Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Allt öðruvísi efnahagshögg en í hruninu 2008

Við­brögð stjórn­valda skipta miklu til að milda efna­hags­leg áhrif COVID-19 á heim­il­in. Ekki er bú­ist við höggi á fast­eigna­mark­aðn­um eða stökk­breyt­ingu verð­tryggðra lána eins og 2008. Doktor í hag­fræði kall­ar eft­ir því að stjórn­völd ábyrg­ist laun allra lands­manna og víki frá banni við mikl­um halla­rekstri rík­is­sjóðs.

Allt öðruvísi efnahagshögg en í hruninu 2008
Stjórnvöld bregðast við Mikið veltur á viðbrögðum hagstjórnaraðila hversu alvarleg langtímaáhrif COVID-19 veirunnar verða á efnahagslífið, að mati sérfræðinga. Mynd: Heiða Helgadóttir

Heimilin ættu að komast mun betur undan efnahagslega högginu sem fylgir afleiðingum COVID-19 veirunnar en bankahruninu 2008 að mati sérfræðinga. Niðurstaðan mun þó velta á því hvort stjórnvöld tryggi áframhaldandi tekjur þeirra sem lenda í sóttkví eða missa vinnuna, hvort bankar verði fyrirtækjum liðlegir og hversu lengi samkomubann og aðrar slíkar hindranir verða til staðar.

Ólafur Margeirsson, doktor í hagfræði, segir ljóst að aðalhöggið fyrir Ísland komi vegna ferðaþjónustunnar. Atvinnugreinin er ábyrg fyrir tæplega 40 prósent gjaldeyristekna þjóðarbúsins. „Í dag eru það flugfélög, hótel, veitingastaðir og smásala sem verða fyrir mesta áfallinu,“ segir hann. „Ef þessu lýkur eftir mánuð eða tvo mánuði þá verður þetta fljótt að koma til baka. En um leið og tímabilið lengist og lausafé þessara fyrirtækja hverfur, lánalínur þeirra bresta og þau fara á hausinn, þá myndast atvinnuleysi. Áföllin fara þá að dreifast í skrifstofugeirann og halda þaðan áfram.“

Mikil …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu