Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Olíuvinir“ auglýsa að vörur sínar hjálpi „þegar plága gengur yfir“

Sölu­að­il­ar Young Li­ving á Ís­landi ýja að því á sam­fé­lags­miðl­um að vör­ur sín­ar hjálpi gegn COVID-19. Fyr­ir­tæk­ið er um­deilt og sæt­ir hóp­mál­sókn fyr­ir píra­mída­s­vindl.

„Olíuvinir“ auglýsa að vörur sínar hjálpi „þegar plága gengur yfir“
Young Living olíur Íslenskir söluaðilar hafa undanfarið markaðssett ilmolíur í samhengi við heimsfaraldurinn.

Íslendingar í sölukeðju fyrirtækisins Young Living auglýsa nú vörur sínar í samhengi við útbreiðslu COVID-19 veirunnar á Íslandi. Söluaðilar segja að vörurnar hafi gefið „góða raun í Svarta Dauða hér um árið“, reynist vel „þegar að plága gengur yfir“ og gagnist ónæmiskerfinu „á þessum síðustu og verstu“.

Stundin hefur áður fjallað um Young Living, sem er umdeilt bandarískt fyrirtæki sem selur ilmkjarnaolíur í óljósum læknisfræðilegum tilgangi. Fyrirtækið stundar svokallaða tengslamarkaðssetningu (e. multi-level marketing), sem fer að miklu leyti fram á samfélagsmiðlum, og sætir hópmálsókn í Bandaríkjunum fyrir að vera milljarða dollara píramídasvindl sem nær allir þátttakendur tapi pening á.

Varað við markaðssetningunni

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur áður varað við þeim aðferðum sem dreifingaraðilar nota til að selja olíurnar, meðal annars með yfirlýsingum um að þær gætu læknað Ebóla-smit, Parkinson’s sjúkdóminn, einhverfu, krabbamein, elliglöp og MS sjúkdóminn. Stjórnendur hópsins „Olíuvinir“ fyrir íslenska dreifingaraðila á Facebook leggja áherslu á að meðlimir lofi engu um að olíurnar lækni sjúkdóma. „Athugið að notkun á hugtökum um lækningu eða sjúkdóma skal algjörlega forðast,“ segir í lýsingu á hópnum. „Hjálpumst öll að við að gera umræðuna sem mest á heilsu og vellíðunar stigi.“

Engu að síður auglýsa nú margir íslenskir dreifingaraðilar vörurnar í samhengi við faraldurinn sem gengur yfir á heimsvísu.

„Á þessum síðustu og verstu er full ástæða til að vekja athygli á Thieves vörunum frá Young Living,“ segir á sölusíðunni Einstakar olíur. „Nokkrir hafa bankað upp á í skilaboðum hjá mér undanfarna daga og viljað kaupa Thieves olíu - skiljanlega, þar sem Thieves er sú blanda sem gaf góða raun í Svarta Dauða hér um árið,“ segir í annarri færslu.

„Thieves er sú blanda sem gaf góða raun í Svarta Dauða hér um árið“

„Hins vegar er Thieves ekki lagervara þessa dagana, heldur hefur Young Living tæpast undan að framleiða Thieves og aðrar Thieves tengdar vörur s.s. handsprittið (gelið). Að sjálfsögðu sitja tryggir viðskiptavinir fyrirtækisins fyrir þegar eitthvað kemur á lager. En örvæntið ekki: það er til fullkomin leið til að eignast Thieves olíuna, því hún er alltaf til sem hluti af premium startkittinu. Ef þú kaupir pakkann, þá ertu jafnframt orðin(n) skráður viðskiptavinur hjá Young Living - og pantar úr vefversluninni þeirra á 24% heildsöluafslætti.“

Forsenda er kaup fyrir 170 þúsund krónur

Ekki er tekið fram að slíkir viðskiptavinir þurfa að kaupa vörur fyrir um 100 dollara á mánuði, eða tæpar 170 þúsund krónur árlega, til að missa ekki stöðu sína í keðjunni og möguleikann á þóknun vegna innkaupa þeirra sem eru neðar í keðjunni.

Lilja Dhara Oddsdóttir, stofnandi Heilsumeistaraskólans, hefur keypt vörurnar í tvo áratugi og er ofarlega í keðju Young Living, með marga Íslendinga „í undirlínunni“ eins og það er kallað. „Þú vilt byrgja brunninn áður en barnið dettur ofaní - hugsa vel um heilsuna og ónæmiskerfið ALLTAF - ekki að gera það seinna, eða þegar að plága gengur yfir!“ skrifar hún á Facebook til að auglýsa olíurnar. „Just saying....“

„Ég ætla að segja þér hvernig þú getur, á auðveldan og einfaldan hátt, styrkt ónæmiskerfið þitt og innbyggðar varnir líkamans“

Einn söluaðili, síðan Hið nýja líf, auglýsir netnámskeið um styrkingu ónæmiskerfisins. „Flestir vírusar eru meinlausir, þeir búa í okkur, á okkur og þeir eru alls staðar í kringum okkur, þeir eru hluti af tilverunni okkar, alltaf,“ segir í kynningu á námskeiðinu. „En svo eru vírusar sem hafa áhrif á okkur, valda okkur veikindum og taka jafnvel líf. Af þeim vírusum eru sumir mjög smitandi, eins og Kórónu vírusinn, sem nú herjar um heim allan. Flestir fá væg einkenni, en ef ónæmiskerfið er ekki öflugt, þá ertu viðkvæmari fyrir þeim vírusum, sem ekki eru skaðlausir. Það besta sem þú getur gert, er að gera allt sem í þínu valdi stendur, til þess að efla ónæmiskerfið þitt og styrkja það, ég ætla að segja þér hvernig þú getur, á auðveldan og einfaldan hátt, styrkt ónæmiskerfið þitt og innbyggðar varnir líkamans.“

Loforð sögð „ekkert nema skýjaborgir“

Á Íslandi er óheimilt að reka fyrirtæki með þrepaskiptri tengslamarkaðssetningu, þó að eftir því sem Stundin hefur komist næst hafi opinberir aðilar ekki gert athugasemdir við starfsemi Young Living hérlendis. Í reglugerð um viðskiptahætti sem teljast undir öllum kringumstæðum óréttmætir er sérstaklega fjallað um að óréttmætt sé „að stofna, reka eða kynna píramídafyrirkomulag þar sem neytandinn á kost á þóknun sem er aðallega tilkomin fyrir að fá aðra til liðs við kerfið í stað þess að að selja eða neyta vörunnar.“

Fyrirkomulagið óheimilt á ÍslandiÍ reglum um viðskiptahætti segir að óréttmætt sé „að stofna, reka eða kynna píramídafyrirkomulag þar sem neytandinn á kost á þóknun sem er aðallega tilkomin fyrir að fá aðra til liðs við kerfið í stað þess að að selja eða neyta vörunnar.“ Hjá Young Living er krafist innkaupa fyrir 150 þúsund krónur á ári, ef meðlimur vill eiga kost á slíkri þóknun.

Hópmálsóknin gegn Young Living í Bandaríkjunum er á grundvelli RICO laganna svokölluðu, sem upphaflega voru sett til að ná til höfuðpaura glæpasamtaka og mafíufjölskyldna. Síðar hafa þau verið notuð í víðari skilningi gegn stjórnendum fyrirtækja og félaga vegna gjörða undirmanna þeirra sem þeir fyrirskipuðu.

„Í raun er Young Living ekkert annað en samtök í ætt við sértrúarsöfnuð sem predika hið falska og síhverfula loforð um fjárhagslega velmegun og annars konar lífsstíl,“ segir í stefnunni. „Young Living segir meðlimum sínum ranglega að þátttaka, sem krefst reglulegra mánaðarlegra greiðslna, muni skila sér í andlegum og veraldlegum gæðum, svo framarlega sem þeir haldi áfram að lokka að nýja meðlimi í Young Living fjölskylduna. En það loforð er ekkert nema skýjaborgir fyrir milljónir meðlima Young Living. Í raun hafa hinir stefndu ekki gert annað en að skapa ólöglegt píramídasvindl og hornsteinninn er áhersla Young Living á að fá nýja meðlimi umfram það að selja vörur.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
4
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
5
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Ármann um Ortus: „Hef aldrei gætt neinna annarra hagsmuna en bankans“
8
Fréttir

Ár­mann um Ort­us: „Hef aldrei gætt neinna annarra hags­muna en bank­ans“

Ár­mann Þor­valds­son, for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku banka, seg­ist hafa selt hluta­bréf sín í breska fast­eigna­fé­lag­inu Ort­us til Stoða ár­ið 2018. Tveim­ur ár­um síð­ar komu Stoð­ir inn í hlut­hafa­hóp Kviku og Ár­mann kom að því sem stjórn­andi hjá Kviku að kaupa hluta­bréf­in í Ort­us til baka af Stoð­um á upp­sprengdu verði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
2
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Undirskriftir gegn Bjarna orðnar fleiri en greidd atkvæði Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu
4
Fréttir

Und­ir­skrift­ir gegn Bjarna orðn­ar fleiri en greidd at­kvæði Sjálf­stæð­is­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Á ein­ung­is tveim­ur dög­um hafa um 34 þús­und ein­stak­ling­ar skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ings­leysi við Bjarna Bene­dikts­son í embætti for­sæt­is­ráð­herra. Fjöldi und­ir­skrifta vex hratt og eru þær nú orðn­ar fleiri en þau at­kvæði sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk greidd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um.
„Þetta er móðgun við okkur“
7
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Bankasýslan getur ekki gert grein fyrir tug milljóna kaupum á þjónustu
4
Viðskipti

Banka­sýsl­an get­ur ekki gert grein fyr­ir tug millj­óna kaup­um á þjón­ustu

Frá því að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Hún get­ur ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Mest af því sem stofn­un­in get­ur gert grein fyr­ir fór til Logos, eða alls 15,3 millj­ón­ir króna á átta mán­uð­um í fyrra.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
5
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár