Þessi grein er meira en ársgömul.

COVID-kreppan verður líklega versta kreppa sögunnar

Banda­ríski hag­fræð­ing­ur­inn Car­men Rein­hart, sem hef­ur skrif­að bók um fjár­málakrepp­ur síð­ustu 600 ára, seg­ir að COVID-krepp­an sé bæði ein­stök og sögu­leg. Krepp­an mun lík­lega hafa verri skamm­tíma­áhrif í Banda­ríkj­un­um en Krepp­an mikla á fjórða ára­tugn­um og er tal­ið að at­vinnu­leys­ið verði um 32 pró­sent. Á Ís­landi má full­yrða að þetta verð­ur dýpsta kreppa sög­unn­ar þar sem raun­hag­kerfi lands­ins hef­ur hrun­ið tíma­bund­ið og at­vinnu­leysi fer yf­ir 10 pró­sent. Þetta gerð­ist aldrei eft­ir banka­hrun­ið 2008.

Banda­ríski hag­fræð­ing­ur­inn Car­men Rein­hart, sem hef­ur skrif­að bók um fjár­málakrepp­ur síð­ustu 600 ára, seg­ir að COVID-krepp­an sé bæði ein­stök og sögu­leg. Krepp­an mun lík­lega hafa verri skamm­tíma­áhrif í Banda­ríkj­un­um en Krepp­an mikla á fjórða ára­tugn­um og er tal­ið að at­vinnu­leys­ið verði um 32 pró­sent. Á Ís­landi má full­yrða að þetta verð­ur dýpsta kreppa sög­unn­ar þar sem raun­hag­kerfi lands­ins hef­ur hrun­ið tíma­bund­ið og at­vinnu­leysi fer yf­ir 10 pró­sent. Þetta gerð­ist aldrei eft­ir banka­hrun­ið 2008.

Efnahagskreppan sem Covid-faraldurinn kallar nú yfir hagkerfi heimsins mun hafa miklu verri afleiðingar en kreppan eftir alþjóðlegu fjármálakrísuna um haustið 2008. Þettta er mat Barry Eichengreens, prófessors í hagfræði og stjórnmálafræði við Háskólann í Berkeley í Bandaríkjunum, sem skrifað hefur margar bækur og fræðigreinar um efnahagshrun og -kreppur.

„Þessi kreppa verður, djúp, ekki spurning, bæði í Bandaríkjunum og alþjóðlega og nær örugglega dýpri en kreppan eftir 2008,“ segir Eichengreen.

Í svari til Stundarinnar segir hann að munurinn á þessari efnahagskrepppu og einnig Kreppunni miklu á fjórða áratugnum sé að nú hrynji raunhagkerfið. „Sérhver óhamingjusöm fjölskylda er óhamingjusöm á sinn hátt, sagði Leo Tolstoy, og sérhver efnhagskreppa er einstök. Kreppurnar sem riðu yfir heiminn eftir 1929 og 2008 voru kreppur sem leiddu til hruns í heildareftirspurn [e agrregate demand] í samfélaginu. Þessi kreppa felur í sér hrun raunhagkerfisins [e. Real economy], þar sem verksmiðjur og fyrirtæki munu loka, og mun það leiða til hruns á heildarframboði [e. aggregate supply] í samfélaginu.“

Stundin leitaði til nokkurra sérfræðinga á sviði hagfræði og hagsögu og bað þá að velta fyrir sér þeirri efnahagskreppu sem heimurinn stendur nú frammi fyrir í kjölfar Covid-faraldursins.  Blaðið bað sérfræðingana að velta fyrir sér afleiðingum þess að hagkerfi heimsins hafa nær lokast samhliða því sem ríki heimsins reyna að verjast útbreiðslu sjúkdómsins og þess mannlega og efnahagslega fjörtjóns sem af honum hefur hlotist.

Þegar raunhagkerfið hrynur

Eitt af því sem gerir þessa kreppu svo sérstaka er að nánast á einu nóttu var skrúfað fyrir tekjustreymi inn í svo mörg fyrirtæki, meðal annars í ferðaþjónustu á Íslandi. Það er þetta atriði sem Barry Eichengreen kemur inn á þegar hann talar um  að þessi kreppa feli í sér hrun raunhagkerfisins. Ekki eru mörg fordæmi fyrir því í sögunni að tekjustreymi svo margra fyrirtækja, í svo mörgum löndum, hafi stöðvast  á nánast sama tíma. Ljósin slokknuðu eiginlega í hagkerfunum samtímis og öll starfsemi þeirra lamaðist að hluta eða stóru leyti. 

Eigandi fataverslunarinnar Geysis, Jóhann Guðlaugsson, kom ágætlega inn á þetta í nýlegu viðtali við Stundina þar sem bar saman þetta ástand við stöðuna árið 2008. „Fyrri kreppa, árið 2008, snerist um efnahagsreikning fyrirtækja þar sem skuldsetning óx svo mikið, skuldir hækkuðu. Það sem er að gerast núna er að tekjur fyrirtækja eru að fara niður í nánast ekki neitt og efnahagshjólin eru að hætta að snúast. Þetta gerðist ekki í fyrri kreppu þar sem það gerðist að fyrirtæki skiptu kannski um eigendur. Fyrirtækin hættu ekki að fá tekjur þá. Ég á von á því að við séum að fara að sjá dýpri kreppu en eftir bankahrunið og það mun þurfa ansi sterkt handafl til að komast út úr því. Þetta eiga eftir að verða skrítnir tímar,“ sagði Jóhann við Stundina um miðjan mars.  

Höggið af Covid-faraldrinum varð strax mikið fyrir flugfélög, ferðaþjónustufyrirtæki, en einnig minni fyrirtæki eins og marga veitingastaði, verslanir og kaffihús sem reiða sig á sölu þjónustu. Á Íslandi lokaði einn vinsælasti ferðmannastaður landsins, Bláa lónið, nær samstundis, Icelandair sagði upp fjölda manns tímabundið með nýtingu hlutabótaleiðarinnar og hótelin í landinu standa auð. Samtímis í Svíþjóð, til dæmis, lokaði bílaframleiðendurnir Volvo og Scania verksmiðjum sínum tímabundið, flugfélögin SAS og Norwegian tilkynntu um mörg hundruð manna tímabundnar uppsagnir og verslanir fatarisans H&M tilkynntu 50 prósent sölusamdrátt í verslunum sínum í  mars.  

Sambærileg dæmi væri hægt að taka frá öllum löndum heimsins; alls staðar eru sögurnar eins þegar tekjurnar hætta að koma í kassann. 

Slökk á heilu atvinnugreinunumGylfi Magnússon hagfræðingur talar um það hvernig heilu atvinnugreinarnar hafi lokað í kjölfar Covid-faraldursins.

Heilu atvinnugreinunum lokað

Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi viðskiptaráðherra, kemur inn á þetta atriði í sínu mati á stöðunni. Hann segir einnig að það sem geri atburðina í Covid-faraldrinum sérstakan sé hversu hraðar hinar efnahagslegu afleiðingar voru. „Enginn vafi leikur á því að veirufaraldurinn sem nú skekur heimsbyggðina mun hafa veruleg áhrif á efnahagslíf heimsins. Samdrátturinn nú er mun hraðari en áður eru dæmi um og að því leyti ólíkur fyrri áföllum. Skýrar hagtölur eða spár liggja ekki fyrir. Þó virðist óhætt að fullyrða að framleiðsla á vörum og þjónustu hefur dregist saman um tugi prósenta á nokkrum vikum í þeim löndum og svæðum þar sem brugðist hefur verið harkalega við til að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar. Heilu atvinnugreinunum hefur ýmist verið lokað af yfirvöldum eða eftirspurn hrunið nær algjörlega. Í mörgum öðrum atvinnugreinum er ekki með góðu móti hægt að halda uppi starfsemi vegna þess að aðfangakeðjur hafa rofnað eða starfsfólk kemst ekki til vinnu,“ segir Gylfi. 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lærdómurinn af heimsfaraldrinum

Fjarstjórnun ekki síður mikilvæg en fjarvinna
ViðtalLærdómurinn af heimsfaraldrinum

Fjar­stjórn­un ekki síð­ur mik­il­væg en fjar­vinna

Það er kúnst að reka fyr­ir­tæki sem reið­ir sig á fjar­vinnu starfs­manna. Þetta seg­ir Bjarney Sonja Ólafs­dótt­ir Brei­dert, fram­kvæmda­stjóri al­þjóð­lega hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæk­is­ins 1x­IN­TER­NET. Hún seg­ir að fólk verði jafn­vel ag­aðra og af­kasta­meira í fjar­vinnu en í hefð­bundnu vinnu­um­hverfi, að því gefnu að hún sé vel skipu­lögð og ferl­ar séu skýr­ir.
Túristahrunið
Þórarinn Leifsson
PistillLærdómurinn af heimsfaraldrinum

Þórarinn Leifsson

Túrista­hrun­ið

Ís­land er tómt og vor­ið 1989 er kom­ið aft­ur. Það er bara kort­er í að við bönn­um bjór­inn, sam­komu­bann­ið var upp­hit­un. Djöf­ull var þetta samt skemmti­leg ver­tíð.
Aukin togstreita á milli almennings og elítu
FréttirLærdómurinn af heimsfaraldrinum

Auk­in tog­streita á milli al­menn­ings og elítu

And­stæð­ing­ar hnatt­væð­ing­ar vilja meina að heims­far­ald­ur­inn, sem nú stend­ur yf­ir, sé ekki síst af­leið­ing þess að landa­mæri hafa minni þýð­ingu en áð­ur. Marg­ir sér­fræð­ing­ar á sviði al­þjóða­sam­starfs telja þvert á móti að auk­in al­þjóða­væð­ing sé eina leið­in til að tak­ast á við fjöl­þjóð­leg vanda­mál á borð við kór­óna­veiruna. Al­þjóða­væð­ing­in sé í raun mun flókn­ari og víð­tæk­ari en þorri fólks geri sér grein fyr­ir.
COVID-19 faraldurinn sýnir að það sem sagt var ómögulegt er vel hægt
FréttirLærdómurinn af heimsfaraldrinum

COVID-19 far­ald­ur­inn sýn­ir að það sem sagt var ómögu­legt er vel hægt

Skipt­ar skoð­an­ir eru um hvaða áhrif COVID-19 far­ald­ur­inn muni hafa á ferð­ir fólks til fram­tíð­ar. Fræði­menn telja þó að nú sé færi sem verði að nýta til að draga úr um­hverf­isáhrif­um flugs og ferða­mennsku. Þótt mis­mik­ill­ar bjart­sýni gæti um hvort slíkt geti tek­ist þá hafa að­gerð­ir ríkja heims nú sýnt að hægt er að knýja fram veru­leg­ar breyt­ing­ar á hegð­un og neyslu fólks á mjög stutt­um tíma, sé póli­tísk­ur vilji fyr­ir því.
„Prófraun á siðferðisstyrk okkar jarðarbúa“
Vilhjálmur Árnason
PistillLærdómurinn af heimsfaraldrinum

Vilhjálmur Árnason

„Prófraun á sið­ferð­is­styrk okk­ar jarð­ar­búa“

Við þurf­um að taka ákvarð­an­ir um sið­ferð­is­leg verð­mæti okk­ar.
Styrkurinn í varnarleysinu
Sigríður Þorgeirsdóttir
PistillLærdómurinn af heimsfaraldrinum

Sigríður Þorgeirsdóttir

Styrk­ur­inn í varn­ar­leys­inu

Sig­ríð­ur Þor­geirs­dótt­ir heim­spek­ing­ur ræð­ir um áhrif­in og lær­dóm­inn heims­byggð­ar­inn­ar af COVID-far­aldr­in­um.

Nýtt á Stundinni

Þingmaður Samfylkingarinnar vill fá svör frá ráðherra um ofrukkanir á sölu rafmagns
FréttirViðskiptin með Íslenska orkumiðlun

Þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar vill fá svör frá ráð­herra um of­rukk­an­ir á sölu raf­magns

Einn af þing­mönn­um Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Jó­hann Páll Jó­hanns­son, hef­ur sent fyr­ir­spurn í 16. lið­um til Guð­laugs Þórs Þórð­ar­son­ar, ráð­herra orku­mála. Við­skipta­hætt­ir N1 Raf­magns hafa vak­ið mikla at­hygli síð­ustu vik­urn­ar.
Sænskt stórblað fjallar um launamál Björns Zoëga og spyr hvort hann sé ofurmaður
FréttirLaun Björns Zoega

Sænskt stór­blað fjall­ar um launa­mál Björns Zoëga og spyr hvort hann sé of­ur­mað­ur

Í öðr­um leið­ara Dagens Nyheter í dag er fjall­að um laun Björns Zoega, for­stjóra Karol­inska-sjúkra­húss­ins í Sví­þjóð, og er launa­hækk­un hans sett í sam­hengi við hækk­an­ir hjá hjúkr­un­ar­fræð­ing­um. Blað­ið skil­ur ekki hvernig Björn get­ur ver­ið í tveim­ur störf­um í Sví­þjóð og Ís­landi.
80 ár í dag frá Wannsee-fundinum — hverjir sátu þennan skelfilega fund?
Illugi Jökulsson
Flækjusagan

Illugi Jökulsson

80 ár í dag frá Wann­see-fund­in­um — hverj­ir sátu þenn­an skelfi­lega fund?

Það gerð­ist fyr­ir slétt­um 80 ár­um. Fimmtán karl­ar á miðj­um aldri komu sam­an á ráð­stefnu í svo­lít­illi höll við Wann­see-vatn spöl­korn suð­vest­ur af Berlín. Við vatn­ið voru og eru Berlín­ar­bú­ar van­ir að hafa það huggu­legt og njóta úti­lífs en þá var há­vet­ur og ekki marg­ir á ferli sem fylgd­ust með hverri svartri límús­ín­unni af ann­arri renna að höll­inni aft­an­verðri og...
634. spurningaþraut: Hvað gerir Valdimar þegar hann nennir ekki að horfa á klukkuna?
Þrautir10 af öllu tagi

634. spurn­inga­þraut: Hvað ger­ir Valdi­mar þeg­ar hann nenn­ir ekki að horfa á klukk­una?

Fyrri auka­spurn­ing: Hver er karl­inn hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  „Sæl­ir eru hóg­vær­ir, því þeir munu erfa land­ið.“ Hver mælti svo? 2.  En hvernig er fram­hald­ið á orð­um sem við­komndi sagði líka: „Sæl­ir eru sorg­bitn­ir því þeir munu ...“ 3.  Þeg­ar söngv­ar­inn Valdi­mar er orð­inn leið­ur á að horfa á klukk­una, þótt vís­arn­ir fær­ist varla úr stað, og líka að...
Segja yfirlýsinguna ekki í nafni alls starfsfólks SÁÁ
FréttirSjúkratryggingar kæra SÁÁ

Segja yf­ir­lýs­ing­una ekki í nafni alls starfs­fólks SÁÁ

Yf­ir­lýs­ing frá starfs­fólki SÁÁ var ekki bor­in und­ir allt starfs­fólk sam­tak­anna áð­ur en hún var send til fjöl­miðla í gær, sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar. „Hún var skrif­uð fyr­ir okk­ar hönd án okk­ar vit­und­ar,“ seg­ir starfs­mað­ur sem Stund­in ræddi við. Fleira starfs­fólk sem rætt var við tók í sama streng en aðr­ir sögð­ust treysta stjórn SÁÁ til að tala fyr­ir hönd starfs­fólks enda sé það gert í góðri trú.
Orkustofnun vill koma í veg fyrir að N1 ofrukki neytendur fyrir rafmagnið
FréttirViðskiptin með Íslenska orkumiðlun

Orku­stofn­un vill koma í veg fyr­ir að N1 of­rukki neyt­end­ur fyr­ir raf­magn­ið

Orku­stofn­un ætl­ar að beita sér gegn því að N1 raf­magn of­rukki við­skipta­vini sína sem koma í gegn­um hina svo­köll­uðu þrauta­vara­leið. Sam­keppn­is­að­il­ar N1 raf­magns hafa ver­ið harð­orð­ir í garð fyr­ir­tæk­is­ins.
Hægan nú, svikari Önnu Frank er EKKI fundinn!
Illugi Jökulsson
Flækjusagan

Illugi Jökulsson

Hæg­an nú, svik­ari Önnu Frank er EKKI fund­inn!

Fyr­ir fá­ein­um dægr­um fóru um heims­byggð­ina frétt­ir af því að rann­sókn­ar­menn með full­komn­ustu tæki, tól og öll gögn hefðu nú af­hjúp­að sann­leik­ann um það hver sveik Önnu Frank og fjöl­skyldu henn­ar í hend­ur þýsku her­náms­yf­ir­vald­anna í Hol­land 1944. Það var hol­lensk­ur fjöl­miðla­mað­ur, Pieter van Twisk, sem setti sam­an rann­sókn­ar­hóp­inn og voru í hon­um meira en tutt­ugu manns, bún­ir nýj­ustu græj­um...
633. spurningaþraut: Hér er meðal annars sögð saga kvennamála karls nokkurs
Þrautir10 af öllu tagi

633. spurn­inga­þraut: Hér er með­al ann­ars sögð saga kvenna­mála karls nokk­urs

Fyrri auka­spurn­ing: Hvað er á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hver skrif­aði bók­ina Skálda­tíma, sem fól með­al ann­ars í sér upp­gjör við stuðn­ing höf­und­ar við komm­ún­ismann? 2.  Ár­ið 1920 hóf starf­semi sína í traust­byggðu húsi við Skóla­vörðu­stíg í Reykja­vík stofn­un sem þótti mik­il­vægt merki þess að Ís­land væri nú orð­ið full­valda ríki. Hvaða stofn­un var það? 3.  Hvað...
Sigmundur Ernir skáldar um Sjálfsstæðisflokkinn
Blogg

Stefán Snævarr

Sig­mund­ur Ern­ir skáld­ar um Sjálfs­stæð­is­flokk­inn

Rit­stjóri Frétta­blaðs­ins, Sig­mund­ur Ern­ir Rún­ars­son, er eins og al­þjóð veit skáld og sýn­ir skáld­leg til­þrif í ný­leg­um leið­ara. Í hon­um má finna lof­gerðaróð um Sjálfs­stæð­is­flokk for­tíð­ar­inn­ar og drög að sálmi um  hinn ginn­helga frjálsa mark­að. Flokk­ur­inn hafi á ár­um áð­ur bar­ist gegn rík­is­af­skipt­um, fyr­ir ein­stak­lings­frelsi og frjáls­um við­skipt­um. En á síð­ari ár­um hafi hann snú­ist gegn hinni goðum­líku frjáls­hyggju,...
Segja Sjúkratryggingar vega gróflega að starfsheiðri starfsfólks SÁÁ
FréttirSjúkratryggingar kæra SÁÁ

Segja Sjúkra­trygg­ing­ar vega gróf­lega að starfs­heiðri starfs­fólks SÁÁ

Starfs­fólk SÁÁ mót­mæl­ir „harka­lega ásök­un­um“ Sjúkra­trygg­inga Ís­lands varð­andi þjón­ustu sem ráð­gjaf­ar SÁÁ hafi veitt í heims­far­aldri og segja að með máls­með­ferð Sjúkra­trygg­inga sé veg­ið gróf­lega að starfs­heiðri, trú­verð­ug­leika og trausti starfs­manna og starf­semi SÁÁ.
Framkvæmdastjórn SÁÁ slegin vegna lögreglukæru
FréttirSjúkratryggingar kæra SÁÁ

Fram­kvæmda­stjórn SÁÁ sleg­in vegna lög­reglukæru

„Fram­kvæmda­stjórn SÁÁ harm­ar þann far­veg sem mál­ið er kom­ið í,“ seg­ir í til­kynn­ingu fram­kvæmda­stjórn­ar SÁÁ sem Ein­ar Her­manns­son, formað­ur sam­tak­anna, sendi fjöl­miðl­um. Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands kærðu sam­tök­in til embætt­is hér­aðssak­sókn­ara fyr­ir „gríð­ar­legt magn“ til­hæfu­lausra reikn­inga.
632. spurningaþraut: Stjórnarskrá, flóðsvín, Vigdís og ævafornt fyrirtæki
Þrautir10 af öllu tagi

632. spurn­inga­þraut: Stjórn­ar­skrá, flóðsvín, Vig­dís og æva­fornt fyr­ir­tæki

Hér er fyrri auka­spurn­ing­in, mér finnst ég hafa spurt að þessu áð­ur, en hér er hún: Hvaða dýr má sjá á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvaða ár fengu Ís­lend­ing­ar fyrstu stjórn­ar­skrá sína? 2.  Chiș­inău heit­ir höf­uð­borg Evr­ópu­rík­is eins, þótt hluti íbú­anna, sem eru af öðr­um upp­runa en meiri­hlut­inn, kalli hana Kis­inév. Hvaða ríki er þetta? 3.  Flóðsvín eru...