Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Seðlabankastjóri: Covid kreppan verður erfið en ekki eins slæm og hrunið

Ás­geir Jóns­son seðla­banka­stjóri tel­ur að Covid-krepp­an verði ekki eins al­var­leg fyr­ir Ís­land og krepp­an sem fylgdi hrun­inu 2008. *Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra er hins veg­ar á öðru máli og tal­ar um að þessi kreppa verði kannski sú dýpsta síð­ast­lið­ina öld.

Seðlabankastjóri: Covid kreppan verður erfið en ekki eins slæm og hrunið

„COVID-kreppan mun verða landinu erfið – en mun ekki jafnast á við hrunið 2008,“ segir Ásgeir Jónsson, hagfræðingur og seðlabankastjóri, í svörum sínum til Stundarinnar um eðli COVID-kreppunnar sem heimurinn gengur nú í gegnum. Í svari sínu vísar Ásgeir til áhrifanna á Íslandi  en hann telur að áhrifin af kreppunni hér á landi verði minni en í mörgum stærri ríkjum. 

Atvinnuleysi á Íslandi á að fara upp í 14 prósent nú í apríl en ef svo verður þá er um að ræða mesta atvinnuleysi sem mælst hefur á Íslandi. Atvinnuleysi fór hæst upp í 9.3 prósent á Íslandi í kjölfar hrunsins 2008.  Samtímis spá bandarísk yfirvöld því að atvinnuleysi þar í landi geti farið upp í allt að 32 prósent. Þetta yrði einnig sögulegt hámark atvinnuleysis þar í landi. 

Ásgeir Jónsson segir hins vegar að allt útlit sé fyrir að þessi kreppa verði skammvinn. „Ef allt gengur að óskum á hagkerfið aftur að taka við sér eftir að veikin er liðin hjá,“ segir hann.

Ásgeir er einn af viðmælendum Stundarinnar í grein um COVID-kreppuna. 

„En þetta stefnir í að verða ein mesta krísa í hundrað ár á Íslandi“

Bjarni málar upp dekkri mynd

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra málaði hins vegar upp dekkri mynd af stöðuni í viðtali við RÚV í gær.  

Þá sagði ráðherrann að hann teldi að höggið fyrir ríkissjóð út af COVID-faraldrinum yrði kannski á bilinu 200 til 300 milljarðar króna. „Ef menn eru að leita að einhverri tölu til þess að átta sig á því hvert verður höggið fyrir ríkissjóð, þá getum við alveg gleymt því að vera að tala um hundrað milljarða eins og ég nefndi að við værum komin yfir. Við erum farin að tala um að minnsta kosti tvöfalda þá fjárhæð, eða meira.“

Niðurstaða Bjarna er að þetta stefni í að verða ein dýpsta kreppu sem Ísland hefur gengið í gegnum síðastliðna öld.  „En þetta stefnir í að verða ein mesta krísa í hundrað ár á Íslandi, í efnahagslegu tilliti. Og þá er gott að vita til þess að við höfum nýtt góðu tímana til þess að hafa svigrúm til að takast á við slíka tíma, án þess að hér fari allt á hliðina.“

„Þessi eilífi hrun-samanburður er ekki mjög hjálplegur til þess að átta sig á þessu efnahagsáfalli sem nú dynur yfir.“

Dekkri myndBjarni Benediktsson fjármálaráðherra málar upp dekkri mynd af stöðunni en Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.

Ásgeir: Samanburður við hrunið ekki hjálplegur

Stundin spurði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra þriggja spurninga og fylgja svör hans hér fyrir neðan. Mat Ásgeirs á stöðunni er almennt séð nokkru bjartýnna en mat Bjarna Benediktssonar.

1. Spurning Stundarinnar: „Hvernig verður þessi COVID-kreppa frábrugðin Kreppunni miklu á fjórða áratugnum og kreppunni eftir alþjóðlegu fjármálakrísuna og bankahrunið árið 2009?“

„Bæði áföllin 1929 og 2008 voru fjármálakreppur. Slíkar kreppur koma í kjölfar þess að eignabóla myndast – á húsnæðismarkaði, hlutabréfamarkaði og svo framvegis. Bólurnar leiða til rangra fjárfestinga með mikilli skuldsetningu til gagnslausra verkefna.

Á einhverjum tímapunkti springur bólan. Þannig svipta fjármálakreppur aðeins tjöldunum frá og sýna þá tortímingu eða tap sem þegar hefur átt sér stað að tjaldabaki – og eyður blasa við þar sem áður höfðu sýnst gagnsamar eignir og arðbærar fjárfestingar. Afleiðingarnar lýsa sér í gjaldþrotum, afskriftum fyrirtækja og svo framvegis. Þjóðhagslegar afleiðingar fjármálakreppa velta á því hvernig það tekst til að viðhalda fjármálastöðugleika, það er hvernig fjármálakerfinu reiðir af. Ef margir bankar fara í þrot getur fjármálakreppan lamað hagkerfið. Þetta á sérstaklega við um lítil opin hagkerfi með eigin mynt sem hafa hlaðið upp erlendum skuldum til þess að fjármagna viðskiptahalla. Á einhverjum tímapunkti hættir innflæðið og gjaldmiðillinn hrynur – og hagkerfið snögghemlar.

Seðlabankar heimsins brugðust ranglega við þegar hlutabréfabólan sprakk árið 1929 – með aðhaldssamri peningastefnu. Í kjölfarið varð 1/3 af öllum bönkum Bandaríkjanna gjaldþrota og efnahagslífið fór í langvinnan samdrátt. Viðbrögðin voru allt önnur árið 2008. Svo má segja að samræmdar aðgerðir í peningamálum – s.s. peningaprentun – hafi komið veg fyrir að það áfall komi fram í raunhagkerfinu. Jafnframt var farið út í víðtækar björgunaraðgerðir til þess að styðja við fjármálakerfið. Undantekning frá þessu er Ísland – þar sem bankarnir féllu. Gjaldmiðillinn hrundi og mjög harður samdráttur tók við.

COVID-19 kreppan er annars eðlis. Hún stafar af því að ríkisstjórnir landa loka á samgöngur, samskipti og framleiðslu til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar. Þetta er sjálfskipuð kreppa og stafar því ekki af einhverjum undirliggjandi kerfisvandamálum líkt og fjármálakreppur. Ef allt gengur að óskum á hagkerfið aftur að taka við sér eftir að veikin er liðin hjá. Það kann hins vegar að vera að afleiðingarnar verði langvinnari – það er ef COVID-kreppan verði til þess að ýmsir þverbrestir sem nú þegar eru til staðar muni gliðna vegna álagsins. Það er ef útgjöld vegna kreppunnar leiða til ríkisfjármálakreppu.“

2. Spurning Stundarinnar: Hversu djúp verður þessi kreppa?

„Ísland er mjög vel í stakk búið til þess að takast á við COVID-áfallið – við munum geta viðhaldið þjóðhagslegum stöðugleika. Hins vegar blasa við gríðarlegir erfiðleikar á vinnumarkaði – þegar ein stærsta atvinnugrein landsins verður í lamasessi. Við þessu er aðeins hægt að bregðast með því að reyna að millifæra tekjur úr framtíðinni til dagsins í dag – svo sem að ríkið auki útgjöld sín til þess að reyna að tryggja tekjur fólks og taki til þess lán sem greidd verða með skatttekjum framtíðar. Að bankarnir og aðrir lánardrottnar veiti greiðslufresti og lán út á tekjur framtíðar. Jafnframt – að Seðlabankinn lækki vexti til þess að gera þessa tekjumillifærslu auðveldari.

Það er nær öruggt að COVID-kreppan mun koma mun harðar fram í stærstu löndum Evrópu og í Bandaríkjunum en fjármálakreppan 2008 – enda sluppu þessi lönd tiltölulega vel þá. Sama á ekki við um Ísland. COVID-kreppan mun verða landinu erfið – en mun ekki jafnast á við hrunið 2008. Stór hluti af heimilum og fyrirtækjum landsins varð gjaldþrota eftir 50% gengisfall og 20% verðbólguskot. Í kjölfarið var þörf á gríðarlegum kerfisbreytingum í atvinnulífinu sem voru bæði erfiðar, sársaukafullar – og tóku tíma. Ísland er á allt öðrum stað núna. Þessi eilífi hrun-samanburður er ekki mjög hjálplegur til þess að átta sig á þessu efnahagsáfalli sem nú dynur yfir. Ísland mun áfram verða ferðaþjónustuland – þær fjárfestingar sem nú þegar hefur verið lagt í munu koma að gagni í framtíðinni. Eins og staðan er nú er fátt neitt annað hægt að gera en bíða – þar til tíðin batnar.“

3.  Spurning Stundarinar: Hvernig mun þessi COVID-kreppa breyta heiminum, ef hún mun gera það? Hvernig mun hún breyta hagfræðinni? Hvaða lærdómur verður dreginn af henni?

„Það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvaða breytingar munu fylgja í kjölfarið. Augljóslega munu sóttvarnir og viðbúnaðaráætlanir nú verða teknar alvarlega. Mörg fyrirtæki munu nú hugsa um öryggi í framleiðslukeðjum sínum – og leggja áherslu á að sækja aðföng og íhluti nær sér en áður hefur verið. Mögulega munu áhrifin verða þau sömu og árið 1929 – er ríkið þurfti að stíga inn í atvinnulífið og fór ekkert aftur út. Öruggt er að skattar þurfa að hækka í framtíðinni til þess að borga fyrir þau útgjöld sem er stofnað til. Mögulega mun kreppan leiða til pólitísks óstöðugleika og aukinnar sérhyggju í stefnumörkun – en um það er erfitt að spá á þessari stundu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lærdómurinn af heimsfaraldrinum

Fjarstjórnun ekki síður mikilvæg en fjarvinna
ViðtalLærdómurinn af heimsfaraldrinum

Fjar­stjórn­un ekki síð­ur mik­il­væg en fjar­vinna

Það er kúnst að reka fyr­ir­tæki sem reið­ir sig á fjar­vinnu starfs­manna. Þetta seg­ir Bjarney Sonja Ólafs­dótt­ir Brei­dert, fram­kvæmda­stjóri al­þjóð­lega hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæk­is­ins 1x­IN­TER­NET. Hún seg­ir að fólk verði jafn­vel ag­aðra og af­kasta­meira í fjar­vinnu en í hefð­bundnu vinnu­um­hverfi, að því gefnu að hún sé vel skipu­lögð og ferl­ar séu skýr­ir.
Aukin togstreita á milli almennings og elítu
ErlentLærdómurinn af heimsfaraldrinum

Auk­in tog­streita á milli al­menn­ings og elítu

And­stæð­ing­ar hnatt­væð­ing­ar vilja meina að heims­far­ald­ur­inn, sem nú stend­ur yf­ir, sé ekki síst af­leið­ing þess að landa­mæri hafa minni þýð­ingu en áð­ur. Marg­ir sér­fræð­ing­ar á sviði al­þjóða­sam­starfs telja þvert á móti að auk­in al­þjóða­væð­ing sé eina leið­in til að tak­ast á við fjöl­þjóð­leg vanda­mál á borð við kór­óna­veiruna. Al­þjóða­væð­ing­in sé í raun mun flókn­ari og víð­tæk­ari en þorri fólks geri sér grein fyr­ir.
COVID-19 faraldurinn sýnir að það sem sagt var ómögulegt er vel hægt
FréttirLærdómurinn af heimsfaraldrinum

COVID-19 far­ald­ur­inn sýn­ir að það sem sagt var ómögu­legt er vel hægt

Skipt­ar skoð­an­ir eru um hvaða áhrif COVID-19 far­ald­ur­inn muni hafa á ferð­ir fólks til fram­tíð­ar. Fræði­menn telja þó að nú sé færi sem verði að nýta til að draga úr um­hverf­isáhrif­um flugs og ferða­mennsku. Þótt mis­mik­ill­ar bjart­sýni gæti um hvort slíkt geti tek­ist þá hafa að­gerð­ir ríkja heims nú sýnt að hægt er að knýja fram veru­leg­ar breyt­ing­ar á hegð­un og neyslu fólks á mjög stutt­um tíma, sé póli­tísk­ur vilji fyr­ir því.

Mest lesið

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
1
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
7
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Varð vitni að handtöku í leigubílstjóramálinu
9
FréttirÁ vettvangi

Varð vitni að hand­töku í leigu­bíl­stjóra­mál­inu

Í fe­brú­ar var leigu­bíl­stjóri hand­tek­inn, en hann var grun­að­ur um al­var­legt kyn­ferð­is­brot gegn konu sem hafði ver­ið far­þegi í bíl hans. Blaða­mað­ur­inn Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fékk að fylgja lög­reglu eft­ir við rann­sókn máls­ins. En hann varð með­al ann­ars vitni að hand­töku ann­ars sak­born­ings­ins og fékk að sjá meint­an vett­vang glæps­ins.
Birgir segir mistök að ekki sé gert ráð fyrir nýrri kvennadeild á nýja Landspítalanum
10
Fréttir

Birg­ir seg­ir mis­tök að ekki sé gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild á nýja Land­spít­al­an­um

Í störf­um þings­ins ræddu þing­menn ým­is mál. Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir gagn­rýndi Sam­fylk­ing­una, Birg­ir Þór­ar­ins­son benti á myglu­vanda­mál Land­spít­al­ans og sér­stak­lega þá stöðu sem er kom­in upp á kvenna­deild­inni. Gagn­rýndi hann að ekki væri gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild í bygg­ingu nýja Land­spít­al­ans. Jó­hann Páll Jó­hann­es­son benti á að eins og stað­an er í dag geti smá­lána­fyr­ir­tæki not­fært sér neyð fólks og grætt á þeirra stöðu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
9
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár