Upptök hugmyndarinnar um óskabókina rek ég til stelpu sem elskaði kvikmyndina Aleinn heima [Hollywood 1990]. Fyrsta myndin í myndaröðinni var nýlega frumsýnd, hún gat ekki beðið eftir framhaldinu um Kevin McCallister, aðalpersónan Kevin var lítið eldri en hún.
Popplykt barst inn um gluggann af því húsið stóð við hlið kvikmyndahúss á meðan ég rakti söguþráð næstu myndar um Kevin: Grænland kom við sögu, framhald næstu myndar, Grænland kom ábyggilega við sögu og næstu –
Nú reyni ég ekki lengur að ímynda mér að almennur áhugi á bóklestri sé í veldissókn eða að vilji til bóklesturs og máttur fari ekki alltaf saman. Almenn augu elta titringinn eða glitrið á skjánum léttar en setningar á þurrum pappír. Bók mun aldrei sigra kapphlaupið um afþreyingartímann. En hvernig bók sem enn hefur ekki verið rituð eða gefin út myndi færa lesanda sínum hinn mesta og besta yndislestur? Fjórtán reyndir lesendur lýsa hér óskabók sinni …
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
2.390 krónum á mánuði.
Athugasemdir