Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Skeyti frá Feneyjum: Gondólarnir eru hættir að sigla

Í Fen­eyj­um er skelf­ing­ar­ástand vegna kór­óna­veirunn­ar og borg­ar­bú­ar ótt­ast að ferða­manna­iðn­að­ur­inn, lífæð borg­ar­inn­ar, muni aldrei ná sér. Blaða­menn­irn­ir Gabriele Cat­ania og Valent­ina Saini ræddu við borg­ar­búa fyr­ir Stund­ina, með­al ann­ars mann sem smit­að­ist af kór­óna­veirunni og seg­ist hafa há­grát­ið og lið­ið vít­isk­val­ir í veik­ind­un­um.

Ráðvilltir mávar ráfa um torg og stræti borgarinnar. Hér er ekkert fyrir þá að fá; túristar víðs fjarri og allar ruslatunnur tómar. Það eru aðeins nokkrir dagar síðan Feneyjar voru settar á lista yfir hááhættusvæði og borgin er aðeins skuggi af því sem hún var áður. Borgin sjálf er nú vofa, líkt og þær sem sagðar eru valda reimleikum í fornum höllum hennar.

Hvarf túristanna, og flests annars fólks, er vegna Covid-19 veirunnar. Kórónaveiran hefur verið sérstaklega skæð á Ítalíu, ekki síst í norðurhluta landsins. Í Lombardia eru meira en 12.000 skráð tilfelli, í Emilia-Romagna rúmlega 3.400, í Veneto tæplega 2.500. Hér í Feneyjum hafa 378 verið greindir með smit og 45 þeirra eru á gjörgæslu. Það er hæsta hlutfall í þessum hluta landsins.

Eitt vandamálið er að meðalaldur borgarbúa hefur hækkað mjög og er nú um 49 ár. Það eru fleiri íbúar Feneyja yfir áttræðisaldri en eru undir tíu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu