Svíþjóð hefur verið til umræðu í alþjóðasamfélaginu vegna ákvarðana sænskra yfirvalda um að grípa til vægari varúðarráðstafana gegn COVID-19 en nágrannalöndin. Rætt hefur verið um „sænsku tilraunina“ í fjölmiðlum víða um heim. Líkamsræktarstöðvar og veitingastaðir eru ennþá opin ásamt leik- og grunnskólum, auk þess sem 50 manna samkomur eru enn leyfilegar. Samhliða þessu hefur aukningin á alvarlega veikum COVID-19 sjúklingum aukist hratt í byrjun apríl og tala látinna er komin á fimmta hundrað þegar þetta er ritað. Hlífðarbúnaður fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur með COVID-19 sjúklingum hefur því sjaldan verið mikilvægari, en þar hefur skortur ráðið ríkjum líkt og í fleiri löndum. Í lok mars brá Folkhälsomyndigheten, sænsk lýðheilsuyfirvöld, á það ráð að lækka kröfurnar sem gerðar eru um hlífðarbúnað fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Nýju kröfurnar kveða á um andlitshlíf, hanska og stutterma vinnugalla, en enga andlitsgrímu. Þetta gengur í berhögg við kröfur Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sem mælist til þess að heilbrigðisstarfsfólk í COVID-19 framvarðasveitinni …
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
2.390 krónum á mánuði.
Athugasemdir