Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Björn Leví segir stjórnvöld ætla að „steypa“ Ísland úr vandanum

Stjórn­ar­and­stað­an legg­ur til að 9 millj­arð­ar fari í ný­sköp­un og sprota­fyr­ir­tæki sem við­brögð við COVID-19 far­aldr­in­um.

Björn Leví segir stjórnvöld ætla að „steypa“ Ísland úr vandanum
Björn Leví Gunnarsson Píratar segja tilefni til að breyta kerfinu á tímum áfalla. Mynd: Pressphotos.biz / Geiri

„Kerfin eiga að geta brugðist við ófyrirséðum atburðum, sér í lagi óvæntum atburðum sem þó gerast reglulega eins og óveður og smitsjúkdómar. Það á að hanna þau á þann hátt að þau þoli álagið og geti brugðist við. Þess vegna er sérstakt tækifæri til þess að breyta og bæta þegar áföll gerast.“ Þetta kemur fram í minnihlutaáliti Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, við fjárfestingarátak ríkisstjórnarinnar, sem nú er til umræðu á Alþingi.

Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa saman lagt fram tillögur um efnahagsaðgerðir til viðbótar við þær sem ríkisstjórnin hefur þegar lagt fram og kynnt. Samtals hljóða tillögur Miðflokksins, Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins upp á 30 milljarða króna á þessu ári. „Flokkarnir eru sammála um að tillögur ríkisstjórnarinnar gangi of skammt hvað varðar aukna opinbera fjárfestingu, stuðning við nýsköpun og nauðsynlega styrkingu velferðarkerfisins vegna Kórónaveirunnar,“ segir í tilkynningu frá flokkunum. „Aðrir hagsmunaaðilar hafa sömuleiðis bent á nauðsynina að meira sé gert. Flokkarnir árétta að þeir munu, eftir sem áður, styðja aðgerðir ríkisstjórnarinnar er miða í rétta átt en telja brýnt að nú sé meira að gert.

Flokkarnir leggja til að 9 milljörðum til viðbótar verði beint inn í tækni, sprota- og skapandi verkefni, viðbótarfjárfestingar í vegakerfinu verði upp á 9 milljarða króna, tæpum 5 milljörðum verði varið í fjárfestingar í hjúkrunarheimilum og öðrum fasteignum hins opinbera, og rúmum 7 milljörðum króna verði varið til velferðarmála. Segja flokkarnir það vonbrigði að ekki hafi náðst þverpólitísk samstaða með ríkisstjórnarflokkunum um efnahagsaðgerðir.

Líkir stöðunni við ónýtan sprengihreyfil

Í minnihlutaálitinu segir Björn Leví verkefnin sem njóta stuðnings í átakinu vera þörf. „Lengi hefur verið kallað eftir flughlaði á Akureyri, akbraut á Egilsstaðaflugvelli, breikkun brúa, framkvæmdum við tengivegi, göngustígum á friðlöndum sem hafa verið undir síauknu álagi undanfarinn áratug, ofanflóðavörnum og stafrænu Íslandi. Hingað til hafa þessi mikilvægu verkefni síendurtekið endað neðarlega á forgangsröðunarlista. Það þurfti neyðarástand til þess að þau hlytu loks meðbyr. Hver veit hversu mörg ár í viðbót hefðu liðið þangað til mörg þessara verkefna hefðu komist á koppinn ef allt hefði gengið sinn vanagang?“

„Það þurfti neyðarástand til þess að þau hlytu loks meðbyr“

Hann segir kerfið þjóna „ímynduðum stöðugleika“, en búa ekki í haginn fyrir tíma ójafnvægis eins og nú séu gengnir í garð. „Í stað orkuskipta yfir í sjálfbærni eru viðbrögð ríkisstjórnarinnar að senda ónýtan sprengihreyfilinn á verkstæði og vonast til þess að hann skrölti áfram í nokkur ár í viðbót,“ skrifar Björn Leví. „Fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar er ætlað að „steypa“ okkur út úr aðsteðjandi vanda og þó það sé gott að fá breiðari brýr og göngustíga inn á þjóðlendur þá er steypa mjög tímabundin lausn til þess að mæta því atvinnuleysi sem nú er spáð. Meiri steypa og malbik reddar byggingariðnaðinum til skamms tíma en það áfall sem íslenskt efnahagslíf gengur nú í gegnum á eftir að valda atvinnuleysi víðar en bara í byggingariðnaðinum. Það þarf að huga betur að orkuskiptum, bæði eiginlegum og hagfræðilegum. Viðbrögð við yfirvofandi vanda verða að byggjast á góðum grunni til framtíðar í stað þess að senda vélina bara í viðgerð. Það þarf bæði að gera við og að uppfæra.“

Stjórnarandstaðan leggur því til að 9,1 milljarður verði lagður í nýsköpun og sprotafyrirtæki. „Hækka verður þak á endurgreiðslum rannsóknar- og þróunarkostnaðar (1,5 milljarðar kr.) en það mun flytja fjölmörg verkefni til landsins. Settur verði 1 milljarður kr. í Tækniþróunarsjóð en það myndi næstum tvöfalda þennan lykilsjóð. Annar milljarður fari í Rannsóknarsjóð og Innviðasjóð. Þá renni hálfur milljarður króna til menningar, íþrótta og lista þar sem verulegt tekjutap hefur orðið vegna faraldursins. Keilir og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum fái 100 millj. kr. og Loftslagssjóður, þar með talið skógrækt, fá hálfan milljarð króna. Þá fái framlög til rannsókna og nýsköpunar í landbúnað (svo sem grænmetisrækt) hálfan milljarð króna. Jafnframt leggur stjórnarandstaðan til tímabundna niðurfellingu eða lækkun tryggingagjalds upp á 4 milljarða kr. fyrir fyrirtæki með sjö eða færri starfsmenn.“

9 milljarðar færu í vegaframkvæmdir og viðhald. „Lagt er til að ráðist verði í mannaflsfrekar framkvæmdir sem hægt er að ráðast í á þessu ári,“ segir í tilkynningunni. „Verður Vegagerðinni falið að meta hvaða verkefni (5 makr) gætu bæst við en þar má nefna t.d. flýtingu á framkvæmdum við Reykjanesbraut, Suðurlandsveg og Vesturlandsveg sé þess kostur. Þá er lagt til að 3 makr verði ráðist í viðhald og tengivegi vegakerfisins þar sem Vegagerðinni verði falið að meta brýnustu verkefnin í hverjum landshluta. Milljarði kr. verður varið í flýtingu framkvæmda vegna skipulagsmála á höfuðborgarsvæðinu og í göngu- og hjólastíga.“

200 þúsund króna eingreiðsla til COVID heilbrigðisstarfsfólks

Þá er lagt til að 4,6 milljarðar fari í fasteignir og aðrar fjárfestingar. „Ráðist verður í átak í uppbyggingu hjúkrunarheimila á Suðvesturhorni landsins fyrir 2 milljarða kr. Einnig verða opnuð ný rými sem nú þegar eru til en vantar rekstrarfjármagn upp á 1 milljarð kr. Þetta mun leysa bráðavanda, fjölga störfum og létta álagi af sjúkrastofnunum landsins. Ráðist verði í önnur minni verkefni sem eru startholunum og má þar nefna stuðning við framkvæmdir sveitarfélaga t.d. sem varðar fráveitumál (300 mkr), 300 mkr. í sóknaráætlun landshluta, framkvæmdir við flughlað á Akureyri og á Egilsstaðaflugvelli (300 mkr), 100 mkr í flugstöðina á Akureyri, 200 mkr. í Tækniskólann, endurgerð sögulegra innréttinga Bessastaðakirkju (100 mkr), viðhaldsverkefni við Hóla í Hjaltadal (100 mkr.), framkvæmdir við íþróttahús VMA (100 mkr), og Húsasafn Þjóðminjasafnsins (100 mkr.).“

Loks leggja flokkarnir til 7,3 milljarða króna framlag til velferðarmála. „Vegna ótrúlegs álags er lagt til að greidd verði sérstök 200.000 kr. eingreiðsla til þess starfsfólks í heilbrigðis- og félagsþjónustu sem hefur unnið við umönnun Covid smitaðra sjúklinga. Samhliða þessari greiðslu er sérstaklega hvatt til að ríkisvaldið gangi frá kjarasamningum við þær heilbrigðisstéttir sem ósamið er við. Þá er lagt til aukið framlag til vaxta- og húsnæðisbóta til að mæta fyrirsjáanlegri kaupmáttarskerðingu (3 makr.) en það nær til tekjulágra einstaklinga. Stjórnarandstaðan leggur til að eldri borgarar fái sambærilega eingreiðslu og öryrkjar fá, upp á 20.000 kr. Framlög viðfyrirsjáanlegan kostnað heilbrigðiskerfis vegna faraldursins verða aukin um milljarð kr og 200 mkr. verða lagðar til að fjölgun NPA samninga. Loks verða 200 mkr. lagðar til við SÁÁ m.a. vegna minnkandi sjálfaflafjár í kjölfar faraldursins og 100 mkr. renna til aukins stuðnings til fjölskyldna langveikra barna sem hafa orðið fyrir talsverðu tekjutapi vegna faraldursins.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
2
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
8
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
9
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
10
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
6
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
7
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
9
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
10
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár