Nýir stjórnendur kortafyrirtækisins Borgunar eru Brasilíumenn með skrifstofu í London, en félag eigendanna er skráð í skúffu á Cayman-eyjum. Hlutur í fyrirtækinu, sem sinnir færsluhirðingu, kortaútgáfu og útlánaþjónustu, hafði áður verið seldur úr ríkisbankanum Landsbankanum í lokuðu söluferli til aðila sem tengjast Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra.
Í mars var tilkynnt að Íslandsbanki hefði selt 63,5 prósenta hlut sinn í Borgun til félagsins Salt Pay Co Ltd. Samhliða því kaupir Salt Pay einnig hlut Eignarhaldsfélagsins Borgunar slf. í Borgun og eignast þar með 95,9 prósent í Borgun, sem upphaflega var stofnað 1980 og gaf út fyrsta kreditkortið á Íslandi. Samkvæmt heimildum Stundarinnar skoðuðu kaupendurnir einnig félögin Valitor og Korta, sem starfa á sama sviði.
En málaferli standa enn yfir vegna fyrri sölu á hlut í Borgun úr Landsbankanum til fjárfesta og stjórnenda félagsins, en í þeim hópi var Einar Sveinsson, föðurbróðir Bjarna. Sem fjármálaráðherra þá og nú er Bjarni yfir ...
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
1.990 krónum á mánuði.
Athugasemdir