Fátt annað en nýja kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum Covid-19 kemst að í huga fólks þessa dagana. Líklegast þykir að veiran hafi fyrst komið upp í leðurblökum og síðan borist í menn, mögulega í gegnum óþekktan millihýsil. Covid-19 er langt því frá fyrsti veirusjúkdómurinn sem borist hefur í menn úr leðurblökum. Hlutfallslega hafa töluvert margir veirusjúkdómar gert það í gegnum tíðina. Nokkrar ástæður virðast liggja þar að baki.
Flestir sjúkdómar eiga uppruna sinn í öðrum dýrum en mannfólki
Um 61% allra smitsjúkdóma sem mannfólk getur smitast af eiga uppruna sinn í öðrum dýrum dýraríkisins. Sjúkdómar sem smitast yfir í menn úr öðrum dýrum eru kallaðir súnur (e. zoonotic diseases). Þótt sjúkdómar eigi uppruna sinn í hinum ýmsu dýrategundum er algengt að sjúkdómar berist í menn úr leðurblökum.
Sem dæmi má nefna að talið er líklegt að hundaæði eigi rætur sínar að rekja til leðurblaka.
Sem dæmi má nefna að talið er ...
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
1.990 krónum á mánuði.
Athugasemdir