Þessi grein er meira en ársgömul.

Dreifir gleði til að takast á við óttann

Leik­kon­an Edda Björg­vins­dótt­ir er ein þeirra fjöl­mörgu sem hafa skráð sig í bakvarða­sveit und­an­farna daga. Í dag mæt­ir hún til starfa á dval­ar- og hjúkr­un­ar­heim­il­ið Lund á Hellu, ekki þó sem heil­brigð­is­starfs­mað­ur held­ur sem gleði­dreifari. Fað­ir Eddu, 97 ára, dvel­ur á Lundi. Þau feðg­in hafa ekki sést svo vik­um skipt­ir, öðru­vísi en í gegn­um gler, svo bú­ast má við fagn­að­ar­fund­um.

Dreifir gleði til að takast á við óttann
Feðginin Undanfarnar vikur segist Edda hafa hangið á gluggunum á Lundi, þar sem pabbi hennar dvelur, til þess að geta horft á hann meðan hún talar við hann í síma. Hún hittir hann í dag og hlakkar mikið til. Mynd: Úr einkasafni

Um síðustu helgi bókaði Edda Björgvinsdóttir leikkona sig inn á Hótel Stracta á Hellu. Þar hefur hún verið í einangrun í góðu yfirlæti, lifað heilnæmu lífi og umfram allt haldið sig fjarri öllu fólki, í því miði að geta hafið störf á hjúkrunarheimilinu Lundi sem allra fyrst sem meðlimur bakvarðasveitar heimilisins. „Ég get fúslega játað að það er af mjög eigingjörnum forsendum sem ég vil vera einmitt þarna, en auðvitað langar mig líka til að hjálpa við þessar aðstæður. Ég er með skátahjarta eins og pabbi minn og við tökum það mjög alvarlega að gera góðverk einu sinni á dag. Ég slæ tvær flugur í einu höggi með þessu, geri góðverk og fæ að vera nálægt fjölskyldu minni líka. Pabbi minn er nefnilega á þessu hjúkrunarheimili og dóttir mín er þar hjúkrunarforstjóri,“ segir Edda. 

„Ég er með skátahjarta eins og pabbi minn“

Frá því einangrun Eddu hófst á hótelinu hefur hún verið í beinu sambandi við covid-teymi Landspítalans og sparar ekki hrósyrðin um starfsfólk þess. „Ég er svo aðdáunarfull yfir vinnu þessa teymis, sem ég hef verið í stöðugu sambandi við,“ segir Edda. Áður en hún fór í einangrun hafði hún verið í sjálfskipaðri sóttkví svo vikum skipti og meðal annars ekki hitt stóran hluta afkomenda sinna. Nú hafi hún fengið grænt ljós hjá teyminu um að henni sé óhætt að hefja störf. „Nú er ég orðin alveg örugg og hlakka bara alveg ofboðslega til. Fyrsta verk mitt verður að lesa fyrir fólkið á Lundi uppúr bókinni sem ég var byrjuð á áður en heimilið lokaði fyrir heimsóknir – hrikalega skemmtileg bók um hana Guðrúnu Ásmunds, gleðigjafa og vinkonu mína,“ segir hún. 

Lok, lok og læs

Í venjulegu árferði gæti Edda eflaust ekki dvalið langdvölum fyrir austan, enda hefur hún haft mikið að gera í starfi sínu sem leikkona undanfarin ár og mánuði. Hún hefur einmitt nýlokið tökum á bíómynd gerðri eftir bók Auðar Jónsdóttur, Skjálfta, í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur. „Tökum lauk akkúrat þegar allt fór í lás – lok, lok og læs. Fram að því hafði ég verið í tökum hálfa vikuna og hjá pabba á þessu yndislega hjúkrunarheimili, þar sem hann var í hvíldarinnlögn, hinn helming vikunnar. Þá hvarflaði að mér að það væri stórsnjallt hjá mér að semja við Stracta-hótelið á Hellu um að fá að setja mig þar í einangrun í dálítinn tíma, svo að ég geti nú komið á hverjum degi á hjúkrunarheimilið, gert þar eitthvert gagn og dreift gleði til að takast á við óttann. Ég myndi hvort sem er helst vilja hanga þar öllum stundum sem ég hef fríar, til að vera nálægt honum pabba. Það eru allir svo örlátir og fullir af vilja til að hjálpa, þannig að við komumst að dásamlegu samkomulagi, frábæra fólkið á Stracta og ég.“ 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Íslendingar ferðist ekki til útlanda að nauðsynjalausu
FréttirCovid-19

Ís­lend­ing­ar ferð­ist ekki til út­landa að nauð­synja­lausu

Embætti land­lækn­is hvet­ur þau sem þurfa að ferð­ast er­lend­is til að gæta að per­sónu­leg­um sótt­vörn­um og bólu­sett­ir eru hvatt­ir til að fara í sýna­töku við heim­komu.
Engin rök fyrir takmörkunum ef 97% smitaðra veikjast lítið
FréttirCovid-19

Eng­in rök fyr­ir tak­mörk­un­um ef 97% smit­aðra veikj­ast lít­ið

Björn Leví Gunn­ars­son þing­mað­ur seg­ist ekki sjá rök fyr­ir sam­komutak­mörk­un­um ef þorri Covid-smit­aðra sýni væg eða eng­in ein­kenni.
457. spurningaþraut: Hver var Hólmar?
Þrautir10 af öllu tagi

457. spurn­inga­þraut: Hver var Hólm­ar?

Fyrri auka­spurn­ing: Hver er karl­inn hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Lít­ill runni af bjarkarætt er al­geng­ur um mest­allt land. Hann finnst tölu­vert hærra en birki og er al­geng­ur upp í 700 metra hæð, jafn­vel í fjöll­um. Á lág­lendi vex runn­inn í hrísmó­um eða þýfð­um mýr­um og einnig í bland við lyng og víði. Blöð­in eru lít­il og næst­um kringl­ótt,...
Coviðspyrnan hélt upp á „Ivermectin daginn“ og undirbýr framboð
FréttirCovid-19

Covið­spyrn­an hélt upp á „Iver­mect­in dag­inn“ og und­ir­býr fram­boð

Hóp­ur­inn Covið­spyrn­an und­ir for­ystu Jó­hann­es­ar Lofts­son­ar, for­manns Frjáls­hyggju­fé­lags­ins safn­að­ist við Al­þingi og hvatti til notk­un­ar lyfs­ins Iver­mect­in. Ný­lega komu í ljós stór­ir ágall­ar á þekkt­ustu rann­sókn­inni sem sýna átti fram á kosti lyfs­ins.
„Fjárfestingar eru í tísku“
Fréttir

„Fjár­fest­ing­ar eru í tísku“

Sam­kvæmt Ág­ústi Óla Sig­urðs­syni sölu-og mark­að­stjóra er „sexí“ að eiga hluta­bréf og óspenn­andi að eiga pen­ing inni á banka­bók. Fjár­fest­ing­ar seg­ir hann vera í tísku, sér­stak­lega hjá ungu fólki, en sjálf­ur er Ág­úst að verða 25 ára.
456. spurningaþraut: Helsta konan í hópi lærisveina Jesúa frá Nasaret
Þrautir10 af öllu tagi

456. spurn­inga­þraut: Helsta kon­an í hópi læri­sveina Jesúa frá Nasa­ret

Fyrri auka­spurn­ing: Hver er oní þess­ari kistu? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Kunn­ug­ir full­yrða að á Ís­landi sé til sér­stakt dýra­kyn, sem sé bet­ur til for­ystu fall­ið en önn­ur dýr af sömu teg­und. Hvaða dýr er hér um að ræða? 2.  Ætt hinna svo­nefndu Abbasída gegndi í marg­ar ald­ir einu virð­ing­ar­mesta embætti í heimi. Hvaða embætti var það? 3.  Fyr­ir nokkr­um ár­um...
Mótaðist í Öræfum
Fólkið í borginni

Mót­að­ist í Ör­æf­um

Þór­unn Sig­urð­ar­dótt­ir, að­júnkt við Há­skól­ann á Bif­röst, seg­ir dvöl sína á Kvískerj­um hafa mót­að sig.
„Ekki bara ímyndun í hverri og einni konu“
ViðtalÓsýnileiki kvenna í grafískri hönnun

„Ekki bara ímynd­un í hverri og einni konu“

Þrátt fyr­ir að fleiri kon­ur en karl­ar út­skrif­ist úr graf­ískri hönn­un eru kon­ur mun ólík­legri til að gegna stjórn­un­ar­stöð­um í aug­lýs­inga­geir­an­um. Rósa Hrund Kristjáns­dótt­ir er ein slíkra stjórn­enda. Hún hef­ur velt fyr­ir sér hver ástæð­an er.
455. spurningaþraut: Hér er spurt um karla tvo sem fyrirsæta ein lagði lag sitt við, og fleira
Þrautir10 af öllu tagi

455. spurn­inga­þraut: Hér er spurt um karla tvo sem fyr­ir­sæta ein lagði lag sitt við, og fleira

Fyrri auka­spurn­ing: Hvaða stað á Ís­landi má sjá á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  John Dill­in­ger hét mað­ur. Hvað fékkst hann helst við í líf­inu? Svar­ið þarf að vera þokka­lega ná­kvæmt.  2.  Ítal­ir urðu um dag­inn Evr­ópu­meist­ar­ar í fót­bolta karla. En hve marg­ir eru heims­meist­ara­titl­ar þeirra? 3.  Fyr­ir­bæri eitt er til í mörg­um gerð­um en sú al­geng­asta og...
Lifir, hrærist og lærir í listinni
ViðtalHús & Hillbilly

Lif­ir, hrær­ist og lær­ir í list­inni

Ólöf Nor­dal var val­in borg­ar­lista­mað­ur Reykja­vík­ur og sýn­ir nú í Komp­unni, Al­þýðu­hús­inu á Siglu­firði.
Þrjár sjálfsævisögur
Þorvaldur Gylfason
Pistill

Þorvaldur Gylfason

Þrjár sjálfsævi­sög­ur

Þor­vald­ur Gylfa­son fjall­ar um ævi­sög­ur þriggja ís­lenskra bræðra.
Féll tíu metra og varð fíkill
Fréttir

Féll tíu metra og varð fík­ill

Svan­ur Heið­ar Hauks­son hef­ur síð­ustu fjöru­tíu ár ver­ið kval­inn hvern ein­asta dag eft­ir að hann féll fram af hús­þaki. Flest sem gat brotn­að í lík­ama hans brotn­aði og við tók ára­löng dvöl á sjúkra­hús­um. Þeg­ar hann komst á fæt­ur leit­aði hann á náð­ir áfeng­is til að milda kval­irn­ar en eft­ir ára­langa drykkju tókst hon­um loks að losna und­an áfeng­is­böl­inu. Hann veit­ir nú öldr­uðu fólki með vímu­efna­vanda að­stoð og seg­ist ætla að sinna því með­an hann „held­ur heilsu“.