Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Sögð njóta sömu réttinda og grískir ríkisborgarar í Grikklandi

Tvær fjöl­skyld­ur frá Ír­ak, með þrjár ung­ar stúlk­ur á sínu fram­færi, voru ekki metn­ar í nægi­lega við­kvæmri stöðu til að þeim yrði veitt al­þjóð­leg vernd á Ís­landi. Senda á fjöl­skyld­urn­ar aft­ur til Grikk­lands, þar sem þær bjuggu áð­ur í tjaldi í á þriðja ár, við af­ar slæm­an að­bún­að. Í fjöl­skyld­unni eru ein­stak­ling­ar sem eiga við al­var­leg and­leg og lík­am­leg veik­indi að stríða, auk þess sem ein stúlk­an, Fatima, glím­ir við fötl­un eft­ir að hafa orð­ið fyr­ir sprengju­árás í æsku.

Sögð njóta sömu réttinda og grískir ríkisborgarar í Grikklandi

Fyrir fimm árum síðan þurfti ungur íraskur faðir, Ali Aljoubi, að bregða sér út af heimilinu til að kaupa í matinn fyrir fjölskyldu sína. Hann tók þriggja ára dóttur sína, Fatimu, með sér í leiðangurinn. Hann vissi eins og aðrir að hversdagsleg ferð eftir matvöru gæti verið hættuför en þannig var lífið sem hann þekkti í Bagdad í Írak. Feðginin voru óheppin. Einhver hafði komið fyrir sprengju, einmitt þar sem þau þurftu að sinna sínum erindum. Fatima varð fyrir sprengjunni og slasaðist alvarlega, missti bæði fingur og tær. Sú skelfilega lífsreynsla er ekki ástæðan fyrir því að feðginin finna sig nú hér uppi á Íslandi. „Þetta er eðlilegt fyrir okkur,“ segir Aljoubi, þegar hann segir þessa sögu af óförum dóttur sinnar, eins og í hálfgerðu framhjáhlaupi. Þau flúðu ekki heimaland sitt eftir þetta, heldur eftir lífshættulega skotárás sem beindist beint að þeirra fjölskyldu. Þess vegna eru þau nú hér á …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár