars vegar ástæðurnar fyrir gleði zíonista og hins vegar sú túlkun, sem var að verða æ meira áberandi hjá zíonistum og stuðningsmönnum þeirra, að „þjóðarheimili“ þýddi einhvers konar ríki Gyðinga, þótt undir breskri stjórn væri. Í blaðinu sagði:
„Þetta þýðir að loksins, eftir 20 aldir, geta Gyðingar byrjað að endurheimta sitt forna Heimaland undir traustri og siðmenntaðri stjórn [Breta]. „Gyðingurinn gangandi“ mun nú loks eignast heimili.“
Í San Remo skrifuðu herramenn undir yfirlýsingu þann 25. apríl 1920 þar sem allt ofangreint kom fram. Og kvöddust þeir svo innvirðulega og settu upp harðkúluhatta sína að loknu góðu verki þessa viku, fannst þeim.
Uppreisn gegn Bretum
Strax í maí kom hins vegar í ljós að íbúar í Mesópótamíu skildu engu betur en Sýrlendingar af hverju þeir áttu nú að sætta sig við ný erlend yfirráð þegar þeim hafði verið lofað sjálfstæði eftir uppreisnina gegn Tyrkjum 1916. Mikil mótmæli brutust út gegn Bretum og breski herinn þurfti að taka á öllu sínu til að bæla hana niður.
Bretar ákváðu síðan að til að friða íbúa skyldu þeir leggja af formleg yfirráð yfir Mesópótamíu og stofna þar konungsríki, sem þó stóð aldrei til að yrði annað en leppur þeirra. Þeir völdu til konungs Fæsal vin sinn, burtrekinn frá Sýrlandi, og þótt íbúar í Mesópótamíu þekktu hvorki haus né sporð á Fæsal þessum tókst honum að afla sér stuðnings til konungs og var krýndur í ágúst 1921.
Ætt hans ríkti svo í Írak undir öruggri handleiðslu Evrópumanna þar til árið 1958 þegar sonarsyni hans Fæsal II var steypt af stóli af herforingjum.
Abdullah kóngur í Jórdaníu.
Ríki verður til af tilviljun
Eins og sjá má af nútímakortum er eitt ríki enn á þessu svæði sem er ónefnt: Jórdanía. Og tilorðning þess er reyndar hálfgerð tilviljun.
Eftir að Frakkar höfðu hrundið Fæsal frá Sýrlandi í júlí 1920 og stofnað sitt „verndarríki“ þar kom í ljós að þeir höfðu engan áhuga á syðsta hluta Sýrlandssvæðisins, sem þá var kallað Trans-Jórdanía. Það var bláfátækt hérað og nálega ekkert nema eyðimörk. Eldri bróðir Fæsals, Abdúllah prins, hélt þá með nokkurn her inn á svæðið frá Mekka og hugðist ráðast þaðan norður á bóginn til Damaskus til að segja ættina aftur til ríkis.
Ekkert land tekið Aröbum
Bretar hvöttu hann ákaft til að hætta við vonlausa herför gegn Frökkum. Sljákkaði þá nokkuð í Abdúllah en hann lýsti hins vegar líka áhyggjum af því að Bretar myndu koma upp konungsríki Gyðinga í Palestínu. Bretar töldu greinilega að hætta væri á að Abdúllah stefndi her sínum þangað til að kveða Gyðinga í kútinn, og fullvissuðu hann um að engin hætta væri á yfirgangi Gyðinga í Palestínu. Nýr landstjóri Breta í Palestínu kvað sterkt að orði um það:
„Það var engin spurning um að setja upp ríkisstjórn Gyðinga þar […] Ekkert land yrði tekið frá neinum Araba, né heldur yrði hróflað á nokkurn hátt við trú múslima.“
Í teboði með Churchill
Kaldhæðnislegt má telja að þessi nýi landstjóri var Herbert Samuel, sem fylgt hafði Chaim Weizmann dyggilega á ráðstefnunni í San Remo. Svo fór að snemma næsta árs bauð nýr nýlenduráðherra Breta, Winson Churchill, Abdúllah til „teboðs“, þar sem hann gerði prinsinum tilboð. Hann mætti hirða Trans-Jórdaníu, hrófla þar upp nýju ríki með blessun og vernd Breta og verða þar emír og að lokum kóngur þegar landið fengi sjálfstæði, gegn því að láta af öllum belgingi gegn Frökkum í Sýrlandi eða Gyðingum í Palestínu.
Þessu tilboði gat Abdúllah ekki hafnað og því er sonarsonarsonur hans, Abdúllah II., nú kónungur í Jórdaníu, í ríki sem ella hefði líklega aldrei orðið til og yfir fólki sem á tilveru sína sem sérstök „þjóð“ undir teboði Churchills.
Deila
stundin.is/FCrf
Athugasemdir
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Sá Rómarkeisari sem Donald Trump er skyldastur er óumdeilanlega Neró. Báðir eru sakaðir um að hafa látið reka á reiðanum meðan allt var í volli.
Flækjusagan
122
Þegar fjöllin gengu og fólkið dó í hrönnum
Fyrir 100 árum, þann 16. desember 1920, varð einn mannskæðasti jarðskjálfti sögunnar í Kína. Einmitt þá áttu sér stað ógurlegar róstur í landinu.
Flækjusagan
16
Illugi Jökulsson
Árið 2020 var erfitt, en var 1920 einhver barnaleikur?
Í ágúst 2013 bað Mikael Torfason ritstjóri Fréttablaðsins mig að skrifa vikulega pistla í blaðið um söguleg efni. Þarna varð til greinaflokkurinn Flækjusögur, sem ég hef haft mikla ánægju af að halda úti og vona að lesendur hafi einnig gaman af. Í nóvember 2015 fluttu Flækjusögurnar heimili sitt og varnarþing yfir á Stundina, sem hefur hýst þær síðan, og á...
Flækjusagan
218
Illugi Jökulsson
Njósnari í aðalstöðvunum: „Hvar er Litli herramaðurinn okkar?“
Fyrir 100 árum
Sjálfstæðisstríð Íra stóð sem hæst fyrir réttri öld.
Flækjusagan
3265
„Ég hefði aldrei átt að enda hérna“
Warren Harding má búast við að losna loksins úr sæti versta Bandaríkjaforsetans þegar farið verður að meta forsetatíð Donalds Trump.
Mest lesið
1
ViðtalHamingjan
12219
Iðkar þakklæti: „Ekkert getur gert okkur hamingjusöm nema við sjálf“
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir segir að hamingjan sé ákvörðun, hún sé einnig ferðalag en ekki ákvörðunarstaður. Hún segist iðka þakklæti daglega með því að taka eftir því góða í kringum sig.
2
Viðtal
2218
Misstu vinnuna í Covid og opnuðu hringrásarverslun
Hjónin Davíð Örn Jóhannsson og Jana Maren Óskarsdóttir opnuðu hringrásarverslun með fatnað og fylgihluti við Hlemm og vilja stuðla að endurnýtingu á fatnaði.
3
Fréttir
87157
Losun hvers Íslendings tvöfalt meiri en losun hvers Svía
Losun gróðurhúslofttegunda á Íslandi væri fimmfalt meiri ef ekki væri fyrir endurnýjanlega orkugjafa hérlendis. Engu að síður er losun á hvern Íslending mikil í alþjóðlegum samanburði.
4
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
47277
„Það eina sem ég vildi var að deyja“
Ásta Önnudóttir, sem var vistuð um tveggja ára skeið á meðferðarheimilinu Laugalandi, lýsir því að hún hafi orðið fyrir slíku andlegu ofbeldi þar að það hafi dregið úr henni lífsviljann. Hún hafi verið glaðvært barn en framkoman í hennar garð á heimilinu hafi barið alla gleði úr henni. Það sé fyrst nú, im tveimur áratugum síðar, sem hún sé að jafna sig.
5
Fólkið í borginni
18
„Ég er vanur því að allt sé grátt“
Sakaris Emil Joensen flutti til Reykjavíkur frá Færeyjum til að elta drauma sína sem tónlistaframleiðandi.
6
Úttekt
6151
Öryggi stúdenta ótryggt í vaxandi atvinnuleysi
Félagsefnahagslegar afleiðingar Covid-kreppunnar hafa snert þúsundir landsmanna undanfarið ár. Í vaxandi atvinnuleysi stendur námsfólk utan þess öryggisnets sem aðrir samfélagshópar geta stólað á.
7
Þrautir10 af öllu tagi
3453
308. spurningaþraut: North, Saint, Chicago og Psalm?
Þraut frá í gær, hlekkur. * Fyrri aukaspurning. Á myndinni hér að ofan er stjórnmálakona ein. Hvað heitir hún? * Aðalspurningar: 1. Hlaupsárdaginn 29. febrúar 1996 lauk lengsta hernaðarumsátri um nokkra borg á seinni tímum. Það hafði staðið í þrjú ár, tíu mánuði, þrjár vikur og þrjá daga. Hvaða borg var þetta? 2. Árið 1066 var háð fræg orrusta þar...
Mest deilt
1
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
47277
„Það eina sem ég vildi var að deyja“
Ásta Önnudóttir, sem var vistuð um tveggja ára skeið á meðferðarheimilinu Laugalandi, lýsir því að hún hafi orðið fyrir slíku andlegu ofbeldi þar að það hafi dregið úr henni lífsviljann. Hún hafi verið glaðvært barn en framkoman í hennar garð á heimilinu hafi barið alla gleði úr henni. Það sé fyrst nú, im tveimur áratugum síðar, sem hún sé að jafna sig.
2
ViðtalHamingjan
12219
Iðkar þakklæti: „Ekkert getur gert okkur hamingjusöm nema við sjálf“
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir segir að hamingjan sé ákvörðun, hún sé einnig ferðalag en ekki ákvörðunarstaður. Hún segist iðka þakklæti daglega með því að taka eftir því góða í kringum sig.
3
Viðtal
2218
Misstu vinnuna í Covid og opnuðu hringrásarverslun
Hjónin Davíð Örn Jóhannsson og Jana Maren Óskarsdóttir opnuðu hringrásarverslun með fatnað og fylgihluti við Hlemm og vilja stuðla að endurnýtingu á fatnaði.
4
Fréttir
87157
Losun hvers Íslendings tvöfalt meiri en losun hvers Svía
Losun gróðurhúslofttegunda á Íslandi væri fimmfalt meiri ef ekki væri fyrir endurnýjanlega orkugjafa hérlendis. Engu að síður er losun á hvern Íslending mikil í alþjóðlegum samanburði.
5
Úttekt
6151
Öryggi stúdenta ótryggt í vaxandi atvinnuleysi
Félagsefnahagslegar afleiðingar Covid-kreppunnar hafa snert þúsundir landsmanna undanfarið ár. Í vaxandi atvinnuleysi stendur námsfólk utan þess öryggisnets sem aðrir samfélagshópar geta stólað á.
6
MenningMetoo
357
Nýtt leikrit veitir kvenskörungi uppreist æru
„Ég finn mig skylduga til að segja þessa sögu,“ segir Tinna Sverrisdóttir sem grét nánast á hverri æfingu fyrstu vikurnar í undirbúningi fyrir leikrit sem varpar nýju ljósi á ævi Sunnefu Jónsdóttur. Sunnefa var tvídæmd til dauða á 18. öld fyrir blóðskömm.
7
Þrautir10 af öllu tagi
2854
309. spurningaþraut: Katrínar, sjómílur, jökull og Halla Signý
Þið finnið þrautina frá í gær hér. * Fyrri aukaspurning: Hvar voru — eftir því sem best er vitað — aðal bækistöðvar þeirrar menningar sem skóp myndina hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Hinrik 8. Englandskóngur átti fleiri eiginkonur en algengt er um evrópska kónga. Hve margar? 2. Hve margar þeirra hétu Katrín? 3. Og fyrst við erum á þessum...
Mest lesið í vikunni
1
ViðtalHeimavígi Samherja
94546
Maðurinn sem plokkaði Samherjamerkið af vinnufötunum sínum: „Það átti bara að vera til ein skoðun“
Guðmundur Már Beck, fyrrum starfsmaður Samherja, segir sér hafa liðið mjög illa eftir að hafa fylgst með fréttaflutningi af framferði Samherja í Namibíu, svo illa að hann lýsir því sem áfalli.
Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur uppfært spálíkan fyrir eldgos á Reykjanesi vegna breyttrar skjálftavirkni í dag.
3
ViðtalHeimavígi Samherja
20170
Samherji og líkindin við Kaupfélagið: Fólk óttast að tjá sig
Kvikmyndagerðarmaðurinn Grímur Hákonarson kynntist starfsháttum Kaupfélags Skagfirðinga í gegnum bæjarbúa þegar hann dvaldi þar í mánuð við rannsóknir fyrir kvikmyndina Héraðið.
4
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi
142
Óttast stóran Brennisteinsfjallaskjálfta í kjölfar skjálftahrinunnar
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvöktunar á Veðurstofu Íslands, varar við því að enn stærri skjálfti, yfir 6, gæti komið í kjölfarið á skjálftahrinunni á Reykjanesi.
5
FréttirHeimavígi Samherja
51376
Samherji notaði sex milljarða frá Kýpur og Afríku til að kaupa kvóta og fiskvinnslu á Akureyri
Stórfelldar lánveitingar Samherja frá Kýpur til félaga á Akureyri sína hvernig peningarnir komast til Íslands frá fiskmiðunum í Afríku sem Samherji hefur hagnast svo vel á.
6
FréttirHeimavígi Samherja
1568
Þorsteinn Már og Helga skulduðu fyrirtækjum Samherja í Belís og Kýpur milljónir án gjalddaga
Ársreikningar félaga Samherja á Kýpur sýna innbyrðis viðskipti við Þorstein Má Baldvinsson og Helgu Steinunni Guðmundsdóttur. Þau voru sektuð vegna brota á gjaldeyrishaftalögunum eftir hrunið vegna millifærslna inn á reikninga þeirra en þær sektir voru svo afturkallaðar vegna mistaka við setningu laganna.
7
Fréttir
8
Sendiráð Íslands í Washington dregst inn í umræðu um bresti sonar Bandaríkjaforseta
Sendiráð Íslands í Washington er í húsi þar sem Hunter Biden. sonur Bandaríkjaforseta, var með skrifstofu. Hunter braut öryggisreglur hússins ítrekað og fékk ákúrur vegna þeirra sendiráða sem eru í húsinu. Geir H. Haarde var sendiherra Íslands í Washington á þessum tíma.
Mest lesið í mánuðinum
1
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili
127994
„Ég lærði að gráta í þögn“
Á því rúma ári sem Sigurósk Tinna Pálsdóttir var vistuð á meðferðarheimilinu Laugalandi var hún brotin þannig niður að allt hennar líf hefur litast af því. Hún lýsir óttanum og vanlíðaninni sem var viðvarandi á heimilinu. Þegar Tinna greindi frá kynferðisbrotum sem hún hafði orðið fyrir var henni ekki trúað og hún neydd til að biðjast afsökunar á að hafa sagt frá ofbeldinu. „Ég gerði ekki neitt, það voru þau.“
2
Aðsent
991.265
Dagný Halla Ágústsdóttir, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Karitas M. Bjarkadóttir
Dökka hlið TikTok algóriþmans
Opið bréf til foreldra um notkun barna á TikTok - frá þremur unglingum sem nota TikTok.
3
Viðtal
16460
„Ég var svo bugaður að mig langaði helst að hefja nýtt líf“
Síðasta árið hefur Vilhelm Neto tekið á kvíðanum og loksins komist á rétt ról á leiklistarferlinum.
4
ViðtalHeimavígi Samherja
94546
Maðurinn sem plokkaði Samherjamerkið af vinnufötunum sínum: „Það átti bara að vera til ein skoðun“
Guðmundur Már Beck, fyrrum starfsmaður Samherja, segir sér hafa liðið mjög illa eftir að hafa fylgst með fréttaflutningi af framferði Samherja í Namibíu, svo illa að hann lýsir því sem áfalli.
5
Pistill
358870
Bragi Páll Sigurðarson
Hvítur, gagnkynhneigður karlmaður talar frá Reykjavík
Í þessu samfélagi hönnuðu fyrir hvíta, gagnkynhneigða, ófatlaða sæmilega stæða karla, ætti að vera rými fyrir alla hina að hafa jafnháværar raddir.
6
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili
29345
„Kom mölbrotin út af meðferðarheimilinu“
Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík vill að barnaverndarnefndirnar sem komu að hennar máli þegar hún var stelpa viðurkenni að starfsfólk þeirra hafi ekki fylgst nógu vel með meðferðarheimilinu Laugalandi og þaggað niður það sem þar gekk á. Teresa segist vilja fá almenna viðurkenningu á því sem hún lenti í og afsökunarbeiðni. Enn fái hún martraðir sem snúist um að hún sé læst inni á Laugalandi og yfir hana hellist reglulega sú tilfinning að hún sé valdalaus og einhver, sem vill henni ekki vel, stjórni lífi hennar.
7
Leiðari
71636
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Heyrðist ekki í henni?
Skýr afstaða var tekin þegar fyrstu frásagnir bárust af harðræði á vistheimilunum Varpholti og Laugalandi. Forstjóri Barnaverndarstofu lýsti fullu trausti á hendur meðferðarfulltrúanum. Eftir sat stelpa furðu lostin, en hún lýsir því hvernig hún hafði áður, þá sautján ára gömul, safnað kjarki til að fara á fund forstjórans og greina frá slæmri reynslu af vistheimilinu.
Nýtt á Stundinni
Rannsókn
Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
Anton Kristinn Þórarinsson hefur yfir fjölda ára komið að stofnun, stjórn og prófkúru ýmissa félaga sem hafa mestan sinn hagnað af sölu og kaupum fasteigna. Hann seldi „Garðabæjarhöll“ og byggir nú hús á Arnarnesinu.
Þrautir10 af öllu tagi
14
310. spurningaþraut: Hér er spurt um erlendar borgir, hverja af annarri
Hér er þraut gærdagsins! * Allar spurningar dagsins snúast um erlendar borgir. Fyrri aukaspurning: Í hvaða borg má finna þessa styttu? * Aðalspurningar: 1. Osló er fjölmennasta borg Noregs. Hver er sú næstfjölmennasta? 2. Oscar Niemeyer var arkitekt sem fékk það draumaverkefni að hanna fjölda stórhýsa og opinberra bygginga í alveg splunkunýrri borg sem segja má að hafi verið reist...
Mynd dagsins
110
Skjálfandi jörð
Síðan skjálftahrinan byrjaði síðastliðinn miðvikudag hafa rúmlega 11.500 skjálftar mælst á Reykjanesinu. Og heldur er að bæta í því á fyrstu tólf tímum dagsins í dag (1. mars) hafa mælst yfir 1500 skjálftar, þar af 18 af stærðinni 3.0 eða stærri. Virknin í dag er staðbundin en flestir skjálftana eiga upptök sín við Keili og Trölladyngju, sem er skammt frá Sandfellsklofa þar sem er mynd dagsins er tekin.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
47281
„Það eina sem ég vildi var að deyja“
Ásta Önnudóttir, sem var vistuð um tveggja ára skeið á meðferðarheimilinu Laugalandi, lýsir því að hún hafi orðið fyrir slíku andlegu ofbeldi þar að það hafi dregið úr henni lífsviljann. Hún hafi verið glaðvært barn en framkoman í hennar garð á heimilinu hafi barið alla gleði úr henni. Það sé fyrst nú, im tveimur áratugum síðar, sem hún sé að jafna sig.
Blogg
15
Halldór Auðar Svansson
Heimilisbókhald Sjálfstæðismanna
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra og þingkona Reykjavíkurkjördæmis norður, ritaði í síðasta mánuði grein um Reykjavíkurborg þar sem kunnugleg Valhallarstef um rekstur borgarinnar koma fyrir. Söngurinn er gamall og þreyttur, hann gengur út á að reynt er að sýna fram á að í samanburði við þær einingar sem Sjálfstæðismenn eru að reka – ríkissjóð og önnur sveitarfélög – sé allt...
MenningMetoo
357
Nýtt leikrit veitir kvenskörungi uppreist æru
„Ég finn mig skylduga til að segja þessa sögu,“ segir Tinna Sverrisdóttir sem grét nánast á hverri æfingu fyrstu vikurnar í undirbúningi fyrir leikrit sem varpar nýju ljósi á ævi Sunnefu Jónsdóttur. Sunnefa var tvídæmd til dauða á 18. öld fyrir blóðskömm.
Fréttir
315
Gjaldþrotum og nauðungarsölum fækkaði á síðasta ári
Færri einstaklingar voru lýstir gjaldþrota á síðasta ári en árin tvö á undan. Hið sama má segja um nauðungarsölur á eignum. Þá fækkaði fjárnámum einnig.
Þrautir10 af öllu tagi
2854
309. spurningaþraut: Katrínar, sjómílur, jökull og Halla Signý
Þið finnið þrautina frá í gær hér. * Fyrri aukaspurning: Hvar voru — eftir því sem best er vitað — aðal bækistöðvar þeirrar menningar sem skóp myndina hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Hinrik 8. Englandskóngur átti fleiri eiginkonur en algengt er um evrópska kónga. Hve margar? 2. Hve margar þeirra hétu Katrín? 3. Og fyrst við erum á þessum...
Pistill
27
Illugi Jökulsson
Það er bannað í Búrma
„Fasisminn er í alvöru á uppleið,“ skrifar Illugi Jökulsson um beitingu hryðjuverka- og sóttvarnalaga til að kæfa niður lýðræði.
ViðtalHamingjan
12219
Iðkar þakklæti: „Ekkert getur gert okkur hamingjusöm nema við sjálf“
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir segir að hamingjan sé ákvörðun, hún sé einnig ferðalag en ekki ákvörðunarstaður. Hún segist iðka þakklæti daglega með því að taka eftir því góða í kringum sig.
Fréttir
87157
Losun hvers Íslendings tvöfalt meiri en losun hvers Svía
Losun gróðurhúslofttegunda á Íslandi væri fimmfalt meiri ef ekki væri fyrir endurnýjanlega orkugjafa hérlendis. Engu að síður er losun á hvern Íslending mikil í alþjóðlegum samanburði.
Þrautir10 af öllu tagi
3453
308. spurningaþraut: North, Saint, Chicago og Psalm?
Þraut frá í gær, hlekkur. * Fyrri aukaspurning. Á myndinni hér að ofan er stjórnmálakona ein. Hvað heitir hún? * Aðalspurningar: 1. Hlaupsárdaginn 29. febrúar 1996 lauk lengsta hernaðarumsátri um nokkra borg á seinni tímum. Það hafði staðið í þrjú ár, tíu mánuði, þrjár vikur og þrjá daga. Hvaða borg var þetta? 2. Árið 1066 var háð fræg orrusta þar...
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir