Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Samheldni og náungakærleikur áberandi í Eyjum

Íbú­ar í Vest­manna­eyj­um virð­ast bregð­ast við ástand­inu sem þar hef­ur skap­ast vegna COVID-19 með æðru­leysi og von um að allt fari á besta veg. Þar hafa meira en hundrað íbúa greinst með kór­óna­veiruna og á þriðja hundrað er í sótt­kví. Dags­ferð Heiðu Helga­dótt­ur ljós­mynd­ara til Eyja breytt­ist í langa helg­ar­ferð þar sem hún varð veð­urteppt í Eyj­um. Það kom ekki að sök, því Eyja­menn tóku henni opn­um örm­um og leyfðu henni að fylgj­ast með óvenju ró­legu mann­líf­inu þar þessa dag­ana. Hún seg­ir sam­heldni þeirra og sam­kennd áber­andi, eins og Hlyn­ur lög­reglu­mað­ur, sem fór með henni víða um Eyj­arn­ar, sagði: „Þetta er af­skap­lega létt og gott sam­fé­lag, all­ir eru mjög sam­huga. Við ætl­um bara að klára þetta sam­an.“

Skimað fyrir COVIDHjörtur Kristjánsson, sóttvarnalæknir í Suðurumdæmi, hefur verið í Eyjum að skima fyrir veirunni.
Sjómaður í sóttkvíHéðinn Karl Magnússon var búinn að vera í sóttkví í tólf daga þegar Heiða ljósmyndari rakst á hann í sínum daglega bíltúr. Hann býr svo vel að eiga „man cave“ niðri á bryggju ásamt vinum sínum, þar sem hann hefur haldið til í sóttkvínni. Hann hafði því dundað sér við að parketleggja og haft í nógu að snúast, en en var þó farinn að hlakka verulega til að losna úr sóttkvínni.
Beðið eftir lækninumErlendur Gunnarsson – Elli Gunna – bíður eftir tíma hjá lækni á heilsugæslunni.
HeimakærDaníel Edward og Jóhanna Björg með dóttur sína Kristínu Rós. Daníel hefur enga vinnu þessa dagana, þar sem hann vinnur á bar sem búið er að loka eins og öðru. Þau segjast engar áhyggjur …
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár