COVID-kreppan verður líklega versta kreppa sögunnar

Banda­ríski hag­fræð­ing­ur­inn Car­men Rein­hart, sem hef­ur skrif­að bók um fjár­málakrepp­ur síð­ustu 600 ára, seg­ir að COVID-krepp­an sé bæði ein­stök og sögu­leg. Krepp­an mun lík­lega hafa verri skamm­tíma­áhrif í Banda­ríkj­un­um en Krepp­an mikla á fjórða ára­tugn­um og er tal­ið að at­vinnu­leys­ið verði um 32 pró­sent. Á Ís­landi má full­yrða að þetta verð­ur dýpsta kreppa sög­unn­ar þar sem raun­hag­kerfi lands­ins hef­ur hrun­ið tíma­bund­ið og at­vinnu­leysi fer yf­ir 10 pró­sent. Þetta gerð­ist aldrei eft­ir banka­hrun­ið 2008.

Banda­ríski hag­fræð­ing­ur­inn Car­men Rein­hart, sem hef­ur skrif­að bók um fjár­málakrepp­ur síð­ustu 600 ára, seg­ir að COVID-krepp­an sé bæði ein­stök og sögu­leg. Krepp­an mun lík­lega hafa verri skamm­tíma­áhrif í Banda­ríkj­un­um en Krepp­an mikla á fjórða ára­tugn­um og er tal­ið að at­vinnu­leys­ið verði um 32 pró­sent. Á Ís­landi má full­yrða að þetta verð­ur dýpsta kreppa sög­unn­ar þar sem raun­hag­kerfi lands­ins hef­ur hrun­ið tíma­bund­ið og at­vinnu­leysi fer yf­ir 10 pró­sent. Þetta gerð­ist aldrei eft­ir banka­hrun­ið 2008.

Efnahagskreppan sem Covid-faraldurinn kallar nú yfir hagkerfi heimsins mun hafa miklu verri afleiðingar en kreppan eftir alþjóðlegu fjármálakrísuna um haustið 2008. Þettta er mat Barry Eichengreens, prófessors í hagfræði og stjórnmálafræði við Háskólann í Berkeley í Bandaríkjunum, sem skrifað hefur margar bækur og fræðigreinar um efnahagshrun og -kreppur.

„Þessi kreppa verður, djúp, ekki spurning, bæði í Bandaríkjunum og alþjóðlega og nær örugglega dýpri en kreppan eftir 2008,“ segir Eichengreen.

Í svari til Stundarinnar segir hann að munurinn á þessari efnahagskrepppu og einnig Kreppunni miklu á fjórða áratugnum sé að nú hrynji raunhagkerfið. „Sérhver óhamingjusöm fjölskylda er óhamingjusöm á sinn hátt, sagði Leo Tolstoy, og sérhver efnhagskreppa er einstök. Kreppurnar sem riðu yfir heiminn eftir 1929 og 2008 voru kreppur sem leiddu til hruns í heildareftirspurn [e agrregate demand] í samfélaginu. Þessi kreppa felur í sér hrun raunhagkerfisins [e. Real economy], þar sem verksmiðjur og fyrirtæki munu loka, og mun það leiða til hruns á heildarframboði [e. aggregate supply] í samfélaginu.“

Stundin leitaði til nokkurra sérfræðinga á sviði hagfræði og hagsögu og bað þá að velta fyrir sér þeirri efnahagskreppu sem heimurinn stendur nú frammi fyrir í kjölfar Covid-faraldursins.  Blaðið bað sérfræðingana að velta fyrir sér afleiðingum þess að hagkerfi heimsins hafa nær lokast samhliða því sem ríki heimsins reyna að verjast útbreiðslu sjúkdómsins og þess mannlega og efnahagslega fjörtjóns sem af honum hefur hlotist.

Þegar raunhagkerfið hrynur

Eitt af því sem gerir þessa kreppu svo sérstaka er að nánast á einu nóttu var skrúfað fyrir tekjustreymi inn í svo mörg fyrirtæki, meðal annars í ferðaþjónustu á Íslandi. Það er þetta atriði sem Barry Eichengreen kemur inn á þegar hann talar um  að þessi kreppa feli í sér hrun raunhagkerfisins. Ekki eru mörg fordæmi fyrir því í sögunni að tekjustreymi svo margra fyrirtækja, í svo mörgum löndum, hafi stöðvast  á nánast sama tíma. Ljósin slokknuðu eiginlega í hagkerfunum samtímis og öll starfsemi þeirra lamaðist að hluta eða stóru leyti. 

Eigandi fataverslunarinnar Geysis, Jóhann Guðlaugsson, kom ágætlega inn á þetta í nýlegu viðtali við Stundina þar sem bar saman þetta ástand við stöðuna árið 2008. „Fyrri kreppa, árið 2008, snerist um efnahagsreikning fyrirtækja þar sem skuldsetning óx svo mikið, skuldir hækkuðu. Það sem er að gerast núna er að tekjur fyrirtækja eru að fara niður í nánast ekki neitt og efnahagshjólin eru að hætta að snúast. Þetta gerðist ekki í fyrri kreppu þar sem það gerðist að fyrirtæki skiptu kannski um eigendur. Fyrirtækin hættu ekki að fá tekjur þá. Ég á von á því að við séum að fara að sjá dýpri kreppu en eftir bankahrunið og það mun þurfa ansi sterkt handafl til að komast út úr því. Þetta eiga eftir að verða skrítnir tímar,“ sagði Jóhann við Stundina um miðjan mars.  

Höggið af Covid-faraldrinum varð strax mikið fyrir flugfélög, ferðaþjónustufyrirtæki, en einnig minni fyrirtæki eins og marga veitingastaði, verslanir og kaffihús sem reiða sig á sölu þjónustu. Á Íslandi lokaði einn vinsælasti ferðmannastaður landsins, Bláa lónið, nær samstundis, Icelandair sagði upp fjölda manns tímabundið með nýtingu hlutabótaleiðarinnar og hótelin í landinu standa auð. Samtímis í Svíþjóð, til dæmis, lokaði bílaframleiðendurnir Volvo og Scania verksmiðjum sínum tímabundið, flugfélögin SAS og Norwegian tilkynntu um mörg hundruð manna tímabundnar uppsagnir og verslanir fatarisans H&M tilkynntu 50 prósent sölusamdrátt í verslunum sínum í  mars.  

Sambærileg dæmi væri hægt að taka frá öllum löndum heimsins; alls staðar eru sögurnar eins þegar tekjurnar hætta að koma í kassann. 

Slökk á heilu atvinnugreinunumGylfi Magnússon hagfræðingur talar um það hvernig heilu atvinnugreinarnar hafi lokað í kjölfar Covid-faraldursins.

Heilu atvinnugreinunum lokað

Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi viðskiptaráðherra, kemur inn á þetta atriði í sínu mati á stöðunni. Hann segir einnig að það sem geri atburðina í Covid-faraldrinum sérstakan sé hversu hraðar hinar efnahagslegu afleiðingar voru. „Enginn vafi leikur á því að veirufaraldurinn sem nú skekur heimsbyggðina mun hafa veruleg áhrif á efnahagslíf heimsins. Samdrátturinn nú er mun hraðari en áður eru dæmi um og að því leyti ólíkur fyrri áföllum. Skýrar hagtölur eða spár liggja ekki fyrir. Þó virðist óhætt að fullyrða að framleiðsla á vörum og þjónustu hefur dregist saman um tugi prósenta á nokkrum vikum í þeim löndum og svæðum þar sem brugðist hefur verið harkalega við til að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar. Heilu atvinnugreinunum hefur ýmist verið lokað af yfirvöldum eða eftirspurn hrunið nær algjörlega. Í mörgum öðrum atvinnugreinum er ekki með góðu móti hægt að halda uppi starfsemi vegna þess að aðfangakeðjur hafa rofnað eða starfsfólk kemst ekki til vinnu,“ segir Gylfi. 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lærdómurinn af heimsfaraldrinum

Fjarstjórnun ekki síður mikilvæg en fjarvinna
ViðtalLærdómurinn af heimsfaraldrinum

Fjar­stjórn­un ekki síð­ur mik­il­væg en fjar­vinna

Það er kúnst að reka fyr­ir­tæki sem reið­ir sig á fjar­vinnu starfs­manna. Þetta seg­ir Bjarney Sonja Ólafs­dótt­ir Brei­dert, fram­kvæmda­stjóri al­þjóð­lega hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæk­is­ins 1x­IN­TER­NET. Hún seg­ir að fólk verði jafn­vel ag­aðra og af­kasta­meira í fjar­vinnu en í hefð­bundnu vinnu­um­hverfi, að því gefnu að hún sé vel skipu­lögð og ferl­ar séu skýr­ir.
Túristahrunið
Þórarinn Leifsson
PistillLærdómurinn af heimsfaraldrinum

Þórarinn Leifsson

Túrista­hrun­ið

Ís­land er tómt og vor­ið 1989 er kom­ið aft­ur. Það er bara kort­er í að við bönn­um bjór­inn, sam­komu­bann­ið var upp­hit­un. Djöf­ull var þetta samt skemmti­leg ver­tíð.
Aukin togstreita á milli almennings og elítu
FréttirLærdómurinn af heimsfaraldrinum

Auk­in tog­streita á milli al­menn­ings og elítu

And­stæð­ing­ar hnatt­væð­ing­ar vilja meina að heims­far­ald­ur­inn, sem nú stend­ur yf­ir, sé ekki síst af­leið­ing þess að landa­mæri hafa minni þýð­ingu en áð­ur. Marg­ir sér­fræð­ing­ar á sviði al­þjóða­sam­starfs telja þvert á móti að auk­in al­þjóða­væð­ing sé eina leið­in til að tak­ast á við fjöl­þjóð­leg vanda­mál á borð við kór­óna­veiruna. Al­þjóða­væð­ing­in sé í raun mun flókn­ari og víð­tæk­ari en þorri fólks geri sér grein fyr­ir.
COVID-19 faraldurinn sýnir að það sem sagt var ómögulegt er vel hægt
FréttirLærdómurinn af heimsfaraldrinum

COVID-19 far­ald­ur­inn sýn­ir að það sem sagt var ómögu­legt er vel hægt

Skipt­ar skoð­an­ir eru um hvaða áhrif COVID-19 far­ald­ur­inn muni hafa á ferð­ir fólks til fram­tíð­ar. Fræði­menn telja þó að nú sé færi sem verði að nýta til að draga úr um­hverf­isáhrif­um flugs og ferða­mennsku. Þótt mis­mik­ill­ar bjart­sýni gæti um hvort slíkt geti tek­ist þá hafa að­gerð­ir ríkja heims nú sýnt að hægt er að knýja fram veru­leg­ar breyt­ing­ar á hegð­un og neyslu fólks á mjög stutt­um tíma, sé póli­tísk­ur vilji fyr­ir því.
„Prófraun á siðferðisstyrk okkar jarðarbúa“
Vilhjálmur Árnason
PistillLærdómurinn af heimsfaraldrinum

Vilhjálmur Árnason

„Prófraun á sið­ferð­is­styrk okk­ar jarð­ar­búa“

Við þurf­um að taka ákvarð­an­ir um sið­ferð­is­leg verð­mæti okk­ar.
Styrkurinn í varnarleysinu
Sigríður Þorgeirsdóttir
PistillLærdómurinn af heimsfaraldrinum

Sigríður Þorgeirsdóttir

Styrk­ur­inn í varn­ar­leys­inu

Sig­ríð­ur Þor­geirs­dótt­ir heim­spek­ing­ur ræð­ir um áhrif­in og lær­dóm­inn heims­byggð­ar­inn­ar af COVID-far­aldr­in­um.

Nýtt á Stundinni

Rísa upp gegn misrétti, ofbeldi og niðurlægingu
Fréttir

Rísa upp gegn mis­rétti, of­beldi og nið­ur­læg­ingu

Mót­mæl­in vegna dauða Geor­ge Floyd hafa varp­að kast­ljósi á elsta og rót­grón­asta vanda­mál Banda­ríkj­anna. Að­gerða­sinn­ar og skipu­leggj­end­ur mót­mæla segja að kom­ið sé að löngu tíma­bæru upp­gjöri við þá kyn­þátta­hyggju sem gegn­sýr­ir allt dag­legt líf og póli­tík vest­an­hafs. Banda­ríska lög­regl­an er sögð órjúf­an­leg­ur hluti af kerfi sem hef­ur frá upp­hafi nið­ur­lægt blökku­fólk og beitt það skipu­lögðu póli­tísku of­beldi fyr­ir hönd hvíta meiri­hlut­ans.
Félagsuppbygging eða aktívismi
Andri Sigurðsson
Blogg

Andri Sigurðsson

Fé­lags­upp­bygg­ing eða aktív­ismi

Aktív­ismi hef­ur orð­ið að meg­in að­ferð rót­tæka vinst­ris­ins í Norð­ur-Am­er­íku. Aktív­ism­inn hef­ur orð­ið fyr­ir val­inu án þess að herfræði­legt gildi hans hafi ver­ið hug­leitt síð­ustu 30 ár í það minnsta og út­kom­an hef­ur ver­ið lak­ari en efni stóðu til. Þónokkr­ar ástæð­ur er fyr­ir því að aktív­ismi skil­ar ekki þeim ár­angri sem við vild­um. En hérna verð­ur því hald­ið fram að...
Ólafur Hand sýknaður: Lýsingar á atburðum þóttu ekki ríma við áverka
Fréttir

Ólaf­ur Hand sýkn­að­ur: Lýs­ing­ar á at­burð­um þóttu ekki ríma við áverka

Lands­rétt­ur hef­ur snú­ið við dómi yf­ir Ólafi William Hand sem hafði ver­ið dæmd­ur fyr­ir al­var­legt of­beldi gegn barn­s­móð­ur sinni. Óum­deilt þyk­ir að hún hafi ruðst óboð­in inn á heim­ili Ól­afs.
Skemmtiferð á vígvöllinn?
Illugi Jökulsson
Pistill

Illugi Jökulsson

Skemmti­ferð á víg­völl­inn?

Er hlut­verk sjón­varps­frétta að myndskreyta at­burði und­an­far­ins sól­ar­hrings eða skil­greina og skýra það mik­il­væg­asta?
Öðruvísi þjóðhátíðardagur, kvennahlaup, hljóð og orð
Stundarskráin

Öðru­vísi þjóð­há­tíð­ar­dag­ur, kvenna­hlaup, hljóð og orð

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 5. til 18. júní.
Syrgir líkamann og lífið sem hún átti á sama tíma og hún þarf að berjast við kerfið
Alexandra Sif Herleifsdóttir
Aðsent

Alexandra Sif Herleifsdóttir og Þórir Ingi Friðriksson

Syrg­ir lík­amann og líf­ið sem hún átti á sama tíma og hún þarf að berj­ast við kerf­ið

Mar­grét Guð­munds­dótt­ir hef­ur hægt og bít­andi misst mátt­inn í lík­am­an­um og lam­ast vegna MS-sjúk­dóms­ins. Nú er svo kom­ið að hún sit­ur föst á Land­spít­al­an­um þar sem hjúkr­un­ar­heim­ili treysta sér ekki til að ann­ast hana. Eig­in­mað­ur henn­ar og dótt­ir skrifa hér op­ið bréf til land­lækn­is og heil­brigð­is­ráð­herra vegna stöð­unn­ar.
Föður dæmt forræði þrátt fyrir fyrri sögu um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir

Föð­ur dæmt for­ræði þrátt fyr­ir fyrri sögu um kyn­ferð­is­brot gegn barni

Rann­sókn á meintu kyn­ferð­is­broti manns gegn barni sínu var felld nið­ur án þess að lækn­is­rann­sókn færi fram á barn­inu eða það væri tek­ið í við­tal í Barna­húsi. Vitn­is­burð­ur tveggja kvenna um brot manns­ins gegn þeim hafði ekki áhrif á nið­ur­stöðu dóm­stóls­ins.
„Við grétum öll saman þennan dag“
ViðtalCovid-19

„Við grét­um öll sam­an þenn­an dag“

Guð­rún Stef­áns­dótt­ir hef­ur unn­ið ým­is þjón­ustu­störf á Radis­son Blu, Hót­el Sögu, þar sem öllu starfs­fólki var sagt var upp í kjöl­far far­ald­urs­ins, alls 110 manns. „Þetta breyt­ir líf­inu.“
Þú ert svertingi
Þorvaldur Gylfason
Pistill

Þorvaldur Gylfason

Þú ert svert­ingi

Þeg­ar stjórn­völd traðka á rétti ein­stak­linga og grafa und­an lýð­ræð­inu.
Elliði varar við því að íslenska lögreglan gæti þurft að vígbúast
FréttirRéttindabarátta blökkufólks

Elliði var­ar við því að ís­lenska lög­regl­an gæti þurft að víg­bú­ast

Um­mæli Ell­iða Vign­is­son­ar, bæj­ar­stjóra Ölfuss, um of­beldi al­mennra borg­ara gegn lög­regl­unni vöktu hörð við­brögð. Hann árétt­ar áhyggj­ur sín­ar af stöðu ís­lensku lög­regl­unn­ar og var­ar við því að hún gæti þurft að vopn­bú­ast enn frek­ar. Af­brota­fræð­ing­ur bend­ir á að ekk­ert styðji full­yrð­ing­ar Ell­iða um vax­andi nei­kvæðni í garð lög­reglu, sem þurfi að fara var­lega í vald­beit­ingu gagn­vart minni­hluta­hóp­um.
Hugleikur
Hús & Hillbilly#1

Hug­leik­ur

Í þess­um fyrsta hlað­varps­þætti Hús & Hill­billy ræð­ir Hug­leik­ur Dags­son með­al ann­ars um mik­il­vægi nið­ur­læg­ing­ar­inn­ar, en hann upp­götvaði tækni til þess að breyta upp­lif­un nið­ur­læg­ing­ar­inn­ar í þeim til­gangi að koma í veg fyr­ir að skamm­ar­leg at­vik dags­ins éti mann upp að inn­an, rétt fyr­ir svefn­inn. Gæti ver­ið námskeið í upp­sigl­ingu?
Helga Vala segir Davíð fáfróðan um mótmælin: „Vitinu virðist naumt skammtað“
FréttirRéttindabarátta blökkufólks

Helga Vala seg­ir Dav­íð fá­fróð­an um mót­mæl­in: „Vit­inu virð­ist naumt skammt­að“

Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, gagn­rýn­ir skrif í Morg­un­blað­inu um mót­mæl­in í Banda­ríkj­un­um. Hún seg­ir Dav­íð Odds­son rit­stjóra ekki hafa skiln­ing á rétt­inda­bar­áttu svartra og lög­reglu­of­beldi.