Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Sex blaðamenn tilnefndir til verðlauna fyrir umfjallanir í Stundinni

Um­fjall­an­ir um ham­fara­hlýn­un, Sam­herja­skjöl­in og stöðu er­lendra kvenna sem fast­ar eru í of­beld­is­sam­bönd­um við ís­lenska maka sína er til­nefnd­ar til verð­launa. Að­eins RÚV fær fleiri til­nefn­ing­ar.

Sex blaðamenn tilnefndir til verðlauna fyrir umfjallanir í Stundinni
Tilnefndir blaðamenn

Stundin fær þrjár tilnefningar til blaðamannaverðlauna, í flokkunum rannsóknarblaðamennska ársins, umfjöllun ársins og blaðamaður ársins. Aðeins RÚV fær fleiri tilnefningar. 

Á þeim fimm árum sem liðin eru frá stofnun Stundarinnar hefur hún fengið 13 tilnefningar til blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands. Árið 2017 var ritstjórn Stundarinnar í heild sinni valin blaðamenn ársins. Í ár fá sex blaðamenn Stundarinnar tilnefningu til verðlauna, í þremur flokkum. 

Verðlaunin verða afhent þann 6. mars en veitt eru verðlaun í fjórum flokkum, en þrjár tilnefningar eru í hverjum flokki.

RÚV fékk fjórar tilnefningar, Morgunblaðið tvær og mbl.is eina, Kjarninn fékk eina tilnefningu líkt og Fréttablaðið og fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. 

Tilnefnd fyrir vönduð viðtöl og umfjallanir 

Hólmfríður Helga

Hólmfríður Helga Sigurðardóttir er tilnefnd til verðlauna sem blaðamaður ársins fyrir vönduð viðtöl og umfjallanir um viðkvæm málefni og brotalamir í íslensku samfélagi, meðal annars umfjöllun um stöðu kvenna frá löndum utan EES sem hafa fest í ofbeldissamböndum hér á landi, og upplýsandi viðtöl við fjölskyldur sem hafa fundið skjól á Íslandi. 

Hólmfríður Helga var einnig tilnefnd til verðlauna í fyrra fyrir umfjöllun ársins eftir að frásagnir átta kvenna opinberuðu bitleysi nálgunarbanns sem úrræðis í heimilisofbeldismálum. 

Tilnefnd fyrir umfjöllun um hamfarahlýnun 

Alma Mjöll Ólafsdóttir, Jóhann Páll Jóhannsson, Margrét Marteinsdóttir og Steindór Grétar Jónsson fengu tilnefningu fyrir yfirgripsmikla og vandaða umfjöllun um hamfarahlýnun, þar sem fjallað er um fyrirséðar afleiðingar og birtingarmyndir loftlagsvár, aðgerðir stjórnvalda og viðleitni einstaklinga til að vega uppi á móti skaðlegum umhverfisáhrifum. 

Jóhann Páll Jóhannsson er margverðlaunaður blaðamaður, sem hefur meðal annars hlotið verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins og sem blaðamaður ársins fyrir umfjöllun um lekamálið, fengið tilnefningar til verðlauna fyrir umfjöllun um viðskipti forsætisráðherra og verðlaun fyrir umfjöllun um uppreista æru. Hann fékk einnig tilnefningu í fyrra fyrir viðtal við Báru Halldórsdóttur og árið þar á áður fyrir viðtal við Sigurlaugu Hreinsdóttur. 

Steindór Grétar Jónsson fékk verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins í fyrra ásamt Frey Rögnvaldssyni vegna umfjöllunarinnar Landið sem auðmenn eiga, þar sem rík yfirsýn var veitt yfir umfang fyrrum bújarða sem nú eru í eigu innlendra og erlendra auðmanna. 

Tilnefndir fyrir umfjöllun um Samherjaskjölin

Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður Stundarinnar, er tilnefndur ásamt þeim Aðalsteini Kjartanssyni, Helga Seljan og Stefáni Drengssyni í Kveik fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins vegna umfjöllunar um Samherjaskjölin, sem unnin var í samstarfi við Wikileaks og Al Jazeera. 

Ingi Freyr

Ingi Freyr hefur fengið fjölmargar tilnefningar til verðlauna fyrir rannsóknarblaðamennsku. Árið 2017 var hann tilnefndur fyrir afhjúpandi umfjöllun um viðskipti Bjarna Benediktssonar og fjölskyldu hans og náin tengsl við Glitni í aðdraganda bankahrunsins, en áður hefur hann verið tilnefndur til verðlauna fyrir umfjöllun um fjárhagsleg tengsl Illuga Gunnarssonar þáverandi menntamálaráðherra við fyrirtækið Orka Engergy, umfjöllun um fiskveiðar Íslendinga við Afríku og fréttaflutning af uppgjöri og afleiðingum fjármálahrunsins. 

Tveir fengu tvær tilnefningar 

Athygli vekur að þeir Aðalsteinn Kjartansson og Stefán Drengsson á RÚV fengu tvær tilnefningar í flokki rannsóknarblaðamennsku, annars vegar fyrir umfjöllun um Samherjaskjölin og hins vegar fyrir umfjöllun um Procar, sem þeir unnu saman að fyrir Kveik. 

Allar tilnefningarnar og rökstuðning dómnefndar má sjá hér að neðan: 

Jóhann, Margrét, Steindór og Alma Mjöll

Besta umfjöllun

Arnhildur Hálfdánardóttir, RÚV. Fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Þættirnir eru vandaðir og yfirgripsmiklir þar sem varpað er nýju ljósi á loftslagsvána með því að skoða snertifleti hennar við það mannlega í samfélaginu, siðferði, tilfinningar, sálfræði, trúarbrögð og pólitík. Um er að ræða persónulega og frumlega nálgun að umfjöllun um eitt stærsta verkefni samtímans.

Alma Mjöll Ólafsdóttir, Jóhann Páll Jóhannsson, Margrét Marteinsdóttir, og Steindór Grétar Jónsson, Stundinni. Fyrir umfjöllun um hamfarahlýnun. Í yfirgripsmikilli og vandaðri umfjöllun fjalla blaðamenn Stundarinnar um fyrirséðar afleiðingar og birtingarmyndir loftslagsvár hér á landi og víðar, aðgerðir stjórnvalda og viðleitni einstaklinga til þess að vega upp á móti skaðlegum umhverfisáhrifum sem stafað geta af daglegu lífi fólks.

Magnús Halldórsson og Þórður Snær Júlíusson, Kjarnanum. Fyrir umfjöllun um efnahagsmál. Í fjölmörgum og upplýsandi fréttaskýringum vörpuðu Magnús og Þórður Snær ljósi á þróun efnahagsmála á umbreytingatímum síðasta árs, þegar samdráttur tók við af alllöngu góðæristímabili. Um er að ræða afar vandaða umfjöllun þar sem efniviður frétta úr viðskipta- og efnahagslífi er greindur og settur fram á skilmerkilegan og skiljanlegan hátt.

Viðtal ársins

Orri Páll Ormarsson, Morgunblaðinu. Fyrir viðtal við Sævar Þór Jónsson lögmann. Í viðtalinu er á næman og nærgætinn hátt fjallað um afar viðkvæmt málefni, kynferðisofbeldi sem viðmælandinn varð fyrir á barnsaldri og þau djúpstæðu áhrif sem atburðurinn hafði á líf hans. Viðtalið, sem er lifandi og lipurlega skrifað, fangar athygli lesandans og heldur henni þar til frásögninni er lokið.

Erla Björg Gunnarsdóttir, Nadine Guðrún Yaghi, og Jóhann K. Jóhannsson, Kompási, Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Fyrir viðtal og umfjöllun um barn sem var lokað inni á heimili með geðveikri móður. Vandað viðtal við 17 ára stúlku, Margréti Lillý Einarsdóttur, sem lýsir því hvernig samfélagið brást henni þegar hún á grunnskólaaldri ólst upp ein hjá móður sem átti við bæði geðrænan vanda og fíknivanda að stríða. Viðtalið vakti verðskuldaða athygli og var fylgt eftir með fjölda frétta um stöðu barna í viðkvæmri stöðu, starfsemi barnaverndarnefnda og fleiri þætti og leiddi meðal annars til þess að bæjarstjóri Seltjarnarness baðst formlega afsökunar á því hvernig staðið var að málum í tilviki Margrétar Lillýar.

Ari Brynjólfsson, Fréttablaðinu. Fyrir viðtal við fjóra erlenda vagnstjóra. Í lifandi og skemmtilegu viðtali sem fangar og heldur athygli lesenda ræðir Ari við fjóra erlenda vagnstjóra hjá Strætó sem lýsa lífi sínu, starfi og samskiptum við farþega. Viðtalið sýnir manneskjur á bak við störf og þjóðerni. Viðtalið sem vekur lesendur meðal annars til umhugsunar um hvernig hér er komið fram við starfsfólk sem er af erlendu bergi brotið. Tæknileg útfærsla á viðtali við fjóra einstaklinga í senn er afskaplega vel úr hendi leyst. 

Rannsóknarblaðamennska

Aðalsteinn Kjartansson og Stefán Drengsson, Kveik. Fyrir umfjöllun um Procar-málið. Afhjúpun Kveiks um að bílaleigan Procar hefði stundað svindl á neytendum með því að færa niður kílómetrastöðu bílaleigubíla áður en þeir voru seldir vakti hörð viðbrögð og sýndi fram á alvarlega brotalöm í viðskiptum með notaða bílaleigubíla. Umfjöllunin byggði á heimildum og öflugri rannsóknarvinnu sem skilaði sér í afhjúpun sem hefur haft afdrifarík áhrif á viðskipti með notaða bíla.

Aðalsteinn Kjartansson, Helgi Seljan, Ingi Freyr Vilhjálmsson og Stefán Drengsson, Kveik og Stundinni. Fyrir umfjöllun um Samherjamálið. Fá mál vöktu meiri athygli í íslensku samfélagi en umfjöllun Kveiks og Stundarinnar í samvinnu við Al Jazeera og Wikileaks um ásakanir á hendur Samherja um mútugreiðslur í tengslum við starfsemi fyrirtækisins í Namibíu. Umfjöllunin byggði staðhæfingum fyrrum starfsmanns Samherja í Namibíu og miklu magni gagna sem einnig voru gerð aðgengileg almenningi á netinu samhliða birtingu frétta af málinu. Umfjöllunin hefur haft mikil áhrif, bæði hér heima og erlendis.

Stefán Einar Stefánsson, Morgunblaðinu. Fyrir bókina „Wow, ris og fall flugfélags“ ásamt fréttum og fréttaskýringum um sama mál í ViðskiptaMogganum. Gjaldþrot Wow air er tvímælalaust eitt stærsta fréttamál síðasta árs og afleiðingar þess gríðarlegar bæði á einstaklinga og efnahagslíf. Í ítarlegum fréttum, fréttaskýringum og bók um málið hefur Stefán Einar dregið fram í margvíslega fleti tengda starfsemi Wow, sögu flugfélagsins og eftirmála gjaldþrotsins. Fréttirnar er vandaðar og ítarlegar, bókin lipurlega skrifuð og upplýsandi um ris og falls flugfélags, sem hafði mikil áhrif á íslenskt þjóðlíf. 

Blaðamannaverðlaun ársins

Guðrún Hálfdánardóttir, mbl.is. Fyrir greinaflokkinn Skóli fyrir alla. Um er að ræða yfirgripsmikla röð frétta og fréttaskýringa um stöðu skólamála á Íslandi út frá því sjónarhorni að menntun sé mannréttindi sem allir eigi að njóta. Umfjöllunin varpar ljósi á stöðu mála og veltir upp flötum þar sem úrbóta er þörf, svo sem varðandi skýrleika námskrár og samræmis í vinnuaðferðum á milli, og jafnvel innan einstakra skóla.

Arnar Páll Hauksson, Speglinum, RÚV. Fyrir umfjöllun um kjaramál. Arnar Páll hefur af djúpri þekkingu og áralangri yfirsýn fjallað um kjaramál með afar vönduðum hætti í ótal fréttum og fréttaskýringum á tímum mikils umróts á vinnumarkaði. Hann hefur fjallað ítarlega um hugmyndir og tillögur sem lagðar hafa verið fram í kjaraviðræðum og flytur iðulega fyrstu fréttir af þróun mála.

Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Stundinni. Fyrir vönduð viðtöl og umfjallanir. Í fjölda frétta, fréttaskýringa og viðtala hefur Hólmfríður Helga sýnt afar vönduð vinnubrögð í umfjöllun um margvísleg viðkvæm málefni og brotalamir í íslensku samfélagi. Má þar nefna vandaða umfjöllun um stöðu kvenna frá löndum utan EES sem hafa fest í ofbeldissamböndum hér á landi og upplýsandi viðtöl og umfjöllun um fjölskyldur sem fundið hafa skjól á Íslandi eftir erfiðleika í heimalöndum sínum. Hólmfríður hefur lagt mikið af mörkum við að lyfta röddum og greina frá reynslu fólks sem ekki á jafngreiðan aðgang að fjölmiðlum og margir aðrir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
2
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
7
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
8
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
6
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
7
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
9
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
10
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu